Morgunblaðið - 25.05.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.05.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAÍ1986 r uitv ny cxh; i;ó<5 Ijc>da Dagur lj óðsins DAGUR ljóðsins er í dag, sunnudaginn 25. maí. Þessum degi er ætlað að vekja athygli á ljóðinu og lífi þess í íslensku samfélagi. Það er Rithöfundasamband íslands sem stendur fyrir ljóðhelgun dagsins með því að blása til ljóðakynninga á þremur stöðum á landinu, á Selfossi, Akranesi og í Reykjavík. Sami háttur var hafður á í fyrra þegar Dagur ljóðsins var haldinn í fyrsta sinn. í tilefni dagsins tók Morgunblaðið stutt viðtöl nokkur íslensk skáld. Umræðuefnið var einfalt: ljóðið sjálft, staða þess og þýðing í samfélaginu og mikilvægi eða tilgangsleysi dagsins. Gunnar Dal: Ljóðið hefur lítið breyst í sjö þúsund ár „Gáfaðir bókmenntafræðingar vilja helst byltingu í ljóðum og ljóð- formum á hveijum einasta degi. Þetta er á misskilningi byggt. í mínum huga hefur ljóðið tiltölulega lítið breyst síðastliðin sjö þúsund ár, frá því skáldin í Ur ortu um Adam og Evu,“ sagði Gunnar Dal. „Menn sem tala um ljóðbyltingu vita ekki hvað ljóð er. Að tala um nýja tegund ljóða er eins og að bera fram velling í flösku og kalla það nýja tegund af kampavíni — að gera merkimiðann merkilegri en innihaldið. Vellingurinn í flöskunni blekkir engan, hvaða nafni sem hann nefnist, en íslendingar eru gjamir á að gleypa í sig ljóðavelling og kalla hann merkilega ljóðagerð, sem markar nýja stefnu og strauma. Sannleikurinn er sá að allar breytngar á ljóðinu eru yfirborðs- legar; eins og öldur á vatni sem koma og hníga. Það er fölsun að tala um hefðbundin ljóð í merking- unni háttbundin ljóð, því elstu ljóð heimsins voru órímuð. Allar tegund- ir ljóðlistar hafa verið til í árþúsund- ir, og menn fara ekki svo glatt út fyrir ramma ljóðsins. Bylting í ljóði er því eitthvað annað en ljóð. En hvað er þá ljóð? Það er upp- hafning, eins og Steinn Steinarr var vanur að segja, og þar hitti hann naglann á höfuðið. Án upphafning- ar verða orð ekki að ljóði, hvort sem þau eru sett saman á bundinn eða óbundinn hátt. Meira þarf kannski ekki að segja, en það getur verið gagnlegt að búa til kenningar og flokkunarkerfí fyrir ljóðið (þótt flestar „teóríur“ séu reyndar vit- ieysur), og ég hef búið mér til mína eigin, sem ég tel að komi að meira gagni en formbyltingarkenningar margra fræðimanna. Ég vil greina ljóð í gæðaflokka. Gunnar Dal Ég hef skemmt mér við að gera tugi slíkra flokka, en ég skal nefna fímm þá efstu: Skáldskapur Hómers er dæmi um fímmta flokks ljóð. Þau einkennast af formsnilld, en engu öðru sem máli skiptir. í fjórða flokk set ég skáld sem eru lýrísk auk þess að vera formsnillingar. Ljóð hinna dæmigerðu íslensku þjóðskálda til- heyra þriðja flokknum, en í þeim bætist við ný vídd: baráttuandinn. Góð dæmi eru Þorsteinn Erlingsson og Davíð Stefánsson, sem eru bar- áttuskáld, sem yrkja af ljóðúð og formsnilld. Ég tel að aðeins tveir Islendingar hafí farið upp í annan flokk, verið skáld hinna háu og djúpu hugsana, auk áðumefndra eiginleika. Bætt heimspekinni við. Það eru þeir Einar Benediktsson og Matthías Jochumsson. Fyrsta flokks skáld eru ekki til, en eitt fyrsta flokks ljóð hefur þó verið ort. Það ljóð hefur í sér allt sem er nefnt og ekkert af því sést í því! Þetta Ijóð er Faðir-vorið. Það hefur þetta allt til að bera, en er svo yfírlætislaust, að þótt mann- kynið hafí kunnað það í árþúsundir vita menn varla að það er ljóð," sagði Gunnar Dal. Olafur Jóhann Sigurðsson: Maraþon- upplestur vísasti vegurinn til að drepa ljóðið „Fyrir mér er maraþonupp- lestur Ijóða af því tagi sem tíðk- ast á slíkum Ijóðadögum vísásti vegurinn til að drepa ljóðið. -.Að minnsta kosti get ég ekki notið ljóða þegar þau eru flutt í belg og biðu af mörgum lesurum í kliði samkunduhúss. Það étur hvað annað upp,“ sagði Ólafur Jóhann Sigurðsson. „Ég tel betur til fallið að bírta ljóð oftar og í minna mæli, en vanda þá til þess. Ég nýt þess að hlýða á fáein Ijóð í útvarpi, þar sem lesarinn er aðeins einn. Og enn betra væri það í sjón- varpi, ef sú stofnun legði sig eftir að nýta möguleika sína á því sviði. Þá sjaldan ég hef heyrt ljóð í sjónvarpi er eins og eitt og eitt skáld sé fengið til að sitja eins og hani á priki fyrir framan sjónvarpsvélina og lesa — í stað þess að nota miðilinn til að túlka anda ljóðsins í myndum. Ljóðið á mikla möguleika í sjónvarpi ef þeir væru nýttir rétt,“ sagði Ólafur Jóhann Sigurðsson. Sigfús Daðason: List handa einstaklingum „Ljóðlistin er að mínu viti list handa einstaklingum, ekki hóplist. Þó má njóta hennar í margmenni og ég vona að þessi árlegi ljóðadag- ur nái þeim tilætlaða árangri að skapa samgang milli skáldskapar- ins og hins almenna manns. Þá hefur dagurinn þýðingu bæði fyrir skáldin og ljóðneytendur," sagði Sigfús Daðason. „Mennimir eru misjafnir og það er ekki hægt að ætlast til að allt fólk sé neytendur ljóða. En þeir sem ljóðið ratar til hafa af því nokkurt gagn og uppörvun í lífínu. Og víst er að mikið er til af skáldum," sagði Sigfús og baðst undan því að vera langorðari. Sigfús Daðason 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.