Morgunblaðið - 25.05.1986, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAÍ1986
Davíð
Oddsson
borgarstjóri
svarar
spurningum
lesenda
um borgarmál
LESENDAÞJONUSTA MORGUNBLAÐSINS
Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík og efsti maður á framboðslista
sjálfstæðisfólks í borgarstjórnarkosningum, sem fram fara 31. maí næstkom-
andi, svarar spurningum í Morgunblaðinu um borgarmál í tilefni kosninganna.
Lesendur Morgunblaðsins geta hringt til ritstjórnar blaðsins í síma 10100 á
milli kl. 11 og 12 árdegis, frá mánudegi til föstudags, og lagt spurningar
fyrir borgarstjóra, sem blaðið kemur á framfæri við hann. Svörin birtast síðan
í þættinum Spurt og svarað um borgarmál. Einnig má senda spurningar í
bréfi til blaðsins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svarað um borgarmál, rit-
stjórn Morgunblaðsins, pósthólf 1555, 121 Reykjavík. Nauðsynlegt er, að
nafn og heimilisfang spyrjenda komi fram.
„Borgarleikhús ris af grunni í nýjum miðbæ, sem hefur verið að taka á sig endanlega mynd þar
sem fyrir fáum árum var óbyggt land. í þetta hús eiga Reykvíkingar og íbúar á höfuðborgarsvæð-
inu eftir að sækja marga ánægjustund.
Austurbæjarskólinn
Baldur Pálmason, Egilsgötu
14, spyr:
Austurbæjarskólinn, sú
reisulega bygging, setur svip á
svæðið innan við Skólavörðu-
holtið. Er ekki hægt að lýsa
þessa byggingu upp, þ.e. mála
hana og gera henni eitthvað til
góða?
Svar:
Taka verður undir það sjónar-
mið bréfritara að Austurbæjar-
skólinn sé reisuleg en drungaleg
bygging. Ég fyrir mitt leyti mun
láta athuga það hvort tiltækt sé
að mála hana, þótt ljóst sé að
málun hússins muni kosta veru-
lega peninga og vera nokkuð
aftarlega í röð biýnustu fram-
kvæmda í skólamálum í Reykja-
vík.
Asparfell —
VölvufeU
Alice B. Arnadóttir,
Asparfelli 42, spyr:
„Á milli Asparfells og Völvu-
fells er svæði sem ekkert hefur
verið lagað eða prýtt i þau 14
ár sem ég hef búið hér. Skapar
það afar leiðinlegan blæ á
umhverfið, að ég tali nú ekki
um rykið sem af því skapast.
Hvað hefur borgarstjóri
hugsað sér að gera við þetta
svæði?“
Svar:
„Borgarskipulag er að vinna
að endurskipulagi þessa svæðis.
Þegar þeir uppdrættir liggja fyrir
verða teknar ákvarðanir um byij-
unarframkvæmdir, sem gætu þá
orðið síðar á þessu ári. Jafnframt
eru nú til umfjöllunar tillögur um
endurbætur á gönguleiðum á
þessum stað.“
Gangstígar í
Fossvogi
Marinó L. Stefánsson,
Brautarlandi 19, spyr:
„Er ekki hægt að ljúka hellu-
lagningu gangstíga milli gatna
og húsa í Fossvogi, sem átti að
gerast fyrir löngu?“
„Hveijir eiga að ganga frá
stígunum, sem eftir er að hellu-
leggja, er það Reykjavikurborg
eða íbúamir sjálfir?" Ófrá-
gengnir stígar em við Brúna-
land milli nr. 10 og 12, 20 og
22, 30 og 32. Einnig er eftir
að helluleggja langan stíg milli
blokkanna við Efstaland nr. 12
og 14 og nr. 18 og 20.
Ef íbúarnir eiga að sjá um
hellulagningu stíganna hver
hjá sér en fást ekki til að gera
það, getur þá ekki borgin séð
um verkið og innheimt síðan
kostnaðinn hjá þeim sem unnið
var fyrir?“
Svar:
„Allir aðalgangstígar í Foss-
vogi eru fullfrágengnir nema í
dalbotninum sjálfum. Flestir aðrir
gangstígar eru inn á lóðum og
eiga húseigendur að kosta gerð
þeirra samkvæmt þeim skilmálum
sem á sínum tíma voru settir í
þessu hverfi. Borgin hefur oft séð
um framkvæmd við gangstíga eða
útvegað verktaka ef húseigendur
hafa gengið í ábyrgð fyrir greiðslu
kostnaðar. Best er þó að húseig-
endur semji beint við verktaka.
Skipulagi er þannig háttað að
húseigendur í hverri götu fyrir sig
verða að ná samstöðu um fram-
kvæmdir og hafa þær á einstaka
stað tafist lengi eins og bréfritari
nefnir. Nýlega voru íbúar í einni
af götum hverfisins á ferðinni og
hyggjast nú ljúka frágangi á sín-
um lóðum. Ekki mun standa á
því að starfsmenn gatnamála-
stjóra veiti samskonar fyrir-
greiðslu og aðstoð og hingað til
hefur verið veitt þ.m.t. lán vegna
úttektar á efni til framkvæmd-
anna. Er það von mín að nú komi
að því að húseigendur ljúki þess-
um frágangsverkum sínum, svo
ekki komi til þess að borgin þurfi
að taka fram fyrir hendur þeirra.
Það mun vera heimilt, en er mjög
hvimleitt og vona ég að ekki þurfí
að grípa til þess.“
Alþýðubandalagið
og skipulagsmálin
Ellen Sætre,
Suðurgötu 24, spyr:
„Er búið að samþykkja að
byggja ofan á Hótel Holt? Hafa
komið fram mótmæli gegn
þessari stækkun og þá hversu
víðtæk? Ef húsið verður stækk-
að mun það spilla svip þessa
hverfis. Hótelið mun gnæfa
yfir umhverfið og frá mið-
bænum séð munu móttöku-
skermur og stafimir Hótel
Holt bera við himin.“
Svar:
„Hér hlýtur að vera um mis-
skilning að ræða. Hjá borgaryfir-
völdum er ekkert mál á dagskrá
varðandi Hótel Holt og hefur ekki
verið á þessu kjörtímabili."
Spuming:
„Það hafa þegar átt sér stað
tvenn megin mistök f mið-
bænum, með byggingu Morg-
unblaðshússins og Iðnaðar-
bankahússins. Þarf að miða
hæðna á húsunum í nýja skipu-
laginu við þessi tvö slys?“
Svar:
„Hæð þeirra tveggja húsa sem
nefnd eru, ákvarðar ekki húsahæð
í miðbænum."
Spurning:
„Hversu mikil em áhrif
hinna óbreyttu borgara í skipu-
lagsmálum?“
Svar:
„Um skipulagsmál gitdir hið
sama og aðra málaflokka. Áhrif
„óbreyttra borgara" koma einkum
fram í almennum kosningum, sem
nú er skammt að bíða. Aðalskipu-
lag er auglýst sérstaklega og
kynnt almenningi, sem fær sex
vikur til að gera athugasemdir.
Aðrar skipulagshugmyndir eru oft
kynntar og ræddar við þá sem
hafa hagsmuna að gæta.“
Spuming:
„Getur borgarstjóri t.d.
hugsað sér að leyfa almenna
atkvæðagreiðslu um nýja mið-
bæjarskipulagið og fara eftir
úrslitum hennar?"
Svar:
„Nei. Skipulag í borg er alltof
flókið til þess að nokkur leið sé
að ákveða það í almennum kosn-
ingum."
Spurning:
„Gerir borgarstjórinn sér
ljóst að margt fólk virðist
treysta Alþýðubandalaginu
betur en Sjálfstæðisflokknum
til að varðveita gömlu húsin i
miðbænum?
Svar:
„Nei.“
STÚDENTA-
STJARNAN
I4karata
gull
hálsmen
eða
prjónn
Jón Sigmundsson,
skartgripaverslun hf., Laugavegi 5, sími 13383.
ER BÍLLINN
f LAGI
Originai japanskir
varahlutir í flesta
japanska bíla.
BÍLVANGUR 5F
HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300
Þú svalar lestrarþörf dagsins
á^sídum Moggans! A