Morgunblaðið - 25.05.1986, Page 51

Morgunblaðið - 25.05.1986, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25, MAÍ 1986 Borg'arbúið í Haag. í þessu húsi eru allar skepnurnar hýstar og glugginn til hægri er á ibúð gæslumanns, en glugginn til vinstri á lítilli kennslustofu fyrir skólabörn. Nokkur húsdýr á beit i landi borgarbúsins. Börn eru að klappa kálfum, en girðing skilur að beitarhólf og garða. ró hins staðbundna mannlífs. í Hollandi er mikil snyrtimennska og hreinlæti áberandi á þessum búum, bæði hvað snertir umgengni við landið og byggingar, en kapp hefur verið lagt á glæsimennsku þótt ekki sé um neinn íburð að ræða. Að þekkja hvorki haus né hala Maður getur velt því fyrir sér hvort slík húsdýrabú eigi erindi til íslenskra barna og unglinga og til fullorðinna, en þrátt fyrir það að íslensk böm eigi greiðari aðgang að sveitinni en böm víða erlendis í þéttbýli þá held ég að það sé aug- ljós mikill fengur í slíkri aðstöðu og við sem fylgjumst náið með þessum málum sjáum augljóslega að það er sífellt stærri hluti þjóðar- innar sem tengist þéttbýlinu og það þýðir að færri og færri böm hafa aðstöðu til þess að kynnast íslensku búfé og landbúnaðinum. Sá siður að böm fari í sveit á sumrin er ennþá en ekki í eins ríkum mæli og áður. Það segir sína sögu í þessum efnum setningin sem barn sagði í bflferð um sveitina: „Mikið em þetta druslulegir hestar." Það vom kindur í reifi sem bamið sá. Nú em það sífellt færri einstakling- ar sem komast í sveit og þessi þróun hefur einnig átt sér stað í Hollandi og Bretlandi. Það er því augljóst að það þarf að rækta tengslin milli borgarbúans og náttúmnnar. Búfé og ræktun skipta miklu máli og að hvom tvegga er stefnt í Laugar- dalnum. Það er vel. Bilið á milli borga og sveita þarf ekki að vera svo mikið ef menn ríma við mögu- leikana. Hvemig eiga til dæmis böm sem sjaldan fara út úr borgar- landi að vita svo afgerandi sé hvem- ig eggin verða til, eða mjólkin? Slík vanþekking sem við þekkjum öll er dæmi um það hvernig bömin rofna úr tengslum við náttúmna. Að auki em tengslin við fmmgreinarnar þáttur sem skiptir miklu máli og það verður að segjast eins og er að það stefnir í það í Reykjavík að það alist upp heilar kynslóðir án þess að þekkja haus né hala. Það er virðingarvert eins og að er stefnt að hafa aðgang að erlendum dýmm, en við eigum í landinu húsdýr og villt dýr sem við skulum ekki gleyma og það virðist vera nægilegt svigrúm á því skipulagi sem hefur verið kynnt fyrir Laugardalinn, að koma þar upp dálitlu búi sem er í senn dýragarður og fræðslubú. Fræðslu- og sýningarbú í Laugardal yrði allra yndi. I þessum efnum tel ég að við getum lært af þróuninni í Hollandi og Bretlandi þar sem tengt er saman dýrahald og ræktun. Landþörf fyrir svona bú með nokkur eintök af hveiju þarf ekki að vera nema 2—3 hektarar, það þarf að gera ráð fyrir snyrtilegri byggingu þar sem hægt væri að hýsa gripina að vetri og slíkt þyrfti hvort sem er ef um hefðbundinn dýragarð væri að ræða. í slíkri byggingu er auðvelt að hafa einnig bústað gæslumanns, en fólk þarf að geta komið í gripahúsin árið um kring og í sumum húsunum sem ég hef skoðað og öll eru lítil, er einnig afdrep fyrir hóp skólabama í lítilli kennslustofu. Eins og ég sagði er víðast einn starfsmaður á þessum búum, en fólk hefur gaman af að grípa í verk og böm, unglingar og eldra fólk kemur jafnvel með galla með sér til þess að taka til hendi. Þegar sauðburður er, eða þegar von stendur til að svín gjóti eða hryssa kasti, þá kemur fólk gjarnan á nótt- unni til þess að missa nú ekki af ævintýrinu. Litskrúðugasti búpen- ingur í heimi Slíkt fræðslu- og sýningarbú sem hér um ræðir þarf að skipulegga út í æsar og undirbúa vel. Það þarf að vera vel afgirt en smekklega, snyrtilegt og ekki stórt í sniðum. Það þarf að vera góð aðstaða fyrir almenning til þess að ganga um svæðið, skoða dýrin án þess að tmfla þau of mikið og njóta gróð- ursins. Öll þessi skilyrði er hægt að uppfylla með okkar húsdýr og hvergi í heiminum er eins mikil litafjölbreytni eins og í öllum búfén- aði okkar. Við emm eins konar genbanki fyrir heiminn í þeim efn- um og það er þekkt meðal dýra- fræðinga um allan heim. Þá gætum við lagt rækt við ýmis sérkenni í slíku fræðslubúi, svo sem ferhymda sauðféð, gömlu og litskrúðugu hænsnin sem em jafnvel talin vera af landnámsstofninum, en nú er nær allur hænsnastofninn í búum landsins orðinn alhvítur. Það mætti telja sitthvað fleira til en möguleik- arnir em margir og ugglaust er það inni í myndinni að hafa endur á fyrirhuguðum tjömum og jafnvel silungsrækt í smáum stfl. Það má til dæmis losna við að mjólka kúna og láta kálf sjúga hana, það er hægt að færa geitur og hesta út í eyjar ef létta þarf á svæðinu, kindur á fjall og það er hægt að leyfa bömum að fara á hestbak einhveija tugi metra, en víða á slíkum búum hefur verið lögð áhersla á að hjálpa fötluðum bömum til þess að fara á hestbak og nóta á annan hátt starf- semina í búinu. Þá má benda á að það er mun kostnaðarminna að hafa húsdýrin í býlisformi fremur en í hefðbundum dýragarði. Villt dýr gætu verið í öðmm reit í nábýli við býlið, en það er ekki hægt að bjóða sjálfboðaliðum að taka þátt í starfi villidýragarðs eins og smábýl- is með íslenskum húsdýmm. Það er augljóst á þeim teikningum sem fyrir Iiggja, að það er hægt að gera Laugardalinn að hreinu ævintýra- svæði og hvað dýraþáttinn varðar þá er þar ekki aðeins möguleiki til að sýna dýrin, heldur ekki síður til þess að rækta upp huga og hönd með slíkri starfsemi, laða að böm og fullorðna til ánægju og aukins þroska, því gróðurinn og dýrin geta farið svo vel saman ef þetta er skipulagt. - á.j. n Sumar- 'námskeið 2« f r . jum ) Suðurver — j Hraunberg ' 2javikna3xíviku. 60 og 80 mín. tímar. Eldfjörugt jazz námskeið fyrir stráka og stelpur. Framhald—byrjendur. Strákar ath.: Sérstakir strákatímar á laugardögum hjá Hrafni. INNRITUN í SÍMA 83730 SUÐURVERIf 79988 HRAUNBERGI. Verslunin Langholtsvegi 111 104 Reykjavík o 687Ö’90

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.