Morgunblaðið - 25.05.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAÍ 1986
Állar krðir á aðeins kr. 23.800,-
sem opnar per ennpa
Vnri leiðktilsilanan
' Þú getur sparað
10-15 þúsund krónur - og
færð spennuna í kaupbæti
WISSUÆVINTYRI"
Nú bregðum við hressilega undir okkur betri fætinum og gerum tilraun
með nýtt fyrirkomulag á sölu sólarlandaferða - og auðvitað til þess að
reyna að lækka verðið enn frekar! „SL-SÓL“ er „ óvissuævintýri" - við
tryggjum þér pottþétta sólarlandaferð í 3 vikur með vandaðri gistingu,
íslenskri fararstjórn og fyrsta flokks aðbúnaði á allan hátt - en enginn
veit hvert þú ferð fyrr en 8 dögum fyrir brottför!
Leikurinn byggist á því að við veljum áfangastaðina eftir leiguflugsvél-
um okkar. Þannig skjótum við „viðbótarfarþegum" inn á elleftu stundu
eftir því hvar hugsanleg „göt“ hafa myndast. - Við nýtum flugvélamar
betur og farþeginn nýtur afsláttarkjara sem eiga sér fáar hliðstæður.
„SL-SÓL“ er eðlilegt framhald af tilraunum okkar með SL-hótel í
febrúar s.l. Þá lækkuðum við verð með óvissuþáttum í gistingu og
seldust slíkar ferðir upp á augabragði. Nú göngum við lengra. Veljum
land, brottfarardag og gistingu og lækkum verðið hressilega.
Vegna góðrar bókunarstöðu í sumar er aðeins um fáar „SL-Sólarferðir'
að ræða í ár, en ef vel tekst til verður reynt að efla þennan spennandi
ferðamáta verulega á næsta sumri.
Grunnþættir sem ávallteru tryggiir í„Sl-SÓL"eru: Þannig læriu„Sl-SÓL":
1) Allar SL-Sólarferðir eru til Rimini, Mallorca eða Rhodos.
2) Allar ferðir eru 3ja vikna langar.
3) Brottfarardagur er, eftir því sem farþeginn velur, annað hvort innan
tímabilsins 1.-15. eða 15.-30. þess mánaðar sem farþeginn kýs.
4) Gisting er ávallt miðuð við tvo saman í hótelherbergi (með morgunverði)
eða tvo saman í íbúð. Ákveðin lágmarksgæði gistingar eru ávallt tryggð,
hótel eru einföld, hreinleg og þægileg, staðsetning gagnvart strönd og allri
þjónustu ávallt góð o.s.frv.
5) Farþegar fá að vita um alla ferðatilhögun átta dögum fyrir brottför.
6) Allar ferðir t “SL-SÓL“ kosta kr. 23.800 og innifalið er flug, gisting, akstur til
og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn.
1. Þú hringir eða kemur, pantar ferð og gefur upp það tímabil
sem þú viltferðastá.
2. Við hringjum daginn eftir og látum vita hvort við eigum
„SL-SÓL" á þessu tímabili. Séu laus sæti staðfestum við
móttöku pöntunar.
3. Þú kemur og borgar inn á ferðina.
4. 8 dögum fyrir brottför hringjum við með upplýsingar um hvert
þú ferð, hvaða dag, í hvaða gistingu o.s.frv.
5. Þú ferð í ódýra „SL-SÓL“ og hrósar happi!
Samvinnuferdir - Landsýn
Austurstræti 12 • Símar91 -27077 & 91 -28899
Hótel Sögu við Hagatorg • 91-622277 Akureyri: Skipagötu 18 • 96-21400