Morgunblaðið - 25.05.1986, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 25.05.1986, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAÍ1986 Minning: Hólmfríður Jónsdóttir menntaskólakennari Hinn 27. apríl 1986 lést einn okkar góðu félaga í Zonta-klúbbi Akureyrar, Hólmfríður Jónsdóttir, fyrrverandi menntaskólakennari, Þórunnarstræti 85 hér í bæ. Hún var jarðsungin frá Akureyrarkirkju 2. maí sl. að viðstöddu fjölmenni. Missir klúbbsins er tilfinnanlegur og skarð Hólmfríðar verður vand- fyllt. Hólmfríður Margrét Jónsdóttir, eins og hún hét fullu nafni, fæddist á Akureyri 5. maí 1907. Foreldrar hennar voru Jórunn Siguijónsdóttir (f. 10.04. 1878) frá Dagverðart- ungu í Hörgárdal og Jón Brynjólfs- son (f. 17.05. 1865) skipstjóri frá ísafirði. Þegar Hólmfríður fæddist hafði móðir hennar verið ekkja með 2 böm í nokkur ár. Maður hennar, Finnur Bjömsson skipstjóri, hafði drukknað er böm þeirra, Þórdís f. 1901 og Óskar f. 1902, voru á öðm og þriðja ári eða þar um bil. Foreldr- ar Hólmfríðar gengu ekki í hjóna- band, svo að Jómnn stóð uppi ein, nú með þijú böm í stað tveggja áður. Eftir nokkurra ára dvöl á Akureyri flutti ekkjan með böm sín upp í Mývatnssveit og tók við ráðs- konustöðu hjá Sigurði bónda Sigur- jónssyni á Geirastöðum, en hann hafði misst konuna frá mörgum bömum. Hólmfríður ólst því upp í Mývatnssveit. Jómnn giftist síðar Hermanni Sigurðssyni á Geirastöð- um og eignuðust þau tvö böm, Brynhildi ljósmóður og húsfreyju á Hofí í Amameshreppi og Geirfinn bónda á Litlubrekku í sömu sveit. Þrátt fyrir erfíð lífskjör gekk Hólmfríður menntaveginn eins og sagt var í þá daga. Var fyrst í Alþýðuskólanum á Laugum í Reykjadal 1925—1927. Lauk kenn- araprófi 1929 og gagnfræðaprófí frá MA 1930. Settist síðan í menntaskólann í Reykjavík og tók stúdentspróf 1933. Meðan Hólm- fríður stundaði nám í MR bjó hún hjá Þórdísi systur sinni sem gift var og búsett í Reykjavík. Að loknu stúdentsprófi lá leiðin til Noregs. Þar las Hólmfríður norsku, þýsku og ensku við Oslóar-hás.ióla og varð cand.mag. í þeim þremur tungumálum 1948. Þau ár sem Hólmfríður var í Noregi vann hún fyrir sér með kennslu og til að auðvelda sér leið að námsstofnun- um tók hún norskt kennarapróf frá Det Pedagogiske Seminar í Osló. 12. ágúst 1938 giftist Hólmfríður norskum manni, Harald Jóhannes Sæhle, póstafgreiðslumanni í Osió. Þau skildu 1941. Hún giftist í annað sinn 19. júní 1952 Bandaríkjamanni John Riley McDowell frá Ohio. Að sögn kunnugra var John Riley McDowell glæsilegur maður og prúðmenni hið mesta. Þau Hólm- fríður slitu síðar samvistir. Bæði hjónabönd Hólmfríðar voru barn- laus. Að loknu háskólanámi kom Hólmfríður heim til íslands. Hún kenndi við Gagnfræðaskólann á ísafirði og Kvennaskóla ísaQarðar frá 1948-1959. 1951-1952 fékk hún leyfi frá kennslu til endur- menntunar í ensku við ríkisháskól- ann í Ohio í Bandaríkjunum. Hafði fengið til þess styrk frá Fulbright- stofnuninni. Til Akureyrar kom Hólmfríður 1959. Kenndi við Gagnfræðaskóla Akureyrar frá 1959—1961 en flutti sig þá um set og byijaði kennslu við MA. Hólmfríður kenndi við Menntaskólann á Akureyri frá 1961 til 1974 og var prófdómari við sama skóla á hveiju vori til 1985. Aðal- t Frœnka min, ÁSTA DAVIDSON fœdd GUÐMUNDSDÓTTIR frá Eyrarbakka, Tacoma Washington, U.S.A., er látin. Hrefna Valdemarsdóttir. t Móðir okkar og tengdamóðir, GRÍMHEIÐUR JÓNASDÓTTIR, Hverfisgötu 71, Reykjavík, verður jarðsungin mánudaginn 26. mai kl. 15.00 frá Fossvogs- kirkju. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hallgrímskirkju. Jónas Sigurðsson, Þorgerður Sigurðardóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir, Hannes Sigurðsson, Sigurást Sigurjónsdóttir og barnabörn. t Unnusta mín, dóttir okkar og systir, LÍNEY HARÐARDÓTTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni i Reykjavík þriðjudáginn 27. maí kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hennar láti Barnaspítalasjóð Hringsins njóta þess. Eggert Sigurbergsson, Sigríður Antonsdóttir, Höröur Einarsson, Guðfinna og Hrafnkell. t Ástkær sonur okkar, bróðir og frændi, ÞÓR RAGNARSSON, Unufelli 31, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 27. maí kl. 15.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugaröi. Guðlaug P. Wium, Ragnar Magnússon, Magnús Páll Ragnarsson, Sigrún Ragnarsdóttir, Atli Bent Þorsteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.