Morgunblaðið - 25.05.1986, Síða 68

Morgunblaðið - 25.05.1986, Síða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAÍ1986 Minning: Hólmfríður Jónsdóttir menntaskólakennari Hinn 27. apríl 1986 lést einn okkar góðu félaga í Zonta-klúbbi Akureyrar, Hólmfríður Jónsdóttir, fyrrverandi menntaskólakennari, Þórunnarstræti 85 hér í bæ. Hún var jarðsungin frá Akureyrarkirkju 2. maí sl. að viðstöddu fjölmenni. Missir klúbbsins er tilfinnanlegur og skarð Hólmfríðar verður vand- fyllt. Hólmfríður Margrét Jónsdóttir, eins og hún hét fullu nafni, fæddist á Akureyri 5. maí 1907. Foreldrar hennar voru Jórunn Siguijónsdóttir (f. 10.04. 1878) frá Dagverðart- ungu í Hörgárdal og Jón Brynjólfs- son (f. 17.05. 1865) skipstjóri frá ísafirði. Þegar Hólmfríður fæddist hafði móðir hennar verið ekkja með 2 böm í nokkur ár. Maður hennar, Finnur Bjömsson skipstjóri, hafði drukknað er böm þeirra, Þórdís f. 1901 og Óskar f. 1902, voru á öðm og þriðja ári eða þar um bil. Foreldr- ar Hólmfríðar gengu ekki í hjóna- band, svo að Jómnn stóð uppi ein, nú með þijú böm í stað tveggja áður. Eftir nokkurra ára dvöl á Akureyri flutti ekkjan með böm sín upp í Mývatnssveit og tók við ráðs- konustöðu hjá Sigurði bónda Sigur- jónssyni á Geirastöðum, en hann hafði misst konuna frá mörgum bömum. Hólmfríður ólst því upp í Mývatnssveit. Jómnn giftist síðar Hermanni Sigurðssyni á Geirastöð- um og eignuðust þau tvö böm, Brynhildi ljósmóður og húsfreyju á Hofí í Amameshreppi og Geirfinn bónda á Litlubrekku í sömu sveit. Þrátt fyrir erfíð lífskjör gekk Hólmfríður menntaveginn eins og sagt var í þá daga. Var fyrst í Alþýðuskólanum á Laugum í Reykjadal 1925—1927. Lauk kenn- araprófi 1929 og gagnfræðaprófí frá MA 1930. Settist síðan í menntaskólann í Reykjavík og tók stúdentspróf 1933. Meðan Hólm- fríður stundaði nám í MR bjó hún hjá Þórdísi systur sinni sem gift var og búsett í Reykjavík. Að loknu stúdentsprófi lá leiðin til Noregs. Þar las Hólmfríður norsku, þýsku og ensku við Oslóar-hás.ióla og varð cand.mag. í þeim þremur tungumálum 1948. Þau ár sem Hólmfríður var í Noregi vann hún fyrir sér með kennslu og til að auðvelda sér leið að námsstofnun- um tók hún norskt kennarapróf frá Det Pedagogiske Seminar í Osló. 12. ágúst 1938 giftist Hólmfríður norskum manni, Harald Jóhannes Sæhle, póstafgreiðslumanni í Osió. Þau skildu 1941. Hún giftist í annað sinn 19. júní 1952 Bandaríkjamanni John Riley McDowell frá Ohio. Að sögn kunnugra var John Riley McDowell glæsilegur maður og prúðmenni hið mesta. Þau Hólm- fríður slitu síðar samvistir. Bæði hjónabönd Hólmfríðar voru barn- laus. Að loknu háskólanámi kom Hólmfríður heim til íslands. Hún kenndi við Gagnfræðaskólann á ísafirði og Kvennaskóla ísaQarðar frá 1948-1959. 1951-1952 fékk hún leyfi frá kennslu til endur- menntunar í ensku við ríkisháskól- ann í Ohio í Bandaríkjunum. Hafði fengið til þess styrk frá Fulbright- stofnuninni. Til Akureyrar kom Hólmfríður 1959. Kenndi við Gagnfræðaskóla Akureyrar frá 1959—1961 en flutti sig þá um set og byijaði kennslu við MA. Hólmfríður kenndi við Menntaskólann á Akureyri frá 1961 til 1974 og var prófdómari við sama skóla á hveiju vori til 1985. Aðal- t Frœnka min, ÁSTA DAVIDSON fœdd GUÐMUNDSDÓTTIR frá Eyrarbakka, Tacoma Washington, U.S.A., er látin. Hrefna Valdemarsdóttir. t Móðir okkar og tengdamóðir, GRÍMHEIÐUR JÓNASDÓTTIR, Hverfisgötu 71, Reykjavík, verður jarðsungin mánudaginn 26. mai kl. 15.00 frá Fossvogs- kirkju. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hallgrímskirkju. Jónas Sigurðsson, Þorgerður Sigurðardóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir, Hannes Sigurðsson, Sigurást Sigurjónsdóttir og barnabörn. t Unnusta mín, dóttir okkar og systir, LÍNEY HARÐARDÓTTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni i Reykjavík þriðjudáginn 27. maí kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hennar láti Barnaspítalasjóð Hringsins njóta þess. Eggert Sigurbergsson, Sigríður Antonsdóttir, Höröur Einarsson, Guðfinna og Hrafnkell. t Ástkær sonur okkar, bróðir og frændi, ÞÓR RAGNARSSON, Unufelli 31, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 27. maí kl. 15.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugaröi. Guðlaug P. Wium, Ragnar Magnússon, Magnús Páll Ragnarsson, Sigrún Ragnarsdóttir, Atli Bent Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.