Morgunblaðið - 25.05.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.05.1986, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAÍ1986 Lítíð hænsnabú í landi borgarbúsins, en þarna eru börn með f öður sínum að huga Nautgripir og fleiri húsdýr á borgarbúinu i Haag. að hænsnunum. Fræðslu- og“ sýningarbú í Laugardal yrði allra yndi — segir Ólafur Dýrmundsson ráðunautur sem hefur kynnt sér borgarbýli íEvrópu „Áhugi minn vaknaði um leið og ég las um það í Morgun- blaðinu að borgaryfirvöld hefðu ákveðið að skipuleggja húsdýrasafn í Laugardalnum," sagði Ólafur R. Dýrmunds- son landnýtingarráðunautur hjá Búnaðarfélagi Islands í samtali við Morgunblaðið, en Ólafur hefur sérstaklega kynnt sér slík borgarbýli í Hollandi og Bretlandi þar sem borgarbýli í tuga tali hafa verið byggð upp fyrir almenning á undanförnum árum. A aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands fyrir skömmu samþykkti fundurinn tillögu þar sem ákvörðun borgarstjórnar Reylqavíkur um stofnsetn- ingu húsdýrasafns var fagnað og lagði fundurinn áherslu á það að slíkt smábýli með íslensku húsdýrunum væri mikilvægt fyrir uppeldi barna á höfuðborgarsvæðinu og um Ieið skemmtileg tenging sveita landsins og höfuðborgar- innar. Samþykkti Búnaðarsamband Suðurlands að bjóða aðstoð við þá framkvæmd. dýrunum eins og sauðfé, geitum, svínum, kálfum, hænsnum, endum Borgarbýli ryðja sér til rúms Ólafur R. Dýrmundsson ráðunautur. og kanínum, en_ einnig eru naut- gripir og hestar. í öðru lagi er þetta hugsað sem liður í umhverfis- fræðslu og tengist þá gjaman skóla- starfsemi. í þriðja lagi er lögð sér- stök áhersla á að böm og unglingar hafi aðstöðu til þess að umgangast dýrin og jafnvel taka þátt í hirðingu þeirra ef aðstæður leyfa, en þessi svæði em hugsuð fyrir alla fjöl- skylduna. Þessi bú era á mjög afmörkuðu svæði, tveimur til þrem- ur hekturam og virðist gert ráð fyrir slíku svæði í Laugardalnum, þau era vel girt af, en með vel skipulögðum göngustígum þar sem hægt er að fara á meðal dýranna og í gripahús, en það er talsvert um það að að gamalt fólk sæki þessi bú og taki þátt í starfseminni, bæði til gagns og gamans og gamla „Það sem vakti_ strax spurningar hjá mér,“ sagði Ólafur, „þegar ég las um þessa snjöllu ákvörðun, var það hvort um væri að ræða hefð- bundinn dýragarð eða sýnishom af íslensku búfé í nokkum veginn nátt- úralegu umhverfi. Mér skilst að það síðamefnda sé það sem að er stefnt í tillögu borgarstjóra og það er sjálf- sagt að segja frá minni reynslu í þessum efnum en ég hef sérstak- lega kynnt mér byggingu og rekstur stíkra býla í Hollandi og Bretlandi, býla sem era beinlínis í þágu al- mennings og hafa hvarvetna orðið einn vinsælasti þáttur útilífs í borg- unum. í Hollandi hefur á undanfömum 15—20 áram átt sér stað töluverð uppbygging á litlum búum inni í borgum landsins. Það era allmörg slík bú starfandi nú þegar og ég átti þess kost fyrir skömmu að skoða og kynna mér 5 slík bú, sem eru fyrst og fremst fræðslubú, aðgengileg öllum og spanna í senn skemmtan og fræðslu um leið og þau þykja setja hlýlegan og heimil- islegan svip á umhverfið. í Bret- landi hefur þessi þróun átt sér stað á aðeins liðlega einum áratug, en nú era þar starfandi um 40 slík bú í borgum Bretlands og yfirleitt er staðsetning búanna bundin við mesta þéttbýlið. í þessum borgarbýlum er fyrst og fremst reynt að vera með sýnishom af sem flestum tegundum búijár, en fátt af hveiju. Flest er af smæstu J J.A.NUKAMPTUNÍ fólkið hefur í talsverðum mæli fundið sér áhugasvið í ræktuninni sem fylgir þessum búum. Hér er því um að ræða mjög sterkan fé- lagslegan þátt þar sem fólk getur bæði skoðað og tekið þátt í starfínu eftir því sem tilefni gefst til. Slíkt bú þarf ekki að vera stórt í sniðum og víða hafa þau aðeins einn starfs- mann, en oft létta sjálfboðaliðar úr hópi borgarbúa undir og starfsemin er dyggilega studd af borgaryfir- völdum. Sums staðar standa góð- gerðarstofnanir á bak við þessi smábýli, sums staðar era þau sjálfs- eignarstofnun, en hvarvetna styðja samtök bænda mjög vel við bakið á þessum borgarbýlum. Grann- kostnaður er því einhver en víða koma fijáls framlög til því fólki hefur lærst á skömmum tíma að meta þetta framtak enda hafa þessi svæði orðið eins konar vin í borgun- um með lífi og hreyfingu. Þá gefa þessi býli víða af sér nokkrar afurð- ir sem hafa getað létt undir með rekstrinum, dilkar hafá verið lagðir inn í slátran, egg ýmist gefin böm- um eða seld til fólks, grænmeti hefúr verið selt og þannig er reynt að gera reksturinn eins hagkvæman og unnt er þó meginmarkmiðið sé að gefa fólki tækifæri á að umgang- ast dýrin og gróðurinn í hlýlegu og rólegu umhverfi. í báðum þessum iöndum, Hol- landi og Bretlandi, hefur búunum Qölgað hratt í tengingu við aukinn áhuga á umhverfísmálum, útivist og náttúravemd og reynslan er sú að það er mjög lítið um skemmdar- verk á þessum svæðum þótt þau séu svo opin sem raun ber vitni, enda hefur það reynst svo að íbúar í nágrenni búanna hafa tekið þau upp á arma sína, litið eftir með öðra auganu og jafnvel þeir fáu sem hafa í upphafi verið andsnúnir slíkri starfsemi í nágrenninu hafa verið fljótir að skipta um skoðun, því starfsemin hefur sett spennandi svip á umhverfið án þess að raska Yfirlitskort af „borgarbúinu" J.A. Nijkamptuin í Haag í Hol- landi. I orðinu Nykamptuin þýðir nij nýja og tuin þýðir tún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.