Morgunblaðið - 25.05.1986, Síða 65

Morgunblaðið - 25.05.1986, Síða 65
MORGUNBLABIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAÍ1986 65 un/iguuuiaunj/ /iguot Helga vinnur öll sin teiknistörf við teikniborðið heima hjá sér. sagt við eigendur vinnustofanna: „Vantar þig teiknara sem getur gert þetta?" Nú, ef svarið var nei- kvætt, gat ég alltaf haldið áfram og sagt: „En þetta, eða þetta?“ og svo koll af kolli, þar til að ég oftast fékk að heyra hið langþráða já.“ — Nú hygg ég að það sé þannig um fjölmarga, að þeir geri sér ekki grein fyrir allri þeirri vinnu sem liggur að baki teiknimyndar — er þetta rétt tilgáta hjá mér? „Já, hún er örugglega rétt. Það er ótrúlega mikil vinna á bak við gerð einnar stuttrar teiknimyndar. I grófum dráttum má segja að teiknimynd verði þannig til að frum- teikningin, eða frumhugmyndin samkvæmt ósk viðskiptavinarins, kemur frá auglýsingastofu, og er síðan unnin áfram á teiknivinnu- stofu. Upphafið er það að teikning- in, eða frumhugmyndin er færð yfir á glæru af sérstökum teiknur- um. Því næst er annar teiknari eða aðrir teiknara, allt eftir umfangi verksins, sem mála teikninguna. Aðrir teiknarar sjá svo um teikn- ingu bakgrunna og þegar allri undirbúningsvinnu er lokið er allt sett saman og kvikmyndað. Það þarf ekki annað en geta þess að í teiknimynd eru yfirleitt 24 rammar á sekúndu, sem jafngildir 12 teikn- ingum, til þess að lýsa því hversu mikil vinna er á bak við 3 sekúndna teiknimynd." Réttlæti heimsins ekki alltaf eins og best verð- ur á kosið — Er það ófrávíkjanleg regla að auglýsingastofan sjálf eigi frum- hugmyndina að auglýsingunni? „Já, í rauninni ætti það að vera þannig," segir Helga og hlær við. „En því miður eru frumhugmynd- imar ekki alltaf nothæfar, sem berast frá auglýsingastofunum. Ég get nefnt þér sem dæmi að í vetur komu náungar af ákveðinni auglýs- ingastofu hér í London til A1 og létu hann fá söguþráð í myndum. Þetta var vægast sagt svo illa gert, að ekki var hægt að vinna eftir þessu. A1 vann frumteikningamar allar upp á nýtt, alveg frá gmnni og skilaði svo auglýsingastofunni til umsagnar. Það er ekki að orðlengja það að náungamir voru alsælir með breytingamar og samþykktu umyrðalaust. Þessi auglýsing fékk síðan verðlaun nú um daginn. Þá var það auglýsingastofan sem fékk allan heiðurinn af störfum Al, en hans var ekki svo mikið sem getið. Það em engar ýkjur að segja að réttlæti heimsins sé ekki alltaf eins og best verður á kosið.“ — Þú sagðir áðan að samkeppn- in hér væri ansi hörð. Er þetta þar með viðkvæmur „bransi", þannig að enginn komist upp með mistök? „Já, það má líklega segja það. í þessari atvinnugrein þekkja svo til allir alla. Ef einhveijum verða á mistök, getur það næstum því þýtt endalokin fýrir viðkomandi. I dag er mikið að gera í þessari atvinnu- grein, en fólk verður svo sannarlega að standa sig, ef það ætlar að hafa nóg að gera.“ Æ, ég veit ekki hvort ég er þekkt nafn — Eins og þú sagðir sjálf áðan, þá hefur þú alltaf haft nóg að gera. Þýðir það með öðmm orðum að þú sért þekkt nafn í þessari atvinnu- grein hér í London? Enn verður þessi persónueigin- leiki Helgu, hógværðin, áberandi, því hún segin „Æ, ég veit ekki hvort ég er þekkt nafn. Það em alla vega mörg stúdíó sem hafa aldrei heyrt á mig minnst. Hitt er svo annað mál, að ég festist yfir- leitt um nokkurra mánaða skeið hjá þeim stúdíóum sem ég vinn fyrir, þannig að það segir kannski einhveija sögu um það hvemig er líkað við vinnu mína.“ — Hefurðu kannski þénað stór- um í þessu starfi þínu? Þetta var greinilega engin óska- spuming. — „Ef þú ætlar að hafa eitthvað upp úr þessari vinnu, verð- ur þú að vinna vel og vinna mikið. Ég hef alltaf haft yfirdrifið nóg að gera, þannig að ég þarf ekki að kvarta. Reyndar verð ég ósöp fegin þegar ég fæ smáhlé á milli verk- efna, en það gerist ekki oft.“ — Hefur það aldrei hvarflað að þér að gera auglýsingateiknimynd fyrir íslenska sjónvarpsauglýsendur heima á íslandi? „Jú, vissulega. Okkur Al dreymir um að komast inn í sjónvarpið heima við gerð einhverra teikni- mynda. Við fómm heim til íslands um jólin og höfðum í fómm okkar sýnishom bestu teiknimyndanna sem við höfum gert. (Sumar þeirra em verðlaunateiknimyndir — inn- skot blm.) Við sýndum ákveðnum auglýsingastofum þetta band, en ekkert hefur komið út úr því enn- þá. Ég er ekki að tala um að flytj- ast heim til þess að vinna að gerð teiknimynda, heldur höfðum við lá- tið okkur detta í hug að auglýsendur heima keyptu vinnu okkar hér f London. Það em mýmörg dæmi þess að önnur lönd leiti hingað gagngert til þess að láta vinna teiknivinnuna fyrir sig, því vinnan hér þykir svo góð.“ Er ekki á leiðinni heim — Þú segist ekki vilja koma heim til þess að vinna að gerð teikni- mynda — ertu þar með að segja að þú sért sest að hér í London fyrirfiilltogallt? „Ja, ég hef alltaf svarað þessari spumingu á þessa leið: Ég er ekki á leiðinni heim. Ég hef alltaf sagt að ég taki árið í senn, þ.e. ég verð hér eitt ár í viðbót. Þetta hef ég sagt að ég held fimmtán sinnum." — Nú er Helga um það bil að hreiðra um sig í nýja húsinu í Croydon, þannig að hún sýnir ekki á sér neitt fararsnið heim til Fróns- ins. Það er líklega ekki nema gott eitt um það að segja, þar sem hún spjarar sig svo vel í heimsborginni, en einhvem veginn býður mér í gmn að hún eigi eftir að lyfta fs- lenskri auglýsingagerð sjónvarps á ögn hærra plan, fái hún tækifæri til þess að spreyta sig á þeim vett- vangi. VIAtal: Agnes Bragadóttir ren" á onn Engin mús inn í mitt hús „HÁTÍÐIMI HÖGNI" Ver hús þitt fyrir músum, rottum og öörum meindýrum meö hátíðnihljóði (22 kH2 — 65 kH2). Tæki þetta er algjörlega skaðlaust mönnum og húsdýrum. Tilvalið fyrir: I fyrirtæki í • sumarbústaði matvælaiðnaði % fiskvinnslur I bændur I verslanir i heimili 'ré />V( a6 DV., gT « -uur, I xxzizzz Spz f f ''er*» fyrlr ?*VerB ~ eru etótl / n,í 5 buér n>Mklf ""“unum Ofnfastur steinleir í hæsta gæðaflokki Sænskt handverk eins og það gerist best. Póstsendum KOSTA BODA Bankastræti 10, sími 13122. Garðakaupum Garðabæ, sími 651812.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.