Morgunblaðið - 25.05.1986, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 25.05.1986, Qupperneq 48
MORG UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25.MAÍ 1986 48* Róbert Arnfinnsson, Margrét Guðmundsdóttir, Þórunn Magnea og Bessi Bjarnason I hlutverkum sínum í Helgispjöllum. Að kljúfa tilfinn- ingar í herðar niður ... það — mæla þær hugsanir sem James og Elenor geta ekki komið frá sér. Með þessu móti verður innra víti þeirra beggja nánast áþreifanlegt. Fleira leitar á hugann, leikritið er fullt af trúarlegum táknum um tengslin milli kristinnar arfleiðar og kynferðislegrar siðgæðis- kenndar. Titillinn, bæði á ensku og íslenzku, gefur það meðal annars til kynna strax, kirkjutón- listin sem kór Elenor flytur og James og Kate hlusta á þegar þau njótast svo minnst sé aðeins á tvennt. Sú leið höfundar að leiða fram „manns annan mann“ er auðvitað ekki ný af nálinni. En hún getur, ef höfundur hefur þá tækni á valdi sínu, skýrt um margt betur togsteituna milli hins frumstæða innri manns annars vegar og hins vegar hins siðfágaða ytra borðs. Mér fannst Nichols nota innri manninn af mikilli kúnst. Jim — innri maður James — kemur til dæmis ekki við sögu í upphafí. Hann kemur fram á nákvæmlega því augnabliki, sem James segir konu sinni ósatt í fyrsta sinn. Á sama hátt kemur innri maður Elenor, Nell, ekki í leikinn fyrr en Elenor hefur komizt að svikun- um. Þetta var áhrifamikil og sterk sýning og stór sigur leikstjórans, Benedikts Ámasonar. Hann hefur erfíðan, en kröftugan texta að fást við og sjáifsagt er um ýmsa möguleika að veija í sviðssetning- unni. Mikillar nákvæmni og hug- vitssemi er þörf í allri uppsetningu og þar skeikar leikstjóra hvergi. Róbert Amfínnsson sýndi blæ- brigðaríkan og sterkan leik í hlut- verki James og tókst að sýna framá hrömun þá sem verður í James þann tíma sem líður. Bessi Bjamason var hitt ég-ið hans James og átti sannkallaðan stjömuleik, auk þess sem samspil þeirra félaga var almennt til fyrir- myndar. Margrét Guðmundsdóttir átti hvað beztan leik, þegar mest á reyndi og „illúderaði" vel og hið sama er að segja um Þórunni Magneu, sem skilaði góðri fram- sögn og svipbrigðum, en hreyfíng- ar ekki alltaf nægilega sann- færandi í mestu sviptingunum. Sigurveig fór með hlutverk Agn- esar af töluverðum skaphita, en framsögnina vantaði stundum meiri breidd. Anna Kristín Am- grímsdóttir í hlutverki Kate hinn- ar gráðugu mannætu var forfær- andi í útliti og textinn lék henni átungu. Lýsing Áma Baldvinssonar tókst ágætlega, búningar Guðnýj- ar Richards hæfðu vel, en kjóll Elenor í upphafí leiksins hefði mátt vera ögn smekklegri. Leik- mynd Stígs Steinþórssonar bar vott um afskaplega hagsýnt ímyndunarafl. í hvívetna gott verk. Þetta var um flest eftirminnileg sýning og hefur þar margt lagzt á eitt eins og ég hef minnzt á. í leikslok getur svo hver og einn gert upp sinn hug, hvað muni gerast, þegar allir hafa nú klofíð alla i herðar niður, tilfínningalega, og enginn veit lengur hver er innri maðurinn — hver það var sem fór eða hvort einhver kom. ________Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Þjóðleikhúsið sýnir Helgi- spjöll eftjr Peter Nichols. Lýsing: Arni Baldvinsson. Bún- ingar: Guðný Björk Richards. Leikmynd: Stígur Steinþórs- son. Þýðandi og leikstjóri: Benedikt Amason. Þema leikritsins fer ekkert á milli mála; hjónabandið og sam- skipti kynjanna en þó umfram allt framhjáhaldið. Peter Nichols beitir áhrifamiklum aðferðum til að geta kafað \ efnið frá sem flestum hliðum. í verkinu er sýnt fram á, hversu ólýsanleg kvöl framhjáhald veldur og settur er í brennidepil sá blekkingar- og ósannindavefur, sem persónumar flækja sér í sem afleiðingar þess. Hann beinir sjónum að þeim manneskjulega ósigri sem slíkt atferli leiðir af sér. Án þess þó að unnt sé að skýra nema út frá tilfinningalegum forsendum þessa mannlegu eyðileggingu. Aðalpersónan James hefur lifað í farsælu hjónabandi með Elenor í tuttugu og fímm ár, en ung ekkja vinar hans, Kate, sækist eftir honum og það er ósköp eðli- legt að það kitli hégómagimdina þótt það fari ekki á milli mála að James elskar konu sína. En það sem átti að vera bara saklaust hliðarspor í fyrstu leysir úr læð- ingi öfl innra með James sem hann fær ekki ráðið við. Hann getur ekki án ungu stúlkunnar verið og hann, þessi hrekklausi og sómakæri maður, verður smám saman tvöfeldninni og blekking- unni að bráð. Það er óhjákvæmi- legt að Elenor komist að leyndar- máli hans og þá hefst darraðar- dans gagnkvæmra ósanninda og tortryggni. í leikslok er hjóna- bandi þeirra lokið, þótt þau muni sennilega halda áfram að búa undir sama þaki. Nichols dýpkar átökin með því að leiða fram „innri mann“ beggja og innri mennimir — eða hitt sjálf- ið, eða hvað við getum nú kallað Elenor og Agnes ræðast við og Kate er byijuð að forfæra James. „Vitleysa“ Myndlist Bragi Ásgeirsson Það er dálítið skondið nafnið, sem Jeffrey Vallance hefur valið á sýningu sína í Nýlistasafninu, en það hefur vafalítið sinn ákveðna bakgmnn. „Vitleysa", er nafnið á allmörg- um teikningum,_sem hann sýnir, og hefur gert á íslandi og Suður- Kyrrahafí. Eru hér á ferð þjóð- félagslegar táknmyndir, allt frá táknum fomaldar til nútímans. Þessu öllu blandar hann saman eftir því sem hugarflugið býður hverju sinni og minnir þetta svolít- ið á galdratákn ýmiss konar. í þjónustu sína tekur hann heiðna guði, fijósemistákn, skrímsli á láði og legi og yfírleitt hvað sem honum dettur í hug í það og það sinnið. Leikurinn getur oft verið áhugaverður og þá einkum er hann notar liti í teikningamar, hófstillta cg formtengjandi. Á stundum virka nefnilega hin ýmsu tákn frekar laustengd á mynd- fletinum þannig að augað reikar stefnulaust á milli þeirra. Jeffrey Vallance hefur víða farið og víða sýnt myndir sínar. Hafa ýmis virt listatímarit fjallað um list hans svo að hann hefði verðskuldað betri kynningu en raun hefur orðið á hér. Kom ég t.d. að húsakynnum Nýlistasafns- ins harðlokuðum í tvígang á miðjum sýningartíma dagsins og það var ekki fyrr en í þriðju at- rennu að safnið reyndist opið. Þá fylgir ekki einu sinni smábleðill í sýningarskrárformi þessu fram- taki þannig að listrýninum er gert erfítt fyrir um alla umfjöllun. Slíkt má einfaldlega ekki gerast ef safnið vill standa undir nafni og vera annað og meira en dægra- dvöl fámenns hóps er þar kemur saman og lætur ljós sitt skína um dæmalausa fávisku annarra. Ýmsar sýningar á þessu ári hafa verið spennandi og koma fleirum við. Ber að taka það til vinsam- legrar athugunar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.