Morgunblaðið - 25.05.1986, Side 67

Morgunblaðið - 25.05.1986, Side 67
MORGUNBLABIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAÍ 1986 Síðbúin kveðja: Stefán Þór Hafsteinsson Fæddur 2. maí 1960 Dáinn 26. maí 1985 Um hvítasunnu fyrir réttu ári drukknuðu þijú ungmenni í Þing- vallavatni. Þessi hryggilegi atburð- ur stendur enn fyrir hugskotssjón- um þeirra ijölmörgu sem þekktu til þeirra Sigrúnar, Sigga og Stebba. Þar sem öllum vinahópnum gafst ekki tækifæri til þess að vera við- staddur þegar minningarathöfnin um Stefán fór fram, fylgja núna nokkur síðbúin kveðjuorð. Fundum okkar Stebba bar saman með þeim sama ævintýralega hætti sem átti eftir að setja svip sinn á svo margar samverustundir og ferðalög. Upphafi að okkar kynnum varð við sólarupprás á fögrum sumarmorgni, út í miðri Krossá. Þar hafði jeppi steytt á steini og við stóðum saman að því að bjarga honum á fast land. Þar með var lagður grunnur að hugtökunum „Stebbi og Keflvíkingamir" í okkar hugum, þar sem Stebbi, ótrúlega bráðþroska unglingur, var gjaman í forsvari. Síðan liðu átta ár við leik og alvöm í meðbyr og mótbyr. Kannski vom þessi ár einmitt svo fljót að líða fyrir það, hve ævintýrin urðu mörg og uppákomumar fjölbreyti- legar. Sameiginlega tókst okkur að halda úti jeppabúmnum okkar, sem gerðu okkur kleift að komast í margar eftirminnilegar ferðir end- uðu gjaman seint um nótt með kaffídrykkju heima hjá einhveiju okkar. Stebbi sýndi á sér margar hliðar. Til dæmis hraustmennið, þegar hann vatt sér í eina uppsprettuna í Lindum eftir að hafa sigrast á henni Herðubreið. Heimspekinginn, þegar við ræddum lífíð og tilvemna undir stjömubjörtum hausthimni í Þórsmörkinni, Þrákálfínn, þegar hann þjarkaði dijúga kvöldstund við afgreiðslustúlkuna á Skalla um það, hvort og hvers vegna væri ekki hægt að kaupa hjá henni ís í 5 lítra fötu. En fyrst og fremst er það hinn hjálpfúsi Stebbi; stóri strákurinn með stóra og viðkvæma hjartað sem situr eftir í minning- unni. Stebbi var einn af þessum mönn- um sem lita umvherfíð með per- sónuleika sínum. Því skyldi hann eftir sig mikið skarð þegar hann hvarf úr vinahópnum. Núna, ári síðar, hefur það skarð ekki verið fyllt og verður ekki fyllt nema með minningunni um góðan dreng. Því er það vel að nú um helgina skuli verða gróðursett fumtré inn í Þórs- mörk sem heigað er minningu Stef- áns. Megi þessi planta dafna vel á þeim stað sem tengir okkur öll saman, og halda minningu Stefáns á lofti um ókomin ár. Ferðafélagar Bladburðarfólk óskast! AUSTURBÆR Samtún f Hamborg Hamborg e-' oft UM Sríöðím. Á sumjntjg lífið út á qötur, torq oq q ^qaínnar. Það llöur el*. *o sumardagur að ekki se f .taðar skemmtidagskrá einhvers staðar undir berum himnb hvort það eru rokktónle.kar eða baii ettsýning. Arnarflug byður upp á alls konar pakkaferðir t\\ pe ara þriggja borga. Hafið sam band við söluskrifstofuna okkar. - í áætlunarflugi Amarflugs Amsterdam Þessi Ijúfa heimsborg er í uppá- haldi hjá öllum sem hafa heim- sótt hana. Það er sérstaklega gaman og gott að versla í Amsterdam, þar er meira úrval af frábærum matstöðum en í flestum öðrum borgum og skemmtanalífið er Qölbreytt og létt. Engin flughöfn í heiminum býður upp á betri og auðveldari tengiflugsmöguleika en Schip- hol í Amsterdam. ^fARNARFLUG Lágmúla 7, slmi 84477 ö,n in, dU vera nliöiö Olpunum og hinum fögru fj heruðum Sviss, erZurich sta borgm þar í landi. Mennin og skemmtanalíf erí samr v,ð Þ*ð og þar er að rt einstaklega vandaðar versla Zunch stendur í fögru uZhl þeoar9 pÍÍ b,aSÍr hvarvetna Pegar ek/ð er frá henni , rjósama dali og tignarlegfjc ' t *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.