Morgunblaðið - 25.05.1986, Page 45

Morgunblaðið - 25.05.1986, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAÍ1986 **45 Svar við opnu bréfi Sigrúnar Jónsdóttur — eftir Selmu Júlíusdóttur Eg vil byija á því, Sigrún, að þakka þér kærlega fyrir bréf þitt 15. maí sl. Það var kærkomið tækifæri tl að ræða opinberlega um þessi mál. Svör við spumingum þínum: 1. Samtök dagmæðra í Reykjavík bera ábyrgð á gjaldskrá sinni og gefa hana út. Hún er þannig upp- byggð að við reiknum út frá kaup- | taxta starfsmannafélagsins Sóknar fyrir starfsfólk á dagvistunarstofn- unum Reykjavíkurborgar. Fyrsti taxti er þó 10% lægri vegna þess að þær sem eru á honum eru á reynsluleyfí og er oft mjög óöruggt hvort þær haldi áfram starfí. Það má segja að fyrsti taxti sé nálar- auga sem dagmæður þurfa að ganga f gegnum áður en þær fá framhaldsleyfi. 1. taxti kemur þannig út á 23,18 kr. á tímann á hvert bam. Reiknað er með 5 böm- um til að ná Sóknartaxta. 2. taxti er eftir svokallað kjama- námskeið sem er haldið í Námsflokkum Reykjavíkur. Dagmæður þurfa að standa sjálfar skil á 50% námskostn- aðar. Tímakaup er 26,53 kr. 3. taxti er eftir 5 ára starfs- reynslu og kjamanámskeið. Uppeldismenntað fólk bjnjar á þessum taxta. Tímakaup er 28,23 kr. 4. taxti er eftir 7 ára starfs- reynslu og námskeið eða uppeldismenntun. Tímakaup er 29,64 kr. Á alla taxtana leggjast 5,53 kr. á tímann fyrir viðhald hús- búnaðar, hreinlætisvömr, leikföng, föndurvömr og bækur. Dagmæður hafa 9 tíma dagvinnu tl að gefa foreldmm tækifæri á að fara til og úr vinnu. Er það frá 8—17. Þessir taxtar em miðaðir við dagvinnu á umsömdu mánað- arkaupi. 2. Verðlagseftirlitið fær senda gjaldskrána og hún er tekin með f vísitöluútreikningnum. Gjaldskráin er nú í umfjöllun hjá Verðlagsstofn- un að beiðni stjómar samtakanna. Reykjavíkurborg greiðir niður vist- gjöldin fyrir einstæða foreldra og þarf þess vegna að vera samþykk gjaldskránni. Dagmæður og for- eldrar gera sinn samning út frá gjaldskránni og lögum bamavemd- amefndar. 3. Dagmóðir í samtökum dag- mæðra í Reykjavík er skyldug til að fara yfír gjaldskrána og reglur hennar með foreldrum f upphafí vistunar og láta vita ef breytingar em. Það er samkomulag eingöngu milli foreldra og dagmóður hvort þeirra fái afhentar gjaldskrár. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Dagmæður eiga að láta foreldra hafa bæklinginn frá bamavemdar- nefnd. 3a. Það er samkomulagsatriði. 4. Já. 5. Já. Það þarf að koma með í upphafi mánaðar þann tíma sem á að semja um til að það falli undir mánaðarlaun. Ef tíminn i vistuninni em undir 3 tímum á dag em tekin timalaun. 1. taxti á tímalaunum er 50 kr. 2. taxti 52 kr. 3. taxti 53 kr. 4. taxti 55 kr. Innifalið er í þessu kr. 5,50 fyrir viðhald og leik- föng. Eftirvinnutími er reiknaður ef ekki er samið um tímann. Einnig er eftirvinna á öðmm tímum en 8—17. Eftirvinnan. 1. taxti 122,36, 2. taxti 126,06, 3. taxti 129,85, 4. taxti 136,34. 6. Eins og að framan greinir em taxtamir útreiknaðir sem mánaðar- laun. Aðrir taxtar em mun dýrari. 7. Já, ef óskað er eftir því. 8. Jú. 9. í flestum tilfellum er það, en getur verið samkomulagsatriði. 10. Bamavemdamefnd og dagvist- arstofnun Reykjavíkur hafa umsjón með dagmæðrastarfínu í Reykjavík. Á þeirra vegum starfa umsjónar- fóstrur sem vinna fjölþætt störf. Þær t.d. sjá um leyfísveitingar dagmæðra. Þær hafa símaviðtals- tíma bæði fyrir dagmæður og for- ráðamenn bamanna. Þær skrá hjá sér laus pláss og vísa foreldmm á þau. Þær em með spjaldskrá um dagmæður og störf þeirra og síðast en ekki síst hafa þær umsjón og eftirlit með dagmæðmm og eiga að koma mánaðarlega í heimsókn til sinna dagmæðra. 11. Nei. Matarkortið er til að upp- frasða dagmæður, en það er í hendi dagmóður og foreldra eða semja Selma Júlíusdóttir um matarkaup fyrir bamið. Bæði dagmóðir og forráðamenn em skyldugir að sjá um að bamið fái góða næringu. Mjög gott væri að það yrði almenn regla að hengja upp matarlista fyrir vikuna svo hægt sé að fylgjast með hvað bamið fær yfír daginn. 12. Samtök dagmæðra f Reykjavík gefa út gjaldskrá sína og er eini aðilinn sem á að snúa sér til vegna hennar. Samtökin em með skrif- stofu í Laugaborg við Leimlæk. Hún er opin á manudögum frá 14 til 16 og á fimmtudögum 19.30 til 21. Síminn er 686599. 13. Ef sannað er að dagmóðirin gat ekki innt gæslu af hendi fyrir umsaminn tíma borgar hún til baka. Svona tilvik eins og þú talar um treysti ég mér ekki að dæma um. Hvað viðvíkur síðustu athuga- semd þinni langar mig að leggja orð í belg. Ég álít að einu aðilarrifr sem ráða því hvort bam fær að koma með sælgæti í dagvistun séu dagmóðirin og forráðamenn bam- anna. Allir geta samt sagt sitt álit á því hvað sé æskilegt og hvað sé óæskilegt í sælgætisáti. Sömuleiðis hvað sé hollt og hvað sé óhollt. Með kveðju. Ps. Mig langar til að skjóta hér inn leiðréttingu við grein Önnu Ámadóttur, sem birtist í Morgun- blaðinu 16. maí. Eins og að framan greinir era það Samtök dagmæðra sem gefur út gjaldskrá sína, ekki Félagsmálastofnun. Verð það sem upp er gefíð í greininni á dagvistun og sólarhringsvistun er ekki rétt. Ég sendi ykkur, fóstmæðram í sveit, kærar kveðjur og óska ykkur og fósturbömum ykkar velfamaðar. Höfundur er formaður S&mtaka dagmæðra í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.