Morgunblaðið - 25.05.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.05.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUD AGUR 25. MAÍ1986 Þessi morgunn eins og allir aðrir morgnar - segir nýkjörin fegnrðardrottning Islands, Gígja Birgisdóttir „ÞESSI morgunn er eins og allir aðrir morgnar — mér líður bara aðeins öðruvísi núna,“ sagði nývöknuð 18 ára Fegurðar- drottning íslands 1986, Gígja Birgisdóttir frá Akureyri, f samtaii við blaðamann Morgunblaðsins í gærmorgun, en hún var krýnd sl. föstudagskvöld. „Ég bjóst alls ekki við að sigra í keppninni frekar en hver önnur — hafði reyndar ekki getað ímynd- að mér hver okkar myndi sigra. Það hefur skapast gott samband á milli okkar stelpnanna, sem þátt tókum í keppninni, og er ég viss um að við höldum kunningskapn- um áfram þrátt fyrir að við séum ólíkar — þær eiga það þó allar sameiginlegt að vera skemmtilegar og var ég satt að segja í vandræð- um þegar ég átti að velja vinsæl- ustu stúlkuna. Við erum m.a. bún- ar að stofna saumaklúbb og höfum talað um að ferðast eitthvert saman.“ Gígja sagðist ekki hafa farið að sofa fyrr en klukkan að verða sex í morgun og væri hún ennþá þreytt í fótunum þar sem hún væri óvön að ganga á háum skóm. „Ég hafði líka æft mig að setjast í kjólnum mínum, en hann var svo þröngur að ég bjóst jafnvel við að hann myndi rifna utan af mér þá og þegar. Ég held ég hefði aldrei komist í gegnum þetta án aðstoðar þeirra Sóleyjar Jóhannsdóttur og Kristjönu Geirsdóttur." Gígja var kjörin Ungfrú Akur- eyri 23. apríl sl., en hún hefur verið nemandi verslunarbrautar Verkmenntaskólans þar í bæ tvo undanfama vetur og lauk hún verslunarprófí þaðan sl. fímmtu- dag. „Prófín gengu mjög vel þrátt fyrir annir hjá mér. Undanfamar helgar hef ég verið á þeytingi á milli Reykjavíkur og Akureyrar vegna undirbúnings fyrir fegurð- arsamkeppnina. Mig langar mikið til þess að taka stúdentspróf, en væri alveg til með að hvfla mig á skóla í eitt ár. Síðan langar mig til útlanda í framhaldsnám í versl- un og viðskiptum." Gígja sagði að hún hefði gaman af ferðalögum, en hún vissi ekki ennþá hvaða keppni hún myndi taka þátt í fyrir hönd íslands á næstunni. Gígja fer heim til Akur- eyrar i kvöld og byijar að vinna í Iðnaðarbankanum þar á morgun, en þar hefur hún unnið í vetur með náminu. Foreldrar hennar, afí og amma, móðursystir, systir og hennar unnusti og Þröstur, unnusti Gígju, sem starfar sem rafvirki, komu öll frá Akureyri til þess að vera viðstödd keppnina. „Ég hef nú lítið séð af mínum kærasta síð- Morgunblaðið/Ól.K.M. Gígja Birgisdóttir nývöknuð í morgunkaffi daginn eftir krýning- una. asta mánuðinn en þrátt fyrir það er ég viss um að hann er ánægður fyrir mína hönd.“ Aðspurð í gærmorgun hvemig hún ætlaði að eyða fyrsta deginum sem Fegurðardrottning íslands sagðist Gígja gera ráð fyrir að hafa samband við hinar stelpumar þar sem talað hefði verið um þeirra á meðal að heimsækja Hlín Hóim, einn þátttakenda keppninnar, í Keflavík, sem væri að útskrifast stúdent þar. Um kvöldið ætlaði síðan fjölskylda Gígju að koma saman á heimili frænda hennar í Kópavoginum, þar sem Gígja hefur haldið til undanfarið. Þar ætla þau að borða saman og halda upp á sigurinn. Könnun Hagvangs á fylgi flokkanna í þingkosningiim: Veruleg- fylgisaukn- ing Sjálfstæðisflokks Alþýðubandalag, Framsóknarflokkur og Bandalag jafnaðarmanna tapa fylgi Skoðanakönnun, sem Hag- vangur gerði fyrir Morgun- blaðið, leiðir í Ijós, að Sjálf- stæðisflokkurinn fengi 43,6% atkvæða, ef efnt yrði til alþingiskosninga á næstu dögum. I kosningunum 1983 fékk flokkurinn 38,7% at- kvæða og í könnun Félags- vísindastofnunar fyrr í þess- um mánuði 39,8%. Alþýðu- flokkurinn og Kvennalistinn bæta einnig við sig fylgi frá síðustu kosningum, en njóta þó minni stuðnings en í könnun Félagsvísindastofn- unar. Alþýðubandalagið, Framsóknarflokkurinn og Bandalag jafnaðarmanna tapa hins vegar fylgi miðað við kosningarnar og könnun Félagsví sindastof nunar. Ef aðeins er tekið mið af þeim kjósendum, sem afstöðu tóku, ætla 15,4% að kjósa Alþýðubandalagið, 15,0% Alþýðuflokkinn, 2,9 Banda- lag jafnaðarmanna, 14,8% Fram- sóknarflokkinn, 7,4% Samtök um kvennalista og 0,8% Flokk manns- ins. Könnun Hagvangs var fram- kvæmd dagana 9. til 19. maí sl. og tók til 1.000 manns, 18 ára og eldri. Svör fengust frá 781 kjós- anda eða 78,1% úrtaksins. Spurt var: „Ef efnt yrði til alþingiskosn- Alþingiskosningar Hlutfallslegt fylgi ef eingöngu þeir sem afstöðu tóku eru lagðir til grundvallar. Úrsl. Mai Mars Des. Júní Maí Febr. Sept Kosn. 1986 1986 1985 1985 1985 1985 1984 Alþýðubandal. 17,3 15,4 18,6 14,6 12,0 12,2 10,8 16,1 Alþýðufl. 11,7 15,0 11,9 16,2 16,0 21,3 20,5 7,0 Bandal. jafnaðarm. 7,3 2,9 5,3 4,3 7,7 5,4 6,0 6,2 Framsóknarfl. 18,5 14,8 15,7 13,0 11,0 11,9 9,9 14,6 Samt um Kvennal. 5,5 7,4 8,9 8,9 9,1 7,4 11,2 8,9 Sjálfst.flokkur 38,7 43,6 38,8 42,1 43,6 41,2 40,4 45,7 Fl. mannsins — 0,8 0,8 0,8 0,6 0,6 1,2 — ' Annað 1,0 - - - - 1,5 Taflan sýnir úrslit þingskosninga 1983 og niðurstöður í könnunum Hagvangs síðan. inga á næstu dögum, hvaða stjóm- málaflokki eða samtökum er lík- legast að þú myndir greiða at- kvæði?" Ef þátttakandi var óviss, þá var jafnframt spurt: „Hvaða stjómmálaflokki eða samtökum er líklegast að þú myndir greiða atkvæði?" 29 (3,7%) ætluðu að skila auðu, 41 (5,3%) hugðist ekki greiða atkvæði, 144 (18,4%) svör- uðu „veit ekki“ og 81 (10,4%) neitaði að svara. Þátttakendur voru einnig spurð- ir um afstöðu sína til ríkisstjómar- innar. 51,1% sagðist styðja sijóm- ina, 31,1% kvaðst ekki styðja hana, 14,1% svaraði „veit ekki“ og 3,7% neituðu að svara. Endurmat á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn tímabært - segir Þorsteinn Olafsson „ÞESSI ákvörðun Alberts þarf ekki að koma á óvart miðað við þær ákvarðanir sem hann hefur tekið á sínum ráðherraferli til þessa og ýmsar uppákomur sem hann hefur staðið fyrir," sagði Þorsteinn Ólafsson í samtaii við Morgunblaðið er hann var spurð- ur álits á þeirri ákvörðun Alberts Guðmundssonar iðnaðarráð- herra að skipa Jón Aðalstein Jónasson í stjóm íslenska álfé- lagsins í hans stað, þrátt fyrir tilmæli forystu Framsóknar- flokksins um hið gagnstæða. „Það hlýtur að vera íhugunareftii fyrir Framsóknarflokkinn, burtséð frá þessu máli, hvort flokkurinn ætti ekki fyrir löngu að vera búinn að taka til endurmats samstarf sitt við Sjálfstæðisflokkinn í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn skuli kjósa að hafa mann eins og Albert Guð- mundsson í ríkisstjóm. Á ég þá við til dæmis embættisfærslu hans í fjár- málaráðuneytinu og almenna van- hæfni hans sem komið hefur fram í ýmsum málum sem Framsóknar- flokkurinn ber óbeina ábyrgð á vegna setu Alberts í ríkisstjóminni," sagði Þorsteinn Ólafsson að lokum. íslenska óperan: Sigríður Ella heldur tónleika SIGRÍÐUR Ella _ Magnúsdóttir heldur tónleika í íslensku óper- unni mánudaginn 26. maí kl. 20.30. Á efnisskránni em 7 óperuaríur, eftir Gluck, Mozart, Saint-Saéns og Donizetti, þekkt íslensk lög og loks þjóðlög í útsetningu frægra tón- skálda. Meðleikari Sigríðar á þess- um tónleikum er Paul Griffíths, sem er fastráðinn undirleikari við Kon- unglegu óperuna Covent Garden í London. Hann hefur leikið með mörgum frægustu söngvurum heims, en hann hefur undirbúið og æft með Sigríði Ellu tvær óperur, Samson og Dalilu og 11 Torvatore. Á tónleikunum á mánudaginn koma einnig fram Garðar Cortes og Einar Jóhannesson klarínettu- leikari. Aðgöngumiðar eru seldir í íslensku óperunni. Framboð- inkynnt í BÆJAR- og sveitarstj ómar- kosningunum á laugardaginn verður kosið í 23 kaupstöðum og 36 hreppum. Morgunblaðið birtir á blaðsíðu 1—16B í dag yfirlit yfir framboðin vegna kosning- anna. Þar er rætt við alla efstu menn á 114 framboðslistum í kaupstöðum. Jafnframt eru birt úrslit kosninga á hverjum stað 1982 og greint frá samstarfi innan sveitarstjórna á kjörtíma- bilinu. í yfírlitinu er greint frá fjölda manna á kjörskrárstoftii. Á kjör- skrárstofnum Hagstofunnar eru 171.263; karlar eru 85.584 en konur 85.679. Kjósendur á kjörskrá verða nú um 20.000 fleiri en í síð- ustu sveitarstjómarkosningum vegna þess að kosningaaldur lækk- ar nú í 18 árúr 20. Kammerhljómsveit Reykjavíkur; Bruckner-sin- fónían í kvöld KAMMERSVEIT Reykjavíkur heldur tónleika í kvöld, sunnudagskvöld, klukkan 20.30 í Bústaðakirkju. Stjóm- andi er Paul Zukofsky og verður flutt 7. sinfónía Bruckners i útsetningu Am- olds Schönberg. Er þetta fyrsta sinni, sem þessi sin- fónía verður flutt á Islandi. Þessi sinfónía Antons Bruckner í útsetningu Amolds Schönberg mun ekki hafa verið flutt á tónleikum í Vínarborg síðan 1921, að því er hljómsveit- arstjórinn sagði í viðtali við Morgunblaðið. Hann sagði enn- fremur. „Ef ástæða var til að kynna Bruckner með þessum hætti í Vínarborg 1921 er ekki síður ástæða til að gera það í Reykjavík nú.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.