Morgunblaðið - 25.05.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.05.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAÍ1986 Við eigum að vera fremstir — sagði Friðrik Pálsson á aðalfundi SH Mér er það sérstök ánægja að ávarpa ykkur hér í dag í fyrsta skipti í starfí fyrir ykkur. Það var mér að sjálfsögðu erfíð ákvörðun á síðastliðnu hausti að hverfa úr starfi hjá mínum ágætu féiögum hjá SÍF og takast á hendur þetta vandasama verk, sem mér hefur nú verið falið. Sú ákvörðun reyndist auðveldari vegna þess, hve vel ég þekkti flesta ykkar áður persónulega og enda þótt rekstur SH og SÍF sé um margt ólíkur er þó eðli beggja fyrir- tækjanna það sama og því kann ég vel. Hið nána samstarf og samheldni, sem einkennir SÍF, á sannarlega líka við um SH. Mér fínnast félags- menn SH þó gagnrýnni á starfsem- ina, en því kann ég vel. Gagnrýni er ávallt góð, ef hún er jákvæð. Þið gerið flestir hæfílegar kröfur til þeirrar þjónustu, sem ykkur finnst eðlilegt að starfsfólk ykkar hjá SH ynni af hendi, en ég hygg, að þið mættuð oftar láta í ykkur heyra, bæði um það, sem vel er gert og illa. Það er öllum fyrirtækjum nauð- synlegt, að eigendumir fylgist glöggt með rekstrinum. Skylt er þó að taka fram, að margir hika ekki við að láta í sér heyra og fagna ég því. Við erum öll til þjónustu reiðubúin og þetta er ykkar fyrirtæki. Stjómskipulag SH er með afar líku sniði og ég þekki af langri reynslu úr SIF, þrautreynt og stöð- ugt. Félagsmenn kjósa sér stjóm áriega og stjómarmenn sinna störf- um fyrir félagið eins og þeir hafa tíma og aðstöðu til. Einn mesti styrkur fyrirtækis eins og SH er félagsleg samstaða ýmsum málum til framgangs. Það ber að mínu mati að leggja enn meiri rækt við þennan þátt. Ég hef haft mikla ánægju af því á undanfömum ámm að reyna að sinna þessum þætti, hvort heldur er á svæðafundum eða á annan hátt, en eðli málsins samkvæmt á það að vera á ábyrgð stjómarmanna og félagsmanna hvers fyrir sig og allra sameiginlega, enda þótt við starfsmennimir munum leggja því allt það lið, sem við megum. Vandamál eru hvalreki Við erum allir að vinna að því sameiginlega markmiði, að stuðla að framgangi sjávarútvegs á íslandi með velferð þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Okkur stendur þar næst vöxtur frystiiðnaðarins og skyldra greina og þar ber okkur að beita okkur af alefli. Því eru engin takmörk sett, hvað má bæta og hveiju breyta og okkar hlutverk er öðm fremur að velja og hafna og hrinda því í fram- kvæmd, sem við teljum að fá eigi brautargengi. Mikiu skiptir að hafa ánægju af því, sem við emm að gera. Allir em að fást við vandamál, kannski á hverjum degi, en þau má nálgast á ýmsa vegu. Fullyrt er, að þeir, sem sjá vandamál sem hvalreka, nái bestum árangri við lausn þeirra. Ég veit ekki, hvort margir hér inni hafa ánægju af vandamálum, en flestir þekkja, hve ánægjulegt getur verið að fínna skynsamlega lausn á erfiðum vanda. Félagsmenn SH hafa lengst af lagt sig fram við að leysa vanda- mál sín sameiginlega og hafa náð miklum árangri í hvívetna. Verkin tala. Þess vegna þarf að leggja aukna áherslu á samstarf félags- manna um leið og þeir eiga að verða stöðugt gagnrýnni á störf stjómar og starfsfólks fyrirtækisins. Þetta kerfí er gott, en stendur og fellur með útfærslunni. Það er ykkar, ágætu félagsmenn, að sjá til þess, að það gangi. Ég býð ykkur, þann tíma, sem ég mun veita þessu fyrirtæki ykkar forstöðu, að láta aldrei nokkurt mál liggja í láginni, ef þið metið það þess virði, að því verði sinnt. Allar nýjar hugmyndir eru vel þegnar og jafnvel „smá“ mál geta stækkað áður en varir. Skipulagsbreytingar Á þeim rúmu 4 mánuðum, sem liðnir eru frá því að ég hóf störf fyrir ykkur, hef ég reynt eftir megni að kynna mér allar hliðar á rekstri fyrirtækisins, en á þó margt enn ólært. Miklar skipulagsbreytingar voru gerðar á fyrirtækinu nú nýver- ið, allmiklar tilfærslur manna á milli starfa og auk þess nokkrir nýir ráðnir til starfa. Með nýju skipulagi og nýjum mönnum koma eðlilega önnur við- horf og breyttar áherslur. Við höf- um í SH mjög gott starfsfólk, sem sinnir hinum ýmsu störfum. Ég tel, að leggja þurfí aukna áherslu á sölu- og þróunarstörf og fer það að mestu saman við hugmyndir þeirra, sem unnu að úttekt á fyrir- tækinu á síðasta ári. Við réðum þegar í febrúar einn sölufulltrúa til að sinna sölu á skelfiski, fyrst um sinn og sérstak- lega rækju. Annar sölufulltrúi hefur störf í byijun júní. í hinni nýju þróunardeild vinnur aðeins einn maður ennþá, en annar kemur til liðs við hann síðla í sumar og enn annar mun bætast við síðar í haust. Bind ég miklar vonir við þennan aukna mannafla i sölu- og þróunarstörfum. Við munum enn- fremur auka upplýsingastreymi milli allra söluaðila hér heima og erlendis og samræma ákvarðana- töku. Þróunarmálin eru nátengd þeirri umræðu, sem verið hefur í gangi undanfarin misseri um aukna áherslu á menntun starfsfólks og breyttar aðstæður á vinnumarkaðn- um. Þau mál og fjölmörg önnur hefði ég viljað fjalla um hér í dag, en tímans vegna ætla ég að snúa mér að öðru að sinni. Um ofangreind atriði og hvað eina annað gefst okkur tækifæri til að ræða í starfshópum hér síðar í dag og á morgun, þar sem ég vona að skoðanaskipti verði lífleg og öllum til gagns. Verðlagsmál og kvótakerfi SH er öðrum þræði ætlað að gæta hagsmuna félagsmanna sinna. í Verðlagsráði sjávarútvegs- ins er fulltrúum ykkar sem fiskverk- enda falið að tryggja hagsmuni ykkar þar í glímu við aðra fulltrúa ykkar sem útgerðarmanna. Sú glíma var lengst af glimd á þann sérstæða hátt, að glímumenn glímdu stundum innbyrðis en þó oft sameiginlega gegn þriðja aðila, rík- isvaldinu. Þegar niðurstöðu var náð um nauðsynlegt fískverð fyrir útvegs- menn og sjómenn, kom ríkisvaldið til skjalanna og sá um nauðsynlegar lagasetningar og gengisbreytingar. Sem betur fer ríkir nú hérlendis meiri festa í efnahagsmálum og þar með gengismálum. en um nokkurt árabil, enda þótt íslenska krónan sé skráð sterkari en við teljum hana vera. Við þær aðstæður verða gallar Verðlagsráðs í gildandi kvótakerfí enn augljósari en ella væri. Verkefni fulltrúa ykkar fískverk- enda og útgerðarmanna er því aðallega að semja um laun sjó- manna. Það hlýtur að mega gera á annan hátt, án þess að þeirra hlutur verði á nokkum hátt rýrður. Fyrir nokkm ræddi ég á fundi hjá Fiskiðn um kvótamál, fískverð og fleira í þá veru. Þau sjónarmið, sem ég setti fram á nefndum fundi höfðu þau áhrif, að allmikið hefur verið rætt og ritað um þau mál síð- an. Fyrir mér vakti einkum tvennt. í fyrsta lagi að vekja menn til umhugsunar um það, að við eigum ekki að búa við kvóta á skip til frambúðar, þó fallist hafí verið á hann til skamms tíma og í öðru lagi að benda á, að aðrar leiðir væru færar til að skipta takmörkuð- um auðlindum og sumar leiðimar betri en skipakvótinn. Ég lagði mig fram um að fj'alla um efnið á málefnalegan hátt og leggja einungis fram vel rökstuddar hugmyndir. Viðbrögð hafa yfirleitt verið góð en þó eru undantekningar, eins og ávallt. Fáeinir aðilar hafa reynt að snúa út úr og skapa tortryggni og reyna um leið að kasta rýrð á fískvinnsl- una í landinu. Því hef ég ekki svar- að, en við skulum samt gæta að okkur. Sá gegndarlausi áróður með útflutningi fisks í gámum til Evr- ópu, sem hafður hefur verið í frammi, hefur ruglað ansi marga í ríminu. Fullvíst má telja, að of margir aðilar jafnvel trúi því, að útflutning- ur af þessu tagi muni nærri útrýma fískvinnslunni í landinu á stuttum tíma. Við áróðri af þessu tagi þarf að snúast. Hann er skaðlegur. Sérstaklega ber að fagna um- fjöllun þeirra Qölmiðla, sem lagt hafa sitt af mörkum til að tryggja að umræðan snúist um kjarna máls- ins, en ekkert dægurþras. Ég tel að það sé afar brýnt, að umræðan haldi áfram á og sem mest innan sjávarútvegsins sjálfs og hvar er betri vettvangur fyrir fískvinnslumenn að reifa málið frekar en einmitt á þessum stað, þar sem svo margir eru saman komnir. Ég mun þvi hér á eftir fjalla nokkru nánar um þá hugmynd eða módel, sem ég setti fram á fundin- um hjá Fiskiðn. Fiskvinnslan fái kvótann Ég lagði áherslu á það í minni ræðu, að ég hefði trú á útflutningi á ferskum físki og teldi að þar væri að fínna mikilvægan vaxtar- brodd í íslenskum sjávarútvegi, en andstæðingar okkar reyna að snúa út úr orðum mínum. Þeir, sem stuðla að óeðlilegum upphlaupum í þessa veru, bera mikla ábyrgð. Það er ábyrgðarhluti að tala um úreltar aðferðir við fisk- vinnslu á Islandi og vilja heldur leggja því lið, að við ieggjum auðæf- in í hafinu erlendum fiskverkendum til. Þessir sömu aðilar tala til skiptis um nauðsyn fullvinnslu hérlendis og útflutning á óunnum físki sem það, sem bjarga eigi þjóðinni. Víst má benda á mörg tilvik, þar sem sjómenn og ef til vill útvegs- menn fá meira fyrir fískinn erlendis en þeir fá við löndun hér heima. Því ber að fagna. En í fleiri tilfellum segir beinn samanburður söluverðs Friðrik Pálsson, forstjóri SH. „Við íslendingar stönd- um frammi fyrir mikl- um vanda að þurfa að skipta takmörkuðum afla úr sameiginlegri auðlind á milli þjóðar- innar á semhagkvæm- astan hátt. Ég hef á undanförnum vikum reynt að útskýra hvern- ig ein leið væri fær.“ erlendis og hér heima ekki nema hálfa söguna, því eftir er að taka með í reikninginn verðmætisauk- ann, sem skapast við frekari vinnslu aflans í fiskiðjuverum landsins. Það er því einungis sá, sem hefur yfírlit yfír það, á hvern hátt hráefnið skilar mestu í aðra hönd, sem getur tekið réttar ákvarðanir um ráðstöf- un aflans, ef við erum að reyna að hámarka ágóða þjóðarinnar. Ef keppikeflið er hins vegar að skapa sjómönnum og útgerðarmönnum einum hæstar tekjur horfír málið auðvitað öðruvísi við, en ég trúi því ekki, að margir séu í reynd til- búnir að vetja þann málstað á meðan þeir einir hafa rétt á að sækja í auðlindimar okkar. Auðvitað kom mér ekki á óvart, að fyrstu viðbrögð sumra útvegs- manna urðu þau að telja, að ég væri að reyna að taka spón úr þeirra aski. Víst má það til sanns vegar færa. Ég vil taka af þeim kvótann. Hins vegar held ég að þeir hinir sömu ættu að flýta sér hægt í að mótmæla þeim hugmyndum mín- um, að fiskvinnslan fái kvótann. Kannski leynist í því hagur fyrir þá líka. Hlutur útgerðar Lítum aðeins á útgerðina og þá í tvennu lagi. Stærsti hluti fískiskipaflotans er í eigu vinnslunnar og eigendur þeirra skipa hljóta að líta á þau sem tæki til öflunar hráefnis og því eðlilegt að vinnslan eigi kvótann. Um frystiskipin gildir, að þau skiptir í reynd engu, hvor leiðin er farin. Þau eru í eðli sínu bæði fiski- skip og vinnslustöð. Það hlýtur að vera óumdeilanlegt og er reyndar markmið hjá LÍÚ að reyna að halda kostnaði við útgerð í lágmarki. Það markmið samræm- ist vel sjónarmiðum fískvinnslu- stöðvar, sem á sín eigin skip. Kostn- aðurinn við öflun hráefnisins þarf að vera sem alira lægstur, hvemig sem því hráefni er svo ráðstafað, fryst, saltað eða flutt ferskt á elend- an markað, eftir markaðsaðstæðum hveiju sinni. Núgildandi aðferð við ákvörðun fískverðs kallar á önnur sjónarmið og því er nauðsynlegt að nefna, að tekjur sjómanna, sem nú ráðast af fískverði, þarf að tryggja með öðr- um hætti. Lítum þá á þau skip, sem eru í eigu annarra en þeirra, sem jafn- framt eiga eða reka fiskvinnslu, annað hvort á sjó eða landi. Er víst, að kvótinn eins og við þekkjum hann í dag skili þeim mestu f aðra hönd? Ég er ekki viss. Ég leyfi mér að ganga út frá því, að eigendur þessara skipa séu tilbúnir að láta lögmál hagkvæmn- innar nokkru ráða og séu tilbúnir að keppa sín í milli um að veiða sem hagkvæmast. Núna fá þeir kvóta úthlutað. Hann nægir þeim hluta úr ári, en hvað svo? Þeir kaupa kvóta hver af öðrum og eru í reynd komnir með í framkvæmd sölu veiðileyfa, sem þeir sjálfír sögðu fyrir stuttu, að ekki ætti að koma til greina. Ég tel, að við núgildandi kerfí, sé það réttlætanlegt, en tæpast lækka þessi kvótakaup hráefnisverð tiltak- anlega. Ef vinnslustöðvamar ættu kvót- ann, þá myndu þær væntanlega gera út sín skip til að sækja sinn kvóta, það er að segja, ef fiskiskip þeirra gætu gert það á hagkvæm- asta hátt, en eigendur annarra físki- skipa, mjmdu bjóða í veiðamar sem hveijir aðrir verktakar. Ég tel næsta víst, að margir út- vegsmenn gætu náð miklum árangri með þessum hætti. Auðvit- að myndu þeir, sem færir eru um að sækja aflann á sem ódýrastan hátt, fá flest verkefnin, þar sem þeir byðu lægst og svo koll af kolli. Afleiðingamar yrðu þær, að óhagkvæm skip myndu fljótlega hellast úr lestinni, hvort sem þau væru í eigu vinnslunnar eða ann- arra. Þau stæðu sig einfaldlega ekki í þeirri samkeppni, sem af þessu leiddi. Færri skip myndu þar með ná í meiri afla. Tekjur útgerðarmanna þeirra skipa, sem næðu samningum í útboðum kvótaeigenda fæm eftir framboði og eftirspum skipa og leyfílegum heildarafla hveiju sinni. Atvinnutækifæmm sjómanna myndi eitthvað fækka. Góðir sjó- menn myndu fá góð pláss og há laun, en aðrir minna eins og gengur. Tekjur sjómanna Tekjur sjómanna myndu alfarið ráðast af samningum milli þeirra og vinnuveitenda þeirra, útgerðar- manna, en fískvinnslunni sem slíkri yrði ekkert blandað inn í það. Þar með er þá hægt að leggja til hliðar um sinn allar vangaveltur um kosti og galla fíjáls fískverðs, eins og það er kallað, og þar með fískmarkað, sem flestir em sam- mála um að erfitt sé að koma á hér á landi, enda þótt ég telji rétt að reyna fijálst fískverð, ef kvótinn hindraði ekki framgangþess. Þeir, sem telja fískmarkað óhæf- an, nefna m.a. aðstæður á einangr- aðri stöðum, eins og t.d. á Homa- fírði, sem gjaman er tekinn sem dæmi, þar sem menn telja, að einn stór kaupandi, KASK, myndi geta haft óeðlileg áhrif á fiskverð þar sem margir bátar væm að selja sama aðila. • Hvernig liti þetta út á Höfn, ef KASK ætti kvótann? Annað hvort yrði KASK að kaupa nógu marga báta til að geta veitt allan sinn kvóta eða semja að öðmm kosti við einhveija báta um að sækja aflann fyrir sig. Þar með hefur fískkaup- andinn misst glæpinn. Bátamir á Höfn myndu vafalítið gera tilboð í að veiða fyrr KASK, en einnig fyrir fískvinnsluna á Djúpavogi, Eski- firði, Vestmannaeyjum og ef til vill víðar á sama hátt og bátar frá öðmm höfnum myndu gera tilboð í veiðamar fyrir KASK og aðra á Höfn. Ef KASK er ekki tilbúið að ganga að tilboðum bátanna á Höfn, þá veiða þeir fyrir aðra og svo koll af kolli eins og hlutimir ganga fyrir sigvið útboð og tilboð. Ég vil þó undirstrika, að í flestum tilfellum myndu heimabátamir hafa vinninginn, enda allmikil hag- kvæmni innbyggð í það það vera heimamaður. Ég nefni þetta auðvitað sem dæmi, en víða mætti bera niður. Verðlagsráð var gott á sínum tíma, en mér er spum, hvort það hæfír nú. Að hjakka í sama fari Við náum aldrei neinum árangri, ef við emm sífellt að hjakka í sama farinu. Kvótinn má heldur ekki verða eins og allir skattar, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.