Morgunblaðið - 25.05.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.05.1986, Blaðsíða 46
46 MORGÚNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAÍ1986 Leikslok eftir Einar Jónsson. Einstæð sýning höggmynda í tilefni 25 ára afmælis Seðla- banka íslands og lagningar horn- steins að byggingu hans, var sett upp sýning á höggmyndum 5 landsþekktra myndhöggvara í hinum nýju húsakynnum bank- ans. Svo sem segir í formála Jó- hannesar Nordal í sýningarskrá, þá var með henni veitt andblæ listar og menningar inn í hin nýju húsakynni, sem enn eru í smíðum og að mestu óbúin innanstokks- munum. Val myndverka var í höndum þeirra listasagnfræðinga Beru Nordal og Ólafs Kvaran svo og Steinþórs Sigurðssonar myndlist- armanns, sem jafnframt sá um uppsetningu sýningarinnar. Því miður vissi ég ekkert um þessa sýningu fyrr en fáum dög- um fyrir lokun hennar þannig að engin tök voru á því að fjalla um hana meðan hún var uppi. Sýning- in var ei heldur mikið auglýst fyrr en rétt í lokin og var ég þá fljótur á staðinn því mig fýsti að sjá hvemig listaverk tækju sig út í hinum nýju og umdeildu húsa- ikynnum. Þessi sýning hefði verðskuldað miklu meiri umíjöllun en raun varð á því eftir skoðun hennar vil ég segja það álit mitt, að hér var um einstæðan menningarviðburð að ræða. Myndlist Bragi Asgeirsson Sumir málarar velja sér ákveðið myndefni, sem þeir vinna að í sí- bylju um lengri eða skemmri tíma — reyna að þurrausa myndefnið, að því leyti sem það er hægt og hugarflugið stendur undir. Einn þeirra er Þorlákur Krist- insson, eða Tolli, eins og hann nefnir sig og áritar myndir sínar, sem hann sýnir í Listasafni ASI til 25. maí. Þetta er fyrsta veigamikla sýn- ingin, sem Tolli heldur í virtum sýningarsal hérlendis, en áður hefur hann sýnt á ólíklegustu stöðum og út um allar trissur hérlendis og í Berlín. Hann hefur sem sagt haft þann háttinn á, sem er næsta óvenju- legur meðal framsækinna ungra málara, að sýna sem víðast — í kaffíhúsum, bönkum, samkomu- húsum og eiginlega hvar sem honum datt í hug að hengja um málverk sín í það og það sinnið. Gerandinn er skólaður í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands og Listaháskólanum f Berlín, þar sem dvöl hans varð raunar aðeins í eitt ár. En dvölin í Berlín hafði úrslitaáhrif á þróun listar hans, því að þar fann hann samhljóm með eðli sínu að tjá sig umbúða- laust og án eftirþanka. Hér er það innsæi augnabliks- ins, sem ræður ferðinni ásamt þeim hughrifum, sem hann óskar að koma á framfæri hveiju sinni. í myndum Tolla eru nokkur tákn, sem ganga líkt og rauður þráður í gegnum mjmdmál hans þessa stundina, en það eru vörður, sigl- ingamerki og bækur, ásamt því að dökk og dularfull fuglsmynd sker stundum myndflötinn eins ogtil áherslu. Myndmálið er hijúft og berang- urslegt og hér er spilað allt í senn á víddir fortíðar, nútíðar og fram- Þorlákur Morthens f vinnustofu sinni tíðar, — tíminn er sem afstætt hugtak, eins og eilífðin hafl tekið við og mannskepnan misst fót- festur, en ráfar þó um í auðninni og jrfirgefnum borgum. Það er ekki íslenzkt landslag í sinni fjölbrejrtilegustu mynd, sem á hug gerandans allan, heldur ákveðið atvik á göngu um Strand- imar, sem honum fannst staðfesta pólitíska lífssýn sína. Uppi á Straumnesfjalli í Aðalvík var fyrr- um herstöð, sem herinn hefur fyrir löngu jrfirgefið, — niðumítt stein- byrgi, bókhlaðar, siglingamerki svo og sjórekið brak á boðaslóð- um. Þetta allt ásamt hlöðnum gijótvörðum, er á vegi hans urðu, hafði djúp áhrif á hann og varð tilefni margvíslegra hugleiðinga og mjmdræns pataldurs. Þessi ömurlega en margræða sviðsetning fylgdi honum til Ber- línar, þar sem hann kynntist af sjón og raun villta málverkinu, sem tók hann með stormi. Og hann er upptekinn af hvoru- tveggja ennþá — hinum dramat- ísku táknum á Straumnesfjalli og hinum hráa umbúðalausa málun- armáta þýsku innsæisstefnunnar — expressjónismans. Þetta blandaðist einnig áhuga hans á hinu hráa rokki og pönki síðustu ára. Finna má greinileg áhrif frá þýsku nýbylgjumálurunum í frjálslegum og hröðum pensil- strokum Tolla og jafnvel öllu meira en upplifuninni á Straum- nesijalli og þeir eru einmitt mjög uppteknir af svipuðum táknum og á líkum forsendum. En hver svo sem myndefnin eru og forsendur þeirra, þá skiptir hér sem alltaf áður styrkur málverks- ins í sjálfu sér meginmáli. Þannig séð er maður sáttur við áhrifa- mestu málverk sýningarinnar svo sem „Skáldið (2), „Skruddu Skyggna" (17) og „Söguskemma 11“ (22). Hins vegar eru mjmdim- ar á sýningunni ákaflega misjafn- ar að gæðum og hinn skynræna sannfæringarkraft virðist víða vanta sem og að teikningunni er um margt ábótavant, og einmitt á þann hátt, að það gengur út jrfir áhrifamáttinn og slagkraft- inn. Hér ætti Tolli að athuga sinn gang. Að veita táknrænni merk- ingu inn í landslag er í sjálfu sér engin nýjung í málaralistinni og hefur einnig verið iðkuð hér áður, og það gera einnig ýmsir ungir málarar í dag. í mjmdum Tolla er sviðið nokkuð þröngt og ein- hæft, enda virðist vera vilji hjá honum til að víkka það út og að vænta megi breytinga í náinni framtíð. Opið myndmál Byggmgarlist — myndlist Aðalumflöllunarefni ráðstefnu, sem haldin var um „opinbera list á Norðurlöndum" í Moss og Osló árið 1980, var þörfin á framlagi listamannsins við mótun opin- bers umhverfis og með hvaða hætti unnt sé að skapa árang- ursríkt samstarf á ,jafnréttis- grundvelli" milli listamanna og arkitekta. Norræna myndlistarbandalagið stóð að ráðstefnunni og naut þar m.a. aðstoðar Norræna menning- arsjóðsins. Frá hveiju landi komu þrír listamenn og einn arkitekt með rejmslu á sviði opinberra skrejrtinga, menningarfrömuðir frá listaháskólum og skriffinnar um lista- og menningarmál. Anders Clason komst að kjama málsins er hann sagði: „Stjóm- málamenn, listamenn og arkitekt- ar hafa að minnsta kosti undan- fama hálfa öld rætt um þörf okkar á listamanninum við mótun opin- bers umhverfis. Auðvitað þurfum við á listamanninum að halda í upphafi umhverfismótunar, hafa stjómmálamenn sagt. Vissulega, hafa arkitektar bætt við. En síðan hefur venjulega ekkert orðið úr öllum saman. Og það hefur ekki orðið fyrr en plön, teikningar, áætlanagerð, hús, garðar og annað opinbert umhverfí hefur verið tilbúið sem listamönnum er boðið með, að setja upp mjmdlist á svo og svo stóru svæði, eða á þennan ákveðna reit svona stóra sfyttu eða „eitthvað mannlegt". Uppúr þessari ráðstefnu spratt svo hugmyndin að sýningunni Byggingarlist — MjmdUst, sem um þessar mundir gistir Asmund- arsal. Var fimm deildum banda- lagsins boðið að tilnefna einn listamann og einn arkitekt frá hverju landi til að taka þátt f svokölluðum jafnhliðauppdrætti, en markmiðið var að sýna fram á hvemig listamaður og arkitekt í reynd gætu unnið í sameiningu að því að bæta umhverfið í Grimsta, útjaðarsvæði í Stokk- hólmi frá því í byijun sjötta ára- tugarins. — Þetta er bakgrunnur sýn- ingarinnar í Ásmundarsal og er hér sannarlega um mikið hags- munamál myndlistarmanna að ræða, sem vert er að gefa gaum og á skilið fyllstu athygli. Það er töluvert þröngt um sýn- inguna þannig að hún getur sýnst ruglingsleg og útheimtir að auki nákvæmari skoðun en ella. Hún hefði þurft miklu meira rými ekki síst vegna þess að jafnhliða henni fara fram umræður um þessi mikilvægu mál. Framtakið er hið athyglisverð- asta og útkoman ætti að geta skapað árangursríkan umræðu- grundvöll. íslenzku þátttakendumir, þeir Magnús Skúlason arkitekt og Magnús Tómasson mjmdlistar- maður, komast vel frá sínum hlut — tillögur þeirra eru skýrt og skilmerkilega fram settar, sem ekki verður því miður sagt um allar hinar tillögumar, sem maður er full lengi að komast til botns í. Allt of langt mál væri að gera öllum tillögunum skil hér og læt ég mér því nægja að vekja sér- staka athygli á framtakinu. Fyrir hið fyrsta þá hef ég aldrei séð höggmyndimjóta sín jafn vel hér á landi og í þessum húsakynn- um og svo þótti mér hið bygging- arfræðilega rými í kringum þær mjög fagurt. Sýning þessi kom mér og mörgum öðmm mjög á óvart því víst er, að hvaða álit sem menn hafa á mjmdlistarmönnum þá er það öruggt að verk þeirra hafa naumast notið sín betur í salarkynnum hérlendis. Lýsingin var í flestum tilvikum mjög hnit- miðuð og áhrifarík. Einkum var fróðlegt að sjá hvemig mjmdir Einars Jónssonar nutu sín í þess- ari lýsingu svo og nýtískulega umhverfi. Hið magnaða og fjöl- þætta rými Seðlabankans er vissulega af öðrum heimi en hið þunga, einhæfa og nákalda rými er hýsir verk Einars á Skólavörðu- holti. Þá nutu myndir Gerðar Helga- dóttur sín stórum betur en ég hef í annan tíma séð og slíkur magn- aður kraftur var í kringum „Fjallakonu" Siguijóns Ólafsson- ar, að ég hafði það á tilfínhingunni að vera komin á hið stórfallega safn „Museum Guimet" í París. Verk þeirra Ásmundar Sveinsson- ar og Jóns Gunnars Ámasonar komu og vel til skila. Seðlabankahúsið virðist ætla að verða hin merkilegasta bygg- ing að utan sem innan svo sem kemur æ betur í ljós og kann undirritaður mjög vel við svarta litinn á jftra byrði. Bæði er hann dulúðugur og minnir á atliafna- semina allt um kring í þá gömlu og góðu daga er kolabingimir gnæfðu við himininn og myndrík- ur Hegrinn gekk á fullu. Þannig er hér á þessum stað lögð lofsverð rækt við íslenzka menningarsögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.