Morgunblaðið - 25.05.1986, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 25.05.1986, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAÍ 1986 71 Umsjón/Vilmar Pétursson íþróttir unglinga Frjálsíþróttaskóli: starf ræktur f sumar — hjá KR-ingum ÞAÐ VERÐUR mikið um að vera hjá yngsta frjálsfþróttafólkínu í KR í sumar eins og undanfarin sumur. í júní, júlí og ágúst verð- ur starfræktur frjálsíþróttaskóli tvisvar í viku þar sem tveir þjálf- arar munu leiðbeina krökkunum f hinum ýmsu greinum frjálsra fþrótta. I sumar fá t.d. 13—14 ára strákar kennslu í stangar- stökki en ekki hefur verið boðið uppá slfka kennslu áður fyrir þetta unga drengi. í fyrra voru um 50 krakkar á aldrinum 8—14 ára sem tóku þátt í frjálsíþróttaskólanum hjá KR og var víst oft mikið líf og fjör í þeim skóla. En þó að það sé gaman að æfa vilja krakkarnir Ifka fá að keppa og að sögn Guðrúnar Ingólfsdóttur formanns frjáls- íþróttadeildar KR er ekki nógu mikið um mót fyrir frjálsíþrótta- krakka. Bæði vantar mót fyrir alla sem vilja taka þátt og eins vantar líka fleiri mót fyrir þau sem standa fremst í flokki. Á mótum eins og Meistaramóti íslands fyrir 14 ára og yngri þar sem allir fá að keppa vill oft líða of langur tími milli greina. Guðrún taldi að finna þyrfti milliveg á milli þess að gefa öllum tækifæri til keppni og eins að hlúa að þeim sem stæðu sig best hverju sinni. Helstu mótin sem frjálsíþrótta- krakkar taka þátt í auk meistara- mótsins eru skólamót, Reykjavík- urmeistaramót og innanfélags- mót. Þó að sumarið sé sá tími sem mest ber á frjálsíþróttafólki slá krakkarnir í KR ekki slöku við æfingar á veturna. í vetur hafa þau æft einu sinni í viku undir stjórn hins kunna frjálsíþrótta- kappa Valbjöms Þorlákssonar til að vera sem best undir átök sumarsins búin. Blaðamaður leit við á einni slíkri æfingu ekki alls fyrir löngu og ræddi við nokkra krakka. Sigrún Jóhannesdóttir: Gekk ágætlega á íslandsmótinu — þrátt fyrir meiðsli Morgunblaöíð/Bjami • Hverjir eru bestir? AtliÓlafsson, Brynja Gfsladóttir, Bergþóra, Berglind Jónsdóttir, Davið Vigfússon, Elsa Guðmundsdóttir, Friðrik Snæbjömsson, Haraldur Guðmundsson, Halla Pétursdóttir, Hildur Lúthersdóttir, Hildur Arnardóttir, Ingvi Ólafsson, Linda Stefánsdóttir, Nfna Stefánsdóttir, Laufey Rún, Ólafur Diðriksson, Ólöf Helgadóttir, Ragnheiður Eyjólfsdóttir, Selma Guðmundsdóttir, Þuríður Hjartardótt- ir, Þorvarður Guðmundsson og Sigrún Jóhannesdóttir telja það vera KR. Sá litli í fremstu röð fyrir miðju er þó ekki alvea viss, skyldi hann yera Valsari? Hildur Sif Arnardóttir: T ek strætó á æfingar Á íslandsmeistaramótinu f frjálsum íþróttum innahúss sem haldið var í mars síðastliðnum hafnaði Hildur Sif Arnardóttir f 2. sæti f 50 m hlaupi. Þetta er frábær árangur hjá Hildi þvf hún hefur ekki æft frjálsar nema sfðan f desember. Hún var spurð hvern- ig hefði atvikast að hún fór að æfa frjálsar fþróttir. „Vinkona mín var í frjálsum og óg fór með henni. Við búum í Breiðholti og tökum leið 11 á æf- ingar. Það kemur ekki til greina að skipta um félag þó að viö þurf- um að fara langt á æfingar því það er frábær félagsskapur í KR. “ Hildur sagði ennfremur aö henni þættu hlaupin skemmtilegasta grein frjálsra íþrótta, það væri mesta spennan í þeim. Hún æfir einnig og keppir í langstökki en gekk ekki sem best í þeirri grein á íslandsmeistaramótinu því öll stökk hennar urðu ógild. Aðspurð um hvernig sumarið legðist í hana sagði Hildur að það legðist vel í sig og hún ætlar aö reyna að krækja í verðlaun á (s- landsmeistaramótinu utanhúss. Morgunblaöiö/Bjami • Brynja Gísladóttir var ekki á flótta undan óguriegri mús þegar þessi mynd var tekin heldur sýnir hún hór glæsileg tilþrif í langstökki. ÞRÁTT fyrir að formaður frjáls- íþróttadeildar KR sé ekki ánægður með framboð ungl- ingamóta í þeirri íþróttagrein tjáði Sigrún Jóhannsdóttir blaðamanni að sér þætti fjöldi móta vel viðunandi. Sigrún er 13 ára vesturbælngur sem hef- ur æft f rjálsar f eitt og hálft ár. Flestir íþróttamenn lenda meira og minna í því að meiðast í tengslum við íþróttaiðkun sína og Sigrún var einmitt nýbúin að ná sér eftir meiðsli þegar við lit- um inn á æfingu hjá KR-ingunum. „Ég gat samt tekið þátt í íslands- meistaramótinu í mars og háðu meiðslin mér lítiö þannig að mér gekk ágætlega í því móti. Annars er það fyrst og fremst sumarið sem ég stefni á, það er miklu skemmtilegra að stunda frjálsar utanhúss. Hér í Baldurshaganum verður oft svo heitt og rykið er óþægilegt,“ sagði Sigrún og var greinilega farin að hlakka til sumarsins. Markmið Sigrúnar í sumar er að komast á (slandsmeistaramót á Húsavík, en til þess að það gæti orðið sagðist hún þurfa að æfa vel og það gerir hún líka ábyggilega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.