Morgunblaðið - 25.05.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.05.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAÍ1986 IÞINGHLEI eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Ríkisbúskapurinn: Útgjöld um- framteldiir Þingmenn — ríkisbúskapur Embættismenn ríkisins setja að sjálfsögðu sitt mark á ríkis- búskapinn. Pólitísk ábyrgð á rikisbúskapnum, ákvörðunarvald í skattheimtu og fjárveitingum (fjárlagagerð), er hinsvegar í hönd- um þjóðkjörinna þingmanna. Hér má líta þrjá þeirra: Albert Guðmundsson, Salome Þorkelsdóttur og Guðmund J. Guðmunds- son. Myndin er tekin við þinglausnir í vor. Þrennt er það sem ris upp úr málflutningi stjórnmálamanna á síðustu starfsdögum Alþingis er varðar ríkisfjármál. í fyrsta lagi meint skattsvik, sem virð- ast umfangsmikil hér sem í grannríkjum. í annan stað hve skatttekjur ríkissjóðs hafa minnkað mikið vegna margvís- legra skattalækkana. Og í þriðja lagi að líkur standa til að ríkissjóður verði rekinn með verulegum halla í ár, eða um 1.500 m.kr., samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar í síðasta mánuði. IJmfang skattsvika í nóvember 1984 skipaði Albert Guðmundsson, þáverandi §ár- málaráðherra, starfshóp, sem fékk þau fyrirmæli að vinna úttekt á umfangi skattsvika á íslandi. Formaður nefndarinnar var Þröst- ur Ólafsson, hagfræðingur. Þorsteinn Pálsson, fjármála- ráðherra, lagði síðan skýrslu um störf þessarar „skattsvikanefnd- ar“ fýrir Alþingi skömmu fyrir þinglausnir í vor. Skattsvik eru hvorki ný af nál- inni hér landi né umfangsmeiri en í grannríkjum. Þau eru hins- vegar alvarlegt innanmein í þjóð- arbúskap okkar. Furðu gegnir að úttekt af því tagi, sem hér að framan greinir, hafi ekki fyrr verið unnin með þeim hætti sem gert er nú í fjármálaráðherratíð Alberts Guðmundssonar og Þor- steins Pálssonar. Þær ályktanir má draga af skattsvikaskýrslunni, sem lögð var fyrir Alþingi í vor, að „svört atvinnustarfsemi" hafi velt um eða yfir sex milljörðum króna á síðastliðnu ári. Þetta þýðir, ef rétt er ályktað, að tap hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, bæði í bein- um sköttum og söluskatti, kann að hafa verið um 2,5 milljarðar króna. Skattsvik eru ekkert sérís- lenzkt fyrirbæri. í skýrslu þeirri, sem hér er vitnað til, segir að „dulið hagkerfi“ svari til 4% til 5% af landsframleiðslu í Noregi og 4% til 7% í Svíþjóð. í tilvitnaðri skýrslu er „svört“ starfsemi hér á landi talin svara til 5% til 7% af landsframleiðslu. Orsakir skattsvika eru m.a. hátt skatthlutfall, flókið skatt- kerfí, margar frádráttar- og*und- anþáguleiðir o.fl. Það skattkerfi verður að vísu seint fundið er útilokar skattsvik að fullu. Hinsvegar er meira en tímabært að hefjast handa gegn skattsvikum, sem nú viðgangast, og stríða gegn almennri réttlætis- vitund, enda skapa þau verulegt misrétti í þjóðfélaginu. Umskipti í skattamálum Veruleg umskipti hafa orðið í skattamálum undanfarið. Um það efni sagði Þorsteinn Pálsson, §ár- málaráðherra, í þingræðu: „I tíð núverandi ríkisstjómar hafa beinir skattar verið lækkaðir um 1,4 milljarða króna, sem er um það bil helmingur af nettó- tekjuskatti einstaklinga. Skatt- byrði einstaklinga til ríkisins vegna beina skatta hefur lækkað um því sem næst Qórðung frá árinu 1982. Ýmsir óbeinir skattar og tollar hafa stórlækkað, launa- skattur verið afnuminn i fisk- vinnslu og iðnaði, verðjöfnunar- gjald á raforku afnumið. Samtals hafa skatttekjur ríkissjóð verið minnkaðar um rúmlega 3.200 m.kr. á tíma þessarar ríkisstjóm- ar . . .“ Heildarskattheimta ríkisins hefur lækkað sam hlutfall af þjóð- artekjum næstliðin ár. Hlutfall skatta í heild af vergri lands- framleiðslu var 34,1% 1982 en 33,1% 1984. Rekstrarhalli ríkissjóðs „Fram hjá því verður hins ekki litið að þessar umfangsmiklu skattalækkanir og aukin §ár- framlög til að mynda til húsnæðis- mála hafa valdið hallarekstri á rikissjóði," sagði fjármálaráð- herra. „Það verður mikið verkefni á næsta ári að brúa það bil.“ Samkvæmt spám Þjóðhags- stofnunar, sem settar vóm fram í sl. mánuði, gerir stofnunin ráð fyrir að „rekstrarhalli ríkissjóðs á þessu ári geti numið að minnsta kosti 1.500 m.kr. eða rúmlega 1% af landsframleiðslu" (Mbl. 23/4/ 86). Stefnt mun að því að fjár- magna fyrirsjáanlegan ríkissjóðs- halla 1986 með skuldabréfakaup- um viðskiptabanka og sparisjóða sem og lánum frá Seðlabanka, en ekki erlendum lánum sem stund- um áður. Fjármálaráðherra sagði og efnislega, að til stæði að stokka upp tekjuöflunarkerfí ríkissjóðs, „byggja hér upp nýtt tekjuöflun- arkerfí, bæði beinna og óbeinna skatta", m.a. til að fyrirbygga betur skattsvik, hér eftir en hing- að til. Jöfnuður í ríkisbú- skapnum Ríkissjóð er hægt að reka með halla tímabundið, ef það þjónar öðmm markmiðum í efnahags- málum þjóðarinnar. Það gildir hinsvegar hjá ríki sem einstakl- ingum, að eyðsla umfram telqur þýðir skuldasöfnun. Það er verið að velta vandanum yfir á framtíð- ina. Og vaxtakostnaður segir til sín í ríkisbúskapnum eins og öðram búskap okkar. Ríkisstjómin hefur því spomað gegn vexti í ríkisútgjöldum, sem verið hafa mikil síðastliðin all- mörg ár, án þess þó að draga að marki úr þeirri þjónustu, er borg- aramir gera kröfu til. Aðhald stjómvalda hefur leitt til þess að íjármunir (skattfé) hefur nýzt betur. Það gleymist hinsvegar stundum að kröfur á hendur ríkis- valdinu, sem kosta fjármuni, em undantekningarlítið kröfur um aukna skattheimtu í einni eða annarri mynd. Hallalaus ríkisbúskapur er, til Iengri tíma litið, hluti af því jafn- vægi og þeim stöðugleika í efna- hagslífi okkar, sem allir vilja stefna að, í orði að minnsta kosti. Það er því mjög mikilvægt að ná jöfnuði í ríkisbúskapnum, helzt með spamaði, aðhaldi í ríkisút- gjöldum, ella með almennri skatt- heimtu eða gjaldi fyrir þjónustu. Morgunblaðið fjallaði um þessi mál í forystugrein nýlega. Þar segir m.a.: „Stærð skattstofna skiptir ekki síður máli fyrir ríkissjóðstekjur en skattstigamir sjálfir, raunar meira máli. Skattastefna næstu framtíðar þarf að taka mið af tvennu, öðm fremur: I fyreta lagi að umsvif í at- vinnustarfsemi nái að vaxa og stækka skattstofna. í annan stað að eyða hvötum til skattsvika, m.a. með hóflegri skattstigum, svo almennar tekj- ur og umsvif skili sér betur til skatts.“ Ofsköttun dregur úr vinnu- framlagi og verðmætasköpun í þjóðarbúskapnum, það er rýrir skattstofnana, til lengri tíma litið, og tekjumöguleika ríkis og sveitarfélaga. Giftudrýgra er því að stuðla að stækkun skattstofna en hækkun skatt- stiga. Annað mál er að sporna verður gegn skattsvikum með öllum tUtækum ráðum. :shannon: : datastor : Allt á sínum staö með :shannon: idatastor: :datastor: skjalaskáp Ef einhver sérstök vörzluvandamál þarf aö Ieysa biöjum viö viökomandi góðfúslega aö hafa samband viö okkur sem allra fyrst og munum viö fúslega sýna fram á hvernig skjalaskápur hefur ,,a111 á sínum staö Útsölustaðir: REYKJAVlK. Penninn Hallarmúla. KEFLAVÍK. Bókabúö Keflav/kur AKRANES. Bókaversl., Andrés Níelsson HF ÍSAFJÖRÐUR. Bókaverslun Jónasar Tómássonar AKUREYRI Bókaval. bóka- og ritfangaverslun. HÚSAVÍK. Bókaverslun Þórarms Stefánssonar ESKIFJÖRÐUR. Elis Guönason. verslun. VESTMANNAEYJAR, Bókabúöin EGILSSTAÐIR, Bókabúöin Hlöðum «Sa ^ kj. U'f. SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800 Flymo L47 svifnökkvinn: Hljóðlátasta siáttuvélin á markaðnum Nýi Flymo L47 bensínnökkvinn m/tvígengisvélina er bylting. Hann er: • Hljóðeinangraður. • Hraðvirkur. • Fisléttur. • Viðhaldsfríasta atvinnusláttu- vélin fyrir stærri grasfleti, 200 m2- 1000 m2. • Auðvelt að leggja saman og hengja upp á vegg eftir notkun. • Með stjórnbúnað í handfanginu. • Verð ó L 38 kr. 21.450,- Verð á L 47 kr. 25.2007 Flymo Slátiuvéla markaðurinn Smiðjuvegur30 E-gata, Kópavogur Simi 77066 y Frá Austur-Þýzkalandi skrifa Eva-María og Hans Joachim Aehle. Þau geta ekki aldurs en áhugamálin em frímerkja- og póst- kortasöfnun, ferðalög, íþróttir, tón- list, bækur, náttúra og garðrækt. Þau skrifa á ensku, þýzku og spænsku: DDR/GDR 7010 Leipzig, Markt 10A, DDR-GDR. Sautján ára vestur-þýzk stúlka með margvísleg áhugamál: Anja Flaig, Schlusselwiesen 35, 7000 Stuttgart 1, W-Germany. Sautján ára stúlka í Belize í Mið-Ameríku vill skrifast á við 17-20 ára íslendinga, einkum pilta: Rubena Allen, P.O.Box 1032, Belize City, Belize.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.