Morgunblaðið - 01.06.1986, Page 27

Morgunblaðið - 01.06.1986, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. JÚNÍ 1986 27 Morgunblaðið/Ólafur Frá fundi Lionsmanna um vimulausaæsku. Egilsstaðir: Borgarafundur undir kjörorðinu vímulaus æska Egilsstöðum. Forvígismenn Lionsklúbbsins Múla á Fijótsdalshéraði efndu til almenns borgarafundar hér á Egilsstöðum í síðustu viku undir kjör- orðunum vimulaus æska. Frummælendur voru Arnar Jensson, full- trúi í ffkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík, og Þórarinn Tyrfings- son, yfirlæknir á Vogi, — en þeir sitja báðir i undirbúningsnefnd Samtaka foreldra um vimulausa æsku. Það kom fram í erindi Amars Jenssonar að hérlendis er fyrst og fremst neytt kannabisefna og am- fetamíns af hinum svonefndu ólög- legu vímuefnum. Neysla kannabis- efna eykst lítið eitt frá ári til árs að sögn Amars — en hins vegar hefur neysla amfetamíns stóraukist síðastliðin 2-3 ár. Neysla annarra ólöglegra vímuefna er fátíð hérlend- is að sögn Amars. Árið 1985 lagði ffkniefnalögreglan hald á 1 kg af amfetamíni en hefur hins vegar lagt hald á jafnmikið magn á fyrstu ijórum mánuðum þessa árs. í erindi sínu lýsti Amar útliti þessara efna, neysluvenjum neyt- skemmri tíma. Langflestir kannab- isneytendur eru raunar á aldrinum 20-30 ára að sögn Þórarins — en hann telur hina almennu umræðu í þjóðfélaginu um kannabisefnin hafa verið mjög neikvæða þegar þessi aldurshópur var að vaxa úr grasi. Þórarinn lýsti síðan hvemig lang- varandi og stöðug neysla kannabis- efna fer með neytandann og hvem- ig helst má merkja stöðuga kannab- isneyslu á einstaklingnum — en auðvelt reynist að leyna henni jafn- vel ámm saman. Þórarinn kvað eina ráðið til að stemma stigu við vaxandi vímu- Amar Jensson Þórarinn Tyrfingsson endanna og því hegðunarmynstri sem oft fylgir langvarandi og stöð- ugri neyslu efnanna. Amar sagði að dreifíng ólöglegra vímuefna hérlendis væri orðin mjög margslungin. í raun mætti segja að komin væri upp eins konar heild- söludreifíng efnanna og síðan fæm efnin um hendur 5-10 milliaðila áður en þau hafna hjá sjálfum neytandanum. í flestum tilfellum kvað Arnar efnin flutt inn með skipum, pósti eða með hinum al- menna ferðamanni. Það kom fram í máli Þórarins Tryfíngssonar að fólk byijar yfír- leitt ekki að neyta þessara ólöglegu vímuefna fyrr en við 17-18 ára aldur og hefur þá jafnan neytt áfengis í óhófí áður um lengri eða efnaneyslu bama og ungmenna vera fræðslu, fræðslu er leiddi til breyttra lífshátta hinna fullorðnu, foreldra og annarra þeirra sem em skoðanamyndandi fyrir ungmennið. Því væm Samtök foreldra um vímu- lausa æsku vonandi sá vendingur þessara mála sem margir hefðu beðið eftir. Margir tóku til máls á fundinum og frummælendur margs spurðir. Ahugi virtist ríkjandi fyrir þátttöku í Samtökum foreldra um vímulausa æsku og fundarmenn almennt fullir væntingar gagnvart hinum nýju samtökum — sem að sögn verða formlega stofnuð að hausti. Yfir 200 manns sátu fundinn víðs vegar af Austurlandi. Fundarstjóri var Guðmundur Steingrímsson. — Ólafur Á FRÁBÆRU VERÐI - í SÓLSKIMSSKAPI. HAGKAUP REYKJAVÍK AKUREYRI NJARÐVÍK Póstverslun: Sími 91-30980 VIS/VSQ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.