Morgunblaðið - 01.06.1986, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 01.06.1986, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1986 45 i Úr viðgerðarstofu. Lovísa Guðmundsdóttir að störfum við handrita- viðgerð. metra filmu og síðan á svokallaðar fisjur, sem eru mjög handhægar." Mikið af bleki gufar hreint og beint upp Finnbogi sýndi blaðamanni nokk- ur bindi gamalla blaða. Mátti sjá, að blöðin eru orðin nokkuð velkt og stökk en þau sem filmuð hafa verið, eru ekki höfð til afnota, held- ur fá menn filmur af þeim til lestrar í lesvélum. Hann sagði aðspurður að búið væri að filma íslenzk dag- blöð til ársins 1940, og eins frá síð- ustu árum, en brýnt væri að koma þeim öllum á fílmur hið fyrsta því dagblöðin væru mjög viðkvæm. Auk þess að pappírinn er lélegur gerði hið stóra brot þeirra það að verkum að þau rifnuðu auðveldlega. Finnbogi sýndi blaðamanni enn- fremur viðgerðarstofu handrita i Þjóðskjalasafni. Hún þjónar báðum söfnunum, Landsbóka- og Þjóð- slq'alasafni, en þau eru sem kunnugt er í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Forstöðumaður hennar er Áslaug Jónsdóttir. Áslaug vann við lag- færingu á bréfum frá árinu 1733, er okkur bar að garði, og sagði, að þrátt fyrir að bréfin væru illa farin væri auðvelt að gera við þau þar sem á þeim tíma hefði verið notaður góður pappír og ennfremur gæðablek, og því unnt að lengja lífdaga skjala með réttri meðferð. Aftur á móti væri aðra sögu að segja af pappír nútímans og reynd- ar einnig af því bleki sem nú væri notað. Mikið af því hreint og beint gufaði upp á skömmum tíma. Áslaug sagði m.a. aðspurð, að henni væri ekki kunnugt um að neinar opinberar ráðstafanir hefðu enn verið gerðar hérlendis til að fyrirbyggja frekari „slys“ og auka geymsluþol ritaðs efnis. Aftur 4 móti vissi hún, að t.d. á Norðurlönd- um hefðu verið gefnar út reglugerð- ir varðandi gæði opinberra gagna. Aðspurð um, hvort t.d. löggiltur skjalapappír hérlendur væri ekki vandaðri en gengur og gerist með annan pappír sagði hún að sýru- rannsóknir á honum gæfu engin fyrirheit um að hann væri betri en annar pappír á markaðnum. Rit sem rnolna að lokum hrannast upp í veröldinni Finnbogi sagði, að umræðan um sýrupappírinn á ráðstefnunni í Vín- arborg hefði síðast en ekki sízt snú- ist um það að helja þyrfti nú þegar mikinn áróður fyrir notkun sýru- lauss pappírs. Meðan ekki hefði tekist að snúa þar vöm í sókn hrönnuðust upp rit um víða veröld sem myndu að lokum molna í hönd- um manna. Hann sagði, að m.a. hefði markaðsstjóri pappírsfyrir- tækis í Boston lýst á raðstefnunni vaxandi framleiðslu varanlegs pappírs með aðferðum sem ekki ættu að vera hættulegar umhverfi manna. Finnbogi var að lokum spurður, hvort farið væri að huga að afsýr- ingu bóka og annarra ritverka hér- lendis. Hann sagðist ekki geta sagt- um það á þessu stigi, hvort til slíkra aðgerða kæmi í bráð. Geysimikinn og dýran búnað þyrfti til þess og afsýring nú aðeins á frumstigi er- lendis. Aftur á móti væri full ástæða til að hraða eins og unnt væri fílmun blaða og tímarita, en það væri það efni sem fyrst skemmdist af þessum völdum. Viðtal: Fríða Proppé Ljósmyndir: Júlíus Siguijónsson Hjartans þakkir til barna, tengdabarna og fóst- -ursonar sem heimsóttu mig í tilefni 93 ára afmœlis míns nú í mai. Þetta varÖ mér mikill gleÖidagur og minnti mig á liÖin ár þegar börnin voru ungogflest heima. Eins og svo oft áöur var nú spjallaö saman, hlegiÖ og sungiÖ fram á kvöld í gamla húsinu á Olkeldu sem ég er búin aÖ eiga heima í í 71 ár. í rceÖu sem fóstursonur minn, Kristján GuÖ- bjartsson, hélt viö þetta tcekifæri minntist hann hlýjum oröum manns mins og fósturfööur síns, Gisla ÞórÖarsonar. I sumar eru liÖin 100 ár frá fceÖingu hans, hann lést áriÖ 1962. Þá minntist Kristján einnig annarra látinna ástvina úrfjölskylduhópnum. GuÖ blessi ykkur öll. Vilborg Krístjánsdóttir, Ölkeldu, Staðarsveit. /■%burourinn sem gerir gæfumuninn Þrjár gerðir af tilbúnum áburði í hentugum umbúðum: Trjákorn fyrir trjágróður Kálkorn fyrir matjurtagarða Graskorn fyrir grasflatir (Ö) > ^^SmtSSSSumSSií^11' V ÁBURDARygnKSMHaaA PmastNS S&SÉÉ& Ágæti Alaska Bensínstöðvar ESSÓ Blómabúðin Burkni Blómaval BYKO Áburðurinn er seldur um allt land. Sölustaðir í Reykjavík og nágrenni eru: Garðshorn Gróðrarstöðin Birkihlíð Gróðrarstöðin Mörk Græna höndin Kaupfélag Hafnfirðinga Mikligarður MR búðin Skógræktarfélag Reykjavíkur Sölufélag garðyrkjumanna ÁBURÐARVERKSMKXJA RÍKISINS Metsölublað á hverjum degi!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.