Morgunblaðið - 01.06.1986, Page 50

Morgunblaðið - 01.06.1986, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. JÚNÍ1986 'V atvínna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVIKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtal- inna starfa. Starfskjör samkvæmt kjara- samningum. 1. Fóstrurathugið! Á dagheimilið Suðurborg við Suðurhóla vantar fóstrur nú þegar eða í haust. Boðið er upp á mjög góða vinnuaðstöðu bæði hvað varðar almennt uppeldislegt starf og séraðstoð. Upplýsingar gefur forstöðumaður á staðnum eða í síma 73023. 2. Á leikskólann Álaborg, Hlaðbæ 17, vantar fóstrur við almenn uppeldisstörf og fóstr- ur eða þroskaþjálfa til að sinna börnum með sérþarfir, hálft starf. Upplýsingar gefa forstöðumenn á staðn- um eða í síma 84150. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 16. júní. Au-pair Oslo Norsk fjölskylda sem býr í miðri Vestur-Oslo óskar eftir stúlku sem ekki reykir frá og með 1. ágúst nk. 14 mánaða drengur og von á öðru barni ágúst. Æskilegt að viðkomandi hafi bílpróf. Hafið samband við undirritaða: Vera Mehrem, Oskarsgata 26, 0352 Oslo 3, Norway. Sími: (02) 468211. Málmiðnaðarmenn Plötusmiðir, rafsuðumenn og vélvirkjar ósk- ast. Mikil vinna. Upplýsingar gefur yfirverk- stjóri í síma 20680. )q> LANDSSMtÐJAN HF. r Símar 20680 — 688880. Hafnarfjörður — Tæknistörf Hafnarfjarðarbær óskar að ráða menn til sumarstarfa 1986 við mælingar og önnur tæknistörf. Nánari upplýsingar veitir undirritaður á skrif- stofunni, Strandgötu 6 og í síma 53444. Bæjarverkfræðingur. Laust starf Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum aug- lýsir laust til umsóknar starf við atvinnuleit og vinnumiðlun fyrir fatlaða á Suðurnesjum. Um er að ræða V2 starf frá 15. júlí til 31. des. með hugsanlegri framhaldsráðningu. Starfssvið er auk beinnar milligöngu við ráðn- ingu öryrkja á almennan vinnumarkað m.a. það að gera sér grein fyrir þeim úrræðum öðrum sem til þurfa að koma í atvinnumálum þessa hóps á Suðurnesjum. Leitað er eftir manni með félagslega mennt- un og/eða reynslu, svo og þekkingu á atvinnulífi á Suðurnesjum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Vesturbraut 10, 230 Keflavík, eigi síðar en 1. júlí 1986. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum. Svæðisstjórn Reykjanessvæðis málefna fatlaðra. Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins óskar eftir að ráða forstöðumann. Starfið felst í að skipuleggja starf Upplýsinga- þjónustunnar, annast fjölmiðlatengsl, og út- gáfu fréttabréfs, hafa umsjón með gerð fræðsluefnis o.fl. Umsækjandi þarf að geta tekist á við erfið en spennandi verkefni, hafa reynslu í fjölmiðl- un, skipulagshæfileika, gott vald á íslenskri tungu og kunnáttu í Norðurlandamáli og ensku. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf skulu sendar Upplýsingaþjónustu land- búnaðarins, pósthólf 7040, 127 Reykjavík, fyrir 10. júní 1986. Kennarar, Því ekki að breyta til! Já, því ekki að breyta til og sækja um kenn- arastöðu í Bolungarvík. Þar vantar núna kennara í eftirtaldar stöður: Myndment, heimilisfræði, tónment, dönsku, ensku og í hálfa stöðu íþróttakennara. Enn- fremur náttúrufræði og samfélagsfræði á unglingastigi auk almennrar kennslu á barna- stigi. í Bolungarvík er nú mjög góð aðstaða í nýju íþróttahúsi og sundlaug. Skólanefnd sér um að útvega kennurum húsnæði ef þörf krefur. Áhugasamt fólk er vinsamlegast beðið um að snúa sér til skóla- stjóra í síma 94 7249 og 94 7288 og formanns skólanefndar í síma 94 7540 og 94 7200. Skólanefnd. Seyðisfjarðarkaup- staður auglýsir: Grunnskólinn: Lausar eru stöður íþrótta- kennara, sérkennara og handmenntakenn- ara. Upplýsingar gefur Albert í símum 97-2172 og 97-2365 eða Þórdís í síma 97-2291. Tónlistarskólinn: Tónlistarkennara vantar — helst blásara. Upplýsingar gefur Sigur- björg í síma 97-2188. Leikskólinn: Þar bíða núna 60 börn spennt eftir tveimur fóstrum. Upplýsingar gefur Lilja í símum 97-2298 eða 97-2350. Hringið og kynnið ykkur hvað við Seyðfirðingar bjóðum upp á. Bæjarstjóri. Færeyskir tónlistarskólar Stöður fyrir tónlistarkennara eru lausar til umsóknar. Kennt er á eftirfarandi hljóðfæri: píanó, orgel, strengja-, tré- og málmblásturs- hljóðfæri auk söngs og slagverks. Byrjunarlaun 66.000 á mánuði og hækka uppí 76.000. Kennsluskylda er 20 tímar á viku (60 mín.). Æskileg kunnátta í uppeldis- og kennslufræði. Þeir umsækjendur sem stjórnað hafa kór eða hljómsveit áhugamanna munu ganga fyrir. Kammermúsík og sinfóníuhljómsveit áhuga- manna á staðnum. Skólarnir greiða ferðina fram og til baka ef kennari starfar lengur en í eitt ár. Umsóknir verða að hafa borist fyrir 15. maí nk. með prófskírteini og meðmælum til: Foroya musikkskúlar, Landsskúlafyrisitingin, Falkavegur 6, 3800 Tórshavn, Feroyar Nánari upplýsingar veittarí síma 90 45 42 15555 milli kl. 10-12 eða 15811. Au Pair í Bandaríkjunum Tvær fjölskyldur, báðar í nánd við New Haven, Connectient, vilja ráða til sín unga manneskju fyrir næsta haust til að gæta barna og vinna léttari störf á heimilinu. Ferðir fram og til baka borgaðar, auk uppi- halds og vasapeninga. Þær sem hafa áhuga skrifi og sendi mynd með til: Dr. KarlZucker Department of Surgery 112. VA. Medical Center. WestHaven CT.06516. USA. Meiraprófsbílstjóri Óskum eftir að ráða bílstjóra með meirapróf til útkeyrslustarfa á Stór-Reykjavíkursvæð- inu. Allar nánari upplýsingar gefur starfs- mannastjóri í síma 18700. Verksmiðjan Vífilfellhf. Auglýsingateiknari Óskum eftir að ráða auglýsingateiknara vanan grafískri hönnun. Umsóknir sendist augldeild Mbl. merktar „Auglýsingateiknari — 5503“ Bifvélavirki eða vanur maður bílaviðgerðum og réttingum óskast til starfa sem fyrst. Upplýsingar á staðnum. Bílaverkstæðið Virkinn hf, Skútahrauni 2. Skrifstofustjóri Innflutnings- og verzlunarfyrirtæki af milli- stærð á Stór-Reykjavíkursvæðinu óskar að ráða skrifstofustjóra. Leitað er að traustum og áhugasömum manni, sem hefur reynslu í stjórnun á tölvu- stýrðu bókhaldi. Upplýsingar um menntun og fyrri störf legg- ist inn á auglýsingadeild Morgunblaðsins fyrir miðvikudaginn 4. júní nk. merktar: „F — 5936“. Sölustjóri - hótel Eitt stærsta hótel landsins vill ráða sölu- stjóra strax. Vinnutími 8-5. Leitað er að framreiðslu- og matreiðslumanni eða aðila með hliðstæða menntun. Tungumálakunnátta nauðsynleg. Góð laun. Umsóknir sendist skrifstofu okkar sem fyrst. C\ IÐNt 1ÓNSSON RÁÐCJÖF &RÁÐNI NCARNÓNLISTA TÚNGOTU 5. 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SlMl 621322 Trésmiðir Viljum ráða trésmiði til starfa nú þegar. Upplýsingar á skrifstofunni kl. 8.00 til 16.00. ístak hf. Skúlatúni 4. Sími 622700.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.