Morgunblaðið - 01.06.1986, Síða 61

Morgunblaðið - 01.06.1986, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. JÚNÍ 1986 61 Kjartan Jónsson skrifar 7. grein Efst á bausfi íKenýu Ljósmyndir/Kjartan Jónsson Föstumánuður múhameðstrúarmanna stendur nú yfir. Hann er helgasti tími ársins hjá þeim og þá eiga þeir að íhuga trú sína meira en venjulega. Hér gjörir múhameðstrúarmaður bæn sína en það á hann að gera fimm sinnum á dag. 10 hafa drukknað vegna flóða í mars þegar rigningartíminn nálgast, færist líf í landsmenn og þeir fyllast eftirvæntingu. Bænd- ur fara að undirbúa akrana og kaupa útsæði. Það er alltaf spenn- andi að vita hvort rigningin komi eða hvort þurrkaár fari í hönd. Fyrsta rigningin vekur alltaf mikinn fögnuð. Eitt sinn sá ég unga pilta sem höfnuðu tilboði um að komast undir þak þegar skýfallið kom því þeir vildu njóta þess að fínna rigninguna og verða holdvotir. En of mikið má af öllu gera. Nú upp á síðkastið hefur rignt svo óskaplega í höfuðborginni, Na- irobi, að a.m.k. 10 manns hafa drukknað. í dalverpum í borginni mynduðust fljót í mestu rigning- unum, sem tóku með sér hús og bíla. Svo slæmt var veðrið eitt kvöldið nú í vikunni, að nokkrir kunningjar mínir sem brugðu sér í afmæli í öðru hverfí í borginni urðu að láta fyrirberast hjá af- mælisbaminu um nóttina vegna flóða, og fjölskylda, sem skrapp í kvikmyndahús, varð að gista á hóteli um nóttina. Regnið mældist 110 mm og enn er spáð svipuðu veðri í kvöld eða annað kvöld. 5 daga vinnuvika Vinsældir Daniels Arap Moi forseta jukust án efa mikið 1. maí síðastliðinn þegar hann lýsti því yfír í aðalræðu dagsins, að héðan í frá væri 5 daga vinnuvika lögboðin í landinu. Þetta sagði hann frammi fyrir tugþúsundum þegna sinna á hinum nýja og glæsilega Nyayo-íþróttaleikvangi í Nairobi. Að vonum vakti þetta mikla gleði á meðal launþega. Hann sagði að þetta ætti að auðvelda mörgum heimilisfeðrum sem stunda vinnu fjarri heimilum sínum að ferðast heim og dvelja í faðmi íjölskyldunnar um helgar. Hann benti einnig á að þetta gerði aðventistum jafnt undir höfði og öðrum kristnum þegnum þannig að nú væri þeirra helgidagur frí- dagur eins og sunnudagurinn. 5 daga vinnuviku var komið á fyrir nokkrum árum hjá opin- berum starfsmönnum, en nú hefur skrefíð verið stigið til fulls og allir landsmenn eiga nú að sitja við sama borð hvað þetta varðar, þótt óralangt sé í land að launajafnað- ur hafí náðst. Atvinnurekendur eru ekki eins ánægðir og launþegar og víst er að erfíðara verður að fá fastráðn- ingu hér eftir en hingað til og að í skjóli atvinnuleysis, sem er mjög mikið, verði farið illa með dag- launamenn. Reynslan á einnig eftir að leiða í ljós hvort þetta skref var nægilega vel undirbúið og því raunhæft. Þetta atriði úr samtíð okkar sýnir betur en margt annað hve Afríka er langt á eftir okkur Evrópubúum á mörgum sviðum. Afhjúpun neðan- jarðarhreyfingar Það skiptast á skin og skúrir í stjómmálum landsins eins og annars staðar. Undanfamar vikur hafa mikil blaðaskrif verið um afhjúpun leynilegs félagsskapar, sem kallaður er „Wakenya" eða „Kenýumenn“. Því er haldið fram að markmið hans hafí verið að steypa stjóm landsins. Mikla at- hygli hefur vakið að nokkrir há- skólakennarar og stúdentar hafa verið handteknir og yfírheyrðir vegna þessa máls og sumir jafnvel hlotið fangelsisdóma, allt að fjór- um árum. Akæmvaldið sakar Wakenya um að aðhyllast komm- únisma og hafa dreift andken- ýskum áróðri. Svo virðist sem hér sé á ferðinni enn eitt dæmið um þann þjóð- flokkaríg, sem víða kraumar undir yfírborðinu. Það er alkunna að margir af kikuyu-þjóðflokknum, stærsta þjóðflokki landsins, una því illa að forsetinn skuli vera af öðmm þjóðflokki. Yomo Keny- atta, fyrsti forseti landsins, var kikuyu-maður og var einn af leið- togum andspymuhreyfíngarinn- ar, sem barðist fyrir sjálfstæði landsins undan yfirráðum Breta. Skæmliðamir Mau Mau, sem frægir urðu, vom flestir af kikuy- þjóðflokknum. Mörgum kikuy- mönnum fínnst að það sé þeim að þakka að Kenýa sé frjálst land og því ekki nema sanngjamt að þeir fari með stjóm landsins og njóti nokkurra forréttinda. Stjómvöld óttast því að erlend öfl, t.d. kommúnistaríki, notfæri sér þetta ástand og styðji við bakið á andspymuhreyfíngum. Eins og kunnugt er, er eins flokks kerfí í landinu og allir stjóm- málaflokkar aðrir en flokkur for- setans em bannaðir, enda er hætt við að tilvera margra flokka myndi auka vemlega á þjóðflokk- aríginn og auka á sundmngu í landinu. Svo virðist sem að í háskólanum sé gljúpur jarðvegur fyrir kenn- ingar, sem em hættulegar að mati yfírvalda og það líður varla það skólaár að ekki séu einhver vandræði í þessari æðstu mennta- stofnun landsins. Ný kosningalög Þvf hefur nýlega verið lýst yfír að árið 1988 verði leynilegar kosningar afnumdar í þing- og sveitarstjómarkosningum. Hið nýja fyrirkomulag gerir ráð fyrir að kjóscndur myndi röð að baki þeim frambjóðanda, sem þeir hyggjast styðja í stað þess að krossa við nöfn þeirra á kosninga- seðli. Fái enginn frambjóðend- anna meirihluta, verður að endur- taka kosninguna. Þetta er gert til að minnka líkumar á kosning- asvindli, að sögn talsmanna yfir- valda, og útiloka frambjóðendur með lítið fylgi. Þetta á einnig að koma í veg fyrir að fólk, sem er ólæst og óskrifandi, kjósi annan en þann sem það vill styðja. Nefnd á vegum eina leyfílega stjómmálaflokks landsins, KANU (Kenya African National Unity), á að hafa reglur fyrir nýja kerfíð tilbúnar þegar þingkosningar verða haldnar árið 1988. Kaffiævintýri Það er skammt öfganna á milli hér í Kenýa. í lok 1984 og fyrri hluta 1985 var hungursneyð sums staðar í landinu vegna þess að regnið brást. íslenskir kristniboð- ar í Pókót-héraði dreifðu þá eins og fleiri matvælum á svæðum sem vom illa stödd. Síðan var mjög góður rigingartími í fyrrasumar sem gaf metuppskem af maís, sem er undirstöðufæða lands- manna, þannig að öll forðabúr landsins fylltust og risastórar stæður af maíssekkjum hafa orðið að standa úti. Til að forða þeim frá skemmdum hefur mikið verið flutt út á þessu ári. En það var ekki bara metupp- skera á maís. Kaffíbændur hafa aldrei áður fengið jafn góða upp- skem. Þetta gerðist á sama tíma og hluti af kaffíuppskem Brazilíu- manna, aðalkaffiframleiðsluþjóð- ar heimsins, eyðilagðist vegna frosta. Verð á olíu hefur einnig stórlækkað að undanfömu en hún er stærsti útgjaldaliður landsins. Fjármálamenn hér em himinlif- andi og sjá fram á stórgróða í auknum kaffíútflutningi, en kaffí er aðalútflutningsvara þjóðarinn- ar, og vona að hægt verði að grynnka nokkuð á erlendum skuldum. Góðir menn vona að væntanlegum gróða verði ekki eytt í munaðarvarning fyrir þá ríku heldur til að skapa ný at- vinnutækifæri og minnka á þann hátt nokkuð hið mikla atvinnu- leysi sem ríkir í landinu. Föstumánuður Laugardaginn 10. maí hófst Ramadhan, föstumánuður mú- hameðstrúarmanna, um ieið og glitti í nýmánann. Næsta tungl- mánuðinn mega fylgjendur Múha- meðs hvorki bragða vott né þurrt frá því það verður svo bjart á morgnana að hægt er að greina tvo spotta hvom frá öðmm og fram í myrkur. Þetta er ekki auðvelt í steikjandi hita. í þessum mánuði fara þeir oft í moskuna, einnig þeir sem annars láta ekki sjá sig þar allt árið. Samfara föstunni eiga menn að gera enn meiri góðverk en venjulega og þá er fátækum gefin stór ölmusa. Allt er þetta liður í því að vinna sér inn hjálpræði Allah. Þeir sem taka við ölmusunni sjá yfirleitt ekki ástæðu til að þakka fyrir það sem þeim er gefíð, því þeir em í rauninni bara að hjálpa gefendun- um til að öðlast hjálpræðið. Þegar föstunni lýkur brýst út gífurlegur fögnuður og ekkert er sparað í mat og drykk. Blys em brennd, flugeldum skotið á loft og kín- veijar sprengdir. Múhameðstrúarmenn em virð- ingarverðir fyrir að taka trú sína alvarlega á þennan hátt. Þetta er góð áminning fyrir okkur kristna menn. Kannski við ættum að gefa hinni kristnu föstu meiri gaum og taka frá meiri tíma til íhugunar og bænar? Höfundur er kristniboði í Kenýa og skrifar greinar um land og þjóð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.