Morgunblaðið - 10.06.1986, Page 21

Morgunblaðið - 10.06.1986, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. JÚNÍ1986 21 Skipun inðarráðherra á manni í stjórn íslenska álfélagsins eftir Hrólf Halldórsson Hinn 23. maí Qallaði Morgun- blaðið um skipun iðnaðarráðherra í stjóm íslenska álfélagsins. Þar var haft eftir varaformanni Framsókn- arflokksins að iðnaðarráðherra hefði brotið þær samskiptareglur sem almennt gildi milli stjómar- flokkanna um skipun í mikilvægar stjómir, þar sem ráðherra hefði ekki skipað Þorstein Ólafsson, er setið hefði í stjóm álfélagsins samkvæmt tilnefningu Framsókn- arflokksins. Nú hefði hins vegar iðnaðarráðherra skipað í stjóm álfé- lagsins Jón Aðalstein Jónasson, fyrrverandi formann Framsóknar- félags Reykjavíkur og formann fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reylgavík, en sú ráðstöfun var til- efni þeirra ummæla er varaformað- urinn viðhafði og eftir honum voru höfð hér að framan. Lokaorð vara- formannsins voru: „Það hefur verið regla í álfélaginu frá upphafi að fulltrúunum hafi verið skipt á milli stjómarflokkanna." Tveim dögum seinna birtist í Morgunblaðinu samtal við Þorstein Ólafsson vegna þessa sama máls, og má skilja á orðum Þorsteins, að Framsóknarflokkurinn ætti að láta koma til stjómarslita vegna þessa máls, með því að kreijast þess að iðnaðarráðherra víki úr ríkisstjóm vegna þess að hann skipaði Jón Aðalstein Jónasson í stjóm álfélags- ins. Ástæða þess að undirritaður sér sig tilknúinn og ræðir þessi mál opinberlega er forsaga þess, en allt hefur enn ekki komið í ljós. Þegar ríkisstjóm Geirs Hallgrímssonar var mynduð 1974, varð eins og flestum er kunnugt dr. Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra. Er hann skipaði menn í stjóm íslenska álfélagsins, vom það þeir Stefán Jónsson hrl. og Héðinn Finnbogason hrl., en sá siðamefndi var tilnefndur af Fram- sóknarflokknum. Héðinn Finnboga- son sat í stjóm Islenska álfélagsins þar til árið 1979, en 1. september 1978 hafði ríkisstjóm Ólafs Jóhann- essonar tekið við og varð Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra. Skömmu eftir að Hjörleifur tók við ráðherraembætti gerði hann Þorstein Ólafsson að aðstoðarráð- herra í iðnaðaráðuneytinu. Þegar að því kom að Hjörjeifur átti að skipa menn í sljóm íslenska álfé- lagsins - var Héðinn Finnbogason fulltrúi Framsóknarflokksins. Ein- hverra hluta vegna sá þá Hjörleifur ekki ástæðu til að skipa í stjóm álversins þann mann er fyrr hafði í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI verið tilnefndur af Framsóknar- flokknum, heldur skipaði hann þá Inga R. Helgason hrl. og Þorstein Ólafsson í stjómina. A þessum tíma gegndi Þorsteinn Ólafsson trúnaðarstörfum fyrir iðnaðarráðherra, og gat hann þá að sjálfsögðu ekki veríð starfandi í Framsóknarflokknum, en minn skilningur er sá að aðstoðarráð- herrar geti ekki verið á mála hjá öðmm stjómmálaflokkum fyrr en þeir hætta sem aðstoðarráðherrar, og þykist ég þess fullviss að allir þeir sem nú gegna slíkum embætt- um séu trúir þeim stjómmálaflokk- um er veitt hafa ráðherrunum umboð til ríkisstjómarsetu. Eins og Þorsteini líkar það ekki að þurfa að víkja fyrir Jóni Aðal- steini þá líkaði Héðni það ekki heldur á sfnum tíma að þoka fyrir Þorsteini. Mál Héðins hlaut þá umflöllun hjá framsóknarmönnum, en niðurstaðan þá varð sú, að Hjör- leifur hefði heimild til að skipa hvem þann í stjómina, sem hann kysi að tæki þar sæti, það væri ekkert við því að gera að Héðinn þurfti að fara úr stjóminni. Þá var ekki verið með neinar opinberar yfirlýsingar um brot á samskiptareglum ríkisstjómar- flokka, hvað þá að hótað væri stjómarslitum. Höfundur er fyrrverandi formad- ur Framsóknarfélaga Reykjavíkur og fulltrúaráðs framsóknarfélag- anna i Keykjavík. „Skömmu eftir að Hjörleif- ur tók við ráðherraemb- ætti gerði hann Þorstein Ólaf sson að aðstoðarráð- herra í iðnaðarráðuneyt- inu___Einhverra hluta vegna sá þá Hjörleifur ekki ástæðu tU að skipa í stjórn álversins þann mann er fyrr hafði verið til- nefndur af Framsóknar- flokknum, heldur skipaði hann þá Inga R. Helgason hrl. og Þorstein Ólafsson í stjórnina." Hþú MEimnvuöe GODAÁSDEDU TIL AÐ KAUPA SMRISKfRTEINI RlKISSJÓÐS ■ Nú getur þú selt spariskírteinin þín hvenær sem er þótt binditími þeirra sé ekki útrunninn. Þetta gildir um nær alla flokka spariskírteina - óháð aldri þeirra og verði. Verðbréfaþing íslands. Verðbréfaþing íslands sem stofnað var á síð- asta ári hefur komið sér upp kaup- og sölu- markaði á spariskirteinum og fer verð þeirra eftir því gengi sem aðilar þingsins auglýsa. Aðilar Verðbréfaþingsins sem þú getur snúið þér til eru: Landsbankinn, iðnaðarbankinn, Fjárfestingarfélagið og Kaupþing. í raun merkir þetta að þótt þú fjárfcstir í spariskírteinum ríkissjóðs eru peningam- ir þínir lausir hvenær sem þú vilt með iitl- um fyrirvara. Spariskírteini ríkissjóðs eru örugg- asta fjárfesting sem völ er á. Þú hefur eflaust veitt því athygli að nokkur fyrirtæki bjóða skuldabréf með hærri vöxtum en ríkissjóður. Spariskírteinin eru engu að síður besti kosturinn. Þau eru eignar- skattsfrjáls og njóta fullkomins öryggis, því að baki þeim stendur ríkissjóður og þar með öll þjóðin. Þetta öryggi er ekki til staðar hjá öðrum og því skaltu íhuga vandiega þá áhættu sem fylgir því að kaupa skuldabréf fyrirtækja þótt vextir sýnist álitlegir. Nú þegar frystingin er úr sögunni fyrir fullt og allt er ekkert sem ætti að hræða þig frá því lengur að kaupa spariskírteini ríkissjóðs. Þú átt ekki kost á betri fjárfestingu. RIKISSJOÐUR ISLANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.