Morgunblaðið - 10.06.1986, Page 41

Morgunblaðið - 10.06.1986, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1986 41 Jón áttí síðasta orðið í Helsinki Skák Margeir Pétursson Þótt það hafi verið Ijóst fyrir helgina að Jóni L. Árnasyni nægði jafntefli í tveimur síð- ustu skákum sínum á alþjóðlega mótinu í Helsinki, var samt engin lognmolla yfir þeim. Jón fór illa að ráði sínu í næstsíð- ustu umferð gegn sovézka stór- meistaranum Timoshenko, ein- um aðstoðarmanna Kasparovs. Hann lenti í gildru sem Rússinn hafði rænt úr vopnabúri heims- meistarans og tapaði. Þetta voru að sjálfsögðu mikil von- brigði fyrir Jón, en hann átti samt enn möguleika með því að sigra unga danska stór- meistarann Curt Hansen i síð- ustu umferð. Það tókst Jóni eftir æsispennandi skák sem lengst af var í járnum. Eftir bið lenti Daninn í úlfakreppu, en þó var engan snöggan blett að finna á stöðu hans, þar til hann lék óvarlegum hróksleik. Það gaf Jóni kost á glæsilegri fléttu, sem færði honum efsta sætið á mótinu og annan áfanga hans að stórmeistaratitli. Jón deildi sigrinum á mótinu með Timoshenko, en Curt Hansen varð að bíta í það súra epli að missa forystuna í lokin og verða í þriðja sæti. Úrslit á mótinu urðu þessi: 1.-2. Jón L. Ámason og Timos- henko (Sovétríkjunum) 8 v. af 11 mögulegum. 3. Hansen (Danmörku) 7 V2 v. 4. Tisdall (Noregi) 7 v. 5. -6. Dorfman (Sovétríkjunum) og Karlsson (Svíþjóð) 6 '/2 v. 7. Yijola (Finnlandi) 6 v. 8. Wiedenkeller (Svíþjóð) 5 V2 v. 9. Válkesálmi (Finnlandi) 3 V2 v. 10. -12. Rantanen, Westerinen og Binham (allir Finnlandi) 2 V2 v. Tisdall, sem er fæddur í Banda- ríkjunum, en hefur nú fest ráð sitt í Noregi, þurfti einnig að vinna í síðustu umferð til að ná áfanga, en hann náði ekki að sýna sömu hörkuna og Jón og tapaði fyrir Wiedenkeller. Jón L. var að sjálfsögðu mjög vel að þessum árangri sínum kominn, eftir slaka byrjun komst hann í mikinn ham sem entist honum út mótið. Hann gerði aðeins tvö jafntefli, fæst allra þátttakenda. Heimamenn hljóta að hafa orðið fyrir vonbrigðum með sína menn, aðeins Yijola slapp við botnbaráttuna. Þrátt fyrir að full- trúar Finna hafi verið tveir stór- meistarar (Rantanen og Westerin- en) og þrír alþjóðlegir meistarar, minnir árangur þeirra mest á Reykjavíkurskákmót fyrir 10-20 árum, þegar íslendingamir sátu flestallir á botninum. Anatoly Karpov kemur vafa- laust tii með að skoða skákimar frá Helsinki gaumgæfílega, því þeir Dorfman og Timoshenko eru báðir í aðstoðarmannahópi Kasp- arovs. Að sögn Jóns kom Timos- henko með merkilegar byijana- nýjungar í þremur skákum, en kannski hefur það bara verið til að villa um fyrir njósnurum Karpovs. Dorfman var sparari á nýjungamar, e.t.v. hefur þetta gert gæfumuninn á milli Rúss- anna tveggja. Jón L. Amason hefur nú náð stórmeistaraárangri í mótum sem vom samtals 22 skákir, en mótin þurfa samtals að vera 24 skákir eða meira. Jón þarf því einn áfanga til viðbótar og mun reyna að ná honum seinna i þessum mánuði í Plovdiv í Búlgaríu. Hinn 24. júní hefst þar alþjóðlegt mót þar sem m.a. gömlu kempumar Tal og Gligoric verða á meðal þátttakenda. En lítum nú á úrslitaskákina í Helsinki. Hansen dugði jafntefli í efsta sætið, en Jón varð að vinna hvað sem það kostaði. Það var því hart barist:_ Hvitt: Jón L. Árnason Svart: Hansen (Danmörku) Sikileyjarvörn, drekaafbrigðið. 1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 - g6,6. g3 Byijunin kemur nokkuð á óvart, það er engu líkara en Hansen þurfí að vinna, því hann beitir drekaafbrigðinu sem leiðir oft til mikilla sviptinga. Jón svarar hins vegar með rólegri leið. Hann hefur ekki viljað eyða öllu púðrinu strax í byijun og Hansen hefur að sama skapi ekki viljað tefla of hægfara, þó jafnteflið dygði. 6. - Rc6, 7. Rde2 - Bg4, 8. Bg2 — Dd7!? Hér er venjulega leikið 8. — Bg7 eða 8. — Dc8, 9. h3 — Bd7. 9. h3 - Be6, 10. Rd5 - Bg7, 11. Ref4 - Bxd5, 12. exd5 - Re5,13.0-0 0-0 Byijun svarts hefur ekki heppn- ast vel, hann hefur ekki náð mót- spili, en látið hvíti eftir biskupap- arið og rýmri stöðu. 14. Be3 - b5, 15. Bd4 - Hab8, 16. Hel - Dc7,17. B3 - Rfd7?!, 18. Re2! Hótar 19. f4 og svarti riddarinn á e5 fellur. 18. - Rf6,19. g4?! Það var engin þörf á aðgerðum á kóngsvæng. Eftir 19. Bb2 og síðan Rd4 og Rc6 hefur hvítur varanlega stöðuyfírburði. 19. - e6, 20. Rf4 - Rexg4?! Hér kom 20. — g5 vel til greina þó hvítur fái bætur fyrir peðið eftir 21. Re2 - Rxd5, 22. Bxd5 — exd5, 23. Rg3. 21. hxg4 — e5, 22. g5 — Re8, 23. Rxg6! — fxg6,24. Be3 Eftir nokkrar sviptingar hafa línumar skýrst að nýju. Hvítur hefur enn biskupaparið og miklu rýmri stöðu. 24. - Bh8, 25. Hcl - Rg7, 26. c4 - bxc4, 27. Hxc 4- Dd8, 28. Dg4 - Rf5, 29. Hecl - Hf7, 30. Hc6 - Bg7, 31. Be4? Nú var tímahrakið farið að hafa mikil áhrif og eftir að hafa ávaxtað sitt pund vel lætur Jón hjá líðast að leika 31. bd2 og halda biskupaparinu. Hansen bíð- ur ekki boðanna en léttir á stöð- unni. 31. - Rxe3, 32. fxe3 - Bf8, 33. Hlc2 - Hbl, 34. Hf2 - Hxf2, 35. Kxf2 - Kg7, 36. Ke2 - Hb7, 37. Hc8 - Dd7, 38. De6 - Df7, 39. Hcl - De7, 40. Hfl - Hc7 Tímamörkunum er náð, en eins og oft í síðustu umferð var ekkert hlé gert. Hvítur hefur enga vem- lega veikleika og mislitir biskupar em á borðinu, var Jón orðinn fremur svartsýnn á að sigur næðist. 41. Hf6 - a5, 42. Kd2 - Dd7, 43. Hf2 - Dd8, 44. Hf6 - Dd7, 45. Kdl - De7, 46. Ke2 - Dd7, 47. Kf2 - De7,48. Kg2 Mönnunum er leikið fram og til baka án þess að hvítur nái nokkmm árangri. Skyndilega sættir Daninn sig ekki lengur við að bíða átekta en reynir að ná mótspili. Honum yfírsést hins vegar að hrókur hans má alls ekki fara af sjöundu línunni: 48. - Hc3? 49. Hxg6+!! — hxg6, 50. Dxg6+ — Kh8, 51. Bf5! og eftir nokkra umhugsun gafst Hansen upp. Ef hrókur hans hefði verið á sjöundu línunni hefði hann átt vömina 51,- Df7 eða 51. - Dh7. Nú á hann hins vegar enga vöm við lúmskri hótun: 52. DhöH---Kg8, 53. Be6+ - Kg7, 54. Dh6+ - Mát. Fallegt og óvænt fléttustef, sem svo sannarlega leyndist í stöðunni á réttum tíma. Orlof húsmæðra á Hvanneyri í SUMAR mun orlofsnefnd reyk- vískra húsmæðra starfrækja or- lofsheimili á Hvanneyri i Borgar- firði. Dvalið verður eina viku í senn í fimm hópum frá 28. júní til 2. ágúst. Farið verður í ferðalag alla þriðjudaga um Akranes og ná- grenni, m.a. skoðuð þar ný sauma- stofa og Byggðasafnið. Frá og með 12. júní verður tekið á móti umsókn- um á skrifstofunni, Traðarkots- sundi 6.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.