Morgunblaðið - 10.06.1986, Page 44

Morgunblaðið - 10.06.1986, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. JÚNÍ1986 Nýbýlavegi 12 200 Kópavogur Sími 44011. Pósthólf 167. EINKAUMBOÐ FYRIR DEXION Á ÍSLANDI Fyrir vörugeymslur, verslanir iðnfyrirtæki og heimili HILLUR, SKÁPAR, SKÚFFUR, REKKAR BAKKAR, BORÐ LANDSSMIÐJAN HF. SÍMI (91) 20680 VERSLUN ÁRMÚLA 23 SÍMI 91-688880 Frumvarp um frídag sjómanna var flutt á þingi í vetur eftírEið Guðnason Morgunblaðið greindi frá þvi í frétt á sjómannadaginn, að Ami Johnsen alþingismaður hygðist í haust ásamt fleirum flytja tillögu umað lögbinda sjómannadaginn sem frídag fyrir sjómenn. Nú er rétt að lesendum Morgun- blaðsins sé ljóst, að þetta vor hefur verið til umræðu á Alþingi bæði í vor og í fyrravor. f vor fluttu undirritaður og Karl Guðnason, þingmenn Alþýðuflokksins í efri deild frumvarp til laga um fridag sjómanna (367. ynál efri deildar, þingskjal 664). Ámi Johnsen, al- þingismaður tók þátt í umræðum um þetta fmmvarp. Þingmaðurinn lýsti stuðningi við það við fyrstu umræðu í efri deild, 7. apríl 1986 (sbr. Alþingistíðindi 1985—86, 21. hefti bls. 3478). í ljósi þessa em torskilin þau ummæli hans, að á undanfömum ámm hafí ýmsir haft slíka lög- bindinu á orði án þess að nokkuð gerðist. Síðan segir Morgunblaðið: „En nú kvaðst hann telja lag og hann kvaðst álíta, að þingmenn úr öllum flokkum mjmdu taka þessu máli vel.“ Staðreyndin er, að þegar málið var rætt 7. aprfl tóku þingmenn úr Sjálfstæðisflokki og Alþýðubanda- lagi þessu frumvarpi okkar Al- þýðuflokksmanna vel (V aldimar Indriðason, Skúli Alexandersson og Ámi Johnson). Fulltrúar Framsókn- arflokks, kvennalista og BJ tóku ekki til máls. Ekki er úr vegi, að greina lesend- um Morgunblaðsins í fáeinum setn- ingum frá aðdraganda máisins. Á sjómannadaginn 1984 vék Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra að því í ræðu, að stefna bæri að því að lögskipa sjómanna- daginn, sem frídag sjómanna. í aprfl árið eftir beindi ég þeirri fyrir- spum til sjávarútvegsráðherra á Eiður Guðnason Alþingi hvort hann hygðist beita sér fyrir því, að sjómannadagurinn yrði lögskipaður frídagur. Svar ráð- herrans var jákvætt. Hann taldi þó að reyna bæri að leysa nokkur ágreiningsatriði áður en gripið yrði til þess að lögskipa daginn. Það sem skammt væri eftir þingtímans tali ráðherra sjálfsagt að taka málið upp á næsta þingi. Þegar ekkert bólaði á málinu á síðasta þingi og út var að renna sá frestur, sem þingmenn hafa til að leggja fram frumvarp, þá flutt- um við Karl Steinar málið á Alþingi. Fmmvarpi okkar um frídag sjó- manna var vísað til allsheijamefnd- ar efri deildar. Á fund nefndarinnar komu Jónas Haraldsson frá LÍÚ, sem fyrir höOnd þeirra samtaka mælti gegn efni frumvarpsins og Hólmgei Jónsson frá Sjómannasam- bandi Islands, er lagði fram áskomn sjómannasamtakanna um að málið næði fram að ganga. Málið dagaði hins vegar upp í nefndinni, þar sem ljóst var, að ekki var vilji hjá stjómarflokkunum til að samþykkja það, þrátt fyrir jákvæðar undirtektir í efri deild. í umræðunum um málið kom fram, að taka þyrfti tillit til þess að hvítasunnu bæri upp á fyrstu helgi í júní og jafnvel þyrfti að taka tillit til kosningadags. Þessar ábendingar tökum við flutnings- menn að sjálfsögðu til greina er við endurflyljum málið í haust að óbreyttu. Ama Johnsen er velkomið að gerast meðflutningsmaður á fram- varpi okkar Karls Steinar, þegar við endurflytjum það í haust. Ef hinsvegar þingmanninum þykja það vinnubrögð við hæfí að taka frum- varp okkar Karls Steinar og gera það að sínu í hust, þá er það auðvit- að hans mál. Eiður Guðnason er alþingismaður fyrir Alþýðuflokkinn. Féð á beit. Perstorp gólfld Slitsterk og varanleg lausn Perstorp gólfið er mjög slitsterkt. Það er harðara en^bæði eikar- og fumparkett. Þess vegna sjást engar rispur eftir húsgögpíjgða skóhaela. Perstorp gólfi$"j5oIir glóð og sterk efni. Perstorp gólfinu er auðvelt að halda hreinu og ■ ‘ það er alveg viðhaldslaust. iKPerstorp gólf^5 n*St Jeggja öfan á gamla gólfið, * sSHJWur ð°tt undirlag. Perstörp goltoorðin em aðeins 7 mm þykk, sem leysir áður eíi þau verða til. gólfið er auðvelt og fljótlegt að leggja. GOLFIÐ Bðrnin í sveitinni hafa oft mikla ánægju af að umgangast lömbin. Hé eru bræðumir Haukur og Kristin Eiríkssynir á Grafarbakka í Hrunamanna- hreppi í einum fjárhúsagarðanum. Nýfætt lamb Sauðburði að ljúka á köldu vori Syðra-Langholti. ÞAÐ er ekki hægt að segja annað en vorið sé seint á ferðinni hér í uppsveitum Árnessýslu þó að almanakið sýni annað. Komið að fardögum og rétt komin sauðgróður i tún. Maímánuður var kaldur og þurr þar til síðustu dagana. Sauðburði er svo til lokið en hann gekk misjafnlega á bæjum, sumstaðar kom nokkuð af dauðum lömbum og hjá Halldóri Jónatanssyni bónda í Auðsholti létu um 50 gemlingar lömbunum. Fijósemi er misjöfn en hún vegur miklu um hve fjárbúskapurinn er arðsamur. Allur kostnaður við þennan bless- aðan sauðfjárbúskap er orðin það mikill að hætt er við að lítið verði eftir þegar þaf að gefa iambám inni svo lengi sem nú hefur orðið að gbera hér um slóðir. Ær bera allstaðar á húsi og það er mikil vinna sem leggst á sauðflárbændur um sauðburðinn að hafa vakandi auga með öllum sepnum og láta affölinn verða sem minnst. Sumstaðar er orðið lítið um hey en bændur hafa miðlað á milli sín en það er nú gömul og ný saga að bændur séu misjafnlega birgir af heyjum. Kýr verða ekki settar út fyrr en gróður hefur lagast töluvert en áborin tún em nú sem óðast að taka við sér. Sig. Sigm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.