Morgunblaðið - 10.06.1986, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÖAGUR 1Ö. JÚNÍ 1986
61
Tillögur að nýrri búmarksreglugerð:
Mest skerðing
á stóru búunum
Hlunnindi komi til frádráttar
Hvanneyri, frá Helga Bjamasyni blaða-
manni Morgunblaðsins.
DRÖG að reglugerð um búmark
og fullvirðisrétt til framleiðslu
mjólkur og sauðfjárafurða voru
lögð fyrir aðalfund Stéttarsam-
bandsins í gær. í drögunum eru
settir upp nokkrir valkostir sem
til umræðu hafa verið á meðal
bænda að undanförnu, en ekki
er tekin afstaða til einstakra
leiða. Það verður hlutverk Stétt-
arsambandsfundarins og síðan
landbúnaðarráðherra, sem gefur
reglugerðina út í endanlegri
mynd, að fengnum tillögum
Stéttarsambands og Framleiðslu-
ráðs.
Reglugerðardrögin eru gerð
sameiginlega af starfsmönnum
landbúnaðarráðuneytis og Stéttar-
sambands bænda. Með reglugerð-
inni á meðal annars að skipta ár-
legri mjólkur- og sauðfjárfram-
leiðslu samkvæmt búvörusamning-
um bænda og ríkisins á milli svæða
og einstakra bænda, í fyrsta skipti
fyrir upphaf næsta verðlagsárs, það
er 1. september. í vetur var gefin
út reglugerð um stjómun mjólkur-
framleiðslunnar fyrir yfirstandandi
verðlagsár. Nýja reglugerðin á að
leysa hana af hólmi og taka auk
þess til sauðfjárframleiðslunnar.
Hún verður ótímabundin, en höf-
undar hennar reikna með að nauð-
sjm verði á útgáfu alveg nýrra
reglna innan ekki allt of margra
ára, þegar búið verður að aðlaga
framleiðsluna að markaðnum.
Við samningu reglugerðarinnar
er stuðst við reynsluna af mjólkur-
reglugerðinni og álit svaeðabú-
marksnefndar Stéttarsambands
bænda sem byggir niðurstöðu sína
meðal annars á mikilli umræðu
meðal bænda um þessi mál á undan-
fomum mánuðum. Gert er ráð fyrir
að reglugerðin verði gefín út á
næstu vikum.
Við skiptingu framleiðslunnar
eftir svæðum er gert ráð fyrir
tveimur meginleiðum. Leið 1 gerir
ráð fyrir eins skiptingu mjólkur-
framleiðslunnar og er í núgildandi
reglugerð. I leið 2 em aftur gefnir
tveir möguleikar við skiptingu hjá
báðum búgreinunum þar sem bú-
mark ’80, búmark ’86 og fram-
leiðsla ’82-’85 er látin vega misjafn-
lega mikið.
Við skiptingu framleiðslunnar á
milli einstakra bænda er gert ráð
fyrir fjórum möguleikum. Annars
vegar er um að ræða sömu úthlut-
unaraðferðir og í núgildandi reglu-
gerð, í framhaldi af leið 1 hér að
ofan. Hins vegar er gert ráð fyrir
þremur möguleikum í framhaldi af
leið 2. í einni leiðinni er miðað við
eitt framleiðsluár, en í annarri við
þrjú viðmiðunarár. Þriðja leiðin er
alveg ný. Þar er gert ráð fyrir að
reiknað verði út fullvirðismark
svæðisins og allir fái sömu skerð-
ingu í upphafi, en menn geti síðan
fengið aukningu í samræmi við
framleiðsluáætlanir.
Framleiðsla stærstu búanna, það
er jrfír 600 ærgildi að stærð, verður
skert sérstaklega. Hvert hundrað
umfram 600 ærgildi er skert um
2%. Búmark á bilinu 600-700
ærgildi skal skert um 10%, 701-800
ærgildi um 12% og síðan 2 pró-
sentustig til viðbótar fyrir hvert
byijað hundrað umfram það. Annað
atriði sem búast má við að valdi
einnig deilum er sérstök skerðing
búmarks vegna tekna bænda af
annari búvöruframleiðslu eða
hlunnindum.
Jón Helgason landbúnaðarráðherra:
Sem allra minnst
röskun verði
á högum bænda
Hvanneyri, frá Helga Bjarnasyni, blaða-
manni Morgnnblaðsins.
„SJALDAN hafa orðið jafn
almennar umræður meðal bænda
um kjaramálin og á liðnum vetri.
Meginástæðan er sú breyting á
skipan mála sem varð með lögun-
um um framleiðslu, verðlagn-
ingu og sölu búvara, þar sem
bændum var tryggt verð fyrir
ákveðið magn mjólkur- og sauð-
fjárafurða og þannig að hver
bóndi viti það fyrirfram eins
nákvæmlega og kostur er, hve
mikið muni falla í hans hlut,“
sagði Jón Helgason landbúnaðar-
ráðherra í ávarpi sínu við upphaf
Stéttarsambandsfundarins.
Jón sagði einnig: „Þeir munu
vera orðnir fáir, er draga í efa
hversu mikilvæg og brýn þessi
breyting var, en hinu fremur haldið
fram að hún hefði þurft að koma
fyrr og þá meðal annars vegna
þess hvem tíma það tekur að koma
svo umfangsmikilli breytingu að
fullu til framkvæmda." Jón sagði
síðan frá framvindu framleiðslu-
stjómunar í mjólkur- og sauðfjár-
framleiðslu frá síðasta aðalfundi
Stéttarsambandsins og eftirmálum
mjólkurreglugerðarinnar
Ráðherra rakti helstu efnisatriði
draga að reglugerð um stjómun
framleiðslunnar sem á að taka gildi
í haust, sem samin er af fulltrúum
Stéttarsambandsins og landbúnað-
arráðuneytisins. „Hér er um að
ræða vandasamt og viðkvæmt mál,“
sagði hann, og lagði á það áherslu
að við setningu reglugerðarinnar
yrði að tryggja í framtíðinni afkomu
þeirra sem landbúnað stunda. Hann
sagði einnig að reglugerðin yrði að
vera þannig úr garði gerð að sem
allra minnst röskun yrði á högum
bænda. Þeim ákvæðum búvörulag-
anna, sem um þetta fjölluðu væri
ætlað að stuðla að auknu öryggi
bænda, en ekki óvissu.
Jón gerði loðdýraræktina sér-
staklega að umræðuefni vegna
vanda loðdýrabænda vegna verð-
falls á skinnum. Sagði hann að átak
yrði gert til að létta undir með þeim.
Ákveðið hefði verið að endurgreiða
aðflutnings- og sölugjald af loð-
dýrahúsum byggðum árið 1984 og
fyrr, til samræmis við það sem búið
er að gera vegna framkvæmda frá
og með síðasta ári. Einnig lægi
fyrir tillaga hjá stjóm Stofnlána-
deildar um frestun á ársgreiðslu af
stofnlánum á þessu ári en það næmi
um 23 milljónum kr. Þá væri verið
að athuga með endurgreiðslu á
gengismun afurðalána 1985.
Landbúnaðarráðherra sagði
einnig: „Hin þungbæra reynsla af
þeirri samkeppnisgjaldþrotastefnu,
sem alið hefur verið á síðustu árin
ineð fögrum orðum og gylliboðum,
hlýtur að sannfæra okkur um, að
hún er allt of dýrkeypt bæði fyrir
einstaklingana, sem verða fyrir
barðinu á henni og þjóðfélagið í
heild, ekki aðeins efnahagslega
heldur einnig á fleiri sviðum. Við
verðum að sameinast öll um það
að koma í veg fyrir að íslenskur
landbúnaður verði þar hart úti.“
Peysur í mörgum litum, stærðir 2—14. Verð frá kr. 290,-
Buxur, verð frá kr. 250—895,-
Strigaskór nr. 25—36. Verð frá kr. 299,-
Stígvél nr. 30—33. Verð frá kr. 290,-
Mittisblússur á unglinga. Verð frá kr. 290,-
Sokkar. Verð frá kr. 25,-
Vorumaðtakaupp
nýjar sendingar
Stórar klukkupijónspeysur, tískulitir kr. 795-990,-
Herrabuxur, stórar stærðir, kr. 490-995,-
Gallabuxur í nr. 35—46 kr. 995,-
Mikið úrval af kvenskóm
Lakkskór m/háum og lágum hæl kr. 395,-
Strigaskór, margir litir, stærðir nr. 35—45, kr. 890,-
Kvenjakkar, margir litir, kr. 795,-
Jakkaföt á unga fólkið. Verð kr. 3.840,-
Þunnirkvenfrakkard.bláir. Verðkr. 1.150,-
Fyrirþærsem eru duglegarað sauma, fataefni —gluggatjalda-
efni. Tískulitir. Gott verð.
ENNFREMUR
Barnagallar, kr. 284 drengjaskyrtur frá kr. 145,-jogging-
og ullarpeysur kr. 250,- vatteraðir mittisjakkar kr. 2.400,-
herranærbolir, stærðir S—M, kr. 195, sumaijakkar í tísku-
litunum, stærðir S—M—L, kr. 990, dragtir kr. 950, kulda-
úlpur kr. 1.990,- barnahnébuxur kr. 298,- herraskyrtur,
mikið úrval, kr. 490,- herrasokkar frá kr. 85,- bikini kr.
240,- handklæði frá kr. 145—395,- sængurverasett frá kr.
840,- hespulopi 100 g kr. 20,- hljómplötur, verð frá kr.
49—299, áteknar kassettur kr. 199,- þvottalögur sótt-
hreinsandi á kr. 10,- þvottabalar frá kr. 319—348,-.
Opnunartími Mánud.—fimmtud.
Föstud.
Laugard.
Greiðslukortaþjónusta
10—18
10-19
10—14