Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 64
ÞRIÐJUDAGUR10. JÚNÍ 1986
VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR.
Göngvferð í vorveðrinu
VORVERK lögreglunnar I Reykjavik eru sjálfsagt með ýmsu móti, en eitt hið ánægjulegasta Mýtur
að vera að greiða fyrir borgarbúum á gönguför í vorveðrinu. Þessi myndarlega kolla ákvað að
sýna ungum sínum bæjarlífið, en þar sem slíkar ferðir geta reynst óvönum hættulegar aðstoðaði
lögregluþjónn fjölskylduna í umferðinni. Förin gekk þvi að óskum og nú syndir fjölskyldan hin
ánægðasta um á Tjöminni og bíður ungra Reykvíkinga, sem vonandi færa henni brauðmola á
komandi góðviðrisdögum.
Dæmt í fógetamálinu í Eyjum:
Misnotuðu
aðstöðu sína
FYRRUM bæjarfógeti i Vestmannaeyjum og aðalbókari við sama
embætti voru á laugardag dæmdir í 5 mánaða fangelsi i Sakadómi
Vestmannaeyja. Refsing er þó skilorðsbundin hvað varðar þijá mán-
uði. Auk þess var þeim gert að greiða allan sakarkostnað. Dómurinn
byggist á þvi, að viðkomandi menn hafi misnotað embættis- og starfs-
aðstöðu sína, ýmist sjálfum sér eða öðrum til ávinnings og fyrir-
greiðslu.
I fyrsta kafla ákæru ríkissak-
sóknara var ákærðu gefið að sök
að hafa lánað sjálfum sér og öðrum
úr sjóðum embættisins og rangfært
bókhald þess í því sambandi. Var
hlutur fógetans talinn 171.120
krónur en bókarans 432.190. Dóm-
urinn taldi ákærðu sanna að sök. í
öðrum kafla ákæru var ákærðu
báðum gefið að sök að hafa geymt
í sjóði embættisins um óhæfilega
langan tíma innistæðulausar ávís-
anir, sem notaðar höfðu verið til
greiðslu á opinberum gjöldum. Þá
var þeim gefið að sök að hafa haft
ólögmæt afskipti af bankainnleggi
með ávísunum, sem ríkisendurskoð-
andi hafði útbúið við sjóðtalningu
18. maí 1983. Dómurinn sakfelldi
bæjarfógetann fyrir geymslu ávís-
ananna en sýknaði bókarann, þar
sem sá fyrmefndi bæri einn ábyrgð
á því, sem forstöðumaður embættis-
ins. Hins vegar sakfelldi dómurinn
bókarann fyrir ýmis afskipti af ávís-
ununum og ragfærslur í bókhaldi í
því sambandi. Sök ákærðu vegna
bankainnleggsins þótti gegn neitun
þeirra ekki nægilega sönnuð og
voru þeir sýknaðir af þeim þætti
ákærunnar. Loks var ákærðu gefið
að sök að hafa heimilað afhendingar
á vörusendingum án lögboðinnar
tollmeðferðar og greiðslu aðflutn-
ingsgjalda til ríkissjóðs á árunum
1982 og 1983. Dómurinn taldi sök
þeirra sannaða að hluta til.
Samþykkt Landssambands sauðfjárbænda:
Tilbúnir að lækka
verð á kindakjöti
Hvanneyri, frá Helga Bjamasyni biaðamanni Monrunblaðsins.
Hvanneyri, frá Helga Bjamaayni biaðamanni Morgunblaðsins.
JOHANNES Kristjánsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda,
tók til máls í almennum umræðum í gær og skýrði frá tillögu Lands-
samtakanna um lækkun kindakjötsverðs. Hér hafa áður komið fram
tillögur frá bændasamtökunum um lækkun kindakjötsverðs, meðal
annars í ræðu formanns Stéttarsambandsins í gærmorgun, en þær
hafa yfirleitt verið á þá leið að ríkið legði fram aukna peninga til
niðurgreiðslna. Tillaga sauðfjárbænda fjallar ekki um það, heldur
um að könnuð verði lækkun bænda og vinnslu- og dreifingaraðila
á kjötverðinu.
arins og að endurgreiddur verði
uppsafnaður söluskattur og lækk-
aðir tollar og vörugjald af tækjum
og rekstrarvörum. Algert skilyrði
er að ekki verði um neina fram-
leiðsiuskerðingu að ræða, þannig
að umsamið framleiðslumagn verði
óbreytt frá því sem samið hefur
ályktun sauðfjárbændanna
segir að þær tillögur sem nú liggi
fyrir um framleiðslustjómun næstu
árin ættu að leiða til hækkunar
heildsöluverðs, að óbreyttu. í tillög-
unum sé hinsvegar ekkert gert til
að ráðast að rótum vandans, það
er stöðugum samdrætti í sölu vegna
óhagstæðs verðhlutfalls kindakjöts
við aðrar kjöttegundir. Eina leiðin
út úr þessum vanda segja sauðfjár-
bændur að hljóti að vera veruleg
verðlækkun á dilkakjöti til neytenda
og leggja þeir til að eftirfarandi
atriði verði könnuð í því sambandi.
Verð til bænda verði lækkað
gegn ákveðnum skilyrðum. Allur
milliliðakostnaður, það er slátur-
og heildsölukostnaður, pökkun,
smásöluálagning og geymslugjald,
lækki til samræmis við lækkun til
bænda. Ahrif þessara aðgerða á
^yísitölu framfærslukostnaðar verði
metin í samráði við ríki og laun-
þegasamtök og einnig hvað unnt
verði að gera sauðfjárbændum til
hagsbóta vegna þeirrar lækkunar
sem þeir tækju á sig.
Sem skilyrði nefiia sauðflár-
bændur einnig að ríkið leggi fram
lögboðin gjöld til sjóða landbúnað-
verið um fyrir verðlagsárið 1985-
86. Nýtt kjötmat, sem taki mið af
óskum neytenda, verði einnig að
taka gildi í næstu sláturtíð.
Fram kemur í ályktuninni og sést
einnig á framansögðu að sauðQár-
bændum er það mikið kappsmál að
framleiðslumagn verði óbreytt og
allra ráða leitað til að auka söluna
bæði innanlands og utan og eru
þeir tilbúnir til að leggja sitt af
mörkum svo að það verði mögulegt.
Sjá einnig fréttir af aðalfundi
Stéttarsambandsins á blaðsíð-
um60og61.
Rósa Bjarnadóttir
• /
Bogi Matthiasson
Hjón drukkna í
Friðarhöfninni
Vestmannaeyjum.
ÞAÐ hörmulega slys varð laust
fyrir hádegi á sunnudag, að eldri
hjón létust, er bifreið þeirra fór
fram af bryggju í Friðarhöfn og
í sjóinn.
Ekki er vitað gjörla með hvaða
hætti slysið varð, en sjónarvottar
sáu bifreiðina koma utan af Eiðinu
Danskirsjó-
liðarfagna
DANIR réðu sér ekki fyrir
kæti.þegar knattspymulandslið
þeirra vann stórsigur yfir
Uruguay-búum á sunnudags-
kvöld. Gilti þá einu hvar þeir
vom staddir í heiminum. Sjólið-
ar danska varðskipsins Hvid-
björaen, nýkomnir frá Græn-
landi, vom þar engin undan-
tekning og fylgdust grannt með
leiknum í beinni útsendingu ís-
lenzka sjónvarpsins. Sjóliðamir
vora ekki i vafa um árangur
Elkjærs, Lerbys, Laudraps og
félaga: „Að sjálfsögðu verðum
við heimsmeistarar,“ var ein-
rómaspáþeirra.
Morgunblaðið/Börkur
og fara fram af Friðarhafnar-
bryggju fyrir framan Skipaaf-
greiðslu Vestmannaeyja. Allhár
kantur er þama á bryggjunni.
Þegar var gert viðvart um slysið
og gekk mjög greiðlega að ná bif-
reiðinni upp.
Hin látnu hétu Bogi Matthíasson,
vélstjóri hjá ísfélagi Vestmannaeyja
74 ára, fæddur 29. september 1911
og eiginkona hans Rósa Bjamadótt-
ir, 76 ára, fædd 27. febrúar 1919.
Þau láta eftir sig uppkomin böm.
hkj
Hafskip:
Tveimur mönn-
um sleppt úr haldi
TVEEMUR mönnum, sem setið
hafa I gæsluvarðhaldi vegna
rannsóknar á málefnum Haf-
skips, hefur verið sleppt úr haldi.
Páli Braga Kristjónssyni var
sleppt úr haldi á sunnnudag og
Heiga Magnússyni í gær. Eftir sitja
þeir Ragnar Kjartansson og Björg-
ólfur Guðmundsson en gæsluvarð-
hald þeirra rennur út á morgun.
ll.júní.