Morgunblaðið - 19.06.1986, Síða 16

Morgunblaðið - 19.06.1986, Síða 16
1« MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. JÚNÍ1986 1 Hvernig er farið rétt- arfarinu í landinu? Eigendur hinnar nýju verslunar „Smásk6r“. F.v.: Anna Auðunsdóttir og S. Lilja Sigbergsdóttir. Sérverslun með barnaskó Seinheppnir fréttamenn eftirSkúla H. Norðdahl NÝLEGA var opnuð sérverslun með bamaskó á Skóla''örðustíg 6b. Ber verslunin nafnið „Smáskór". Ein- göngu er verslað með bamaskó og verður lögð sérstök áhersla á skó- fatnað fyrir böm á aldrinum 0-14 ára. íslensk böm hafa oft á tíðum breiðari og hærri rist en evrópsk böm, að sögn eigendanna, og verða allir fætur mældir sérstaklega í hinni nýju verslun. Ráðgjöf fer síð- an fram eftir niðurstöðum mæling- anna. Eigendur verslunarinnar em þær Anna Auðunsdóttir og S. Lilja Sigbergsdóttir. 1. Til hvers eru menn hnepptir i gæsluvarðhald? 2. Hvers vegna er sakamála- rannsókn leynileg? 3. Hveijar eru trúnaðarskyldur rannsóknaraðila? Á þjóðhátíðardegi 17. júní reyn- ast íslenzkir fréttamenn svo sein- heppnir að gera að stórfrétt dagsins söguburð, sem virðist vera upp- mnninn frá þeim, sem skyldir em sakarannsókninni og em utan gæsluvarðhalds eða vera látinn leka úr rannsóknarstofum rannsóknar- lögreglu. Þjarmað er að einstaklingum og þeim borið á brýn mútuþægni og misferli, er leiði til afsagnar trúnað- arstarfa. Yfirheyrslan byggð á framangreindum söguburði. Er að furða, að almennir borgar- ar, ófróðir um lagareglur, spyiji „Ennþá alvarlegri er sú málsmeðferð frétta- manna að ráðast að einstaklingnm með dómsfellandi yfir- heyrslu út af söguburði, sem látinn er leka ábyrgðarlaust. “ framangreindra spuminga? 1. Til hvers em menn hnepptir í gæsluvarðhald? Almennt trúa menn því, að það sé gert til að halda leynd yfír upplýs- ingum, til að koma í veg fyrir að þeir, sem utan gæslu em, geti haft áhrif á rannsóknina eða að gæslu- fangar í samskiptum við aðra geti haft áhrif á gang rannsóknar. 2. Hvers vegna er sakamálarann- sókn leynileg? Svarið felst að nokkm leyti í svari við fyrstu spumingunni. Að öðm leyti er um að ræða öryggisráðstöf- un til að tryggja að jafnt sakbom- ingar sem aðrir, er málið snertir, hljóti fordómalausa og hlutlæga réttarmeðferð. Þá kemur e.t.v. að alvarlegustu spumingunni: 3. Hveijar em trúnaðarskyldur rannsóknaraðila? Skyldur rannsóknaraðila em ein- hlítar og afdráttarlausar í hugum almennings. Rannsóknaraðilar hafa algjöra þagnarskyldu um störf sín og varð- veislu gagna. Framangreindar spumingar hljóta að vakna, þegar innlendir fréttamenn erlendra fréttastofnana senda erlendis svokallaðar upplýs- ingar úr sakamálarannsókn og bera sumpart fyrir sig pólitfska áhrifa- menn og síðan í viðtölum telja upplýsingamar komnar beint úr sakamálarannsókninni. Það vakna fleiri spumingar. 4. Hvemig hafa hinir pólitísku áhrifamenn fengið upplýsingar sínar? 5. Til hvers er upplýsingunum komið á framfæri? 6. Hveijir em þessir pólitísku áhrifamenn? Ellert Schram hefur í heilsíðu- grein í DV gert athugasemdir við framkomu fjölmiðla í garð gæslu- fanga í Hafskipsmálinu. Hætt er við, að sú umfjöllun, sem Ellert mótmælir, hafí áhrif til að sakfella fangana í hugum almennings áður en rannsókn er lokið á máli þeirra. Ennþá alvarlegri er sú máls- meðferð fréttamanna, að ráðast að einstaklingum með dómfell- andi yfirheyrslu út af söguburði, sem látinn er leka ábyrgðarlaust. Slík mannorðsmorð þjóna vart réttarfarinu í landinu. Svo virðist sem allt þetta mál sé komið úr höndum réttvísinnar. Það er að verða eins og krabbamein í saklausum þjóðarlíkamanum. Það sprettur upp hér og þar og eitrar umhverfíð og enginn fær séð beint samhengi orsakar-tilgangs og af- leiðinga. Nú er málum svo komið að eftir stendur ein skýlaus krafa almenn- ings. Húner Rannsóknin fari fram fyrir opn- um tjöldum vena þess að hvorki sakbomingar né aðrir njóta réttaör- yggis leyndrar rannsóknar. Meinið verður að skera burt með aðgerð svo að ekki verði eftir angar, sem gerir því kleift að halda áfram að grafa um sig. Að lokum til fréttamanna. Þeim er þetta ritar hefur oft þótt þið seinheppnir í vali frétta ykkar. Við því er vfst lítið að gera. Frétta- mat er misjafnt. En þess mun í framtíðinni verða minnst að endemum, að á þjóð- hátíðardaginn, 17. júní 1986, á 200 ára afmæli höfuðborgarinnar og 42. afmælisári lýðveldis á íslandi, var í fjölmiðlum aðalfréttin sú, sem að framan greinir, og með þeim hætti sem hér er lýst. Hér er sérstaklega átt við fréttamennsku útvarps og sjónvarps. Ritað á þjóðhátíðardaginn 17. Höfundur er arkitekt. fyrirháa semlága! TREVERK Á einum stað sameinast allt það tréverk sem til húsagerðar þarf. í sýningarsal Húsasmiðjunnar sérðu það sem þú leitar að í nýja húsið eða til að gera upp gamla húsið. Hurðir - panel - parket - Durapal sólbekkir - borðplötuefni - þiljur - kraftberur - gluggar - pílárar - vatnsklæðningar... Hinar sérstöku óskir þínar verða uppfylltar með því að Húsasmiðjan sérsmíðar eins og óskað er. Þú byrjar verkið á því að skoða í sýningarsal Húsasmiðjunnar við Súðarvog. HLISA SIVUOJAIM Súðarvogi 3-5, sími 687700 - bygginganmarkaður við Sund 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.