Morgunblaðið - 19.06.1986, Side 20

Morgunblaðið - 19.06.1986, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. JÚNÍ1986 Útboð á röng- um forsendum um samstarfsaðila á grundvelli svona upplýsinga. Þáttur þrýstihópa I alllangan tíma hafa samtök iðnrekenda beitt sér mjög í baráttu um einstök viðskipti. Þykir mörgum að hér sé teflt á tæpasta vað og að það sé ekki hlutverk öflugra atvinnurekendasamtaka að leggjast á eitt um að skipt sé við ákveðin fyrirtæki en ekki önnur. Af þessum sökum hefur a.m.k. eitt fyrirtæki sagt sig úr samtökum iðnrekenda vegna afskipta þeirra af útboði Rík- isútvarpsins. eftirBirgi R. Jónsson Ríkisútvarpið hefur reist glæsi- lega byggingu í Háaleiti, sem er ætlað að hýsa starfsemi þess um langa framtíð. Hönnun hússins miðast við að það gegni flóknu og viðamiklu hlutverki. Innréttingar og húsgögn eða öðru nafni „laus búnaður" er mikilvægur þáttur. Á undanförnrm árum hefur færst mjög í vöxt að bjóða út sér- staka þætti í slíkum byggingar- framkvæmdum, ekki síst þegar hið opinbera á hlut að máli. Svo var gert að þessu sinni. Útboðsgögn voru öll hin vönduðustu og báru með sér að hönnuðir vissu vel um þær kröfur sem gerðar eru á þessu sviði búnaðar í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum. Útboðsgögn voru bæði á íslensku og ensku og það var því ótvírætt að verkið var boðið út á innlendum jafnt sem erlendum markaði. Undir þetta ritar íslenska Ríkisútvarpið, virðuleg og traust- verðug stofnun með mikil dagleg viðskipti við útlendinga jafnt sem landsmenn. Þetta tóku erlendir framleiðend- ur gilt og spöruðu hvorki fé né fyrirhöfn sem nauðsynleg var vegna þessarar tilboðsgerðar. Eg vil nefna að umbjóðendur mínir, Steelcase, sem eru stærstu framleiðendur heims á þessu sviði (23% heims- markaðshlutdeild, árleg umsetning $1,3 milljarðar) unnu að þessu verki í Lundúnum, Kaupmannahöfn og Strassborg og að starfsmaður fyrir- tækisins í Kaupmannahöfn gerði sér sérstaka ferð til aðalstöðva fyrirtækisins í Strassborg til að vinna að þessu verki. Svipaða sögu hafa fuiltrúar annarra erlendra bjóðenda að segja, sem við mig hafa haft samband. í útboðsgögnum segir m.a.: „Áhersla er lögð á samræmt mát- kerfi milli veggja, skermveggja og búnaðar sem tengist þeim.“ „... að öðru jöfnu er það tilboð metið rétt- hærra sem felur í sér meiri sam- ræmingu". „Því er áréttað að sam- ræming sé milli lauss búnaðar annars vegar og veggja hins vegar, þannig að bæði stærðir og áferð falli saman". „Að öðru jöfnu verður það tilboð metið betra sem felur í sér meiri samræmingu". „Lagna- leiðir skulu vera I skermveggj- um“. (Leturbr. mín). Við opnun tilboða kom í ijós að kostnaðaráætlun útbjóðandans hljóðaði upp á 28,5 milljónir króna. Ljóst var að nokkur tilboð voru nálægt kostnaðaráætlun og jafn- framt að margir mundu falla sjálf- krafa út, þ.e. þeir buðu ekki sam- ræmda heildarlausn og lagnaleiðir í skermveggjum eins og margítrek- að var í útboðsgögnum, sbr. dæmi hér að ofan. Að því er virtist stóðu aðallega eftir tilboð erlendra fram- leiðenda sem telja meðal fastra viðskiptavina sinna mörg kröfu- hörðustu fyrirtæki heims eins og Mercedes-Benz, Esso, IBM ofl., sem eru þekkt af því að kaupa ekki annað en það sem stenst stífustu kröfur á gæði og hagkvæmni. Mat verkfræðing-a og arkitekta Eftir því sem næst verður komist var niðurstaða ráðgjafa byggingar- nefndarinnar afdráttarlaus. Á grundvelli verklýsingarinnar sem boðið var út eftir, fengu erlendu framleiðendurnir sem buðu sam- ræmda lausn frá A+ til A eða A- „Þessi yfirlýsing stang- ast algjörlega á við forsendur útboðsins, auk þess sem hér kem- ur fram fullkomin and- staða við þær siðferði- legu kröfur sem hvar- vetna eru gerðar til viðskiptahátta af þessu tagi, en þeim er fyrst og fremst ætlað að stuðla að heilbrigðri samkeppni sem er ein helsta forsenda mark- aðsfrelsis og bættra lífskjara.“ samræmingar og aðlögun að út- boðsgögnum, umsagnir ráðgjafa og hagkvæmnismat nefndarinnar á hveiju innréttingakerfí fyrir sig. Fréttir berast Á baksíðu Morgunblaðsins 14. júní sl. birtist síðan frétt þar sem skýrt er frá því að byggingamefnd- in hafí ákveðið að taka tilboðum íslenskra aðila að upphæð 19,7 milljónir sem sé 30% lægra en lægsta tilboð erlendra aðila, en alls hafí borist 17 tilboð í verkið. í frétt- inni er síðan haft eftir einum bygg- ingamefndarmanna, Benedikt Bogasyni verkfræðingi, að það hafí alla tíð verið stefna byggingar- nefndarinnar að leita fyrst og fremst eftir innlendri framleiðslu. Segir Benedikt síðan að eftir að I bréfí Fél. ísl. iðnrekenda til byggingamefndarinnar er því hamþað að réttlætanlegt sé að taka hærri tilboðum frá innlendum aðil- um og skoða muninn sem framlag til iðnþróunar. Um þann þrýsting sem hér er beitt er það að segja að réttlætanlegt er aðeins að taka hærri tilboðum, ef þannig fæst bún- aður sem stuðlar að aukinni hag- ræðingu og framleiðsluaukningu. Tökum dæmi; Ikarus strætisvagnar em ódýrari en t.d. Mercedes Benz í innkaupi. Það væri því að bæta gráu ofan á svart að kaupa Ikarus ef hann væri dýrari í þokkabót. Sumsstaðar er þetta gert og kemur síðan fram í skertum lífskjömm og frelsi þjóða. Besti og einfaldasti stuðningur við iðnþróun er samkeppni. Það er of flókið mál að ætlast til þess að fólk hjá hinu opinbera sem vinnur (staðfestar upplýsingar hafa ekki fengist) en aðrir, þar á meðal inn- lendir aðilar frá B til B-. Flestir skyldu nú halda að framhaldið væri ljóst og byggingamefndin hæfí viðræður við þá aðila sem fengu besta umsögn, uppfylltu skilmála útboðsgagna og seldu vöm sína til best reknu fyrirtækja heims. Ákvörðun byggingamefndar kom á óvænt. Keyptar skyldu að því er virtist með bundið fyrir augun, ósamræmdar innréttingar í B-flokki, sitt úr hverri áttinni af 5 óskyldum aðilum. Hvorki stofnun né starfsfólk átti skilið betra en 2. flokk. í bréfí byggingamefndar um ákvörðun sína segir aðeins að ákveðið sé „ ... að taka tilboðum og ganga til samninga við...“ (Léturbr. mín). Hvað sú ganga endar eftir margar milljónir er óvíst. Á meðan er búið að afþakka tilboð annarra sem ekkert þurfti að semja við, bara skrifa undir. Aðrar upplýsingar eða skýringar á þessari málsmeðferð hefur bygg- ingamefndin ekki veitt þrátt fyrir það að eftir hafí verið leitað og m.a. verið beðið um samanburð á tilboðsupphæðum, kostnað vegna tekist hafí að „samræma íslensku tilboðin þannig að öllum kröfum sem gerðar vom var fullnægt, þá var talið að þessir aðilar gæfu við- unandi lausn". (Leturbr. mín). Þessi yfírlýsing stangast algjör- lega á við forsendur útboðsins, auk þess sem hér kemur fram fullkomin andstaða við þær siðferðilegu kröf- ur sem hvarvetna eru gerðar til viðskiptahátta af þessu tagi, en þeim er fyrst og fremst ætlað að stuðla að heilbrigðri samkeppni sem er ein helsta forsenda markaðsfrels- is og bættra lífskjara. Því verður tæpast trúað að það sé rétt sem Benedikt Bogason segir, að bygg- ingamefndin hafi fyrst og fremst leitað eftir innlendri framleiðslu. Þetta hljóta að vera hans einkasjón- armið, því verkið var boðið út á alþjóðamarkaði og á þetta er ekkert minnst í útboðsgögnum. Fregnir af svona viðskiptaháttum em ekki lengi að spyijast út fyrir landsteinana og em til þess fallnar að spilla viðskiptavild íslendinga út á við. íslenskum fyrirtækjum sem bjóða í góðri trú í samstarfi við erlenda aðila er mikill vandi á höndum, að skýra málalok fyrir sín- við alls óskyld störf geti lagt mat á hvort hitt eða þetta sé vænlegt að styðja með beinum framlögum stofnunarinnar. Allt eins gætu hér orðið stór mistök og almannafé sóað á þennan hátt í vonlausan iðnaðar- kost. Þróun lauss búnaðar í byijun 3. áratugarins fór starfs- fólki fjölgandi sem vann alls konar skrifstofustörf. Samfara þessari þróun breiddust út tvær tækninýj- ungar, síminn og ritvélin, sem leiddi af sér nauðsyn fyrir lagnir og lagna- fyrirkomulag. Þróun skrifstofuinn- réttinga var þó ekki hröð allt fram á 5. áratuginn. Upp úr því er farið að tala um „fyrstu kynslóðar inn- réttingar“, sem einna helst ein- kenndust af meiri fjöldaframleiðslu, einingauppbyggingu, tengimögu- leikum og lausum veggjum til afmörkunar á rými. Af þessu leiddi opnara skipulag með áherslu á mannlegra umhverfí og auðveldari samskipti milli starfsmanna og deilda. Frá þessum tíma eru þekktar hugmyndir um skrifstofulandslag (Biirolandschaft) sem einkenndist af plöntum og gróðri sem notaður var til rýmisskiptingar og skreyt- ingar. Við lok 8. áratugarins fara að sjá dagsins ljós „annarar kynslóðar innréttingar" sem leggja aukna áherslu á framleiðni og svæðisnýt- ingu t.d. lóðréttra flata. Húsgögnin taka þá við ýmsum þáttum sem áður voru bundnir byggingunni sjálfri, svo sem leiðslu og lagna- stokkum. Til að byija með voru lagnaleiðir lausar einingar, gjaman smelltar utan á borð og veggi. Ávinningurinn varð m.a. sá að unnt var að laga fjölda eldri bygginga að tækniþróun skrifstofunnar þar sem tölva og upplýsingatækni voru orðin ómissandi og allsráðandi. Nú eru komnar fram „þriðju kynslóðar innréttingar" sem fela í sér nánast allan búnað að frátöldum sjálfum burðarveggjum byggingar- innar, er þetta það sem einu nafni kallast laus búnaður. Þá er átt við m.a. fasta og lausa innveggi með eða án hljóðdempunar, skilrúm hvers konar með innbyggðri lýs- ingu, lagualeiðum fyrir rafmagn, síma, tölvur ofl. Borð, skápa, hillur og annað lauslegt ásamt mest not- aða og mikilvægasta skrifstofutæk- inu, stólnum. Flestum búnaði fylgja nú auk þess niðurhengd loft og upphækkuð gólf. Laus búnaður skrifstofunnar er m.ö.o. orðinn háþróað „kerfí“ til jafns við önnur framleiðslutæki eins ogtölvu. Kröfur sem gerðar eru til „þriðju kynslóðar innréttinga" miðast aðal- lega við eftirtalin atriði: * Endurkastlausa og hnitmiðaða lýsingu. * Áukna nauðsyn á breytilegum lagnaleiðum * Möguleika á breytingu á vinnuað- stöðu, m.a. vegna tölvuþróunar án þess að hlutar innréttinga skemmist eða þeim verði ofaukið. * Aðlögunarhæfni með tilliti til skipulagningar arkitekta og stjómenda, hvort sem um er að ræða „opið kerfí“ þar sem notaðir eru skilrúmsveggir eða „sellu- kerfí" þar sem veggir loka rými milli gólfs og lofts. * Notagildi f afgreiðslusölum í bönkum og víðar þar sem við- skiptavinimir eru í beinu sam- bandi við starfsmennina. * Líkur á stóraukinni notkun alls konar útstöðva frá tölvum. * Möguleikar á því að færa lagnir og leiðslur án þess að taka tæki úr sambandi eða breyta innrétt- ingum. * Stóraukin áhersla á heilsusam- legt umhverfi og öryggi á vinnu- stað. * Innbyggt loftræstikerfí sem ein- stakir starfsmenn stjóma á sínu umráðasvæði. * Meiri sveigjanleiki vegna aukinn- ar valddreifíngar. * Tillit til minnkandi upplýsinga á pappír. Þróun og gildi umhverfis í Vestur-Evrópu hefur fjöldi starfsfólks í þjónustu- og skrif- stofustörfum aukist mjög á undan- fömum ámm þannig að nú em í ■ slíkum störfum um 40% vinnufærra manna. Hraðstígar framfarir á sviði upplýsingatækni gera stöðugt meiri kröfur til nýrra og betri starfshátta á skrifstofum. Áframhaldandi þró- un í þessa átt mun hafa í för með sér að næsta kynslóð leysir skrif- stofustörf af hendi við allt aðrar aðstæður en tíðkast hafa til þess. Könnun Louis Harris stofnunarinn- ar sýnir að 72% bandarískra skrif- stofumanna hafa breytt um verk- efni og aðstæður innan síðustu 5 ára. Bylting í upplýsinga- og tölvu- tækni hefur dregið úr fjarlægðum og stytt afgreiðslutíma á öllum sviðum athafnalífsins. Þess sjást engin merki að á næstunni muni draga úr hraða þessarar þróunar. Fyrirtæki sem vilja vera samkeppn- ishæf við þessar aðstæður komast ekki hjá því að fylgjast með nýjung- um og keppa að skjótri aðlögun. Til að þetta megi takast er tvennt sem vegur mjög þungt, þ.e. skrif- stofuumhverfíð sjálft með innrétt-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.