Morgunblaðið - 19.06.1986, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 19.06.1986, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1986 23 Dóra í vefnaðarvörudeildinni: Líkar vel — annars væri ég ekki hér DORA Guðlaugsdóttir er einn af þeim starfsmönnum kaup- félagsins sem hefur starfað hjá félaginu hvað lengst. Blaðamaður leit inn í vefnaðar- vörudeildina í Vöruhúsi IŒA við Hafnarstræti og hitti Dóru að máli. Hún var fyrst innt eftir hvenær _hún hefði hafið störf hjá KEA. „Ég byijaði hér 1936, var þá bara stelpa. Svo sleppti ég úr nokkrum árum en hóf aftur störf 1955. Samtals hef ég því unnið hér í 41 ár,“ sagði Dóra. Þegar hún var spurð hvenig henni líkaði starfið sagði hún að henni líkaði það vel, annars væri hún ekki hér. „Það hefur náttúrulega marg- breyst á þessum tíma. Enda þótt ég sé ánægð i mínu starfi finnst mér starfsaldur ekki metinn sem skyldi við ákvörðun launa og kaupið mætti að ósekju vera hærra. Annars leggst afmælið vel Dóra Guðlaugsdóttir í mig og ég óska félaginu alls góðs í framtíðinni," sagði Dóra í vefn- aðardeildinni að lokum. Inga Ingólfsdóttir, Hrísalundi: Sakna gömlu hverfaverzlananna INGA Ingólfsdóttir hefur starf- að hjá KEA í rúmlega 25 ár. Hún hóf störf í lítilli hverfa- verslun við Eiðsvallagötu 6, en starfar nú sem verkstjóri í kjörmarkaðnum Hrísalundi. „Það sem mér finnst öðru frem- ur hafa einkennt þann tíma sem ég hef verið hér hjá KEA, er breyting úr litlum hverfaverslun- um í stórmarkaði. Það er ekki laust við að maður sakni litlu gömlu búðanna „á hominu" þar sem allir þekktu alla. Eftir að stór- verslanimar tóku að ryðja sér til rúms þekkir maður mun færri. Það hefiir auðvitað bæði sína kosti oggalla. Að sjálfsögðu hefur margt spaugilegt og eftirminnilegt gerst á þessum tíma, en maður fer nú ekki að setja það á prent. Að lokum langar mig til að óska félagsmönnum til hamingju með afmælið og ef ég á að færa fram einhveijar afmælisóskir, þá er það Inga Ingólfsdóttir að KEA haldi áfram að starfa fólkinu til hagsbóta," sagði Inga í stuttu spjalli við Morgunblaðið. þannig að það samanstendur af um það bil 25 félagsdeildum í sveitarfé- lögunum víðs vegar á svæðinu. Félagsmenn eru hátt á áttunda þúsund. Félagið stundar mikla funda-, upplýsinga- og fræðslu- starfsemi, þannig að málefni félags- ins eru rædd á hveiju einasta ári á fundum í nánast öllum deildum, fyrir utan félagsráðsfundi og aðal- fiindi. Félagsstarfsemi er því mikil, fundaþátttaka mætti vissulega vera meiri, en félagsstarfsemi er mikil og starfsfólkið hefur gott tækifæri til þess að taka þátt í umræðunni." — Hveijir eru helstu áherslu- punktar í starfi félagsins? „Það er alveg Ijóst að landbúnað- arframleiðslan og bændumir hafa alltaf verið mikið burðarvirki í Kaupfélagi Eyfírðinga. Bændumir stofnuðu félagið og hafa verið öflugir þátttakendur í því allar götur þannig að þeir eru með sína starfsemi snar þáttur í félaginu. Og þó nú séu merk tímamót er fé- lagið verður 100 ára eru engar byltingar ráðgerðar á starfseminni. Dagurinn 20. júní verður beint framhald af deginum 18. júní — þó 19. júní verði þar á milli. Sá 20. verður bara fyrsti dagurinn í KEA-öld hinni annarri! En við get- um sagt sem svo að áherslupunkt- amir eru í gmndvallaratriðum þeir sömu og alltaf. Höfuðmarkmiðið er tækjum og öðrum, og segja má að sem afleiðing af þeirri verðbólgu sem var hér og miklum vaxtakostn- aði hafi fyrirtæki yfirleitt haft nokkuð erfiða afkomu. En það er óhætt að segja að afkoma Kaup- félags Eyfírðinga á síðasta ári var mjög viðunandi — einhveijir myndu vilja kalla hana góða — og félagið hafði bæði rekstrarafgang og vem- lega íjármunamyndun í rekstrinum þannig að við höfum tök á að endurgreiða tekjuafgang til félags- manna, tök á því að greiða starfs- fólkinu launauppbót og tök á því að leggja nokkra flármuni til ýmis- konar framfaramála á svæðinu. Efnahagur félagsins er mjög traust- ur — án þess að viðhafa nokkurt oflæti held ég að ég geti sagt að félagið standi traustum fótum við þessi tímamót." — Þú lítur þá björtum augum á næstu KEA-öld? „Það er alveg ljóst að félagið hefur mjög mikilsverð verkefni með höndum sem þarf að sinna. Það em mörg óunnin verkefni á Eyjafjarð- arsvæðinu sem félagið gæti eflaust leyst að einhveiju leyti en aðrir munu leysa að öðm leyti, og við teljum mjög eðlilegt að mannlífið og atvinnulífið við fjörðinn sé mjög fjölskrúðugt. Það er ljóst að hugsjónir um samvinnu og samhjálp munu lifa svo lengi sem mannlífið þrífst á jörðinni en það er að sjálfsögðu viðfangsefni hvers tíma að skipa því hvemig hann vill hafa sinn samvinnurekstur. Hvort framtíðin vill hafa samvinnufélag fólksins í Eyjafirði nákvæmlega eins og það er í dag get ég ekkert sagt um. Félagið er í sjálfu sér ekkert annað en hagsmunatæki, tæki til að leysa ákveðin viðfangsefni. Það hefur reynst vel og ég hygg að meðan það reynist vel .vilji fólkið hafa sitt samvinnufélag um það bil í þessu formi." — Geturðu nefnt dæmi um verkefni sem eru á döfinni hjá ykkur? „Það er ljóst af því sem við höfum verið að gera að við viljum styðja við bakið á uppbyggingu ákveðinna þátta þar sem Eyjafjörður virðist hafa góða möguleika, til dæmis ferðamannaiðnað. Mjög margir þurfa að leggja hönd á plóginn til að ferðamannaiðnaður verði öflugur og skapi meiri verðmæti hér, en við viljum styðja við bakið á þeim og þess vegna endurbyggðum við hót- elið á tiltölulega myndarlegan hátt. Það er ljóst að Eyjafjörður hefur mikla möguleika sem matarfram- leiðslusvæði og þrátt fyrir samdrátt sem stefnt er að í landbúnaðarfram- leiðslunni teljum við okkur hafa tök á því að efla úrvinnsluna, bæði varðandi afurðir sjávar og land- búnaðar. Þá eigum við eftir frekari uppbyggingu á verslunarsviðinu — það gæti orðið eitt af stærri verk- efnunum sem eru nálægt okkur." Valur sagðist geta sagt við þessi tímamót að Kaupfélag Eyfirðinga hafí starfað nokkuð svo ötullega að uppbyggingu byggðarinnar hér til sjávar og sveita, sumpart eitt og sumpart í samstarfi við aðra, sveitarfélög, félög og einstaklinga. „Kaupfélag Eyfirðinga vill áfram vera öflugur þátttakandi í upp- byggingu atvinnulífs í Eyjafirði og leggja sína hönd á plóginn þannig að mannlffið megi verða sem fjöl- skrúðugast," sagði hann. Reykhólasveit: Gróðurhúsin þjóta upp # Rej'khólasveit. Á SIÐASTLIÐNU ári flutti hing- að að Reykhólum Guðmundur Benediktsson garðyrkjumaður frá Sólheimum i Grímsnesi og er hann búinn að koma sér upp hundrað fermetra gróðurhúsi. í þessum mánuði flutti hingað nýútskrifaður garðyrkjumaður, Ól- afur Þóroddsson og kona hans, María Björk Rejmisdóttir, hjúkr- unarfræöingur og böm þeirra. Þau eru byijuð að byggja 260 fermetra gróðurhús. Maria Björk leysir nú af hjúkrunarkonu svæðisins, Ingi- björgu Kristjánsdóttur. Sveinn Búnaðarþings- kosningar Geldingaholti. Búnaðarþingskosningar f Bún- aðarsambandi Suðurlands fóru fram síðasta laugardag. Á kjör- skrá voru 1.688, atkvæði greiddu 1.396, sem eru 82,7%. Atkvæði féllu þannig að B-listi Framsóknarmanna hlaut 822 at- kvæði og þijá menn kjöma, þá Jón Hólm Stefánsson, á Gljúfri, Jón Kristinsson í Lambey og Einar Þorkelsson í Sólheimahjáleigu. D-listi Sjálfstæðismanna hlaut 520 atkvæði og tvo menn kjöma, Her- mann Siguijónsson í Raftholti og Jón Ólafsson, Eystra-Geldingaholti. Auðir seðlar og ógildir voru 52. Jón náttúrulega að þjóna félagsmönn- um. Bæði hvað varðar að skapa þeim góð verslunarkjör en eins að koma framleiðsluvörum þeirra í verð á sem hagkvæmastan hátt. En síðan hafa bæst við önnur markmið sem eru afar þýðingar- mikil og hafa kannski fengið sí- aukna vigt í gegnum áratugina — það er atvinnusköpun, atvinnuupp- bygging, atvinnuöryggi eftir því sem framast er unnt að veita það á hveijum tíma, byggðafesta og jöfnuður milli byggða í Eyjafirði. Kaupfélag Eyfirðinga tók upp á því langt á undan öllum öðmm að viðhafa verðjöfnuð í verslunarvöm- verði á öllu Eyjafjarðarsvæðinu þannig að vömr sem keyptar em inn á sama tima kosta það sama hvort er í venjulegri kjörbúð á Akureyri eða úti í Grímsey. Þetta er aðeins liður í því að skapa jöfnuð milli byggða í Eyjafirði. Liður í því að efla skilning á því að hags- munir allra byggða í Eyjafírði em mjög nátengdir og samofnir og því hefur farið vel á því að byggðim- ar allar starfi saman í einu stóra samvinnufélagi." — Stendur KEA ekki vel í dag? „Við höfum undanfarið verið að hlusta á fréttir af uppgjömm fyrir- tækja víðs vegar um landið, stómm og smáum, bæði samvinnufyrir- LANDSHAPPDRÆTTI TÓN LISTARSKÓLA RAGNARS JÓNSSONAR GLÆSILEGIR VINNINGAR ÍIBÍIAR og 44 hljóðfæri að eigin vali Mercedes Benz 190 E árg. 87 Volkswagen Golf CL árg. 87. TON Ll STARSKOLA RAGNARS JÓNSSONAR Akureyri—Reykja vík Tilstyrktarútgáfuátónlistarkennslumyndböndum, fyrii/grunnskóla ogalmenning. SPARISJÓÐUR GLÆSIBÆJARHREPPS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.