Morgunblaðið - 19.06.1986, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. JÚNÍ1986
Réttarhöld í AchiUe
Lauro-málinu hafin
Genua, AP.
RÉTTARHÖLD yfir 15 mönnum, ákærðir eru í tengslum við ránið
á skemmtiferðaskipinu Achille Lauro fyrr í vetur, hófust í Genúa I
gær. Einn leiðtoga palestínuskæruliða, Mohammed Abbas, sem talinn
er hafa skipulagt sjóránið, verður dæmdur að honum fjarstöddum.
Nokkru eftir að réttarhöldin hóf-
ust risu tvær konur og tveir karlar
úr sætum og hrópuðu á ensku að
þau styddu byltingu palestínu-
manna. Um 30 lögreglumenn tóku
þá í taumana og báru fólkið út úr
réttarsalnum. Hér var um að ræða
Vestur-Þjóðveija, sem yfirheyrðir
höfðu verið í málinu, en ákæra á
hendur þeim var látin niður falla.
Mannræningjamir ijórir, sem eru
í haldi, voru ekki viðstaddir réttar-
höldin í gær. Aðeins fimm þeirra,
sem sakaðir eru um aðild að ráninu
á skipinu í október í fyrra, þar sem
einn Bandaríkjamaðurinn var myrt-
ur, voru viðstaddir réttarhöldin.
Samkvæmt ítölskum lögum má
dæma samverkamenn á sömu for-
sendum og þá, sem glæpinn
frömdu.
Noregur;
Trygging sett
fyrir Moby Dick
Vardoe, Noregi, AP.
GRÆNFRIÐUNGAR hafa sett
10.000 norskar krónur sem
tryggingu fyrir skipstjórann á
sldpi þeirra, Moby Dick, sem flutt
var til hafnar í Vardoe, nyrst í
Noregi, í siðustu viku.
Skipið hafði verið tekið af norsku
strandgæslunni, eftir að það fór inn
fyrir 4 mflna landhelgina, í mót-
mælaskyni við hvalveiðar Norð-
manna. Skipstjórinn, Jonathan
Castle, á að mæta fyrir rétti í
Vardoe þ. 28. ágúst. Skipið má nú
láta úr höfn, en tefst þar sem verið
er að gera við ratsjá þess.
BLÓÐUGUR FÖGNUÐUR
Sjúkraflutningsmenn koma til bjargar manni, sem varð illa úti í átökum knattspyrnuáhugamanna
i Mexíkóborg. Atvikið átti sér stað er heimamenn fögnuðu sigri sinna manna í riðlakeppni heims-
meistarakeppninnar í knattspyrnu. Brutust þá út slagsmál og ólæti og hlutu margir meiðsli.
f
Francis Pym fyrrum utanríkisráðherra Bretlands:
Grípa ber til róttækra ráð-
stafana gegn sljórn S-Afríku
Aðgerðaleysi er siðferðilega óréttlætanlegt
London. Frá Valdimar Unnari Valdimarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
RÍKISSTJÓRN breska íhaldsflokksins sætir nú æ meiri gagnrýni
fyrir að beita Suður-Afriku ekki efnahagslegum refsiaðgerðum
vegna aðskilnaðarstefnunnar og neyðarástandslaganna, sem
gengu í gildi þar syðra í síðustu viku. I gær urðu snarpar umræð-
ur um þetta mál i breska þinginu þar sem Margaret Thatcher,
forsætisráðherra, vísaði enn á bug hugmyndum stjórnarandstæð-
inga, sem skorað hafa á ríkisstjórnina að ganga i lið með þeim
ríkjum sem ákveðið hafa að grípa til harðra efnahagslegra refsi-
aðgerða gegn minnihlutastjóm hvítra í Suður-Afríku.
Ríkisstjórnin
gagnrýnd
í kjölfar atburða síðustu daga
hefur þeim mjög vaxið ásmegin
hér í landi sem hvetja til róttækra
og harðra refsiaðgerða gegn ríkis-
stjóm hvíta minnihlutans í Suður-
Afríku. Hafa spjótin beinst æ meir
að bresku ríkisstjóminni, sem vill
forðast efnahagslegar refsiaðgerð-
ir í lengstu lög. Á stjómin nú mjög
undir högg að sækja vegna afstöðu
sinnar og kom til dæmis í ljós í
gær að ýmsir þingmenn Ihalds-
flokksins hafa snúist á sveif með
þeim sem ekki eru sáttir við þann
ásetning Margaret Thatcher að
beita Suður-Afríku ekki efnahags-
legum refsiaðgerðum í bráð.
í umræðum í neðri málstofu
breska þingsins í gær voru stjóm-
arandstæðingar hvassyrtir í garð
ríkisstjómarinnar og sökuðu hana
um að styðja í raun aðskilnaðar-
stefnuna í Suður-Afríku með að-
gerðaleysi sínu og andstöðu við
efnahagslegar refsiaðgerðir. Helsti
talsmaður Verkamannaflokksins í
utanríkismálum, Denis Helay,
sagði að Bretar væru orðnir að
athlægi í augum umheimsins
vegna aðgerðaleysis ríkisstjómar
Margaret Thatcher. Fór hann
ásamt fleiri stjómarandstæðingum
hörðum orðum um ríkisstjómina
fyrir að veigra sér sífellt við að
grípa til efnahagslegra refsiað-
gerða þótt bæði leiðtogar blakkra
í Suður-Afríku og samveldisnefnd-
in svokallaða hefðu hvatt til slíkra
aðgerða. Sagði Healy að afstaða
ríkisstjómarinnar væri ekki aðeins
Bretum til skammar á alþjóðavett-
vangi heldur stefndi hún í voða
sjálfu breska samveldinu en nokkr-
ir þjóðarleiðtogar innan þess hafa
hótað að segja skilið við það haldi
Margaret Thatcher til streitu and-
stöðu sinni við efnahagslegar refsi-
aðgerðir gegn Suður-Afríku. Sagði
Healy að með öllu væri óveijandi
að Bretar héldu áfram efnahags-
legum samskiptum við Suður-
Afríku og styddu þannig í raun
við bakið á stjómvöldum, sem kúg-
uðu svarta meirihlutann og neituðu
honum um einföldustu og sjálf-
sögðustu mannréttindi.
Ýmsir þingmenn tóku undir
þessi orð og hvöttu ríkisstjóm
Thatcher til að svara kalli þeirra
sem talað hafa fyrir munn svartra
í Suður-Afríku og skorað hafa á
þjóðir heims að beita stjóm hvíta
minnihlutans róttækum refsiað-
gerðum og knýja hana þannig til
að láta af aðskilnaðarstefnu sinni.
Vakti ekki síst athygli málflutning-
ur Francis Pym, fyrrverandi utan-
ríkisráðherra í ríkisstjóm Margar-
et Thatcher. Hann sagði að Bretum
væri ekki lengur stætt á því að
horfa aðgerðalausir á þróun mála
í Suður-Afríku, þaðan bærist nú
neyðarkall sem bregðast yrði við
á réttan hátt. Pym sagði að bresk
stjómvöld yrðu umsvifalaust að
grípa til róttækra ráðstafana gegn
stjóm Suður-Afríku, áframhald-
andi aðgerðaleysi væri siðferðilega
óréttlætanlegt.
Afstaða ríkis-
stjórnarinnar
Francis Pym, fyrrverandi utan-
ríkisráðherra, var í hópi fímmtán
þingmanna breska Ihaldsflokksins
sem ekki greiddi atkvæði gegn
Francis Pym
Denis Healey
tillögu stjómarandstæðinga þess
efnis, að Suður-Afríka skyldi beitt
hörðum efnahagslegum refsiað-
gerðum vegna aðskilnaðarstefnu
hvíta minnihlutans og neyðarlag-
anna sem undanfama daga hafa
enn frekar skert frelsi svarta
meirihlutans til orðs og æðis.
Breska ríkisstjómin á þó enn vísan
stuðning yfírgnæfandi meirihluta
þingmanna íhaldsflokksins í þessu
máli og í gær snerust talsmenn
stjómarinnar öndverðir gegn
áskorunum um að beita Suður-
Afríku efnahagslegum refsiað-
gerðum. Margaret Thateher, for-
sætisráðherra, sagði að slíkar
aðgerðir væru tvíeggja vopn og
kæmu verst niður á þeim sem síst
skyldi, svörtum íbúum Suður-
Afríku. Sagði Thatcher að sann-
færa yrði ríkisstjóm hvíta minni-
hlutans með rökum, öðruvísi yrði
aðskilnaðarstefnan ekki afnumin.
Efnahagslegar refsiaðgerðir væru
síst til þess fallnar að ná settu
marki, þær mundu einungis for-
herða ríkisstjóm hvíta minnihlut-
ans og um leið auka á bágborinn
efnahag svartra. Gagnrýndi for-
sætisráðherrann stjómarandstæð-
inga fyrir að hvetja til aðgerða,
sem óhjákvæmilega hefðu í för
með sér aukið atvinnuleysi bæði í
Suður-Afríku og Bretlandi. Sir
Geoffrey Howe, utanríkisráðherra,
tók í sama streng og benti meðal
annars á að í veði væru 120.000
störf í Bretlandi sem komin væru
undir versluninni við Suður-Afríku.
Sagði utanríkisráðherrann að fram
hjá þessu gætu menn ekki horft
þótt andstaða ríkisstjómarinnar
við efnahagslegar refsiaðgerðir
væri vitanlega fyrst og fremst
byggð á efasemdum um árangur
slíkra aðgerða. Howe sagði að rík-
isstjómin hefði söguna með sér í
þessu máli, hún hefði sannað að
efnahagslegar refsiaðgerðir gagn-
vart einstökum ríkjum bæru
sjaldnast tilætlaðan árangur en
afleiðingamar yrðu oft allt aðrar
en stefnt væri að.
Enda þótt breska ríkisstjómin
hafi nú enn snúist öndverð gegn
hugmyndum um að beita ríkis-
stjóm hvíta minnihlutans hörðum
efnahagslégum refsiaðgerðum er
ekki þar með sagt að hún hyggist
sitja aðgerðalausir. Segist ríkis-
stjómin hafa á pijónunum marg-
vísleg áform um að beita stjómina
í Suður-Afríku þrýstingi og stuðla
þannig að afnámi aðskilnaðar-
stefnunnar. Á morgun verða slík
áform til dæmis rædd á ríkisstjóm-
arfundi og hefur meðal annars
kvisast út að leggja niður flug til
Suður-Afríku. Harðar efnahags-
legar refsiaðgerðir eru hins vegar
ekki á dagskrá frekar en fyrri
daginn. Framtíðin ein mun skefa
úr um hvort atburðir í Suður-
Afríku og þrýstingur utanlands og
innan munu að lokum knýja bresku
ríkisstjómina til að grípa til ráð-
stafana af því tagi.
Sakharov
Vestur-þýskt
blað fær
myndband
af Sakharov
Hamborg, AP.
í VESTUR-ÞÝSKA dagblaðinu
Bild var skýrt frá því í gær að
blaðinu hefði borist myndband í
síðasta mánuði, þar sem heyra
mátti m.a. samræður Andreis
Sakharovs og konu hans Yelenu
Bonner um nýjustu tillögu Mik-
hails Gorbachev um afvopnunar-
mál.
í frétt blaðsins kemur fram að
hluti myndbandsins hafi að öllum
líkindum verið tekinn upp skömmu
eftir að Bonner hafi komið frá ferð
sinni til Bandaríkjanna og Vestur-
Evrópu. Að sögn Bild þá sáust
Sakharov-hjónin ekki á myndband-
inu, en raddir þeirra heyrðust
Samkvæmt frásögn Bild sagði
Sakharov við konu sína að hún
hefði ekki átt að lýsa yfir því opin-
berlega að tillaga Gorbachev um
afvopnunarmál hefði verið góð,
heldur segja að hún hefði ekki nógu
miklar upplýsingar til að geta tjáð
sig um hana.
Á myndbandinu sést einnig til
Sakharaovs við garðyrkjustörf og
segir blaðið að sá hluti myndarinnar
hafi líklega verið tekin meðan
Bonner var enn erlendis.
Ekki var greint nánar frá mynd-
bandinu að öðru leyti en því að það
hefði borist frá Moskvu.
í