Morgunblaðið - 19.06.1986, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. JÚNÍ1986
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ1986
31
fEurgmi Útgefandi nHfifeffe Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið.
Svavari hafnað
>
Atökin um það, hvort Svavar
Gestsson, formaður Alþýðu-
bandalagsins, yrði ráðinn ritstjóri
Þjóðviljans, stóðu opinberlega í
tæpa viku. Meirihluti útgáfu-
stjómar blaðsins lét það berast
út í byijun síðustu viku, að hann
ætlaði að halda þannig á málum
á fundi stjómarinnar, sem hald-
inn var síðastliðinn mánudag, að
Svavar Gestsson yrði ráðinn rit-
stjóri flokksmálgagnsins. Með
þeirri ráðstöfun hefði Svavari að
nýju verið falinn sá flokkslegi
trúnaður, sem honum var sýnd-
ur, þar til hann varð ráðherra
1978, að ritstýra Þjóðviljanum.
Meirihluti útgáfustjómarinnar
hefði ekki látið fréttimar um
ráðagerðir sínar vegna Svavars
berast nema af því að hann var
viss um, að hann ætti í fullu tré
við minnihlutann og starfsmenn
ritstjómar Þjóðviljans undir for-
ystu Össurar Skarphéðinssonar,
ritstjóra. Stuðningsmenn Svav-
ars Gestssonar hefðu ekki farið
af stað með nafn hans í þessum
flokksbardaga, nema af því að
þeir voru vissir um að sigra —
hafi annað vakað fyrir þeim frá
upphafi á flokksformaðurinn
enga stuðningsmenn í sínum
eigin flokki.
Strax og Svavar Gestsson
hafði verið nefndur opinberlega
sem ritstjóraefni á Þjóðviljanum
fóru hjólin að snúast á annan veg
en lið hans vænti. Blaðamenn
Þjóðviljans risu upp til andmæla.
Trúnaðarmaður þeirra sagði í
samtali við Morgunblaðið um
niðurstöðu mótmælafundar
blaðamannanna: „. . . kom
fram bullandi óánægja með þá
tillögu að setja hingað inn
„kommissar". Nokkrir blaða-
menn hafa þegar lýst þvi yfír,
að verði það niðurstaða útgáfu-
stjómar Þjóðviljans að ráða
Svavar Gestsson sem ritstjóra,
þá muni þeir þá þegar ganga út.“
Svavar Gestsson, flokksfor-
maður, lét undan þessum þrýst-
ingi að lokum. Hann gerði meiri-
hlutamenn sína í útgáfustjóm-
inni ómerka. Á mánudaginn náð-
ist þar „samkomulag" um að
Svavar yrði ekki ritstjóri: „Annir
mínar sem formanns flokksins
gera mér ekki kleift að þessu
sinni að taka áskorunum meiri-
hluta útgáfustjómar sem hvetur
mig eindregið til þess að takast
á hendur ritstjóm blaðsins,“
segir í bókun, sem Svavar lagði
fram á fundinum. Þar var síðan
ákveðið að fela eftirmanni Svav-
ars á formannsstóli útgáfufé-
lagsins og þeim tveimur mönn-
um, sem enn gegna ritstjóra-
störfum á Þjóðviljanum, Össuri
Skarphéðinssyni og Áma Berg-
mann, að leita eftir þriðja manni
á ritstjórastól blaðsins, sem víð-
tæk samstaða geti tekist um,
eins og það var orðað.
Hér hafa málavextir þessa
sérkennilega ritstjóramáls verið
raktir. Atburðarásin ein gefur til
kynna, að hart hafi verið barist
og þeir haft sigur að lokum, sem
voru andvígir Svavari Gestssyni.
Össur Skarphéðinsson er opinber
fulltrúi andstæðinga Svavars og
stuðningsmanna hans í þessu
máli. Að baki honum stendur
hins vegar Ólafur R. Grímsson,
formaður framkvæmdastjómar
Alþýðubandalagsins. Auk hins
gamla kjama í Alþýðubandalag-
inu, sem á rætur í Kommúnista-
flokki íslands, eru það verkalýðs-
foringjar flokksins undir forystu
Ásmundar Stefánssonar, er
styðja við bakið á Svavari Gests-
syni. Tap flokksformannsins í
ritstjóramálinu er ekki aðeins
persónulegur hnekkir fyrir hann
heldur áfall fyrir þá, sem hafa
veðjað á hann í þeim gífurlegu
átökum, sem eiga sér stað bakvið
tjöldin í Alþýðubandalaginu.
Þessi átök urðu skýr á lands-
fundi flokksins skömmu fyrir
áramót. Þar komu andstæðingar
Svavars Kristínu Á. Ólafsdóttur
í embætti varaformanns. Eftir
þann fund var látið út á við eins
og ekkert hefði markvert gerst.
Næst blossuðu átökin upp vegna
forvalsins á borgarstjómarlista
Alþýðubandalagsins. Þá réðust
andstæðingar Svavars á Siguijón
Pétursson, sem hélt velli. Enn
var látið eins og ekkert hefði
gerst. I þriðja sinn blossuðu átök-
in upp vegna þess, hvemig Þjóð-
viljinn skrifaði um kjarasamning-
ana á liðnum vetri. Þá var gerð
atlaga að Ásmundi Stefánssyni,
forseta Alþýðusambandsins. I
Úórða sinn fór allt á annan
endann, þegar Siguijóni Péturs-
syni var bolað út úr sjónvarps-
þætti kvöldið fyrir kjördag.
Vegna misheppnaðrar fram-
göngu Össurar Skarphéðinsson-
ar þar töldu stuðningsmenn
Svavars, að þeir gætu sett hon-
um ritstjórastól fyrir dymar á
Þjóðviljanum og voru fullvissir
um sigur, þegar Svavar leyfði
þeim að nota sig í orrustunni um
yfírráðin yfír Þjóðviljanum, enda
mikið í húfí, sjálft flokksmál-
gagnið. En Svavari var hafnað;
andstæðingar hans fagna sigri
og stuðningsmennimir efast um
heilindi hans.
Orrustur hafa verið háðar
innan Alþýðubandalagsins en
stríðinu er ekki lokið. Vígstaða
flokksformannsins, kommúnista-
lgamans og verkalýðsforingja
hefur versnað til muna við úrslit
síðustu orrustu. Tapi þessi öfl
oftar með sama hætti hleypur
flótti í lið þeirra til hins flokksins
innan Alþýðubandalagsins.
Eigxim engan auð meiri en
þann, sem í þjóðinni sjálfri býr
Avarp forsætisráðherra, Stein-
gríms Hermannssonar, 17.júní
Góðir íslendingar
Þetta er fíórða árið, sem ég
ávarpa ykkur á þjóðhátíðardegin-
um. í mínum huga skipar 17. júní
sérstakan sess, og svo veit ég að
er um aðra íslendinga. Á þessum
degi eru deilumálin lögð til hliðar,
en um það rætt, sem sameinar
okkur og tengir þjóðina landinu.
Svo mætti oftar vera, því eins og
Tómas Guðmundsson lét Fjallkon-
una flytja þjóðinni 17.júní 1950;
„Þáerþín hamingja
efhvorkimá
heift né hyggja flá
hugþinn vinna“.
Sameinuð getur íslenska þjóðin
leyst hvem þann vanda, sem að
steðjar, það sanna dæmin. Fyrir
þremur árum horfði til stórra vand-
ræða í efnahagsmálum landsins.
Stórfelldum erfíðleikum, og líklega
meiri en við gerum okkur grein
fyrir, var afstýrt. Það tókst vegna
skilnings og stuðnings almennings.
Og énn mun mikill áfangi nást,
e.t.v. í raun meiri en 1983. Það
tekst með samstilltu átaki laun-
þega, atvinnurekenda og ríkisvalds.
Þannig er settum markmiðum náð;
„er kraftamir safnast og sundmng-
injafnast".
Hin hraða hjöðnun verðbólgu án
atvinnuleysis hefur vakið athygli
víða erlendis. Oft hef ég verið að
því spurður, hvemig slíkt hafí verið
unnt. Ég hef í raun ekki fundið
annað betra svar en að vísa til þess
almenna og víðtæka skilnings, sem
þegnar þessa lands hafa sýnt á
þeirri staðreynd, að þeirra eigin
hagur og jafnvel sjálfsforræði þjóð-
arinnar er óaðskiljanlega háð heil-
brigðu efnahagslífí.
Þótt mikið hafí á unnist, fer því
þó víðsfjarri að verkinu sé lokið.
Svo verður reyndar aldrei. Baráttan
er ævarandi. Breytingar verða með
vaxandi hraða og framfarir em
þjóðinni nauðsynlegar. Þótt á hátíð-
isdegi sé, ætla ég að leyfa mér að
nefna nokkur þau verkefni, sem ég
tel mikilvægust.
Verðlag má aldrei fara úr bönd-
um á ný. Um það verða menn að
sameinast. Það hefur reynslan
kennt okkur.
Erlendar skuldir þjóðarinnar em
of miklar. Á næstu ámm er nauð-
synlegt að draga markvisst úr þeim.
Það mun kosta nokkrar fómir, en
miklar vaxtagreiðslur af erlendum
lánum er blóðtaka, sem þjóðin verð-
ur að losa sig við.
Fjölbreytni og öryggi atvinnulífs-
ins ber að auka. Sjávarútvegur mun
verða meginstoð um langan aldur,
og hann má auka og bæta. En á
ýmsum nýjum sviðum em vaxtar-
líkur mestar. Það er okkur skylt
að nýta, og reyndar hasla nú margir
dugmiklir einstaklingar sér völl í
nýjum atvinnuvegum og greinum.
En þótt kostimir séu margir,
eigum við þó engan auð meiri en
þann, sem í þjóðinni sjálfri býr,
einkum æsku þessa lands. Eitt sinn
spurði ég erlendan sérfræðing að
því, hvar hann teldi möguleika
okkar íslendinga mesta. Hann svar-
aði án tafar: „Á sviði hugbúnaðar
og ýmiss konar þekkingar. Þið ís-
lendingar emm vel menntuð þjóð,
talið margir erlend tungumál og
emð frægir fyrir mikinn fíölda
ágætra skákmanna. Það em sömu
: þæfíleikar og hátækniiðnaðurinn
'lcrefst".
Þetta svar hef ég oft hugleitt og
sannfærst um það betur og betur,
að það er rétt. Þekkingin er gmnd-
völlur nútíma atvinnulífs, ekki síst
hjá smáþjóð, sem verður að byggja
á gæðum og hugviti. Á vísindi,
rannsóknir og góða menntun ber
því umfram allt að leggja ríka
áherslu.
Þeim sem eldri em hættir til
þess að vanmeta æskuna og telja
hana í flestu standa að baki æsku-
fólki fyrri ára. Þetta er mikill mis-
skilningur. Margt hefur að sjálf-
sögðu breyst í hugsun, fari og fram-
komu ungmenna. Það liggur í hlut-
arins eðli, tímamir em gjörbreyttir.
Af kynnum mínum af æskufólki hef
ég sannfærst um, að það ber þó
ekki síður í bijósti nú en fyrr sterkar
taugar til lands, þjóðar og tungu,
og það er víðsýnna og betur mennt-
að en fíöldinn var áður. Ef við, sem
nú ráðum, skilum traustu og heil-
brigðu íslandi, óttast ég ekki um
framtíð lands og þjóðar í höndum
þeirrar æsku, sem nú elst upp.
Góðir íslendingar,
Ef friður helst í heiminum, er
framtíð okkar lands björt, svo segir
mér hugur, en hún mun verða mikið
breytt frá því, sem við þekkjum.
Framfarir og hraði breytinganna
eykst stöðugt. Þær verða ekki
stöðvaðar, hvort sem mönnum líkar
betur eða verr, enda engin ástæða
til þess. Ef við höfum vit og þor
til að nýta okkur framfarimar eins
og okkur hentar, eiga breytingamar
að stuðla að bættu mannlífí, sem
er að sjálfsögðu það megin mark-
mið, sem okkur sameinar. Til þess
höfum við betri aðstöðu en nokkur
önnur þjóð sem ég þekki.
Ég óska íslendingum nær og fíær
gleðilegrar hátíðar og glæstrar
framtíðar, góðs mannlífs í fögru
landi.
Ávöxtunarsjóðir og
starfsemi þeirra
eftir Davíð Björnsson
í maí síðastliðnum var ár liðið
frá því að starfræksla fyrstu
tveggja ávöxtunarsjóðanna hér-
lendis hófst. Fram hefur komið að
samanlögð eign þessara tveggja
sjóða er hátt í sjöhundruð milljónir
króna og þar með er ljóst að
allnokkur hluti innlends spamaðar
hefur leitað í þetta form. Þessi þró-
un er síður en svo nokkurt sérís-
lenskt fyrirbrigði heldur einungis
endurspeglun af því sem verið hefur
að gerast undanfama áratugi í
vestrænum ríkjum. í þessari grein
verður farið nokkrum orðum um
ávöxtunarsjóði og starfsemi þeirra
og hlutverki lýst. Þá verður því lýst
hvemig fé lagt í ávöxtunarsjóð er
tryggt, t.d. samanborið við fé lagt
í banka.
Hvað er ávöxtunar-
sjóður?
Ávöxtunarsjóðir hafa starfað
lengi í þeim löndum þar sem verð-
bréfaviðskipti eru hvað þróuðust. í
Bandaríkjunum starfa þúsundir
slíkra sjóða, sem kallaðir eru
„mutual funds". í Bretlandi em
starfandi hátt á níunda hundrað
sjóða, sem þar kaliast „unit trusts".
Auk þess em sjóðir starfandi í flest-
um hinna nágrannalandanna.
Ávöxtunarsjóðir hafa á liðnum
ámm þróast upp í það að verða
sífellt mikilvægari milliliður milli
smærri sparifjáreigenda og fíár-
magnsmarkaðarins. Starfsemi
ávöxtunarsjóða felst í því að safna
saman fíárhæðum frá hveijum ein-
stökum sparifjáreiganda með því
að gefa út og selja eigin skuldabréf.
Það fé sem þannig safnast er síðan
ávaxtað með ýmsum hætti, mis-
munandi hjá hveijum sjóði. Sjóðir
geta valið um að fíárfesta í hluta-
bréfum, skuldabréfum, hrávöm-
samningum, málmum eða öðra því
sem talið er að gefa muni góða
ávöxtun. Yfirleitt sérhæfa sjóðimir
sig mjög og eiga nær eingöngu
viðskipti á einum hluta markaðar-
ins. Þannig em til sjóðir, sem kaupa
eingöngu hlutabréf í stærstu fyrir-
tækjum, aðrir gætu fjárfest ein-
göngu í ríkisskuldabréfum, enn
aðrir eingöngu keypt skuídabréf
fyrirtælqa af hæsta gæðaflokki og
svo framvegis.
Islenskir ávöxtunar-
sjoðir
Hér á landi em starfandi tveir
ávöxtunarsjóðir eins og fyrr var
nefnt. Þeir em ávöxtunarsjóðir
Hávöxtunarfélagsins hf. og Verð-
bréfasjóðsins hf. Hávöxtunarfélagið
hf. gefur út Einingabréf og Verð-
bréfasjóðurinn hf. gefur út Kjara-
bréf. Bréf þessi hafa nú verið á
markaðnum í rúmt ár og hafa hlotið
góðar undirtektir spariQáreigenda.
Segja má að íslensku ávöxtunar-
sjóðimir hafí nær eingöngu lagt fé
í skuldabréf, enda em aðstæður hér
á landi þær, að önnur form fíárfest-
inga em ekki jafn hagstæð. Hins
vegar er viðbúið, breytist aðstæður
í þjóðfélaginu þannig að önnur form
fíárfestinga verði jafn hagstæð eða
hagstæðari sparifjáreigendum en
ávöxtun á skuldabréfamarkaði er
nú, að sjóðimir breyti ráðstöfun
fíármagns síns eða stofnaðir verði
aðrir ávöxtunarsjóðir, sem fíárfesti
á annan hátt en þeir sjóðir sem nú
em starfandi. Samkvæmt upplýs-
ingum sjóðanna tveggja sem hér
starfa, hafa þeir iagt mesta áherslu
á verðtryggð skuldabréf með veði
í fasteign, en einnig hafa verið
keypt ríkisskuldabréf með ábyrgð
banka eða sveitarfélaga og bréf
með sjálfskuldarábyrgð. Báðir sjóð-
ir hafa nýlega auglýst 54% ávöxtun
fyrsta árið þegar ekki hefur verið
tekið tillit til innlausnargjalds sem
er 2—3%. Þessi ávöxtun svarar til
um það bil 20% vaxta umfram
verðbólgu.
Helstu kostir
ávöxtunarsjóöa
Fyrir hinn almenna spari^áreig-
anda, sem hyggst ávaxta fé sitt á
fíármagnsmarkaði hefur það
nokkra kosti í för með sér að gera
það óbeint með þátttöku í ávöxtun-
arsjóði í stað þess að taka beinan
þátt í markaðnum með verðbréfa-
kaupum. Þessir kostir felast í:
— dreifingu áhættu
— féð er nær óbundið
— hægt er að ávaxta smærri upp-
hæðir en áður á verðbréfamark-
aði.
Hvað dreifíngu áhættu viðvíkur
er ljóst að ávöxtunarsjóður, sem á
hundmð eða þúsundir bréfa, getur
dreift áhættu sinni miklu meir en
hver einstakur spariíjáreigandi
gæti. Sá sem tekur þátt í ávöxtun-
arsjóði með kaupum á Einingabréf-
um eða Kjarabréfum á þar með
tilkall til ákveðins hluta eigna sjóðs-
ins í heild, en ekki tilkall til ákveð-
ins bréfs eða bréfa. Þetta er einn
stærsti kosturinn fyrir þá sem taka
þátt í sjóðunum, þar sem þetta
tryggir það að jafhvel þó að skulda-
bréf í eigu sjóðsins glatist af ein-
hveijum orsökum tapar hver ein-
stakur aðili, sem tekur þátt í sjóðn-
um einungis örlitlu broti af heildar-
eign sinni. — Annar umtalsverður
kostur við að fjárfesta með milli-
göngu ávöxtunarsjóðs er sá að féð
er mun óbundnara en ella. Ávöxtun-
arsjóðir innleysa eigin bréf með
skömmum fyrirvara, en ef sparifjár-
eigendur fíárfestu í bréfum á eigin
spýtur þyrftu þeir annaðhvort að
bíða eftir afborgun af þeim bréfum
sem þeir kaupa, eða selja þau aftur
á markaði. Endursala á markaði
er hins vegar ekki alltaf trygg og
getur tekið tíma. Samkvæmt upp-
lýsingum forráðamanna íslensku
sjóðanna, sem birtust í Morgun-
blaðinu hinn 29. maí sl., hafa Ein-
ingabréf verið innleyst samdægurs
Davíð Björnsson
„Ávöxtunarsjóðir hafa
á liðnum árum þróast
upp í það að verða sí-
fellt mikilvægari milli-
liður milli smærri spari-
fjáreigenda og fjár-
magnsmarkaðarins.
Starfsemi ávöxtunar-
sjóða felst í því að safna
saman fjárhæðum frá
hveijum einstökum
sparifjáreiganda með
því að gefa út og selja
eigin skuldabréf. Það
fé sem þannig safnast
er síðan ávaxtað með
ýmsum hætti, mismun-
andi hjá hveijum sjóði.“
gegn 2% innlausnargjaldi, en Kjara-
bréf að tveimur dögum liðnum gegn
2% innlausnargjaldi eða samdægurs
gegn 3% innlausnargjaldi. — Þriðji
kosturinn við að taka þátt í verð-
bréfamarkaðnum í gegnum ávöxt-
unarsjóð er sá, að smærri upphæðir
em alveg jafn gjaldgengar á mark-
aðnum. Án ávöxtunarsjóðs þarf
ákveðna lágmarksupphæð til að
tali-n hátt í vprðhréfaviðskintum. har
sem verð á venjulegum skuldabréf-
um er yfirleitt það hátt að það er
ekki á allra færi að kaupa þau. Auk
þess þarf mikla fjármuni til að
kaupa jafn mörg bréf og æskilegt
væri, til að heppileg áhættudreifíng
náist. Nú er hægt að taka þátt í
verðbréfamarkaðnum fyrir 5—8
þúsund krónur, en áður vom al-
gengustu einingar á markaðnum á
bilinu 50 til 100 þúsund krónur.
Þá má nefna að starfsmenn ávöxt-
unarsjóðanna era flestir sérfræð-
ingar í verðbréfaviðskiptum og
þekkja þar af leiðandi þær gryíjur,
sem varast þarf í þeim. Með vaxandi
hlutverki þeirra á verðbréfamark-
aðnum má því ætla að öryggi hans
aukist enn.
Tryggjng- þeirra, sem
taka þátt í
ávöxtunarsj óðum
Sparifjáreigendur hljóta ávallt að
vilja vita hvemig sparifé þeirra er
tryggt, hvort sem þeir ávaxta pen-
inga með því að leggja þá í banka
eða með öðram hætti. Trygging
þeirra sem taka þátt í ávöxtunar-
sjóðnum er sú eign, sem sjóðurinn
myndar. Sú eign getur verið mis-
munandi eftir því á hvaða sviði sjóð-
urinn starfar, en hér á landi felast
eignir ávöxtunarsjóðanna í skulda-
bréfum, eins og fyrr var nefnt. Sú
trygging, sem stendur að baki þeim,
er ýmist fasteignaveð, ábyrgð
banka, ríkissjóðs eða sveitarfélaga,
eða sjálfskuldarábyrgð þeirra aðila,
sem sjóðimir meta nægilega
trygga. Þessar tryggingar em svip-
aðar og bankar krefjast er þeir ráð-
stafa fé sínu til útlána. Öryggi þess
fjár, sem lagt er í ávöxtunarsjóði
ætti því að vera tryggt.
Ljóst er af viðtökum þeim, sem
íslensku ávöxtunarsjóðimir hafa
hlotið, að starfsemi þeirra á eftir
að eflast vemlega á næstu ámm.
Stofnun þeirra var mjög merkur
áfangi í þeirri þróun íslensks ijár-
magnsmarkaðar, sem orðið hefur á
sfðastliðnum þremur til fjórum
ámm. Nokkuð hefur hins vegar
skort á að menn gerðu sér fyllilega
grein fyrir því hvers eðlis starfsemi
ávöxtunarsjóðanna er, og má líta á
þessa grein sem tilraun til að bæta
úrþví.
Höfundur er rekstarhagfræðing-
ur og deildarstjári verðbréfadeild-
ar Kaupþings hf.
AF ERLENDUM VETTVANGI
David Owen leiðtogi breskra sósíaldemókrata og David Steel formaður Frjálslynda flokksins deila
nú hart um afstöðu Bandalags þessara flokka kjarnorkumála.
Kosningabandalagið í Bretlandi:
Harðar deilur
um kjamorkumál
Harðar deilur hafa nú risið í Bandalagi breskra sósíaldemó-
krata og frjálslyndra um varnarmál. Er talið að þessi ágreiningur
sé hinn mesti, sem komið hefur upp síðan Bandalagið var myndað
fyrir fimm árum, og geti haft áhrif á gengi þess í næstu kosning-
unum.
Deilan á rætur að rekja til
skýrslu sameiginlegrar nefndar
Bandalags flokkanna um vamar-
og afvopnunarmál. í skýrslunni,
sem unnið hefur verið að í marga
mánuði og gerð var opinber í síð-
ustu viku, segir að fresta skuli
ákvörðun um afstöðu Bandalags-
ins til þess hvort Bretar skuli
halda við kjamorkuvopnabúri sínu
í vamar-og öryggisskyni.
Nú er ljóst að Polaris-kafbátar
Breta verða úreltir eftir nokkur
ár, og hefur stjóm Thatchers
ákveðið að í stað þeirra skuli koma
kafbátar af Trident-gerð, sem
hafa fleiri langdrægar eldflaugar.
I skýrslunni er komist að þeirri
niðurstöðu að Polaris-kafbátamir
dugi þangað til um miðjan næsta
áratug, og því skuli ákvörðun um
endumýjun þeirra tekin með tilliti
til afvopnunarviðræðna stjórveld-
anna og afstöðu annarra Évrópu-
þjóða í þessu máli. Einnig verði
reynt að treysta fælingarmátt
breska heraflans með öðmm að-
ferðum en þessum.
Djúpstæður ágrein-
ingur
David Owen leiðtogi sósial-
dmókrata vill að Bretar hefji nýja
eldflaugaáætlun f því skyni að
leysa Polaris-kafbátana af hóimi.
Margir flokksbræðra Davids Steel
formanns fijálsynda flokksins
styðja hins vegar einhliða kjam-
orkuafvopnun Breta. Þeir em því
ósammála Owen um að Bretar
skuli yfírleitt eiga nokkur kjam-
orkuvopn, hvað þá að endumýja
þau sem fyrir eru.
Ágreiningur flokkanna tveggja
kom greinilega í ljós eftir að
skýrslan var birt, en þá sagði
Owen að taka yrði afstöðu til
málsins nú. Annað væri veikleika-
merki, sem gæti reynst Bandalag-
inu dýrkeypt í næstu kosningum.
Að hans dómi er nauðsynlegt að
Bretar endumýi kjamorkuvopna-
búr sitt til halda fælingarstyrk
sínum. Það sé ekki vænn kostur
í öryggismálum Vestur-Evrópu
að treysta einvörðungu á hefð-
bundin vopn: „Mestu máli skiptir
að Frakkar verði ekki eina Evr-
ópuþjóðin, sem jrfír kjamorku-
vopnum ráða,“ segir Owen.
Hins vegar er David Steel
samþykkur þeirri málamiðlun,
sem felst i niðurstöðu skýrslunn-
ar, og brást hann harkalega við
ummælum Owens. Hann sagði að
gætu flokkamir ekki komið sér
saman um stefnumál í stjómar-
andstöðu, þá vaknaði sú spuming
hvort það væri unnt í ríkistjóm.
Steel vísaði einnig á bug þeirri
tillögu Owens, að flokkamir
gengju óbundnir til kosninga í
þessu máli ef ekki næðist sam-
komulag um það. Steel sagði að
næði hugmynd Owens fram að
ganga, kynni það að hafa alvar-
legar afleiðingar í för með sér.
Að visu væri ekki sjálfgefíð að
Bandalagið klofnaði, en líkumar
á því mundu vissulega aukast.
Hann kvaðst þó vona að Owen
snerist hugur, þar sem sú mála-
miðlun sem kæmi fram í skýrsl-
unni væri besta lausnin eins og
málum væri nú háttað.
Gagnrýni á Owen
innan f lokksins
En það var ekki aðeins Steel
sem deildi á Öwen fyrir afstöðu
hans í þessu máli, heldur líka
áhrifamenn úr flokki sósíaldemó-
krata sjálfra. Bæði formaður og
varaformaður flokksins, Shirley
Williams og William Rodgers,
hvöttu Owen til að leita sátta, svo
þessi ágreiningur stofnaði ekki
samstarfssamningi flokkanna í
hættu. Haft var eftir Rodgers að
Owen væri „frábær leiðtogi, en
stundum of kreddufastur". Shir-
ley Williams staðhæfði að Owen
rangtúlkaði stefnu flokksins í
vamarmálum. Það væri markmið
flokksins að endumýja kjamorku-
vopnabúr Bretlands „ef það
reyndist nauðsynlegt".
Margir hafa þó tekið upp
hanskann fyrir Owen. John Cart-
wright talsmaður sósíaldemó-
krata í vámarmálum deildi t.a.m.
á Williams fyrir að gefa í skyn
að Owen væri einangraður í
flokknum í þessu máli, enda ættu
skoðanir hans í vamarmálum
miklu fylgi að fagna meðal sósíal-
demókrata. Einnig telja sumir að
eina leiðin til að auka fylgi Banda-
lagsins í næstu kosningum sé að
vinna stuðningsmenn hægri arms
Verkamannaflokksins og miðju-
manna í Ihaldsflokknum á sitt
band. Með öðmm orðum sé hér
um það að ræða að leggja snömr
fyrir kjósendur sem séu sama
sinnis og Owen í vamarmálum.
Hvað sem þessum vangaveltum
líður er greinilegt að djúpstæður
ágreiningur er milli flokkanna
tveggja um vamarmál. í skoðana-
könnun, sem gerð var meðal þing-
manna þeirra um afstöðuna til
kjamorkuvopna, kemur fram að
51% sósíaldmeókrata er fylgjandi
því að kjamorkuvopn Breta verði
endumýjuð, 24% á móti og 21%
óákveðnir. Hins vegar em 83%
þingmanna Fijálslynda flokksins
andvígir því og aðeins 6% með-
mæltir.
Reyna sáttaleiðina
Gera má ráð fyrir því að deil-
umar í Bandalaginu verði vatn á
myllu andstæðinga þess, íhalds-
flokksins og Verkamannaflokks-
ins. íhaldsmaðurinn Peter Walker,
sem er orkumálaráðherra, sagði
t.d. fyrir helgi að þjóðinni mætti
vera ljóst að Bandalaginu væri
ekki treystandi, þvi nú hefði það
í hyggju að taka upp svipaða
afstöðu og Verkamannaflokkur-
inn, sem vill einhliða kjamorkuaf-
vopnun.
Óttast margir að komi flokk-
amir tveir sér ekki saman um
þetta mál, kunni Bandalagið að
fá svipaða útreið og Verkamanna-
flokkurinn í sfðustu kosningum.
Af þeim sökum m.a. er Owen og
Steel í mun að ná sáttum. Samt
er næsta víst að þetta mál á eftir
að draga dilk á eftir sér, jafnvel
er ekki talið útilokað að Bandalag-
ið klofni ef deilumar magnast enn
frekar.
(Heimildir: The Economist,
Guardian, og Financial
Times.)