Morgunblaðið - 19.06.1986, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 19.06.1986, Qupperneq 47
47 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1986 Minning: Þórbjörg Sigur- steinsdóttir Fædd 12. október 1919 Dáin 9. júní 1986 í dag verður Þórbjörg Sigur- steinsdóttir kvödd hinstu kveðju frá Akureyrarkirkju. Hún var fædd 12. október 1919 að Dagverðar- tungu í Hörgárdal. Foreldrar henn- ar voru Septína Kristín Friðfínns- dóttir og Sigursteinn Steinþórsson, sem þá bjuggu í Ásgerðarstaðaseli, næstfremsta bæ í Hörgárdal. Þór- björg var yngst þriggja systkina og er þeirra fyrst tii að kveðja þennan heim langt um aldur fram. Elst er Sigríður, f. 1912, húsfreyja á Akureyri. Hún var gift Friðrik Jó- hannessyni frá Glerá og á einn son og eina fósturdóttur. Næstelstur er Steingrímur, f. 1914, fyrrverandi leigubílstjóri á Akureyri. Hann var kvæntur Láru Ágústsdóttur miðli. Þau áttu ekki böm en ólu upp dótt- urson Láru. Septína og Sigursteinn bjuggu á nokkrum bæjum í Hörgárdal en lengst af á Vindheimum. Bemsku- minningar Þórbjargar vom að mestu tengdar Vindheimum og það var gleðihreimur í röddinni þegar hún talaði um uppvaxtarár sín þar, og þegar hún minntist á dalinn sinn, Hörgárdal, sem henni þótti afar vænt um. sigursteinn faðir hennar veiktist af berklum og af þeim sökum missti hann hægri handlegg- inn. Þau hjónin bmgðu þá búi og fluttu í Glerárþorp haustið 1934. Þetta var fermingarárið hennar Þórbjargar og mér fannst á frásögn hennar að hún hefði kvatt sveitina sína með miklum söknuði. Sigur- steinn gerðist bensínafgreiðslumað- ur á Akureyri er hann komst til heilsu o g lét víst hvergi deigan síga, þótt hann væri einhentur. Þórbjörg hlaut sömu skólagöngu og flestir unglingar á hennar reki, en það var einungis bamaskólanám. Mér fínnst alltaf, að hún hefði átt að ganga menntaveginn. Hún var vel greind og hafði afburða fallega rithönd. Hún undi sér við bóklestur og hlustaði mikið á útvarp og horfði á sjónvarp sér til ánægju. Hún hafði mikla dómgreind til að bera og var mjög gætin í orðum, hallaði aldrei orði á neinn. Hún var vönduð bæði í orði og verki, tók lítið verkefni fyrir í einu, en leysti það vel af hendi. Þórbjörg var alvörugefin og ekki mjög lífsglöð. Hún var ekki mann- blendin, dul um eigin hagi, en vinur vina sinna. Þórbjörg var fríð kona og grann- vaxin, í meðallagi há með fallegt dökkt hár og grá augu, ætíð vel til fara og prúð í allri framgöngu. Er Þórbjörg var 19 ára gömul hóf hún sambúð með Haraldi Norð- flörð Ólafssyni frá Brekku í Glerár- hverfí. Hann var sonur Kristbjargar Jónsdóttur og Ólafs Jakobssonar. Haraldur var sjötti í röðinni af níu bömum þeirra hjóna, sem upp komust. Ólafur var ættaður frá Norðfirði og var kallaður Ólafur ellefu landa, vegna þess að hann hafði verið ámm saman í siglingum víða um heim. Haraldur var þremur ámm eldri en Þórbjörg, f. 22. októ- ber 1916. Hann var mjög myndar- legur maður, hár og herðabreiður, dökkhærður og brúneygður. Hann var glaðvær og hress í bragði, skapheitur og örgeðja. Hann hafði suðrænt yfírbragð, enda herma sögur að franskt blóð hafí mnnið í æðum hans eins og svo margra Austfirðinga. Haraldur og Þórbjörg hófu bú- skap í Glerárþorpi. Haraldur var sjómaður og síðar netagerðarmað- ur. Á köldum vetrardegi í febrúar 1939 fæddist þeim sonur. Hann var heldur óburðugur, fæddur sex vik- um fyrir tímann og var aðeins rúm- ar fímm merkur. Hjónin lögðu nótt við dag til þess að halda lífi í bam- inu og þau höfðu erindi sem erfíði, drengurinn lifír og heitir Bemharð Sigursteinsson Haraldsson. Hann er þeirra eina bam. Bemharð gekk menntaveginn og er nú skólameist- ari Verkmenntaskólans á Akureyri. Haraldur og Þórbjörg bjuggu fyrstu árin í Glerárþorpi, en fluttu árið 1943 í Geislagötu 37 og bjuggu þar í sambýli við foreldra Þórbjarg- ar. Árið 1949 flutti Sigríður systir Þórbjargar í Geislagötu 39, ásamt fjölskyldu sinni, og var ávallt mikill samgangur milli heimila þeirra systra og foreldra þeirra. Þórbjörg var heimavinnandi hús- móðir eins og flestar konur á þess- um ámm. Á sumrin fór hún oft í kaupavinnu vesturí Hörgárdal með son sinn með sér, en Haraldur var þá oftast á sfldveiðum. Nokkur sumur fór öll fjölskyldan í sfld til Siglufjarðar og hef ég heyrt margar skemmtilegar sfldarsögur frá þeim áram. Er sonur þeirra óx úr grasi fór Þórbjörg að vinna í kexverksmiðj- unni Lorelei. Þar vann hún uns verksmiðjan hætti starfsemi sinni árið 1966. Eftir það vann hún í Niðursuðuverksmiju Kristjáns Jóns- sonar. Þórbjörg talaði oft um árin sín í Lorelei og heyrðist mér, að það hefðu verið góð ár. Það urðu henni talsverð viðbrigði að hefja störf í Mosaeyðing! Mosi í görðum hefur lengi verið vandamál hjá garðeigendum. Nú býðst yður ný þjónusta. Við úðum grasflötina með sérstöku mosaeyöandi efni (hættu- lausu) og í framhaldi af því leiðbeinum við þór hvernig best sé að halda mosanum frá grasflötinni. Ath! Verð aðeins kr. 900 á meðalgarð með efni, vinnu og akstri. Pantanir í sima 25707 frá kl. 12 f.h. til 20 e.h. niðursuðunni. Það var mun erfiðari vinna og henni féll illa hávaðinn í vélasalnum en líkaði betur í kaffí- stofunni þar sem hún vann síðustu árin. Vinnuveitendur hennar og samstarfsfólk í niðursuðunni reynd- ust henni afar vel og vora henni notaleg á seinni áram þegar heilsu hennar tók að hraka. Haraldur Ólafsson missti heils- una langt um aldur fram. Seinustu árin sem hann lifði var hann öryrki. Þá hugsaði hann um heimilið og Þórbjörg vann í niðursuðunni. Haraldur var afar flinkur mat- reiðslumaður og naut sín vel við heimilisstörfin, þótt heilsan væri léleg. Hann lést 1. júlí 1971 aðeins 54 ára gamall. Missir Þórbjargar var mikill og má eiginlega segja, að hún hafí ekki borið sitt bar eftir lát Haralds. Árið 1977 seldi hún húsið í Geislagötu 37 og flutti í Skarðshlíð 4. Æðsta takmark Þórbjargar í líf- inu var að koma syni sínum til manns, þannig að hann yrði að minnsta kosti jafnoki samferða- manna sinna. Sömu umhyggju bar hún fyrir bamabömunum sínum fjóram. Hún gerði engar kröfur sjálfri sér til handa. Henni fannst hún alltaf hafa nóg af öllu og var treg til að taka þátt í lífsgæðakapp- hlaupinu og veita sér það sem öðr- um fínnst sjálfsagt. Hún var ákaf- lega heimakær og hún átti góða nágranna í Skarðshlíð 4. Einnig var Sigríður systir hennar vakin og sofín yfir velferð hennar. Við Þórbjörg kynntumst fyrir 20 áram, þegar ég varð tengdadóttir hennar. Það fór alltaf vel á með okkur, þótt við kæmum úr ólíku umhverfí og hefðum um margt ólík- ar skoðanir. Hún hafði mikla ánægju af bamabömum sínum Qór- um, Haraldi, Hans Braga, Amdísi og Þórdísi. Sérstaklega vora þau samrýmd hún og Haraldur. Hann var augasteinninn hennar, enda áttu þau lengsta samleið. Á síðastliðnu hausti kenndi hún mikils slappleika og er nánar var að gáð reyndist vágestur á ferð. Krabbamein lagði hana að velli á nokkram mánuðum. það var átak- anlegt að fylgjast með þeirri viður- eign. Það má eiginlega segja, að hun hafí ekki litið glaðan dag frá því hún lagðist inn á sjúkrahús í desember og þar til yfír lauk 9. júní síðastliðinn. Þórbjörg var mjög trúuð á fram- haldslíf og las mikið um dulræn efni. Ég trúi að það hafí veitt henni styrk. Ég þakka henni samfylgdina, sem var alltof stutt, og bið henni blessunar á ókunnum slóðum. Guð blessi Þórbjörgu. Ragnheiður Hansdóttir VERKFRÆÐISTOFUR, PRENTSMBJUR, AUGLÝSINGASTOFUR, BNSKÓLAR, TÆKNISKÓLAR, MYNDLISTARSKÓLAR OG HEDifflJ. Á ÖLLUM ÞESSUM STÖÐUM ERU NE0LT TEKNIB0RÐ OG FYLGIHLUTIR ÞEIRRA ÓMISSANDI. ?að er gott að eiga annað borð heima iyrst maður vinnur á annað borð heima r ji fyiir ar fyiir 4 til 14 Teikniboi I til heimanotr KL teflcoi él NEOLT vömmax em framleiddar af einum stærsta teiknivöruframleiðanda í heimi. Þær em vandaðar og á hagstæðu verði. NEOLT teikniborð em nú í vaxandi mæli einnig notuð við teiknivinnu í heimahúsum. Þau em óneitanlega þægilegri en eldhúsborðið eða borðstofuborðið. Við NEOLT teikniborðið ertu alltaf í réttum stellingum og reynir ekki um of ó bakið. Að lokinni notkun má leggja það saman. Þannig geymist það auðveldlega til dæmis á bakvið hurð. Það ber mörgum saman um að gott sé að eiga annað borð. Nú er nýkomið frá NEOLT: Teikniborð, margar gerðir og stærðir með stillanlegri hæð og halia. KL teiknivélar, sem em arftakar JOKER teiknivélanna. Hirslur fyrir teikningar, bæði skápar til að geyma hangandi teikningar, skúffuskópar og grindur fyrir teikningar. Ljósaborð í þremur stærðum með fjórum útfærslum. Hæð og halli stillanlegt. Hjólaskápar fyrir ýmsa smóhluti og skjöl. Lampar og aðrir fylgihlutir, svo sem pennabakkar og rennur. ALLT í EINNI FERÐ CM3 Hallarmúla 2 Sími 83211

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.