Morgunblaðið - 19.06.1986, Síða 57
MORGTJNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. JÚNÍ 1986
57
Einar fer í
keppnisför
Morgunblafiiö/Ó8kar Sœmundsson
• Hannas Eyvindsson, GR, stilllr sig hér af fyrir eitt púttið f kappn-
inni á Hvaleyrinni á sunnudaginn.
StigamótGÍígolfi:
Hannes og Ragn-
hildur sigruðu
EINAR Vilhjálmsson spjótkastari
verður i eldlínunni nœstu vikur
því á iaugardag hefst hjá honum
keppnistörn. Keppir hann 6 mót-
um í fjórum löndum a.m.k. áður
en hann kemur til íslands aftur,
en hann hyggst keppa á Laugar-
dalsvelli um miðjan júlí.
Einar keppir á stórmóti í London
á laugardag. Þaðan liggur leiðin til
Borlange í Svíþjóð, þar sem hann
keppir næstk. þriðjudag. Frá Sví-
þjóð heldur hann til Noregs og
keppir í bænum Byrkjelo á vestur-
ströndinni28.júní.
Að loknu mótinu í Byrkjelo fær
Einar vikuhvíld til æfinga í Noregi
áður en hann heldur til Sovétríkj-
anna. Hefur honum verið boðið til
vináttuleikanna, sem haldnir verða
í Moskvu 5.-20. júlí nk. Til mótsins
hefur verið boðið 3.500 íþrótta-
mönnum frá 50 löndum. Auk frjáls-
íþrótta veröur þar keppt í körfu-
knattleik, hnefaleikum, hjólreiðum,
dýfingum, iisthlaupi á skautum,
fimleikum, handknattleik, júdó,
nútíma fimmtarþraut, róðri, sundi,
tennis, sundknattleik, blaki, lyft-
ingum, glímu og siglingum. Mót
þetta verður haldið á tveggja ára
fresti, til skiptis i Bandaríkjunum
og Sovótríkjunum.
DAGUR lelkflminnar er 6 morgun.
Ungmenna- og fþróttahreyflngin
hefur í samvinnu við heilbrigðis-
yfirvöld og fjölda annarra sam-
taka skipulagt fþróttadagskrá
fyrir almenning á Jónsmessu.
Trimmdagar þessir verða á
morgun, föstudag, laugardag og
sunnudag. Á morgun munu fim-
leikafélög og íþróttafólög á hinum
ýsmu stöðum á landinu skipu-
leggja leikfimi á íþróttasölum. Leik-
fimin hefst kl. 16.00 og sjá leið-
beinendur eða íþróttakennarar um
kennsluna sem hefst á hálftíma
fresti til kl. 20.00. Ekkert þátttöku-
gjald er og allir hvattir til að not-
færa sér þetta tækifæri.
Laugardagurinn verður helgað-
ur sundinu. Sundfélög og íþrótta-
Einar er að hefja keppni fyrir
alvöru og hefur náð sér af meiðsl-
um, sem settu stórt strik í reikning-
inn í fyrra og komu i veg fyrir sigur
hans í Grand Prix-keðjunni. Er við
því að búast að Einar færi sig upp
afrekaskrána í spjótinu, en hann
er nú í 21. sæti. Skráin leit annars
út sem hér segir undir lok síðustu
viku:
83,68 Vlktor Jevsukov, Sovétr.
82.78 Darryll Brand, Bratlandl
82,24 Klaus Tafelmeyer, V-Þýzkal.
81,72 Roald Bradatock, Bretlandi
81.72 Sappo Rity, Flnnlandl
81,02 Volkar Hadwlch, A-Þýzkal.
80,74 Patar Borglund, SvlþjóA
80,60 Lav Shatllo, Sovétr.
80,02 Sargal Gavraa, Sovétr.
78,88 Brlan Crouaar, Bandar.
78.78 Mlka Hill, Bratlandi
79,48 Tom Patranoff, Bandar.
78,26 Sigurður Elnaraaon
79,14 Bob Roggy, Bandar.
79,06 Jyrkl Blom, Bandar.
79,04 Mlka Mahovllc, Kanada
78,86 Dag Wannlund, Svfþjóð
78,80 Halno Puuste, Sovétr.
78,80 Katauhiro Mlaoguchi, Japan
78.72 Garald Weiaa, A-Þýzkal.
78,80 Elnar Vilhjélmaaon
78,36 Jan-Olof Johanaaon, SvlþJ.
78,18 Mattl Korta, Flnnlandl
78,08 Normunda Plldavaa, Sovétr.
77,70 Thomaa Schigfar, A-Þýzkal.
77,62 Raldar Lorantzan, Noragl
77,64 Marak KalaU, Sovétr.
77,62 WoHram Gambka, V-Þýzkal.
77,40 Jurl Zhlrov, Sovétr.
77,28 Vladlmir Gavrilajuk, Sovétr.
félög, hvert á sfnum stað, skipu-
leggja sundið. Allar sundlaugar á
landinu verða opnar og verður
aðgangur ókeypis að laugunum.
Engin lágmarksvegalengd er og
ekkert þátttökugjald. Leiðbeinend-
ur verða við til að gefa fólki góð
ráð frá kl. 08.00-11.00 og
13.00-16.00.
Dagur gönguferða og skokks
verður svo á sunnudaginn. íþrótta-
félög hvert á sínum stað skipu-
leggja göngu- og skokkbrautir og
er hægt að fá nánari upplýsingar
hjá næsta íþróttafélagi. I Reykjavík
skipuleggur FRÍ skokk á tveimur
stöðum, í Laugardal á trimmvellin-
um og í öskjuhlíð á móts við Hótel
Loftleiðir. Leiðbeinendur verða á
staðnum og verður lagt af stað á
hverjum heilum tíma frá kl. 10.00
til 15.00. Ferðafélag íslands og
Útivist efna til sérstakra göngu-
ferða á þessum degi. Sólstöðu-
gangan veröur í Reykjavík á laugar-
daginn.
Hæfileg hreyfing er öllum nauð-
synleg, ekki síður fullorðnum en
börnum. Almenn umræða um holla
hreyfingu og heilbrigöa lífshætti
er af hinu góða en það nægir þó
ekki því framkvæmdin sjálf, þ.e.
HANNES Eyvindsson, GR, og
Ragnhildur Sigurðardóttir, GR,
urðu sigurvegarar á öðru stiga-
þátttakan, verður að fylgja í kjölfar-
ið ef árangri á að ná.
TRIMMDAGAR í Hafnarfirði dag-
ana 20., 21. og 22. júnf undir
kjörorðinu „Heilbrigt Iff — Hagur
allra“.
20. júnf — Dagur leikfiminnar
í íþróttahúsi Víðistaðaskóla
hefst leikfimi kl. 16.00 og sjá leið-
beinendur frá fimleikafélaginu
Björk um tilsögn, sem hefst á hálf-
tíma fresti til kl. 18.00. Ekkert þátt-
tökugjald.
21. júnf — Dagur sundsins
Sundhöllin verður opin frá kl.
7.00 til kl. 16.00. Leiðbeinendur
verða frá Sundfélagi Hafnarfjarðar.
Engin lágmarksvegalengd. Að-
gangur ókeypis þennan dag.
22. júnf — Dagur skokks og
gönguferða
móti Golfsambands íslands, sem
fram fór á Hvaleyrarvelli f Hafnar-
firði á laugardag og sunnudag.
Golfklúbburinn Keilir í Hafnarfirði
sá um mótið og voru keppendur
33 alls, 26 í karlaflokki og 7 í
kvennaflokki. Völlurinn var 9 holur.
Veður var slæmt fyrri daginn en
seinni daginn rættist úr því.
Úrslit urðu sem hér segir:
Karlar Högg
Hannes Eyvindsson, GR 306
Ragnar Ólafsson, GR 207
Sigurður Hafsteinsson, GR 314
Konur
Ragnhildur Sigurðardóttir, GR 359
Steinunn Sigurðardóttir, GR 364
Kristín Þorvaldsdóttir, GK 369
Jóhanna Ingólfsdóttir, GR 369
Kristín sigraði Jóhönnu í umspili
um þriðja sætið.
Jónsmessu-
mót GR
ANNAÐ kvöld fer fram árlegt
Jónsmessumót hjá golfklúbbi
Reykjavfkur. Tekið var upp breytt
fyrirkomulag á þessu móti f fyrra
með þelm árangri að yfir hundrað
þátttakendur voru.
Segja má að árangur skipti ekki
öllu máli, heldur ánægjan af þvf
að vera með og skemmta sér með
góðum félögum. Keppendur munu
mæta í golfskálann um kl. 20.00,
eftir undirbúning verður haldiö út
á völl og leiknar 12 holur, þannig
að tveir og tveir leika saman.
Skokkað verður í miðbænum.
Safnast verður saman við Spari-
sjóöinn kl. 10.00 f.h. Lúðrasveit
Hafnarfjarðar spilar. Skokkið hefst
kl. 10.30 f.h., vegalengdir við allra
hæfi. Þátttakendur fá Svala. Frjáls-
íþróttadeild FH sér um skokkið.
Gönguferð: Gengið verður frá
Höskuldarvöllum um Sog að
Djúpavatni og komið niður á
Lækjarvelli. Rútuferðir frá íþrótta-
húsinu v/Strandgötu kl. 13.15.
Leiðsögumenn verða með í ferð-
inni. Þetta er kjörin fjölskylduferð.
Ferðin er ókeypis. Ferðafélag fs-
lands sér um ferðina. Munið að
klæðast með tilliti til veðurs.
Allir þátttakendur í Trimmdög-
um fá viðurkenningu.
Morgunblaðlð/Július
• Aðstandendur trimmdaga ÍSf. Frá vinstri: Sigurður Magnússon, framkvæmdastjóri ÍSf, Þórunn Páturs-
dóttir, Hermann Nfelsson og Ásbjörg Gunnarsdóttir. Auk þess eru f trimmnefnd ÍSÍ Páll Olafsson, Jóhann
Helðar Jóhannsson og Hermann Sigtryggsson.
Trimmdagar ÍSÍ:
Dagur leikfiminnar á morgun
Trimmdagar í
Hafnarfirði
Stærðir: extra small —
extra large, kr. 1.399.
Stutterma-
bolir
100%bómull
Stærðir: extra small —
extra large, kr. 518.
Netbolir
100% bómull
Stærðir: 3—8, kr. 586.
Heildsölubirgðir,
sími 10330.
SPOWÖRUmSLUN
JNGOLFS
ÓSKARSSONAR
Klapparstíz 40.
Á HORNI KLAPtmTÍGS
og mmsGöTu
S:i17S3
Póstsendum.