Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1986 Islendingar í hæsta fjalli N-Ameríku: Urðu að hætta við vegna kulda TVEIR ungir íslendingar úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi, þeir Björgvin Richardsson og Óskar Þorbergsson, gengu á Mt. McKinley i Alaska, sem er hæsta fjall Norður-Ameríku, eða 6.194 metra hátt, en urðu frá að hverfa þegar þeir áttu eftir rúma 650 metra á tindinn. I spjalli við Morgunblaðið í gær sagði Björgvin að þeir félagar hefðu lagt af stað að fjallinu hinn 11. júni og fóru fyrst að smáþorpinu Talke- etna. Að kvöldi sama dags fóru þeir flugleiðis að rótum fjallsins. „Það var flogið með okkur inn á jökul og þaðan gengum við um 15 Mál Þýzk- íslenzka tilRLR Skattrannsóknarstjóri ríkis- ins sendir skattamál fyrirtækis- ins Þýzk-íslenska hf. að Lyng- hálsi 10, Reykjavík, til Rann- sóknarlögreglu ríkisins um helg- ina. Útreikningar embættis skattrannsóknarstjóra telja van- goldin opinber gjöld fyrirtækis- ins um 50 millj. kr. kílómetra leið að fjallinu“, sagði Björgvin. „Við lögðum af stað upp fjallið 16. júní og völdum leið sem kallast Westem Rib. Við fórum okkur hægt til að venjast hæðinni smátt og smátt og gekk að óskum, allt þar til við komum í 5.540 metra hæð. Þá veiktist ég lítillega og þegar við bættist að kuldinn var mikiil ákváðum við að snúa við. Þá áttum við eftir 654 metra að tindi fjallsins. Förin gekk greitt niður, aðeins 8 tíma, en það tók okkur 6 daga að komast upp.“ Björgvin sagði, að um helmingur þeirra er fjallið klifu kæmust alla leið. Einn Islendingur hefur náð á toppinn, Amór Guðbjartsson, sem kleif íjallið árið 1977. Nú eru þrír Islendingar að reyna sig, tveir úr Hjálparsveit skáta í Hafnarfírði og einn skáti frá Reykjavík, en ekki hafði Björgvin haft spumir af því hvemig för þeirra gengi. Björgvin og Óskar eru nú á leið suður Ameríku og ætla að reyna sig við fleiri fjöll. Alls verða þeir 2 mánuði í leiðangri sínum. Aðalfundi Amarflugs frestað: „ Vildum ekki tefla í neina tvísýnu“ - sagði Baldur Guðlaugsson lögmaður félagsins AÐALFUNDI Arnarflugs hf. sem halda átti í gær var aflýst. Þegar fundarmenn höfðu beðið stjórnarinnar í tæpan klukkutima færði Haukur Björnsson stjómarformaður þeim þau skilaboð að lögfróðir menn hefðu uppgötvað formgalla á tilkynningu um lækkun hluta- fjár. Of langur tími leið þar til hlutafélagaskrá var tilkynnt um breytinguna, sem var gerð fyrir 6 vikum síðan. „Eg vil sérstaklega taka fram að hér er engin breyting á orðin varðandi þá stefnu sem tekin hefur verið í málum félagsins. Þetta er öryggisatriði. Við vildum ekki tefla í neina tvísýnu" sagði Baldur Guðlaugsson, lög- maður félagsins. Samkvæmt 147. gr. laga um hlutafélög ber að tilkynna lækkun hlutafjár til hlutafélagaskrár innan mánaðar, ella má synja skráningu. Haukur Bjömsson stjómarformað- ur tilkynnti í gær að til að fullnægja reglunum yrði boðað til tveggja funda í félaginu þann 12. júní n.k. Á fyrri fundinum verður gengið frá hlutafjárlækkuninni. Seinni fundurinn er nýr aðalfundur. Þá koma liðlega 60 nýir hiuthafar inn í félagið. „Það skal viðurkennt að við túlkum lagabókstafínn strangar en tíðkast almennt í hlutafélögum. En stjómin vildi ekki tefla í tvísýnu, sérstaklega vegna nýrra hluthafa sem em að bætast í félagið" sagði Baldur. Hann benti á að aðalfundur hefði formlega getað tekið lækkun hlutaíjárins á dagskrá. Það væri hinsvegar skoðun nýrra hluthafa að ekki mætti taka neina áhættu. Nokkrir áhugamenn um íslenskt svæðasjónvarp, talið frá hægri: Skúli Pálsson frá Ólafsfirði, Hans Kristján Árnason frá Reykjavík, Sæmundur Bjarnason frá Borgamesi, Hermann Sveinbjömsson frá Akureyri, Jón Óttar Ragnarsson frá Reykjavík og Valgerður Matthíasdóttir, arkitekt. íslenskt svæðasjónvarp: Landssamtök sjón- varpsstöðva stofnuð Stofnfundur landssamtaka sjónvarpsstöðva er nefnast „íslenskt svæðasjónvarp“ var haldinn í Reykjavík fimmtudaginn 26. júní. Markmið samtakanna er að bjóða öllum landsmönnum upp á aðra rás. Aðilar að samtökunum geta þeir orðið sem annast sjón- varpssendingar tíl almennings og hafa fengið til þess leyfi út- varpsréttaraefndar. Einungis einn aðili af hveiju sjónvarpssvæði getur fengið aðild að svæðasjónvarpinu. Upphafsaðili að stofnun þess- ara samtaka var íslenska sjón- varpsfélagið hf. í Reykjavík og mun ætlunin vera að hefja útsend- ingar á Faxaflóasvæðinu í sept- ember nk. Fyrirmyndin að svæðasjón- varpinu er m.a. fengin frá bresku sjónvarpsstöðinni ITV sem mun vera meðal stærstu sjónvarps- stöðva þarlendra. Sjónvarpsstöðv- amar munu í sameiningu standa straum af tækjakostnaði og sömu- leiðis verður keypt inn sameigin- lega skemmtiefni, framhalds- þættir, kvikmyndir og fleira, bæði innlent og erlent. Kostnaði af þýðingum verður jafnað niður á sjónvarpsstöðvamar, en allt erlent efni verður textað. Mikilvægur þáttur í dagskrá svæðasjónvarps- ins allsstaðar verður væntanlega staðbundið efni, bæði fréttatengt efni, skemmtieftii og annað tengt viðkomandi iandshluta. Viðkom- andi stöðvar geta svo skipst á efni hver frá annarri, bæði heima- tilbúnu og aðkeyptu og eiga þær forkaupsrétt á því. Hvað dreifingu á efni til sjón- varpsstöðvanna varðar, þá verður það væntanlega bæði sent til þeirra á spólum og eins þráðlaust, en í gangi em viðræður við Póst og síma um afnot af dreifikerfi þeirra. Dreifing til almennings mun fara fram um kapalkerfí þar sem það er fyrir hendi eða þykir henta betur, en annars verða settir upp sendar og sent þráð- laust. Sendingamar verða þá sendar út brenglaðar og munu áskrifendur fá sérstaka afbrengl- ara til að ná sendingunum.Áskrift að svæðissjónvarpinu verður væntanlega misdýr eftir aðstæð- um á hveijum stað en allstaðar verður reynt að stilla henni í hóf, að sögn formanns stjómar svæða- sjónvarpsins, Hans Kristjáns Áma- sonar. Nokkur reynsla er komin á svæðisbundnar sjónvarpsstöðvar því á Ólafsfirði og Akureyri hafa verið starfræktar slíkar stöðvar frá ’81. Reynsla þeirra sýnir að mikill áhugi er á slíkum stöðvum og þá ekki hvað síst svæðisbundnu efni. Sagðist Jón Ottar Ragnar- son, einn af stómarmeðlimum samtakanna, vera mjög bjartsýnn á að mikil þátttaka yrði í samtök- unum og þau myndu fljótt ná til allra landshluta. Einstaklingar, bæjarfélög eða samtök geta gerst stofnaðilar að íslenska svæða- sjónvarpinu fram að áramótum, svo ffamarlega sem þeir hafi nægt fjármagn og tilskilin leyfi, en sem fyrr segir aðeins einn af hveiju svæði. Þegar hefur verið haft samband við aðila á Akur- eyri, Ólafsfírði, Húsavík, Egils- stöðum, Höfn í Homafirði, í Vest- mannaeyjum, Borgamesi, á Ólafs- vík, ísafirði, Patreksfirði, Sauð- árkróki, og Siglufirði og hafa þeir sýnt mikinn áhuga á svæðasjón- varpinu. Jón Óttar sagði ennfremur að þama myndi koma fram öflugur keppinautur við Ríkisútvarpið og vænti hann þess að það kæmi almenningi til góða þar sem væntanlega yrði reynt að vanda beturtilefnisins. Stjóm íslenska svæðasjón- varpsins skipa þeir Hans Kristján Ámason, Reykjavík, formaður, Skúli Pálsson, Ólafsfirði, varafor- maður, Hermann Sveinbjömsson, Akureyri, ritari, Þórarinn Ágúst- son, Ákureyri, gjaldkeri og Jón Óttar Ragnarsson, Reykjavík, meðstjómandi. Steingrímur Hermannsson í sjónvarpsviðtali: Hefði vikið úr stjórn í sporum Alberts „ÉG HELD að út af fyrir sig sé það mjög skynsamlegt að gera það og ég get að minnsta kosti sagt fyrir sjálfan mig, að ég hefði gert það,“ sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, I viðtali í Sjónvarpinu í gær, er hann var inntur eftir þvi hvort honum fyndist að Albert Guðmunds- son ætti sjálfur að eiga frum- kvæði að því að víkja úr ríkis- stjóminni á meðan á rannsókn Hafskipsmálsins stendur. Er forsætisráðherra var spurð- ur hvort hann teldi greiðslur Hafskips til Alberts Guðmunds- sonar og milligöngu Alberts um peningagreiðslur til Guðmundar J. Guðmundssonar tilefni til að hann færi fram á afsögn Alberts svaraði hann því til að hann teldi sig ekki hafa lagalegan grundvöll til að krefjast þess að iðnaðarráð- herra viki úr starfí. Hann hefði því tekið þann kostinn að upplýsa Þorstein Pálsson um allt það er hann vissi um málið, því sér fyndist eðlilegt að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fjallaði líka um það. Steingrímur var síðan spurður hvort honum fyndist að þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins og formaður flokksins ættu að fara þess á leit við Albert að hann segði af sér, en hann kvaðst ekki vilja kveða upp dóm yfir gerðum þeirra og vildi heldur ekki svara því hvort hann myndi fara fram á afsögn Alberts, væri hann ráð- herra Framsóknarflokksins. í upphafí viðtalsins var Stein- grímur spurður hvort hann teldi það eðlilegt að hann hefði rætt við rannsóknarlögreglustjóra um framgang málsins á meðan rann- sókn stæði yfír. Sagði forsætis- ráðherra að hann teldi það nánast skyldu sína að vita meira um ásakanir á hendur ráðherrum en það sem birtist í blöðum. Hann sagði einnig að það hefði verið að frumkvæði ríkissaksóknara að hann var upplýstur um hugsan- lega aðild Alberts Guðmundsson- ar að Hafskipsmálinu og hann hefði í framhaldi af því rætt við skiptaráðanda og rannsóknarlög- reglustjóra. Nýr deildar- sijóri í iðnað- arráðuneytinu FORSETI íslands skipaði 26. þ.m. Pál J. Líndal, lögfræðing, deildar- stjóra í iðnaðarráðuneytinu frá og með 1. júlí að telja. Páll er fæddur í Reykjavík 9.12. 1924 sonur hjónanna Theodórs B. Líndals prófessors og Þórhildar Páls- dóttur. Hann lauk prófi frá HÍ 1949. Hann hefur fengist við lögmannsstörf og ritstörf, var m.a. borgarlögmaður um skeið og hefur ritað um sögu Reykjavíkur. Kona Páls er Guðrún Ólafía Jónsdóttir arkitekt. Steingrímur fer til Kína STEINGRÍMUR Hermannsson for- sætisráðherra hefur þegið boð ríkis- stjómar Kínverska alþýðulýðveldis- ins um að koma í opinbera heimsókn til Kína. Farið verður í heimsóknina síðari hluta októbermánaðar í haust, segir í fréttatilkynningu frá forsæt- isráðuneytinu. Halldór til Bandaríkjanna HALLDÓR Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, fer til Was- hington hinn 7. júlí nk. og ræðir þar við fulltrúa Bandaríkja- stjómar um viðhorf til hvalveiða. Sagði Halldór að kynnt yrðu sjónarmið íslendinga varðandi rannsóknaráætlun þá er komin er til framkvæmda í hvalveiðum. Fundahöld íslensku og banda- rísku fulltrúanna munu standa 7. og8.júlí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.