Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1986 Minning: Skúli Guðjónsson Ljótunnarstöðum Fæddur 30. janúar 1903 Dáinnn 21. júni 1986 Hinn 20. júní síðastliðinn lést í sjúkrahúsi Hvammstanga Skúli Guðjónsson, bóndi og rithöfundur á Ljótunnarstöðum, á 84. aldursári. Skúli varð fyrir þeirri lífsreynslu, þegar hann var á miðjum starfs- aldri, að missa sjónina. Hann lýsir því í einni bók sinni, hvemig hann vænti þessarar breytingar og reyndi að búa sig undir hana. En blindan varð alls ekki eins og Skúli hafði hugsað sér, enda getur enginn gert sér í hugarlund ástand sitt, sem verður, fyrr en það er orðið. En þessi andlegi undirbúningur Skúla mun vafalítið hafa greitt fyrir því að hann missti ekki kjarkinn, heldur barðist ótrauður áfram til sigurs og vann sér sess sem einn af merk- ustu rithöfundum þessarar þjóðar, eftir að hann var orðinn blindur. Almenningur gerir oft mikið úr atórku þeirra sem blindir eru og dáir þá fyrir starfsþrek þeirra og árangurinn sem þeir ná. Sumum þeim, sem eru blindir, vex þetta í augum og hreykjast af, en aðrir benda réttilega á að árangurinn fari fyrst og fremst eftir því hversu til hans er sáð og blindan sé ekki endir alls, heldur ákveðin kapítula- skipti í lífí manna, og þennan kapít- ula verði menn að lesa af sama áhuga og hina fyrri kafla ævinnar. Þetta gerði Skúli; hann las lífsbók sína af áhuga eftir að hann missti sjónina og miðlaði íslendingum af blöðum hennar, sem voru þétt skrif- uð orðum fjölbreytilegrar reynslu. Skúli ritaði margt eftir að sjónina þraut. Hann lærði að skrifa á ritvél og nýtti sér hana til hins ýtrasta. Auk bóka hans og blaðagreina er mönnum í fersku minni erindi þau, sem flutt voru eftir hann í útvarp, um daginn og veginn og ýmsa þætti úr samtíð hans og frá fyrri dögum, en Skúli var langminnugur og hafði lifað umskipti þau, sem urðu í menningar- og atvinnulífí þjóðarinnar í upphafí þessarar aldar og kalla mætti með sönnu menning- arbyltingu. Hann stóð því föstum rótum í fortíð sem samtíð og skildi og mat réttilega arf hins liðna, sem hann fléttaði samtíð sinni og hrær- ingum hennar. Skúli var einn þeirra sósialísku rithöfunda sem byggði bækur sínar mjög á lífsreynslu sinni. Hann ritaði margt um uppvöxt sinn og æsku og reynsluna við sjónmissinn. Fróð- legar eru vangaveltur hans um hlutskipti blindra, og mótast þær mjög af þeirri baráttu sem hann háði við umhverfí sitt, sem hann bendir á að sé á tíðum skilningsvana um hagi hinna blindu. Skúli varð að vera eigin félagsráðgjafí og það sem hann komst, tókst honum af eigin rammleik, og ef til vill með uppörvun náinna ættingja sinna og vina. Þótt okkur, sem fæddir erum sjóndaprir eða blindir og höfum notið stuðnings og jafnvel sérstaks uppeldis, sem hefur átt að búa okkur betur undir lífsbaráttuna, fínnist á stundum Skúli taka full- djúpt í árinni og sé skilningsvana á ýmislegt, sem gerist í „heimi blindra", getum við ekki borið á móti því að umijöllun hans um þennan hóp manna er að mörgu leyti raunsönn - birtir okkur skoð- anir einstaklings á sjálfum sér og meðbræðrum sínum, skoðanir sem hafa orðið til og mótast án afskipta og aðstoðar þeirra, sem eru sérlærð- ir um þessi málefni, eða hafa umgengist þennan sérstaka hóp þjóðfélagsþegna og skapað með sér ákveðna samkennd og mótað af- stöðu sína hver eftir annars reynslu. Þannig hljómar það skiýtilega í eyrum blinds manns þegar Skúli ræðir um það á einum stað að ýmis orð séu forboðin í tungutaki blindra, t.d. eins og setningin „Sjáumst síð- ar“. En skyldi ekki vera hér um að ræða sanna lýsingu manns á við- brögðum sínum við að heyra orð, sem ekki lengur höfðuðu til sama merkingarsviðs og höfðu ekki fram- ar það gildi, sem áður, þegar sjónar- innar naut við. En samt sem áður þurfti ekki að tala neina tæpitungu vi<j Skúla eða búa honum sérstakt orðafar sem hann þyldi, enda þrosk- aðist maðurinn með fötlun sinni og lærði að búa við hana. En þakklát megum við vera fyrir að Skúli skyldi festa þessar minningar sínar og viðhorf frá fyrstu árum blind- unnar á blað. Skúli varð þjóðþekktur rithöf- undur og naut almennrar virðingar sem ötull baráttumaður, sem lét blinduna ekki hindra sig í að ná settu marki. Ég minnist þess að í æsku var Skúli sú fyrirmynd, sem faðir minn, Helgi Benediktsson, notaði óspart til að brýna okkur syni sína til dáða. Ég ólst upp í því sérkennilega andrúmslofti að stjómmálaskörungurinn Jónas Jónsson frá Hriflu var átrúnaðargoð föður míns, þótt hann vissi og viður- kenndi ýmislegt, sem betur mætti fara í skoðunum þessa mikilmennis, en aðdáun hans á Jónasi var svo einlæg og vinátta þeirra svo hlý, að inn í bamssál mína síaðist hún og skaut rótum á svipaðan hátt og sagt er að ýmsir austantjaldsbúar dái þjóðhöfðingja sína. Þannig urðu mér það mikil sannindi þegar ég heyrði föður minn hafa eftir Jónasi að menn skyldu lesa Þjóðviljann, því að þeir skrifuðu svo vel, strákur- inn hans Kjartans og blindi maður- inn frá Ljótunnarstöðum. Þannig varð Skúli óafvitandi til þess að foreldri sá ástæðu til að brýna sjóndapra syni sína og átta sig betur á því en ella að þeirra gat beðið nokkur framtíð. Skúli hafði fljótlega samband við Blindrafélagið, eftir að hann missti sjónina, og naut þar óskiptrar hylli og aðdáunar. Það þóttu ætíð stór- tíðindi þegar spurðist að Skúli væri kominn suður og menn þyrptust til að hitta hann, hvort sem þeir vom samþykkir skrifum hans eða höfðu eitthvað við þau að athuga. Skúli gaf sér dijúgan tíma til að ræða skoðanir sínar og hlusta á gagnrýni annarra, en gagntýnendur hans fóm gjaman af fundi öldungsins mun fróðari en áður. Þegar umræðan um endurhæf- ingu hófst á meðal blindra fyrir rúmum áratug lét Skúli ekki sitt eftir liggja. Honum þótti sem von var umræðan einkum beinast að hagsmunum þéttbýlisins og benti á veilur nýrra hjálpartækja, sem gerðu þau gagnslaus í stijálbýlinu, þar sem hann bjó og starfaði. Þannig auðgaði hann umræðuna og greiddi okkur sem í þessum málum vöfstmðum götuna til gagn- rýnni skilnings á viðfangsefninu. Skúli á Ljótunnarstöðum er horf- inn héðan á vit feðranna. Með honum er genginn einn af áhrifa- mestu einstaklingum úr röðum blindra. Blindrafélagið sér á bak einum af félagsmönnum sínura, sem tók gagmýninn þátt í störfum þess og lét óhikað í Ijós skoðun sína á þeirri hættu, að félagið glataði áhrifum sínum, þendist það út og sjáandi starfslið tæki við hlutverki hinna blindu og mótaði forystu þess. Ef til vill hefur Skúli verði forspár um þau tíðindi sem urðu innan fé- lagsins á síðastliðnu ári og skóku innviði þess. En hann lifði það að sjá að forystumenn félagsins gátu staðið vörð um hagsmuni Blindrafé- lagsins, og má honum því vera rótt að vita félagið nú í styrkum höndum blinds framkvæmdastjóra og for- manns. Hafi hann þökk fyrir leiðsögn og samfylgd. Dæmi hans mun verða ótöldum íslendingum til fyrirmynd- ar. Amþór Helgason „Er Hel í fangi minn hollvin ber þá sakna ég einhvers af sjálfum mér.“ StG.St Vinur minn, Skúli Guðjónsson, fyrrum bóndi á Ljótunnarstöðum í Hrútafírði, hvarf af vettvangi þessa lífs laugardaginn 21. þ.m. Hann dvaldi á vistheimili sjúkrahússins á Hvammstanga síðustu árin og var að ræða við einn vistmanna þar, er kallið kom, hann hneig útaf og var strax örendur. Að deyja þannig mitt í dagsins önn er dýrleg gjöf þreyttum manni eftir langan og strangan vinnudag. Ög vinnudagur Skúla var orðinn ærið langur, bæði við líkamleg og andleg störf. Það síðasta sem frá honum kom í rituðu máli voru minningar hans um fólkið í sveitinni hans, en fyrsti hluti þeirra birtist í Strandapóstinum, ársriti Átthagafélags Strandamanna, á síðasta ári. Margt af því sem þar kemur fram er öðrum gleymt og því með öllu ómetanlegt að það skuli hafa verið skráð. Skúli rhissti sjón árið 1946, þá 1943 ára gamall. Hann var þá þegar þekktur fyrir skrif sín í blöð og tímarit, sem vakið höfðu verðskuld- aða athygli. En sjónleysið varð honum um hríð fjötur um fót í þeim efnum. En þrátt fyrir það kom honum aldrei til hugar að gefast upp. Hann hélt búskapnum áfram og byggði meira að segja fyós og hlöðu með aðstoð sonar, þótt blind- ur væri. Og hann lærði að skrifa á ritvél, og eftir að hann hafði leyst þá þraut hóf hann ritstörf á ný. Én Skúli átti hauk í homi þar sem frændi hans, Pétur Sumarliða- son kennari, var. Hann var mikill drengskaparmaður og hann og kona hans, Guðrún Gísladóttir, studdu Skúla með ráðum og dáð og hjá þeim hjónum dvaldi hann löngum, þegar hann kom til Reykja- .. víkur. Pétur bjó bækur Skúla undir prentun, vann að sjöttu og síðustu bók hans er hann féll frá 65 ára að aldri. Hann flutti og í útvarp hin bráðsnjöllu erindi Skúla um Daginn og veginn og gerði það á þann hátt, að unun var á að hlýða. Hann vann Skúla allt til þurftar sem hann mátti og varð því skarð fyrir skildi við fráfall hans. Eftir það hófst samvinna okkar Skúla og segja má að hún hafi staðið þar til yfir lauk. Jón Bjarnason blaðamaður og ritstjóri við Þjóðviljann var mikill kunningi Skúla og um skeið birtust bréf Skúla til Jóns í blaðinu. Þann 24. desember 1953 birtist grein eftir Jón í Þjóðviljanum og var yfír- skrift hennar: Það em slíkir menn. Þar segir hann meðal annars: „Jólin em hátíð friðar, og hér norður á Íslandi þó fyrst og fremst Ijósa. Fagnaðarhátíð þess að nú fer vaxandi birta í hönd, að í ekki allt of miklum ijarska hillir upp að liðn- um vetri nóttlausa voraldar veröld. Einmitt á þessari hátíð ljósanna ætla ég að ræða við ykkur um manninn sem dvelur í myrkrinu — og þó í ljósi er lýsir í gegnum allt myrkur." . Eftir að hafa heimsótt Skúla á Ljótunnarstöðum lýkur Jón grein- inni með þessum orðum: „Á leiðinni suður yfír snæþakta heiðina er bæði til að hugsa um þrek mannsins sem við höfum kvatt. Manninn sem ekkert myrkur, engin einangmn, fær yfírbugað. Blinda bóndann á ströndinni, sem < aldrei gefst upp en heldur æðmlaus vöku sinni meðan „sjáandi" menn sofna eða örvflnast og skríða í stundarskjól. Heldur vöku sinni og trú á manninn, þrátt fyrir allt, trú á sigur hins rétta málstaðar, sigur lífsins. Það em slíkir menn sem sannfæra okkur hina um að ekkert •fái bugað né villt alþýðu þessa lands, að hve illa sem horfir á stund- um muni hennar verða sigurinn að lokum — og það fyrr en varir.“ Ég kveð svo vin minn, bóndann nr og rithöfundinn, Skúla Guðjónsson á Ljótunnarstöðum með orðum Sigurðar Sigurðssonar skálds frá Amarholti: „Þungt er tapið það er vissa - þó vil ég kjósa vorri móður að ætíð megi hún minning kyssa manna er voru svona góðir - að ætíð eigi hún menn að missa meiri ogbetri en aðrarþjóðir.“ Þökk fyrir samfylgdina. Torfi Jónsson SVAR MITT eftir Billy Graham Trú til hjálpræðis Ég hef spurt marga að því, hvað sé nauðsynlegt til að frelsast. Ég fæ svör eins og þessi: Góðverk. Trúðu á Guð. Fylgdu dæmi Krists. Er eitthvert þessara svara rétt? Hvert þeirra? Ekkert þeirra, samkvæmt Biblíunni. Allt þetta þrennt verður að veruleika í lífí kristins manns, en ekkert af því frelsar okkur. Þetta eru frekar ávextir en rót þess að vera kristinn. Margir mundu bæta við fjórða svarinu: Farðu í kirkju og hlýddu reglunum þar. Allt skiptir þetta miklu máli, en ekkert getur bjargað okkur inn í himinn eða gert okkur hæf til að vera þar. Hvemig verðum við þá hólpin? Fangavörðurinn í Filippí sagði í örvæntingu er hann ávarpaði þá Pál og Sflas: „Hvað á ég að gjöra til þess að ég verði hólpinn?" Þá svöruðu þeir: „Trú þú á drottin Jesúm, og þú munt verða hólpinn", frelsast. Þetta er ekki aðeins yfirborðsleg trú, að Jesús hafí verið uppi. Það táknar ekki einu sinni, að við eigum að trúa því, að hann hafí verið sonur Guðs. Illu andarnir eru þeirrar trúar, því að þeir gerðu sér ljóst, að hann væri sonur Guðs. Samt frelsuðust þeir ekki. Við hvað er þá átt? Það er átt við, að við sjáum, að við erum glataðir, vonlausir syndarar og að við áttum okkur á, að Jesús er „lamb Guðs, sem ber synd heimsins". Það þýðir, að við trúum, að hann sé fullkomin fóm Guðs fyrir syndir okkar og við fylgjum honum síðan í trúfesti það sem eftir er ævinnar, í kærleika og þakklæti. Það felur í sér, að við viðurkennum mat Guðs á synd okkar og mat hans á fullkomnu verki Krists á Golgata. Þegar við viðurkennum þetta — þá trúum við til hjálpræðis. t Þökkum innilega samúö og vinarhug við andlát og útför fööur okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR SÖLVASONAR, húsasmiöameistara, Munkaþverárstræti 38, Akureyrl. Maria Sigurðardóttir, Gunnar Sigurösson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Ingólfur Sigurðsson, Þorgeröur Magnúsdóttir, Aðalsteinn Sigurðsson, Alice J. Sigurðsson og barnabörn. t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför ÞÓRBJARGAR SIGURSTEINSDÓTTUR, Skarðshlíð 4C, Akureyri. , Sérstakar þakkir flytjum við læknum og öðru starfsfólki Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Bernharð Haraldsson, Haraldur Bernharðsson, Hans Bragi Bernharðsson, Sigrfður Sigursteinsdóttir, Ragnheiður Hansdóttir, Arndfs Bernharðsdóttir, Þórdís Bernharðsdóttir, Steingrfmur Sigursteinsson. Legsteinar í'íanii Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi, símar 91-620809.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.