Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1986 fclk f fréttum Undrabarnið Anthony og ósýnilegi vinur hans finnast þetta dálítið óhuggulegt. Til dæmis kom hann hlaupandi inn um daginn og tilkynnti móður sinni að Margaret Thatcher væri „bon- um“. Ég var svo fegin, því ég hélt að hann hefði mismælt sig eða væri bara farinn að bulla eins og önnur böm á hans aldri gera. Þegar ég benti honum á þetta sagði hann: „Æ mamma mín - skilurðu ekki Iatínu? - Bonum þýðir góð." - Svo hristi hann bara hausinn yfir fá- visku foreldra sinna og fór að fletta í alfræðiorðabók heimilisins. „Við höfum margreynt að plata hann, sýnt honum eldgamla bíla, sem ekki þekkjast nú orðið og spurt hann hvort þetta sé nú ekki Rolls- Royce? - En hann bara hlær og segir „Nei, þetta er sko Hispano- Suiza". Þá bfla var hætt að fram- leiða 1931, svo hvað á maður að halda?“ spyrja dolfallnir foreldram- ir. Vini sínum, hinum ósýnilega Adam, lýsir Anthony sem háum dökkum manni með brún augu. „Hann er klæddur hvítum „toga" og „caliga" - segir bamið. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að „caliga" er latneska heitið yfír sandala. „Ég minnist þ'ess", segir faðirinn, „að þegar ég fór fyrst að sýna honum blóm og tré og segja honum hvað þau hétu, svaraði hann mér alltaf með einhverri vitleysu, fannst mér. Það kom svo síðar í Hann var varla farinn að skríða þegar hann var búinn að kasta frá sér bamabókunum og farinn að æfa sig á vasatölvuna hans pabba síns. þessa vitneskju sína er öllum hulin ráðgáta og þá ekki síst foreldrum hans, sem er hreinlega hætt að standa á sama þegar bamið fer að leiðrétta málfar þeirra og gefa þeim ráðleggingar í sambandi við bfla- kaup. „Við emm búin að reyna hvað við getum til að fá hann til að segja okkur hvaðan hann fær allar þessar upplýsingar," segja þau, „en hann svarar því ávallt til að Adam kenni sér alla þessa skrýtnu hluti. Okkur er farið að „Ó, elephantus maximus" hróp- aði Anthony er hann sá þessa fíla. Við eftirgrennslan kom í ljós að hér átti hann við indverska fíla. Anthony MacQuone er lítili tveggja ára snáði, sem búsett- ur er { Surrey í Englandi. Það væri þó synd að segja að hann væri eins og flest önnur tveggja ára gömul böm því hann þekkir allar bflateg- undir, kann alla stafína, kann að leggja saman og draga frá og er að ná góðum tökum á deilingu. Hann kann einnig heilu kaflana í leikverkum Shakespeares og á sér ósýnilegan vin, sem hann kallar Adam. Hvaðan drengurinn hefur má í: Ef fram heldur sem horfir er þess varla langt að bíða uns hinn tveggja ára gamli drengur útskrifast sem stúdent. Ijós að þetta vom hárrétt latnesk heiti jurtanna. Eins og gefur að skilja er Anthony mikið undmnar- efni vísindamanna og þó svo það stríði gegn þeirra trú að viðurkenna tilvem rómverska lærimeistarans Adams, segir Frank Sherwood, forstöðumaður stofnunar sem rann- sakar svokölluð „undraböm": „Það er nokkuð ljóst að Anthony er gæddur einhverri snilligáfu. En hvemig hann aflar sér upplýsinga er óskiljanlegt - og svei mér þá ef þessi Adam er ekki bara til. í það minnsta treysti ég mér ekki til að afneita honum." Öll él birtir upp ... um síðir Við sögðum frá því hér á síð- unni ekki alls fyrir löngu að dóttir Dirch Passer, Josephine, hygðist nú feta í fótspor föður síns og ieggja leiklistina fyrir sig. Nú hafa okkur einnig borist fregnir af fyrmrn sambýliskonu leikar- ans, Bente Askjær. Það var Bente mikið áfall er hún horfði á tilvon- andi eiginmann sinn hníga niður á sviðinu fyrir 6 ámm, skömmu áður en þau ætluðu að ganga í hjónaband. Síðan hefur hún að mestu farið einfömm og haldið sig frá sviðsljósinu. En öll él birtir upp um síðir stendur einhvers staðar og það hefur einnig gerst í tiifelli Bente. Ekki einungis er hún orðin ástfangin á ný - heldur er draumur hennar um að verða Bente Askjær ásamt eigin- manninum tilvonandi Dirch Passer. Myndin er tekin skömmu áður en Dirch lést. Hamingjusöm á ný. Bente ásamt nýja eiginmanninum, Steen Donkild. móðir u.þ.b. að verða að vemleika. Nýi maðurinn í lífí hennar heitir ’ Steen Donkild og vænta þau hjón- in fmmburðarins í september nk. Steen og Bente kynntust í gegnum vinnu sína, en þau störf- uðu bæði hjá sama bflafyrirtæk- inu. Steen var þá giftur maður, og eins og við mátti búast, gáfu samstarfsmenn þeirra þessu ást- arævintýri illt auga. Meira að segja gekk fyrirlitning þeirra svo langt að lokum að Steen var gert að velja milli vinnu sinnar og viðhaldsins. „Satt best að segja hefði ég aldrei trúað því að óreyndu að svona nokkuð gæti gerst hér í Danmörku", segir Bente. „En eftir að við höfðum jafnað okkur eftir þetta áfall - pökkuðum við pent saman og gengum út. Nú höfum við bæði fengið vinnu aftur og emm af- skaplega lukkuleg með lífíð, ekki síst vegna bamsins sem í vændum er. Steen bjargaði mér upp úr því þunglyndi sem hefur hijáð mig frá þvi Dirch dó. En það besta við þetta allt saman er þó að mamma Dirch, Ragnhild, sem er orðin 81 árs gömul, samgleðst okkur innilega í þessari hamingju okkar. Við höfum alltaf verið n\jög nánar og því til sönnunar má geta þess að hún var fyrsta manneskjan sem fékk að vita um þennan væntanlega erfmgja." SÖNGKONAN BONNIETYLER „Eg er ekki lengur ung og einföld“ að má eiginlega segja að með nýju plötunni sinni, „Secret dreams and forbidden fíre“ hafí söngkonan Bonnie Tyler slegið í gegn í þriðja sinn. Fyrst var það lagið „It’s a heartache" árið 1977, síðan platan „Faster than the speed of night", sem út kom fyrir þremur árum og loks sú, sem fyrr er nefnd. Nú hefur hún líka fengið til liðs við sig snillinga á borð við Jim Stein- man og Bryan Adams, svo það er ekki að undra þó tónlist hennar hafí breyst töluvert. „Þegar fyrri samningur minn rann út árið 1981“, segir Bonnie, „ákvað ég að standa á eigin fótum. Þangað til hafði ég algerlega verið háð umboðsmanni mínum og réði litlu um verkefnaval. Útgefendumir vildu gera mig að nokkurs konar sveitasöngkonu og hlustuðu ekki á mig, þegar ég sagðist vilja syngja rokk.“ En hvemig stóð á því að hún fékk Jim Steinman til liðs við sig? „Satt best að segja ætlaði ég að reyna að fá Phil Collins til að útsetja lögin, en efttr honum var eins árs bið. Því leitaði ég á náðir Steinman, sem ég hef lengi dáðst mjög að. Hann var „Hver er þessi Bonnie Tyler?“ hann um að vinna með sér. þó ekki mjög uppörvandi er ég biðlaði til hans heldur spurði bara blákalt: „Hver er Bonnie Tyler?“ - En ég sendi honum prufuupptökur og hann féllst á að vinna með mér.“ Jim Steinman er þekktastur fyrir samstarf sitt með Meat Loaf, er li Jim Steinman, er hún bað búsettur í New York og þykir sérvit- ur mjög. „Já, hann er sérkennileg- ur“, viðurkennir Tyler, „en afskap- lega vandvirkur. Þó getur það tekið dálítið á taugamar að vinna með honum, því óstundvísari manni hef ég aldrei kynnst."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.