Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1986 Líbýa: Gadhafi að missa tökin? Washington, AP. MOAMMAR Gadhafi, leið- togi Líbýu, varð fyrir geð- rænum truflunum vegna loftárásarinnar á Trípólí, að því er ónafngreindar heim- ildir í Washington hermdu. Sögðu þær Gadhafi hafa tapað tökum á stjórn lands- ins. Fleiri fregnir sama eðlis hafa birst síðustu daga. Lengst var gengið í blaðinu The New York Post, en þar birtist forsíðufyrir- sögnin „Gadhafi Hikkar". í blaðinu sagði að Gadhafi væri orðinn klæð- skiptingur. Embættismenn í Washington ganga ekki svo langt, en segja Gadhafi sýna áköf einkenni geð- klofa og ofsóknarbijálæðis. Hann er einnig sagður neyta hass og jafnvel ópíums, en það eru algeng eiturlyf meðal bedúína. Gadhafí hefur ekkert birst á almannfæri að undanfomu. Fyrir ' skömmu var þó sagt að hann myndi halda ræðu á útifundi, þar sem minnast átti brottfarar bandarísks herliðs fyrir tíu árum, en þá yfírgaf það herstöð sem Bandaríkin höfðu haft á leigu. 30 vestrænir blaða- menn voru viðstaddir, en Gadhafi kom aldrei. Þess í stað birtist hann í sjónvarpi, þar sem hann flutti tveggja tíma ræðu. Hann kom illa fyrir, fataðist ræðan hvað eftir annað og ruglaði. Bandarískur embættismaður viðurkenndi að bandarísk stjómvöld gætu ekki séð að nokkur væri í raun og veru við völd í Líbýu. Gadhafi er sagður þess fullviss að sprengjuárásimar hafí beinst gegn sér persónulega, og telji jafn- framt að einhver úr eigin liði hafi gert Bandaríkjamönnum viðvart um dvalarstað sinn. Ekki bætir úr skák, að skömmu eftir árásina vom a.m.k. tvær uppreisnir gerðar innan hersins. Gadhafí gat þó bælt þær niður, að því að virðist, með hjálp sýrlenskra málaliða. Embættismenn telja. ástandið í Trípólí mjög valt, segja efnahagslíf- ið í molum og vömskort á öllum sviðum. Ríki sem ekki hafa viljað beita Líbýu refsiaðgerðum, t.d. ít- alía, hafa dregið úr öllum viðskipt- um við Líbýu og hefur það komið Líbýumönnum illa. Síðustu banda- rísku fyrirtækin hverfa frá Líbýu hinn 30.júní. Playboy-klúbbunum lokað Þessi mynd var tekin í Playboy-klúbbnum í Los Angeles, en þar var á dögunum haldið kveðjusamsæti, þar sem öllum nætur- klúbbum Playboy-útgáfunnar verður lokað hinn 30. júní. Næturklúbbarnir, sem voru þekktastir fyrir hinar svokölluðu „kanín- ur“ sínar, hafa farið dalandi að undanförnu. Á myndinni miðri sést glaumgosinn Hugh Hefner í fríðum „kanínuhóp**, en Hefner er upphafsmaður og persónugervingur Playboy-stórveldisins. Bandaríkin tryggja ekki varair Nvja Siálands Manila, AP. GEORGE Shultz, utanríkisráð- herra Bandarikjanna, tilkynnti i gær að Bandaríkjamenn væru fallnir frá því heiti að veija Nýja Sjáland á striðstima i kjölfar óleysanlegrar deilu ríkjanna um kjarnorkuvopn. Shultz tilkynnti þessa ákvörðun eftir fund með David Lange, forsæt- isráðherra Nýja Sjálands, en þeir eru staddir á Filippseyjum á ráð- stefnu, sem haldin er að tilstuðlan Suðaustur-Asíubandalagsins. Bandaríkjamenn taka þessa ákvörðun í framhaldi af þeirri ákvörðun stjómar Nýja Sjálands að leyfa engum útlendum skipum að sigla til þarlendrar hafnar nema fyrir liggi fullvissa fyrir því að um borð séu engin kjamorkuvopn og að skipið sé ekki knúið kjamorku. Lange sagði í gær að engin breyting yrði á þessari stefnu, og Shultz sagði að Bandaríkjamenn mjmdu áfram neita að staðfesta hvort um borð í herskipum þeirra væm kjam- orkuvopn. Vamarsamningum við Nýja Sjá- land hefur ekki verið formlega slit- ið, en allri samvinnu á sviði vamar- mála hefur verið hætt, þ. á m. sameiginlegum heræfingum og miðlun leynilegra upplýsinga. Shultz sagði ákvörðun Nýsjá- lendinga varðandi heimsóknir bandarískra herskipa hafa kippt grundvellinum undan ANZUS- bandalaginu. Þar með teldu Banda- ríkjamenn sig ekki lengur bundna af ákvæðum sáttmálans hvað snerti vamir Nýja Sjálands. Hann sagði að ef stefna Nýsjálendinga yrði öðmm ríkjum fordæmi mundi það „draga jaxlana" úr fælingarstefnu vesturveldanna gagnvart Sovétríkj- unum. „Ef fleiri fylgja í kjölfarið yrði það rothögg fyrir vestrænt lýð- ræði og vestrænt verðmætamat," sagði Shultz. Hörð átök þrátt fyrir samkomulag í Beirút Beirút, AP. TIL MIKILLA átaka kom í gær milli fylkinga múhameðstrúar- manna og Palestínumanna i Vestur-Beirút í gær. Var barist við flóttamannabúðir borgarinn- ar, en bardagar þar höfðu legið niðri síðustu þijá daga. Átökin urðu aðeins nokkrum klukku- stundum eftir að talsmenn helstu fylkinga múhameðstrúarmanna í Beirút lýstu yfir því í gær að samkomulag hefði tekist um að loka herbúðum þeirra í Vestur- Beirút. Er talið að a.m.k. einn maður hafi látið lífið í bardögun- um og fjórir særst. Samkvæmt samkomulaginu verða einnig hermenn þeirra kvadd- ir af strætum Beirút til að tryggja að stjómarherinn geti tekið við vesturhluta borgarinnar. Náðist þetta samkomulag að undirlagi Sýrlendinga, en fylkingar múhameðstrúarmanna hafa ráðið yfir Vestur-Beirút um tveggja ára skeið. í sameiginlegri tilkynningu Walids Jumblatt leiðtoga drúsa og Nabihs Berri dómsmálaráðherra og forystumanns amalshíta segir að brjóti liðsmenn múhameðstrúar- manna þetta samkomulag verði máli þeirra skotið til herdómstóls. Svipað samkomulag hefur verið gert áður, en hefur alltaf verið virt að vettugi. ísrael: Ríkisstj órnin klofin vegna morðmálsins Jerúsalem, AP. KOMINN er upp klofningur í samsteypustjóra Sirnonar Peres vegna kröfu um opinbera rann- sókn á því hvort stjórnmálaleið- togar í ísrael hafi átt þátt í að þagað var um morð leyniþjón- ustumanna á tveimur Palestínu- mönnum árið 1984. Stjómin mun koma saman til fundar á sunnu- dag og ræða hvort skipuð verður sérstök rannsóknaraefnd i máli þessu. Verkamannaflokkur Peres for- sætisráðherra er fylgjandi opinberri rannsókn en Shamir utanríkisráð- herra, leiðtogi Likud-bandalagsins, er henni andvígur. Shamir, sem gegndi embætti forsætisráðherra þegar morðin voru framin, hefur verið ásakaður um að hafa þagað þau í hel. Shamir hefur sagt að hann hafi ekkert að fela en hann er þó andvígur rannsókn og fullyrðir að með henni yrði ekki hjá því komist að gera starfshætti leyni- þjónustunnar opinbera. Peres, for- sætisráðherrra, hefur sagt að hann muni ekki leggjast gegn rannsókn. Svo sem kunnugt er af fréttum sagði Avraham Shalom af sér sem yfirmaður leyniþjónustu ísraela (Shin Bet) á miðvikudag. Afsögn hans kom í kjölfar ásakana um að hann hefði fyrirskipað morðin á Palestínumönnunum og gefið nefnd, sem rannsakaði morðin, vís- vitandi rangar upplýsingar. Herzog, forseti ísrael, ákvað að Shalom og þrír leyniþjónustumenn aðrir skyldu ekki dregnir til ábyrgðar á morðun- um á Palestínumönnunum. Þessi ákvörðun forsetans hefur valdið miklum deilum og hafa nokkrir lögfræðingar látið í ljós efasemdir um að hún sé í samræmi við gild- andi lög. Herzog forseti hefur réttlætt ákvörðun sína með tilvísun til hags- muna leyniþjónustunnar. Uppboð í London: Málverk af nöktum Jagger fór á 60.000 London, AP. MÁLVERK af popparanum Mick Jagger, þar sem hann stendur nakinn og snýr bak- hlutanum að áhorfendum, var seld á 950 sterlingspund (um 60.000 ísl. krónur) á uppboði í London í gær. Ljósmyndarinn Cecil Beaton málaði myndina af Jagger árið 1967, þegar hann hitti Jagger og aðra hljómsveitarmeðlimi the Rolling Stones, í Marókkó. Beaton ték mikið af ljósmyndum af Jagg- er og félögum þá, en ekki er vitað hvort Jagger hafí setið fyrir þegar hann málaði mjmdina, sem er um einn metri á hæð. Málverkið kejrpti listaverkasal- inn Jonathan Clark og sagði hann að verð myndarinnar hefði verið hlægilegt. „Ég var reiðubúinn að greiða fímmfalda þá upphæð sem ég greiddi fyrir málverkið," sagði Clark. Hann sagðist búast við að myndin seldist fyrir mikið hærra verð í Bandaríkjunum og mjmdi kaupandinn líklega verða einhver áhugamaður um popptónlist, „sennilegast kona“, sagði Clark.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.