Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐID, LAUG ARDAGUR 28. JUNÍ1986 Splundraði njósna- neti CIA í Moskvu Los Angeles, AP. BANDARÍSKA stórblaðid Los Angelea Timea segir, að fyrrverandi bandarískur njósnari hafi veitt Sovétmönnum upplýsingar, sem urðu til að eyðileggja njósnanet bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, í Moskvu. Hafi einn mikilvægasti Sovétmaður i þjónustu CIA í borg- inni, Tolkachev að nafni, verið tekinn af lífi. Dagblaðið segist hafa upplýsing- Forstjóri CIA, William Casey, ar sínar frá aðilum, sem hafi að- vildi ekkert um málið segja, gang að strangleynilegri skýrslu um málið. Bandaríski njósnarinn heitir Edward Lee Howard og var rekinn frá CIA árið 1983 vegna eiturlyfja- misnotkunar og geðrænna erfið- leika. Hann svaraði fyrir sig með því að gefa Sovétmönnum full- komnar upplýsingar um njósnakerfi Bandaríkjamanna í Moskvu, en skömmu áður en hann var rekinn, hafði hann fengið þjálfun til að gerast tengiliður Sovétmannsins Tolkachevs, verkfræðings, er látið hafði CIA í té mikilvægar upplýs- ingar um sovésk flugskeyti. I skýrslunni er leyniþjónustan harðlega gagnrýnd fyrir ótrúleg mistök varðandi ráðningu Howards. Rannsókn á æviferli hans hafi verið einskis nýt; þegar veilurnar komu í ljós hafi hann einfaldlega verið rekinn án þess að nokkur hafi haft áhyggjur af stórhættulegri vitneskju hans um þjónustuna. iíinnig er gagnrýnt, að ríkislög- reglan, FBI, fékk ekki upplýsingar um brottrekstur Howards fyrr en 1985, en það sama ár tókst honum að snúa á FBI-menn og flýja til Sovétríkjanna. Leit FBI að honum (Bandaríkjunum er sömuleiðis sögð hafaveriðslæleg. um málið segja, en blaðið upplýsir, að Reagan forseta ; hafi verið afhent leyniskýrslan í þessum mánuði. Alþjóðadómstóllinn í Haag kveður upp úrskurð sinn i gær. Alþjóðadómstóllinn í Haag: Aðstoð Bandaríkjamanna við contra-skæruliða fordæmd Haag.AP. ALÞJÓÐADÓMSTÓLLINNN í Haag kvað í gær upp úrskurð, þar sem stuðningur Bandaríkjamanna við contra-skæruliða i Nicaragua er formdæmdur. Er stjórn Ronalds Reagan hvött til að hætta allri hernaðaraðstoð við skæruliða og gert að greiða stjórnvöldum i Nicaragua skaðabætur. Eftir að úrskurðurinn var kunn- gerður lýstu Bandaríkjamenn yfir því að þeir hygðust hundsa niður- stöður dómstólsins, þar sem hann hefði ekki lögsögu í málinu. Tals- maður bandaríska utanríkisráðu- neytisins, Charles Redman, sagði að dómurinn sýndi aðeins að dóm- stóllinn væri engan veginn fær um að dæma í þessu máli. Það væri allt of flókið og snerist að verulegu leyti um leynilegar upplýsingar, sem ekki hefðu verið gerðar opin- berar. „Við vitum að stjórnin í Nic- aragua hefur staðið á bak við ólög- legar hernaðaraðgerðir gegn ná- grannaríkjum sínum," sagði Red- man. Utanríkisráðherra Nicaragua Miguel D'Escoto, sem staddur var í Ilaag þegar dómurinn var kveðinn upp, fagnaði hins vegar úrskurði dómstólsins. „Þrátt fyrir þá stefnu stjórnar Reagans forseta að styðja skæruhernað er dómurinn spor í átt að friði í heiminum," sagði D'Escoto. Negendra Singh, forseti alþjóða- dómstólsins, sagði að dómstóllinn Geimskutlutil- raun heppnaðist St Louis, AP. Geimskutlumótor var ræstur í t;lraunaskyni á fimmtudaginn í fyrsta skipti siðan í Challenger- slysinu. Tilraunin tókst vel að sögn forrádamanng á rannsókna- stofunni, sem framkvæmdi til- raunina. Næsta tilraun verður gerð eftir tværvikur. Ætlunin var að gera tilraunina 31. janúar síðastliðinn, en því var frestað vegna slyssins, sem varð nokkrum dögum fyrr. AP/Slmamynd Grænfriðungar handteknir Hér fjarlægja -íorskir lögreglumenn tvo menn úr gúmbáti skips grænfriðunga, Moby Dick, á miðvikudag. Moby Dick var fært til hafnar öðru sinni á éveimur vikum fyrir að reyna að korna í veg fyrir hvalveiðar innan norskrar landhelgi. hefði komist að þeirri niðurstöðu að Bandaríkjamenn brytu alþjóða- lög með því að sjá skæruliðum fyrir vopnum og þjálfa þá til að steypa stjórninni í Nicaragua af stóli. Hann sagði ennfremur að túlka bæri fjárhagsstuðning Bandarílga- manna við skæruliða á þann hátt að hér væri um afskipti af innan- ríkismálum Nicaragua að ræða. Þess vegna ættu Bandaríkjamenn að hætta aðstoð við þá án tafar. I dómsorði er einnig vísað á bug þeirri röksemd Bandaríkjamanna að dómstóllinn hafi ekki lögsögu í málinu. Ennfremur hafhaði dóm- stóllinn þeirri fullyrðingu Banda- ríkjamanna að stuðningur þeirra við contra-skæruliða jafngilti sjálfs- vörn. Var kort Tito vs til Treholts grín? Fjárfúlga fannst í klefa Treholts Oal6, frá Jan Krik Laure, fréttaritara Morgiinblaðsins. PÓSTKORTDE), sem Arne Treholt fékk í fangelsi og sagt var frá Genadij Titov, yfirmanni hans hjá KGB, var liklega sent f gríni. Það var alla- vega álit þeirra, sem skoðuðu póst til Treholts. Kortið var sent frá Leníngrað í Sovétríkjunum rétt fyrir réttarhöldin yfir Treholt. Undirskriftin var Titov. í kortinu samhryggist sendandi Treholt vegna þeirra vandræða sem hann væri kominn í, en þakkar honum alla aðstoðina, sem hann hefði veitt. AUur póstur, sem Treholt barst f fangelsi, var skoðaður. Dómarinn, sem það gerði, sýndi sækjend- um í málinu gegn honum kortið. Þeir litu á kortið sem grín og töldu að einhver háðfugl hefði skrifað það og falsað undirskrift Titovs. Var Treholt því afhent kortið. Ef talið hefði verið að kortið væri frá Titov hefði það verið lagt fram f réttinum sem málsskjal og sönnunargagn gegn Treholt. Treholt var hins vegar ekki á því að kortið væri grín, þvf í bréfi, sem hann skrifaði Titov, og smygl- að var út úr fangelsinu, þakkaði hann fyrir kortið. Af þessum sökum er sá möguleiki ekki útilokaður að Treholt hafi fengið kort á laun frá Titov, eða að kortið, sem slapp í gegnum póstskoðunina hafí haft að geyma dulmál, sem Treholt einn kunni skil á. Skýrt var frá því f gær að Treholt hefði sankað að sér peningum í fangelsið og ætlaði hann að brúka þá á flóttanum. Alls fundust rúmlega 300 þúsund norskar krónur, hátt á aðra milljón fsl.kr., f klefa hans í Ila-fangelsinu eftir að hann var fluttur f öruggara fangelsi sl. föstudag. Vegabréfin fölsuðu, sem Arne Treholt og vin- kona haim höfðu orðið sér úti um. Þau voru brezk og þar var Treholt sagður hcita George Lewis. GENGI GJALDMIÐLA London, AP. Bandarikjadalur lækkaði gagnvart öllum helstu gjald- miðlum á gjaldeyrismörkuðum í Evrópu í gær. 1 Tókýó fengust fyrír hann 165,85 jen (166,10), þegar gjaldeyrismörkuðum þar var lokað. Verð á gulli var nánast óbreytt. Síðdegis í gær var gengi banda- ríkjadals sem hér segir: 2,2110 vesturþýskmörk (2,2195), 1.80825 svissneskir frankar (1.8185), 7,0550 franskir frankar (7,0895), 2,4910 hollensk gyllini (2,5005), 1.518,50 ítalskar lírur (1.524,50) og 1,3900 kanadadalir (1,38945). Júgóslavía: Leiðtogar gagnrýndir Belgrad, AP. LEIÐTOGAR kommúnistaflokks Júgóslaviu haf a verið gagnrýnd- ir harðlega fyrir slælega efna- hagsstjórn á 13. þingi flokksins, sem lýkur i dag. Þrátt fyrir gagnrýnina er búist við að allir u'ivcrandi meðlimir miðstjórnar- innar haldi sætum sf num. A þinginu hefur einkum verið rætt um efnahagsmál en erlendar skuldir Júgóslava nema 19 miUjörð- um Bandaríkjadala. Verðbólga er 80% og kaupmáttur almennings hefur faríð minnkandi. Júgóslavía er eitt fárra kommún- istaríkja sem heimilar gagnrýni á leiðtoga landsins í blöðum. Stöðugt háværari kröfur hafa birst um að þeir og embættismenn ríkisins taki' á sig ábyrgð á hinu dapurlega efnahagsástandi landsins. Bein sjónvarpsútsending var frá flokksþinginu en því lýkur í dag með kosningu til miðstjórnar flokksins. Filippseyjar: Enrile hvetur til sam- stöðu með Aquíno Manila,AP. VARNARMÁLARÁÐHERRA Filippseyja, .liian Ponce Enrile, hvatti i gær til stuðnings víð tilraunir stjórnarinnar til að binda enda á skæruhernað kommunista, sem staðið hefur í 17 ár. Enrile stjórnaði uppreisninni, sem velti Marcosi, fyrrum forseta, frá völdum og kom Corazon Aquino f forsetastólinn. Að undanförnu hefur Enrile oft látið í ljósi efasemdir varðandi til- raunir Aquinos til að semja um pólitfska lausn á deilunum við kommúnista, enda þótt hann segði jafnframt, að hann vildi friðarvið- ræður. f ræðu sinni í gær sagði Enrile, að fengi Aquino ekki nauðsynlegan stuðning, gæti svo farið, að skæru- liðar sigruðu og kæmu á marxista- einræði í landinu. Hann vísaði á bug orðrómi um ágreining milli sín og Aquinos, sagði, að þvert á móti væri nú sí- fellt batnandi samvinna milli borg- aralegra og hernaðarlegra yfir- valda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.