Morgunblaðið - 28.06.1986, Side 19

Morgunblaðið - 28.06.1986, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAU G ARDAGUR 28. JÚNÍ 1986 19 It í tilefni tfu ára afmælis Subaru á tslandi: F-9X í sýningarsal Ingvars Helgasonar. Handan framtíðarinnar sér í nútíðina, Subaru Coupé, og ef vel er að gáð má sjá að þeim svipar saman að aftanverðu. Þess verður e.t.v. ekki svo ýkja langt að biða að fjarlægir draumar um komandi tíma verði hversdagsleg brúksþing sem við tökum varla eftir fyrr en við lesum um þróun i sðgubókum? Framtíðin tyll- ir tánni á Frón einni slíkri á fót í Bandaríkjunum í samvinnu við Isuzu, sem mun framleiða pallbfla en Subaru hefur fólksbfladeildina á sinni kðnnu. Fabrikkan sú ama á að komast í gagnið innan þriggja ára. Breyttir tímar Nú þykist enginn bflaframleið- andi maður með mönnum nema hann geti boðið upp á drif á öllum hjólum á bflunum sínum og eru það aðrir tímar en voru þá Subaru var sem boðflenna í jeppaklúbbi. Afleiðing þess (eða er það orsök??) er sú að kaupendur vilja fá drif á öllum til þess að fá betra veg- grip og/eða til að sitja nú ekki ósjálfbjaiga og fastir í einhverri skammarlega lítilQörlegri ófæru. Þetta hefur nú þegar valdið því að markaður fyrir ijórhjóladrifna bfla hefur þanist út og er ekki sjáanlegt annað en að sú þróun verði að byltingu. Þennan meðbyr ætlar FHI að nýta til fulls og því eru þar allar tuskur breiddar og í hönnunardeildum eru teiknuð og saumuð segl af ofurkappi. Næsta hyman sem grípur byrinn hjá þeim verður mismunadrif á milli öxlanna og er þegar á mark- aði í Japan. Síðan fylgja von bráð- ar fleiri: val um sítengt afdrif, sex strokka vél, skrokkhlutar úr plasti, fleiri gerðir o.s.frv. FHI búa að 15 ára reynslu í smíði fjór- hjóladrifinna fólksbfla og hafa þar forskot á flesta aðra framleiðend- ur. Það ætla þeir að nýta til fulls og líta með kappi í augum til framtíðar með drifi á öllum og sjá þar stóraukna sölu á Subam í öllum heimshomum. Ber er hver að baki___________ FHI er stórt fyrirtæki á okkar mælikvarða, en þó ekki svo stórt að það geti ráðið eitt og óstutt við það verkefni, að koma bíl á _________Bílar_____________ Þórhallur Jósepsson 360 hestöfl, áætlaður há- markshraði 300 km klst., sæti fyrir fjóra og heilmikið farang- ursrými! Búið að sameina fjöl- skyldubílinn og tryllitæki hrað- brautanna i einn bíl. Þannnig er framtíðarsýn Subaru. Spennandi, óraunhæft, ótrú- legt, ómögulegt, frábært, villt, snjallt, óhugnanlegt, djarft og aftur og enn, spennandi! Þessa framtíðarsýn bíla- framleiðandans gat að líta eigin augum hér á okkar útnesi heimsbyggðarinnar helgina 13.—16. júní sl. Sýningarsalur Ingvars Helgasonar mun vea þriðji staðurinn á jarðarkringl- unni sem státar af að hafa þennan grip til sýnis, hann var fyrst sýndur á farartækjasýn- ingunni miklu sem haldin var í Tókýó sl. haust og næst fengu þýskir að sjá í vetur og nú hefst heimsreisa Subaru F-X9 inni í Rauðgerði. En — hví hér? 1 ár á íslandi Subam-umboðið á íslandi er tíu ára. Þar liggur hundurinn grafinn. Aðstandendur Subara em svo hrifnir af velgengni bílsins hérna, að þeir vildu gera dagamun í til- efni afmælisins og það gerðu þeir svo um munaði. Ekki er nóg með að þessi tilraunabíll sé sendur hingað, heldur vom einnig útbúnir 45 afmælisbflar af „gömlu“ góðu gerðinni og seldir á nær sama verði og venjulegir kosta. Þeir bflar vom allir afhentir laugar- daginn 14. og vom hingað komnir fímm Japanir í því skyni að af- henda þá með pomp og pragt. Það er reyndar ekki að undra þótt Japanir séu ánægðir með gengi Subamsins á íslandi, mark- aðshlutdeildin hér er nálægt 10% sem er sú langhæsta sem þessi tegund hefur náð á nokkrum markaði. Að auki mun Subara station vera mest selda einstaka gerð hér. Að þessu samanlögðu þykir Japönum nokkurs virði að gera vel við Islendinga og sendu Mr. Izawa frá Fuji Heavy Ind. afhendir fyrsta afmælisbilinn Pálínu Guðnýju Guðmundsdóttur. Hjá þeim stendur Július VífUl Ingvarsson, framkvæmdastjóri Ingvars Helgasonar hf. 45 bílar voru fengnir hingað i þessari útgáfu og hefðu orðið mun fleiri ef vitað hefði verið fyrir um tollalækkunina miklu i mars. Bilarair eru auðþekktir á litskrúðugum hliðarröndunum og auk þeirra er fleira sem gerir þá sérstaka, t.d. driflæsing, hjólkoppar o.fl. Þá má geta þess að vegna tilefnisins var af hálfu verksmiðjanna sérstaklega vandað til þessara bila á allan hátt, þeir eru sannkallað afmælismódel. þessar afmæliskveðjur til lngvars Helgasonar, sem mun vera með vinsælli mönnum hjá Fuji Heavy Industries og Nissho Iwai, fyrir- tækjunum sem standa að Subara. Fuji Heavy Industries er gamal- gróið fyrirtæki í Japan og stendur að margskonar iðnaði, þ.á m. flugvélasmíði (smíðaði m.a. hinar frægu kamikaze-vélar í síðari styijöldinni), en bíla fór fyrirtækið að framleiða árið 1958. Það vom fyrstu framdrifnu fólksbílarnir framleiddir í Japan og 1972 steig fyrirtækið annað skref fram á við: fyrsti fjórhjóladrifni fólksbíll- inn var settur á markað. Síðan hefur Subam þróast líkt og flestir aðrir bflar þaðan að austan, hann hefur stækkað, batnað og fríkkað og þar að auki hafa verksmiðjum- ar aukið fjölbreytni framleiðsl- unnar, en það hefur háð þeim nokkuð í markaðssókn að geta ekki boðið nægilega margar mis- munandi gerðir og því hefur kaupendahópur Subam verið nokkuð þröngur. En það er fleira sem háir þeim: flestir stærstu markaðir em að meira eða minna leyti lokaðir vegna innflutnings- takmarkana, t.d. Bandaríkin og EB-löndin. Til þess að koma með krók á móti bragði fara Japanir núorðið þá leið að þeir reisa bara verksmiðjur í þeim Iöndum þar sem álitlegastur markaður er. Þannig mun FHI nú vera að koma blað hjá neytendum heimsbyggð- arinnar, svo að þeir sækist eftir að kaupa hann öðmm bflum frem- ur. Að baki sér hefur FHI stórfyr- irtækið Nissho Iwai, sem sérhæfír sig í þróunarverkefnum og mark- aðssetningu. NI leggur fram áhættufjármagn og þekkingu, tekur þátt í starfseminni (þ.e. sölu og þróun) og er um leið hluthafí og fær þar af leiðandi hagnað þegar vel hefur til tekist. Nissho Iwai er íjársterkt fyrir- tæki, velta þess árið 1985 var u.þ.b. 50.000.000.000 dollarar! Ágóðinn (eftir skatta!) var sam- svarandi 10—12 milljörðum ísl. króna! Hvemig er þetta annars með þróunarfélagið okkar? Verkaskiptingin er því þannig að Nissho Iwai aðstoðar við þróun og markaðssetningu og beita þar kröftum hinna sex þúsund jap- önsku starfsmanna fyrirtækisins (99% þeirra hafa háskólapróf.) auk nokkurra þúsunda innlendra starfsmanna í þeim löndum sem NI hefur skrifstofur. Fuji Heavy Industries sér síðan um að framleiða og er að sjálf- sögðu með í ráðum um annað. F-9X Áður hefur verið sagt nokkuð frá þessum tilraunabfl hér á síð- unni en nú skal bætt um betur enda hefur gefíst tækifæri til að skoða gripinn og spyija fulltrúa framleiðenda um hann. Fyrst ber að ítreka að F-9X er tilraunabfll, hann mun ekki verða framleiddur né heldur em uppi áætlanir um að framleiða bfl í hans líki. Tilraunir lúta að vél- búnaði öllum, yfírbyggingu, bæði formi hennar og efniviði, og raf- eindatækni. Allt útlit bflsins ber með sér að mikil áhersla er lögð á að hagnýta loftstreymið um hann sem best um leið og mótstöðu loftsins er sagt stríð á hendur. Ýmsar rennur og göt leiða loftið rétta leið og átakalausa að kæli- flötum sem em margir, enda ekki vanþörf á í bfl sem nær 300 km hraða. Fremst, undir húddinu, em vatnskassamir tveir fyrir kæli- vatn vélarinnar og taka loftið frá vindkljúfnum og leiða það síðan út framan við hjólskálamar. í miðjunni frammi í er síðan kælir- inn fyrir sogloft vélarinnar og er hann sá stærsti. Síðan er olíukæl- irinn í vindskeiðinni afturá! Hjóla- skálamar em afrenndar og hleypa loftinu vel í gegn til að kæla hemladiskana og hjólin sjálf. Botn bflsins er sléttur og hvergi neitt, ekki einu sinni pústkerfí, sem rekst þar niðurandan til að fanga loftið. Eftiið í yfírbyggingunni kallast FRP (glertrefjar/Kevlar) og vísar til framtíðaráætlana um bygging- arefni. Vélin er sex strokka með tvö- földum ofanáliggjandi knastásum og á lágsnúningi þjappar kefla- blásari loftinu inn þar til afgas- túrbínan tekur við á 5.000 snún- inga hraða. Þetta, og bein inn- spýting ásamt annarri flókinni elektróník, skapar svo hestöflin 360 sem Michelin 235-45-15- dekkin þrykkja niður í malbikið. Draumur? Já — plastklæddur framtíðardraumur, einskonar litn- ingur framtíðarkynslóða Subam- ættarinnar. Fulltrúar frá Fiyi Heavy Industries, framleiðanda Subaru og Nissho Iwai, markaðsfyrirtækinu, komu til að vera viðstaddir á afmæli umboðsins. Frá v. Ishii (FHI), Nakamura (NI), Izawa (FHI), Hashimoti (NI), Shimizu (NI) og síðan feðgarnir Guðmundur Ingvarsson, Ingvar Helga- son, Júlíus Vífill Ingvarsson og Helgi Ingvarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.