Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDÁgUR 28. JÚNÍ1986 Meiri kraft á. HÖGNI HREKKVlSI Áster... ... að skyggnast saman inn í framtíð- ina og lesa stjömu- spána. TM Rag. U.S. Pat. Ott.—atl rights reserved ® 1983LOS Angeles Times Syndicate Nei við höfum ekki al- fræðibækur. En hvað vill prófessorinn fá að vita? Við erum ábyrg fyrir okkar eigin lífi Til Velvakanda. Undanfamar vikur hafa skemmtistaðir borgarinnar verið með atriði eins og leðjuslag og fatafellusýningar á kvölddagskrá sinni. Hópur sem nefnist Pan- hópurinn hefur einnig verið með ósiðlegar sýningar í gangi. Auglýs- ingar frá viðkomandi skemmtistöð- um í dagblöðum hafa gert grein fýrir því sem fram fer. Þessum auglýsingum fylgdu myndir sem voru og eru ósiðlegar og brutu í bága við mína siðferðisvitund, myndir sem ekki ættu að sjást í blöðum fremur en annað efni sem ber vott um óeðli eða annað slíkt. Morgunblaðinu vil ég þakka fyrir að hafa stöðvað birtingu þessara mynda með viðkomandi auglýsing- um. Landsmenn. Við þurfum að staldra við, hugsa og sjá. Okkar líf er ekki til þess að við fyllum það af slíkum hlutum sem eyðileggja líkama, sál og anda. Til þess erum við á þessari jörðu að við lifum heilbrigðu lífí. Og nú segir kannski einhven Annar afturhaldsseggur eða siðapostuli. Þú fávísi maður - Eyfirðingar athugið Athygli Eyfirðinga, skal vakin á því, að ritstjómarskrifstofa Morgunblaðsins, Hafnarstræti 85, Akureyri, tekur við bréfum og fyrirspumum i Velvakanda. veist þú ekki að það sem þú sáir það muntu uppskera. Það sem þú framkvæmir í hugsun, það verður hluti af sjálfum þér. Þinn innri maður verður að nærast á réttum hlutum, ekki þvi að stela og eyði- leggja. Til era náttúraleg lögmál og til era andleg lögmál. Það er t.d. lögmál að ef við önnumst Iíkama okkar ekki rétt með því að velja rétta fæðu, eðlilega hreyfingu o.s.frv. þá veslast hann upp. Eins er farið okkar andlega lífi. Okkar innri maður þarf að nærast líka. í Iok maí vora umræður í Kast- ljósi um Pan-hópinn og fl. í svipuð- um dúr. Þar vora hinar og þessar hliðar þessa máls ræddar. Einnig vora sýndar nokkrar svipmyndir frá þessum sýningum. Allt var þetta ungt fólk sem sýndi og leiðinlegt var að sjá þessa hluti eins og þeir era. Vegna þess að þetta unga fólk á völ á dýrmætum hlutum og á þess kost að lifa heilbrigðu lífi sem heilsteyptar og dýrmætar persónur. Og nú tala ég bæði um þá sem era áhorfendur og þátttakendur á sýn- ingum sem þessum. Sjálfur er ég ungur maður og það hryggir mig að sjá slíkt meðal ungs fólks. Við eram ábyrg fyrir okkar eigin lífi frammi fyrir Guði og frammi fyrir mönnum. Við getum valið að leggja þann grann sem hver maður ætti að leggja í Iffi sínu til að dafna og þroskast og til þess að lifa heil- brigðu lífi sem lifandi Guð hefur gefið honum. Guð hefur gefið okkur lögmál lífsins til að breyta eftir, og það er kærleikur. Hver vill ekki það besta fyrir sitt eigið líf? Hver sækist ekki eftir því að vegna vel í lífinu? Læram að sá rétt, þannig að við uppskeram góða ávexti og séum tilbúin að sýna þá og gefa hveijum sem er, óhrædd og ófeimin. Við teljum okkur kristna þjóð og þar af leiðandi ættum við að bera vitni um það í lífi okkar að Jesú Kristur er lifandi Guð. Að Drottinn lifír í dag, sá sem var tilbúinn að deyja fyrir þig og mig til þess að við mættum lifa. Sá sem elskar okkur og er tilbúinn að mæta þörfum okkar dag eftir dag. Þetta er kær- leikur Krists til okkar. Hvera marg- ir lifa í þessum sannleika í dag? Svari hver fyrir sig. Við beram sjálf ábyrgð á því hvað við látum ná tökum á hug okkar og koma inn í líf okkar. Hver þráir ekki líf sem er fullt af kærleik, gleði og frið? Sönnum frið. Varanlega hluti. í Kastljósi var rætt um afleiðing- ar þessara ósiðlegu sýninga — af- leiðinga sem snerta einstaklingin á margvíslegan hátt. Rangar gerðir skapa gerandanum alltaf óöryggi, samviskubit, sektarkennd — hluti sem fjötra okkur og hindra. Þeir eyðileggja og leiða til fordæmingar, og að lokum leiða þeir af sér andleg- an dauða, vegna þess að þá þeklg'- um við okkur ekki sjálf og lifum ekki eins og við eigum að gera í Jesú Kristi. Við eram hreykin af landi okkar og náttúrafegurð þess, og vafalaust dást margir útlendingar að íslandi. En það sem laðar fólk að þjóðum er þó fyrst og fremst hin óforgengi- lega fegurð hjartans hjá einstakl- ingunum er landið byggja. Látum það einkenna þjóð okkar um alla framtíð. Hákon G. Möller Víkveiji skrifar að er alltof sjaldgæft að les- endur taki sig til og sendi Vík- veija bréf, þótt granni hans Velvak: andi fái hins vegar nóg af þeim. í gær barst Víkveija hins vegar svohljóðandi bréf frá Þorbjörgu K. Jónsdóttur, hjá markaðssviði Iðnað- arbankans: „Kæri Víkveiji: Ifyrir nokkra var til umfjöllunar hjá þér fyrirkomulag afgreiðslu í bönkum hér á landi og fundust okkur það orð í tíma töluð. Starfsfólk Iðnaðar- bankans tekur fullkomlega undir það sem þar kemur fram um tíðkan- lega afgreiðsluhætti hérlendis. Nú hefur Iðnaðarbankinn gert tilraun til að bæta úr þessu. Síðastliðinn mánudagsmorgun, 23. júní, hóf Iðnaðarbankinn tilraun til að skapa biðraðamenningu í útibúi sínu í Lækjargötu. Nú bíða viðskiptavinir okkar í skipulegri röð í ákveðinni flarlægð frá gjaldkera og einungis einn kemst að hjá gjaldkera í senn. Að gefiiu tilefni vill Iðnaðarbankinn bjóða Víkverja velkominn í útibú sitt í Lækjargötu til að reyna hið nýja afgreiðslufyrirkomulag." Með þessu bréfi fylgir ljósrit af öðra bréfi, sem bankanum hafði borizt frá viðskiptavini sinum en þar segir. „Einu sinni enn er Iðnað- arbankinn fyrstur með framfarir. Þvílikur munur að geta gert sín viðskipti við gjaldkera án þess að hafa fólk hreinlega hangandi á sér um leið. Til hamingju." Eins og sjá má af þessu er allt í lukkunnar velstandi hjá þeim í Iðnaðarbankan- um í Lækjargötu. Víkveiji mun hins vegar taka það til athugunar, eftir því sem efni og aðstæður leyfa, hvort hann þiggur þetta góða boð! XXX Kvöldstund nú í vikunni sat Vík- veiji og ræddi m.a. við unga stúlku sem býr í sjávarplássi á landsbyggðinni. Það sem vakti sér- staka athygli í frásögn hennar var að atvinna væri feykilega mikil og þá ekki síður, að fasteignaverð á staðnum hefði stórhækkað á skömmum tíma svo og húsaleiga. Þessi orð vöktu athygli vegna þess, að nokkur síðustu ár hefur verið dauft yfir atvinnulífi á landsbyggð- inni og víða hefur fasteignaverð beinlínis hranið. Ekki er ólíklegt, að þessi frásögn sé til marks um að hér sé að verða breyting á. Það er segin saga, að um leið og lifnar jrfir sjávarútveginum gjörbreytist hagur fólksins í landinu. Fyrir skömmu hafði Víkveiji spumir af því, að athafnasamur útgerðarmaður og fiskverkandi, sem nokkur síðustu ár hefur lent í miklum erfiðleikum með atvinnu- rekstur sinn, hefði snúið dæminu við á örskönmmum tíma og væri það nánast allt vegna þess, að loðnuveiðar og vinnsla á hans veg- um hefði gengið afburða vel. Þetta sýnir okkur að þrátt fyrir allt tal um að auka íjölbreytni atvinnulífs- ins er það enn sem fyrr sjávarútveg- urinn, sem ræður úrslitum. Sjálf- sagt verður svo um langa framtíð. Engu að síður hafa aðrar at- vinnugreinar vaxandi þýðingu. Svo er t.d. um móttöku erlendra ferðamanna. Einn viðmælenda Vík- veija sagði frá því á dögunum, að í byijun júlí þyrfti hann að taka á móti rúmlega eitt hundrað manna hóp frá Ítalíu, sem hér ætti leið um og aftur f september. Það kom í Ijós, að ómögulegt reyndist að fá hótelherbergi fyrir þetta fólk í Reykjavík, hvorki í júlí né septem- ber. Lausnin var sú, að fá gistingu fyrir fólkið á hinu nýja hóteli í Hveragerði. Svipaða sögu heyrði Víkveiji af ástandi á hótelum í Reykjavík í maímánuði. Þetta er auðvitað í aðra röndina mjög ánægjulegt, um leið og það getur skapað mikil vandamál, ef ekki er hægt að fínna hótelherbergi t.d. fyrir kaupsýslumenn, sem hingað koma í viðskiptaerindum. En nú virðist töluvert líf í hótelbyggingum í höfuðborginni, þannig að vafa- laust er þetta aðeins tímabundið ástand. xxx Víkveiji biður lesendur sína velvirðingar á því að dálkar víxiuðust á þessum stað í gær. Þrátt fyrir markvisst starf að því að bæta gæði Morgunblaðsins verða mistök alltaf við og við. En vonandi hafa lesendur áttað sig á því, að eftir lestur fyrsta dálks þurfti að fara yfir í þriðja dálk og svo annan dálk til þess að fá samhengi í hugleiðing- ar gærdagsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.