Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1986 51 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS UM-V II Burt með gróðurböðulinn af suðvesturhorninu Til Velvakanda. Við sem höfum horft uppá það landinu á ári — 36 milljarðar síðast- liðin 12 ár. Það væri annað og betra mí of víð hefðum ekki tekið Er Bjami einráður hjá sjón- varpinu? Ágæti Velvakandi. Nú er mælirinn svo fullur að útúr flóir vegna sjónvarps- ins. Hver ræður þar eiginlega ríkjum? Bjami Felixson einn? Það er ekki orðið kveikjandi á sjónvarpinu fyrir eilífu sparki. Sauðkindina burt af suðvesturhorninu Heiðraði Velvakandi. Töluvert hefur verið skrifað í Velvakanda að undanfömu um gróðureyðingu af völdum sauðfjár. Er það vel því tími er til kominn að stemma stigu við þessum vargi. í síðustu viku birtist pistill eftir Pétur Sigurðsson sem bar fyrir- sögnina: „Burt með gróðurböðulinn af suðvesturhorninu". Ég er sam- mála því sem sagt er í þessari grein. Það er kominn tími til að gera þá sem eru með sauðfjár- búskap ábyrga fyrir þeirri eyðilegg- ingu sem rollur þeirra valda. Hingað til virðist sú kvöð hafa hvílt á land- eigendum að girða lönd sín af fyrir þessum ófögnuði en rollubændur hafa komist upp með að beita fé sínu í skóga og á lönd annarra átölulítið eða átölulaust. Það er kominn tími til að þeir sem áhuga hafa á uppgræðslu og skógrækt taki sig saman um að gera hér breytingu á. Ekki bætir það úr skák að geysi- legt tap er á þessari búgrein og hefur verið um áratugi. Verða landsmenn að greiða stórfé til að halda þessari vitleysu gangandi. Kjötfjöllin hrannast upp en samt er eins og fáir sjái ástaeðu til að- spyma við fótum. Hobbý-rollubú- skap ætti þegar að banna með öllu, eins og Pétur segir í bréfi sínu. Þá væri ekki nema sjálfsagt að friða allt suðvesturhomið — ef rollan væri þannig gerð útlæg úr þessum landshluta mætti gera stórátak í ræktun landsins og það án þess að kosta meiru til en þegar er gert árlega. Nú er töluverðum upp- hæðum varið til áburðar- og fræ- dreifíngar en hætt er við að árang- urinn verði takmarkaður þegar roll- umar éta nýgræðinginn upp jafn óðum. Þá fyrst er þessi vargur hefur verið gerður útlægur verður hægt að ná árangri í uppgræðslu — fyrr ekki. Kristján Jafnvel fréttimar eru felldar niður. Það er ekki verið að gera tónlistinni svo hátt undir höfði. Hvers vegna fengum við ekki að sjá Live Aid-tónleikana, sem verða ALDREI endurflutt- ir? (HM er á fjögurra ára fresti.) Og hvers vegna var ekki sýnt beint frá The Shadows-tónleikunum alveg eins og frá Herbie Hancock? Fáum við kannski ekki heldur að sjá frá tónleikunum í Laug- ardalshöll? Ég er alveg fjúkandi reið yfir þessu og það eru svo sannarlega margir aðrir. Hvemig væri að við slepptum að borga næsta afnotagjald? Ein á Hvammstanga Sjónvarpið á ekki að taka mið af mynd- bandaleignnum Kristín hringdi: „Ég er yfir mig hneyksluð á orðum GPÞ þar sem hann gagn- rýnir sjónvarpið fyrir að sýna framhaldsmyndaflokkinn Aftur til Eden vegna þess að þessi mynd hefur verið til á myndbandaleigum í nokkum tíma. Heldur GPÞ að allir eigi myndbandstæki eða séu að eyða í það peningum að fá myndir leigðar? Þetta em mjög góðir þættir og ég vil þakka sjón- varpinu fyrir að taka þá til sýning- ar. Sjónvarpið á ekki að taka mið af því sem til er á myndbandaleig- um hveiju sinni, heldur hafa það eitt að leiðarljósi að sýna sem bestar myndir á hveijum tíma. Svart seðla- veski Svart seðlaveski týndist í eða við Miklagarð á miðvikudag. Finnandi vinsamlegast hringi í Liljuísíma 73145. Gleraugu í grárri umgjörð Gleraugu í grárri umgjörð fundust fyrir utan Fossvogs- kirkjugarð. Siminn er 23797, Sól- ey. Armex-úr Armex-úr með svartri ól tapað- ist einhverstaðar á leiðinni frá miðbæ að Kaplaskjólsvegi fyrir nokkm. Finnandi vinsamlegast hringi í Mörtu í síma 30717 eða 26517. Tækið ekki til hjá Pósti og síma Símnotandi hringdi: „í Morgunblaðinu miðvikudag- inn 11. júní kom einhver Jóhann Hjálmarsson blaðafulltrúi Pósts og síma með gagnrýni á skrif Víkveija og upplýsti að notendur geti fengið tæki við síma sína sem gefi sundurliðaðar upplýsingar um notkunina. Ég ætiaði að fá mér slíkt tæki í framhaldi af þessu hjá stofnuninni, en það virðist hvergi finnast og enginn veit neitt um þetta. Mig langar til að vita h vemig stendur á þessu. “ Konur - Garðabæ Húsmæðraorlof verður að Laugarvatni dagana 14.-20. júlí 1986. Upplýsingar gefa: Gréta í síma 42752, Guðbjörg í síma 656028. Orlofsnefnd SJÁIÐ ÍSLAND ÚR 40.000 FETA HÆÐ Nú gefst í fyrsta sinn kostur á útsýnis-háflugi í 8 sæta þotu Þotuflugs. Landið tekur á sig nýjan svip séö ofan úr heið- hvolfi jarðar þar sem himinninn er svartur og myndir verða sem teknar úr geimfari frekar en flugvél. Ferðin kostar kr. 6.400,- fyrir manninn (á mann). Nánari upplýsingar og sætapantanir í síma 27809 og utan skrifstofutíma í síma 40202. Ef hópar æskja þess að farin sé sérstök flugleiö þá vinsamlegast semjið um slíkt fyrirfram. þotuflug hf Grandagarði 1 b, Reykjavík Blaðburöarfólk óskast! VESTURBÆR ÚTHVERFI Grenimelur Ármúli Hvassaleiti AUSTURBÆR Hverfisgata 4-62 og fl. i S Góðan daginn! ro
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.