Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1986 41 Hinn mannlegi þáttur/Asgeir Hvítaskáid HJÓLAFERÐ MEÐ GALDRAHORN I klefum geta rúmazt 16—20 menn frammi í skipinu en reiknað er með að vistarverur aftan til í skipinu verði fyrir skrifstofur og aðra þjón- ustu sem fylgja fræðsluskólanum. Námskeiðin eru að byija um þessar mundir og haldið verður áfram að vinna við skipið og gera það klárt í alla staði. Það er búið að þvo það og mála nýlega í slipp. Fiskakletts- menn úr Hafnarfirði hafa undan- farin kvöld unnið við málninguna ofan þilja og stefnt er að því að Áherzlupunktamir hjá okkur eru auðvitað verkefnin á hveijum tíma og að hafa sem bezta heildarmynd af ástandi skipa og öryggisbúnaði, það er að auka eftirlitið og sam- ræma eftir megni og reyna að virkja sjómennina sjálfa til aukinnar meðvitundar um mikilvægi þessara mála. Skyldur útg-erðar- manna og skipstjóra Mjög æskilegt er að auka rann- sóknir, snúa sér að því að bæta vinnuaðstöðu jafnhliða öiyggisþátt- um. Eitt af því sem þarf að gera er að takast á við fyrirsjáanlega byltingu í fjarskiptum skipa. Neyð- arbaujur eru á næstu grösum, sem senda á tíðni gervihnatta og gefa frá sér einkennandi merki fyrir skipin. Og þessar neyðarbmijur fara í gang ef skipið ferst og það er miðað við að það geti liðið mest 19 mínútur frá því að sendingar hefjast þar til stöð er búin að greina merk- in. Rússar ætla á næsta ári að framleiða 300 þúsund stykki af þessu tæki í sinn fiskiskipaflota, en tíðni þessara tælqa er ný af nálinni að 406 megariðum. Það eru vissulega skyldur eig- enda og skipstjóra skips að sjá til þess að skip sé skoðað árlega. Þessari skyldu er framfylgt með ákveðnu eftirliti og yfirleitt eru þessi mál í nokkuð góðu lagi hvað varðar þilfarsskipin. En verulega hefur skort á að eigendur opinna báta hafí látið skoða skipin sín. Eigendur verða að biðja um skoðun en við erum nú að tölvuskrá öll skip og skoðun þeirra þannig að við getum fylgzt mun betur með og tilkynnt réttum aðilum ef mis- brestur verður á í þessum efnum. Eitt sem er nýtt á okkar verk- sviði er það að þurfa að viðurkenna eftii og búnað til skipa. Allur búnað- ur á samkvæmt lögum að vera viðurkenndur af Siglingamálastofn- un og það hefur verið misbrestur á því að söluaðilar leituðu eftir viður- gera skipið að fullu sjóklárt. Við teljum í dag að okkur beri skylda til þess að vinna að því að skipið verði fullbúið og geti siglt frá einni höfn til annarrar. Við ætlum að grípa til félaga innan Slysavamafé- lags íslands og sjómannastéttarinn- ar til þess að manna skipið dag og dag, viku og viku. Við vitum um marga sem mæna inn um sund og út um eyjar og eru áreiðanlega til í slaginn, fullfrískar aldnar kempur semyngri." kenningu. Við steftium að því á næstunni að gefa út lista eða skrá um allan viðurkenndan búnað til skipa sem menn geta síðan stuðzt við. Ég vænti mikils gagns af þess- um lista þegar fram líða stundir. Hann mun auðvelda mjög allt eftir- lit í þessum efnum. Gjörbreyting' í- undanþágumálum Eitt af því sem hefur skilað árangri að undanfömu í málum sjó- manna er þróunin í undanþágumál- um, því hún hefur verið allvemleg. Það má segja að staðan hafi ger- breytzt á sl. tveimur ámm á fjölda réttindamanna við störf á íslenzkum fiskiskipum. Á árinu 1983 störfuðu 1.000—1.050 menn á íslenzkum skipum samkvæmt undanþáguleyfi. Fyrri hluta ársins 1986 vom þeir orðnir 418. Réttindanámskeið hafa verið haldin á þessu tímabili og nær 400 menn hafa sótt námskeiðin. En síðustu skipstjómamámskeiðin verða haldin á næsta skólaári auk þess sem nám vélavarða mun hefj- ast í öllum landshlutum. Mikið hefur áunnist átveimurárum Það hefur verið mikið unnið í þessum málum sl. tvö ár og ég tel að skipun öryggismálanefndar sjó- manna hafi haft veruleg áhrif og beint athyglinni að þessum mála- flokki. Margt hefur áunnizt en fjöldamargt er ógert. Það er aug- ljóst að öryggismál sjómanna em ekkert stundarfyrirbrigði. Þetta er málaflokkur sem menn verða að vera sívakandi í. Þess vegna má sú vinna sem lögð hefur verið til þess- ara mála að undanfömu ekki detta niður. Starfið verður að halda áfram til þess að meiri árangur náist Grein og myndir: Arni Johnsen Ég sat til borðs með nemum af ýmsum þjóðerni á stúdentagarði í Kaupmannahöfn. En Gústaf stóð í dyragættinni og horfði á okkur borða girnilegan matinn. Tíu her- bergi höfðu eitt sameiginlegt eld- hús. Við höfðum matklúbb og skipt- umst á að elda. Síðan vom dregin spil um hver ætti að vaska upp. Eg fékk alltaf tvist eða þrist og allir hlógu. Það var mjög óþægilegt að Gústaf skyldi standa þama. „Eigum við að hjóla til Óðinsvé og skoða H.C. Ándersen-safnið næstu helgi?" sagði ég til að segja eitthvað. „Já,“ sagði Gústaf og ljómaði allur. Ég vissi ekkert hvað ég var að segja. Þetta var 140 kílómetra leið, 280 kílómetrar fram og til baka. Gústaf var stór sláni með gleraugu og hjóladellu. Hann vann í apóteki og hjólaði 17 kílómetra á dag til og frá vinnu. Nú hafði hann keypt sér nýtt tíu gíra hjól, sérhannað til ferðalaga og fyrir brattar brekkur. Eitt sinn hafði hann farið í hjóla- ferðalag um þveran og endilangan Noreg. Svo það er von að Gústaf hafi ljómað og fengið sér stól og sest hjá okkur. Þau reyndu að út- skýra að óvanur gæti ekki hjólað til Óðinsvé og til baka um eina helgi. Þegar kom að mér að draga spil héldu allir í sér andanum með spenning í augum, Tyrkinn, Norsar- inn, Ellen, Englendingurinn, prest- neminn, alls 10 manns. Ég var með fjarka og Wildon náði ekki andanum fyrir hlátri. En Gústaf hjálpaði mér með uppvaskið, því hann var þegar byijaður að gefa mér skipanir varð- andi ferðina. Ég sem var ekki einu sinni nemandi í neinum skóla, hafði bara svindlað mér inn til að eiga einhversstaðar heima. Komið frá íslandi til að skoða heiminn. En hafði samt átt þar kærustu og lítið bam. Við lögðum af stað á föstudags- kvöldi um sjö leytið. Sama daginn hafði ég keypt mér tólf gíra keppn- ishjól, skítbrettalaust og fislétt. En það var víst ekkí sérlega hentugt til ferðalaga, enginn bögglaberi eða neitt. Gústaf var ekkert mjög hrif- inn en samt gleymir hann sér alltaf er hann sér nýtt hjól. Strýkur lakkið allsstaðar og beygir sig alveg í kengt til að geta séð gírskiptinguna á afturhjólinu. Gamla stelpuhjólið hefði aldrei komist alla þessa leið, svona hjól var mín eina von ef ég ætti að halda í við Gústaf. Veðrið var gott; allan daginn hafði verið sólskin og nú var kominn molluhiti. Gústaf lánaði mér litla tösku sem mátti festa á stýrið og þar gat ég haft nestið mitt. Ætlun mín var að hafa sem allra minnst til að vera sem léttastur. Það var ekki aðeins leiðinlegt að hjóla í gegnum föstudagsumferðina í Kaupmannahöfn, heldur líka hættu- legt. Ég var óvanur hjólinu, fætum- ir festust í táklemmunum er ég kom að rauðu ljósi. Svo var ég strax orðinn lafmóður. Ég var í Danmörku, var að leita að einhveiju sem ég vissi þó ekki hvað var. Fara ekki allir ungir menn af stað til að finna hamingj- una? Svoleiðis er það í ævintýrun- um. En á íslandi hafði ég búið með stúlku og átt lítið bam, organdi stelpu sem saug puttann á pabba sínum er hann var að svæfa hana í fanginu. En ég hafði ekki verið ánægður. Það var eitthvað sem ég þurfti að fínna, vita, upplifa eða skilja. Einn góðan veðurdag sagði ég upp vinnunni, pakkaði ofan í ferðatöskur og sagði bless við for- tíðina. Leitið og þér munuð finna. Eftir klukkutíma streð komumst við Gústaf loks út á sveitaveg. Ætlunin var að hjóla til Hróars- keldu og gista þar á farfuglaheimili um nóttina, en Gústaf hafði skipu- lagt þetta allt upp á mínútu. „Áf hveiju sofum við bara ekki úti undir berum himni, til Hróars- keldu er langur krókur," sagði ég heitur og móður. Stytting leiðarinnar skipti mig öllu máli. „Það er ekki hægt að sofa úti.“ „Jú, jú. Við geram það oft á ís- landi. Það er alveg sérstakt upplif- * elsi. Svo er svo svakalega heitt núna.“ Ég hjólaði á stuttbuxum og i engu öðra þó komið væri kvöld. Ég sá að náttúrubamið í honum var að vakna. Annars var hann ferlega tæknilegur gleraugnaglámur. Hafði aldrei sofið hjá konu og geymdi hjólið inni í herberginu sínu. Samt var hann rúmlega þrítugur. Hann var einbimi ríkra hjóna og fyrir einu ári hafði hann flutt að heiman, bjó nú í íbúð með Indónesa og ungri danskri stelpu, sem hann var alltaf að gera sér vonir með. Hann nam staðar á gatnamótum og fór að skoða kortið. Ég kastaði mæðinni .. og hristi sveitta fótleggina. „En þessi hiti helst ekki í alla nótt.“ „Jú, jú. Alveg nóg á meðan við eram að sofna." Hann lagaði á sér gleraugun og horfði til himins. Jú, hann langði að prófa eitthvað alveg nýtt. „Þá veit ég um mjög skemmti- lega sveitakrá, þar sem við getum fengið ókkur kvöldkaffi rétt fyrir háttinn." „Gott,“ sagði ég og steig aftur á hjólið. Við hjóluðum og hjóluðum; þut- um í gegnum landsbyggðina. Ég sá sveitabæi með stráþökum, kom- akra eins langt og augað eygði. Tré stóðu hér og þar í hóp eins og menn að tala saman. Allt þetta var nýtt fyrir mér. Mest elskaði ég kyrrðina. Gústaf var alltaf að stoppa til að finna út hvaða afleggj- ara við ættum að taka. Á meðan naut ég þess að skoða. Þetta var byijunin á æðislegu ævintýri, það var öraggt. (Framhald síðar.) Skoðaður í 35. sinn Þessi Willys-jeppi, sem hefur skráningarnúmerið P 29, var skoðaður í 35. sinn fyrir stuttu, en hann er af árgerðinni 1954 og er í toppstandi enn í dag, að sögn þess sem skoðaði. Eigandi jeppans er Jóhann Jónsson málarameistari í Ólafsvík, en á myndinni ásamt jeppanum er bif- reiðaeftirlitsmaðurinn Trausti Bjamason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.