Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1986 Veiðiþáttur Umsjón Guðmundur Guðjónsson Dr. Nadeau og Dr. Athony hjá North Atlantic Salmon Converation Organizaition: Stórfelldar friðunaraðgerðir í gangi og aðrar í bígerð - Segja að margt megí af íslendingum læra Fyrir skömmu voru staddir hér á landi Kanadamaðurinn Dr. George André Nadau og Bandaríkjamaðurinn Dr. Vaughn C. Anthony, en þeir eru frammámenn há NASCO, eða North Atl- antic Salmon Conservation Organization, sem útleggst á íslensku: Samtök um verndun Atlantshafslaxins. Sá fyrmefndi er fyrir Kanadadeild samtakanna, en sá siðarnefndi sérhæfir sig í friðun og nýtingargildi laxins. Þeir Nadeau og Anthony voru hér í boði Veiðimálastofnunarinnar og notuðu þeir auk þess tækifærið og renndu fyrir lax, bæði í Langá, þar sem miður gekk, og í Laxá í Kjós, þar sem þeim gekk betur. Héðan fóru þeir á þing samtak- anna sem haldið er í Edinborg í Skotlandi um þessar mundir og í för með þeim var Ami ísaksson, nýskipaður veiðimálastjóri. Morgunblaðið hitti þá félaga að máli daginn sem þeir komu úr veiðinni og innti þá eftir ásetningi samtakanna NASCO. Dr. Nadeau varð fyrri til að svara: „Eins og nafnið bendir til, beit- um við okkur fyrir vemdun laxins, þ.e.a.s. skynsamlegri nýtingu hans og sanngjamri skiptinu aflans. Friðunaraðgerðir skipta þar miklu máli því laxinn var óð- um að hverfa, bæði í Kanada og Bandaríkjunum. Ýmislegt kom þar til, en úthafsveiðar við Vest- ur-Grænland spiluðu stærsta hlut- verkið. Það var löngu orðið ljóst, að slík var veiðin í hafinu, að sá §öldi hrygningarlaxa sem skilaði sér í ámar var ekki nándar nærri nógu mikill til þess að stofnamir gætu haldið sér. Ofan á hinu stífu úthafsveiði bættist svo allt hitt, virkjunarframkvæmdir, súrt regn og ýmis önnur mengun, veiði- þjófnaður og fleira og fleira. Það varð því eitthvað að gera og fyrir íjórum ámm var NASCO stoftiað og nýtur nú velvilja, virðingar og skilnings víðast hvar.“ Dr. Anthony heldur áfram: „Fýrir tilstilli NASCO hefur verið gripið til hinna ýmsu friðunarað- gerða. Má þar nefna, að kreppt hefur verið að stangveiðimönnum, þannig mega þeir einungis drepa einn lax á dag í bandarískum laxveiðiám, öðm verða þeir að sleppa. Brýn þörf var hér á ferð- inni, það em alls um 25 laxveiðiár í Bandaríkjunum, en í gegnum árin hafa aðeins fímm þeirra hald- ið laxagöngum sínum, tuttugu hafa misst stofna sína í lengri eða skemmri tíma. Þá er því við að bæta, að í bandarískum laxveið- iám er varla að fínna smálax, þetta er allt fullorðinn fískur sem verið hefur tvö ár í sjó eða lengur, og því em stærri skörð höggvin í hrygningarstofninn en ella.“ En íKanada dr. Nadeau? „Þar em reglumar jafnvel enn stífari, þar er stangveiðimönnum skylt að sleppa öllum löxum sem þeir veiða, þ.e.a.s. alls staðar nema í Quebeck, þar sem stjómin heimilar að einn lax sé hirtur á dag, en eigi fleiri en 7 á heilu veiðitímabili. Þá gildir fyrir bæði Bandaríkin og Kanada, að sport- veiðimenn mega ekki lögum samkvæmt, selja laxa sína. Utan Quebeck verða veiðimenn að láta sér lynda að sleppa löxum sem þeir veiða og getur það verið súrt epli að bíta í, a.m.k. hjá veiði- manninum sem veiddi 54 punda lax á flugu í fyr^a. Hann lyfti laxinum upp úr og vinur hans smellti af mynd. Svo kvöddu þeir laxinn sem synti fijáls ferða sinna." Ekki beinist allt gegn stang- veiðimönnum? Dr. Anthony svaran „Það er auðvitað af og frá, enda myndi það hrökkva skammt. Fjölmargir fiskimenn hafa verið „keyptir upp“, þ.e.a.s. þeir hafa fengið háar greiðslur fyrir laxveiðirétt- indi sín og missa þau til æviloka ef þeir ganga að tilboðum sem koma frá stjómvöldum. Hér er um allt að 50.000 dollara greiðslur að ræða og fínnst mörgum það aðlaðandi kostur að þekkjast. Þetta getur haft takmarkað at- vinnuleysi í för með sér, en vext- imir af svona upphæð hrökkva langt og svo veiða þeir auðvitað ýmislegt annað en lax.“ Dr. Nadeau: „Stóra málið nú, eða það sem við leggjum hvað mesta áherslu á, er að koma á einhvers konar skiptingu aflans sem getur talist sanngjöm, „fair sharing" höfum við nefnt það, og ýmsar vísindalegar rannsóknir hafa verið framkvæmdar síðustu árin til að setja saman nothæft kerfi af því tagi. Úthafsveiði- mennimir sjálfir tala jafnvel manna mest um sanngjama skipt- ingu aflans og því ætti að vera hægt að komast að einhveiju samkomulagi." En ef sjávarveiði er laxinum svona hættuleg, er þá ekki hægt að stöðva hana alfarið? Dr. Anthony tekur við: „Það Dr. Nadeau t.v. og Dr. Anthony t.h. er hægara sagt en gert og raunar 1 ómögulegt, enda er það alls ekki I rætt. Við verðum nefnilega að skoða eitt veigamikið atriði, og það er tilkall þeirra sem veiða við Vestur-Grænland til laxins. Þeir segja: „Fiskurinn vex og dafnar, í okkar sjó, tekur toll af lífríki okkar svæðis. Þetta er þeirra út- haf. Við viljum og megum veiða hann eins og þið.“ Tilfellið er, að við þessum rökum er ekki hægt að snúa baki, þau eiga fyllilega rétt á sér. Spumingin er þá sú, hvað eiga þeir rétt á miklum afla, og það er þó nokkuð mál að svara þeirri spumingu til hlítar." Er hægt að ná slíku sam- komulagi á næstunni? Dr. Anthony heldur áfram: „Við höfum rannsakað laxinn mikið á undangengum árum og því við vitum æ meira um hann, þá hrökkva rök okkar skammt ef þau eru krufín til mergjar. Ég myndi segja að það væri hægt að ná samkomulagi, þ.e.a.s. sam- komulagi sem yrði að betrumbæta l og lagfæra jaftióðum og vitneskja bættist við sem byði upp á slíkt. Við stefnum að því að ná slíku samkomulagi sem fyrst og ætlum Morgunblaðið/Bjami m.a. að mæla með því á fundinum í Edinborg." Og hvaða vonir gerið þið ykkur? Dr. Nadeau: „Svona mátulegar. Ég myndi álíta það stórt skerf í rétta átt ef árangurinn af Edin- borgarfundinum yrði að menn settust niður, skipuðu vinnu- og viðræðuhópa sem myndu kryfja til mergjar breytt viðhorf, friðun- armál, markaðsmál og allt þar á milli. Það er leiðin sem verður að fara og ef við getum komið um- ræðu af stað þá er það árangur sem talandi er um. Þetta er nefni- lega stórmál, þið íslendingar getið t.d. séð fyrir ykkur hvað skynsam- leg og sanngjörn lausn á þessu máli gæti komið ykkur til góða gagnvart Færeyingum sem veiða e.t.v. óhóflega mikið af ykkar laxi. Einmitt á þessu stigi vildi ég skjóta því hér inn, að eitt af því sem NASCO hefur unnið mikið að og mun gera áfram, það eru merkingar á laxi þannig að hægt sé að ganga úr skugga um á hvaða hafsvæði þessir og hinir laxa- stofnar ganga. Og við erum að gera ráðstafanir til þess að menn á okkar vegum leiti merkjanna í stað þess að treysta á að físki- mennimir skili þeim, því reynslan hefur sýnt að þeir eru ekki allir alltof fúsir til þess.“ Hvað fleira ógnar laxinum alvarlega? Dr. Nadeau enn: „Það er meng- un af alls kyns tagi og alveg sér- staklega mengun af völdum súrs regns. Þetta er geysimikið vanda- mál og sums staðar hrein plága, t.d. í Nova Scotia, en þar eru tvær af hveijum þremur ám hreinlega dauðar af völdum súra regnsins. Þetta er erfítt mál við að eiga, en það er unnið að því á þeim vígstöðvum sem til eru, að koma því á framfæri hverslags vágestur súra regnið er.“ Dr. Anthony bætir við: „Það erfíðasta við þetta vandamál er, að ráðamenn og almenningur hafa kosið að skella skollaeyrum við því. Almenningur hefur ekki þekkingu til að gera sér grein fyrir vandanum og ráðamenn vita sem er, að mengunarvamir sem duga gegn súra regninu em svo kostnaðarsamar að það þýðir varla að hreyfa við málinu við þá sem hluta eiga ða máli. Fyrsta skrefíð til að vinna á þessu máli er að fá fólk til að skilja almenni- lega hvað um er að ræða, átta sig á hættunni, þá fyrst verður hægt að takast á við vandann." Tengdist dvöl ykkar hér vinnu ykkar við NASCO? Dr. Anthony heldur áfram: „Það fylgir starfínu, að ferðast um og fylgjast með hvemig hinar ýmsu þjóðir taka á laxveiðimálum sínum. ísland er mikið og frægt laxveiðiland, þannig að við notuð- um tækifærið og reyndum okkur við laxveiði í leiðinni. Að vísu skildist okkur að enn væri snemmt í ári fyrir laxveiði. Þó fengum við nokkra. En við höfum séð ýmis- legt sem að gagni kemur, til dæmis tijónumerkingamar í Langá og við sáum einn merktan lax dreginn á land. Þá em lax- veiðar í sjó bannaðar á íslandi og því forvitnilegt að athuga hvemig það kemur út í samhengi við stangveiðina og þannig mætti lengi telja. íslendingar em til fyrirmyndar á mörgum sviðum laxveiðimála og því fyllsta ástæða til að líta til ykkar og sjá með eigin augum hvemig taka mætti á hinum ýsmu vandamálum sem steðja að annars staðar þar sem Atlantshafslaxinn er annars veg- ar.“ Starf NASCO miðast að því að sem mest verði af laxi og skipting aflans verði sanngjörn. Morgunblaðið/gg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.