Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐE), LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1986 7 EgUsgtððum. „EG BÝÐ ykkur öll hjartanlega velkomin tíl íslands" — sagði Jón Helgason um leið og hann setti ársfund norrænna landbúnaðarráð- herra hér í Valaskjálf á Egilsstöðum á fimmtudagsmorgun. Fundinn sátu auk Jóns landbúnaðarráðherra Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Álandseyja — en finnski landbúnaðarráðherrann átti ekki heiman- gengt að þessu sinni. Á fundinum á fimmtudag var einkum íjallað um framleiðslu- og markaðsmál norræns landbúnaðar, löggjöf og nýjar búgreinar. Að afloknum ráðherrafundinum hófst þing Norrænu embættismanna- nefndarinnar á sviði landbúnaðar- og skógræktarmála undir forsæti Jóns Helgasonar, landbúnaðarráð- herra — en þingið sátu auk ráð- herranna helstu embættismenn landbúnaðarmála, forystumenn bændasamtakanna og annarra hagsmunaaðila innan norræns land- búnaðar. í upphafi þings embættismanna- nefndarinnar gerðu talsmenn hverr- ar þjóðar stuttlega grein fyrir þeim breytingum er þeir töldu hvað mikilvægastar innan landbúnaðar- og skógræktarmála á Norðurlönd- um. Þá voru skipulagsmál land- búnaðar og skógræktar rædd og fjallað um skýrslur sem lagðar voru fram á þessum vettvangi fyrir réttu ári svo og skýrslur sem ýmsar alþjóðastofnanir og samtök land- búnaðarins hafa gefíð út frá því að síðasta þing embættismannanefnd- arinnar var haldið. Síðla fimmtudags skoðaði þing- heimur Egilsstaðabúið undir leið- sögn Jóns Egils Sveinssonar, bónda — en þar eru tún víðlend eins og kunnugt er og mikill trjágarður piýðir staðinn. Áður hafði verið gerður stuttur stans í Egilsstaða- skógi þar sem villt ösp vex hvað hæst hér á landi — en Hallorms- staðaskógur var skoðaður síðla miðvikudags. Þingi Norrænu embættismanna- nefndarinnar á sviði landbúnaðar og skógræktar lauk á föstudag með skoðunarferð um nærliggjandi fírði. Um 80 manns sóttu þingið að þessu sinni — þar af um 60 erlendir full- trúaroggestir. Síðast var fundur norrænna land- búnaðarráðherra haldinn hérlendis fyrir 5 árum, á Höfn í Homafírði. Næsti fundur verður haldinn að ári í Danmörku. - Ólafur Ráðstef nugestir í Guttormslundi í Hallormsstaðaskógi. Morgunblaðið/Ólafur _ _ 0 — Morgunblaðið/Ólafur Lerkifræ frá Rússlandi Jaakko Piironen, finnski skógræktarstjórinn, færði starfsbróður sínum, Sigurði Blöndal, 2 kgaf lerkifræi frá Raivola-héruðunum í Rússlandi með sérstökum ámaðaróskum frá finnskum skóg- ræktarmönnum til íslenskra starf sbræðra. LEIKUR Norrænir landbúnaðarráðherrar: Britta SchaU Holbert, Danmörku, Svante Lundkvist, Svíþjóð, Gunnhild Oyangen, Noregi og Jón Helgason, Islandi. HLIÐARENPA I PAG KL. 2. Baráttan mikla milli Vals Akraness Nú verðurlíf og fjörá Hlíðarenda VALUR Tháe/unofia/uB Ólafur Haralds- son hættir sem forstjóri Fálkans Hagnaður fyrirtækisins á síðasta ári var um 6 millj. króna ÓLAFUR Haraldsson, forstjóri Fálkans hf., lætur af störfum innan skamms og við starfi hans tekur PAll Bragason. Ólafur hættir daglegum störfum, en sinnir ýmsum sérverkefnum fyrir fyrirtækið, f ram eftir þessu ári. Hjá Fálkanum vinna um 50 manns og sagði Ólafur að velta fyrirtækisins á síðasta ári hefði verið rúmlega 200 milljónir króna. Hreinn hagnaður var um 6 milljónir og árið á undan skilaði reksturinn 8.5 milljónum í hagnað. Eiginijár- staða fyrirtækisins er traust að sögn Ólafs. Ólafur réðst til Fálkans árið 1971 eftir að hann lauk prófi í viðskipta- fræðum frá Háskóla íslands. Hann varð forstjóri í lok ársins 1975 og hefur gengt því síðan. Eins og áður sagði verður Páll Bragason forstjóri, en við starfí framkvæmdastjóra tekur Bjöm H. Jóhannsson. Morgunbladið/Einar Faiur Ólafur Haraldsson Egilsstaðir: Fundur nor- rænna landbún- aðarráðherra N; Góðan daginn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.