Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 13
„Besti dagurinn minn“ Tvö böm sátu saman við hveija tölvu og klöppuðu ýmist saman höndum eða stöppuðu niður fótum, allt í samræmi við fyrirsagnir tölv- unnar hveiju sinni. Flest virtust bömin mjög áhugasöm, en þegar kom að því að bíða eftir svari frá tölvu virtust sum fyllast óþolinmæði og fóm að horfa í kringum sig. Ein stúlkan hafði nýlokið við sögu um ömmu sína. Bamið lýsti ömmu sinni sem ákaflega góðri konu en mjög gamalli eða 39 ára! Hjálparkonan aðstoðaði stúlkuna við að prenta söguna með hjálp tölvu og fljótlega komu þijú eintök, eitt handa hjálparkonu, eitt handa kennara og eitt handa mömmu. Þegar bamið tók við eintaki mömm- unnar hrópaði það upp yfir sig: „Þetta er besti dagurinn minn!“ Kennaramir virtust flestir vera ánægðir með nýja kennsluefnið. Einn taldi aðalkostinn vera sjálf- stæði sem þetta efni skapaði hjá hveijum nemanda. Bömin sjá sjálf um að skrá alla vinnu og hraðinn fer eftir hveijum og einum en það ýtir einnig undir sjálfstæði þeirra. Annar sagði að böm í þessum skóla þurfi mun meiri hvatningu en ann- ars staðar þar sem mörg þeirra koma frá heimilum þar sem engin hvatning ríki. Þetta kennsluefni væri betra en það sem hún hefði áður notað. Það hvetji nemendur til að tjá sig meira og á fijálsari hátt, auki orðaforða þeirra og að þau læri mun fyrr að lesa. Það sem þessum kennara fannst mikilvæg- ast við kennsluefnið var að bömun- um fyndist þetta skemmtilegur máti að læra á. En kennsluefnið er þó ekki galla- laust. Einn kennari taldi að sum Rudolp Hines (t.h.), pennavinur Reagans forseta, ásamt vini sinum. bömin þyrftu að bíða, þ.e. það ætti ekki að setja þau of fljótt í tölvuher- bergið. Hann taldi að við væmm stöðugt að þrýsta of mikið á bömin og það væri engan veginn besti mátinn til að fá þau til að læra. Sum böm þurfa meiri þjálfun við að nota öll skynfæri — heym, sjón, snertingu o.s.frv. Einnig þyrfti að lesa mun meira af sögum fyrir sum hver. Böm læra hvert á sinn hátt og engin ein aðferð getur komið í veg fyrir öll vandamál er upp kunna að koma. Foreldrar bamanna í M.L.K. skóla em mjög ánægðir með kennsluefnið og þá staðreynd að böm þeirra skuli fá meiri og betri möguleika en þeir fengu sjálfir. Hver græðir hvað á hveijum? En hvers vegna varð þessi skóli valinn þegar kennsluefnið kom á markaðinn? Aðspurður svaraði einn kennaranna því til að kennsluefnið hefði fyrst verið notað í Florida. Síðan datt framleiðandanum í hug að höfuðborg landsins væri sjálf- sagt kjörinn staður til að sýna fram á hversu gott kennsluefnið væri. Fjölmiðlar höfðu í Qölda ára dregið upp mjög svarta mynd af árangri skólabama á höfuðborgarsvæðinu og í kjölfarið bauð IBM fyrirtækið nokkmm skólum hér kennsluefnið til notkunar endurgjaldslaust. Will- MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1986 iam Dalton, skólastjóri M.L.K. skól- ans, báuð sig fram sem sjálfboðaliða til að tilraunakenna efnið og síðan hefur allt gengið eins og í sögu, hélt kennarinn áfram. Aðalvandi þessa kennsluefni er hins vegar sá, að einhvers konar framhald vantar. Fréttir herma að höfundurinn, John Henry Martin, semji nú efni fyrir böm með sér- þarfir og má því búast við að kenn- arar eldri Lama þurfi um ókomin ár að sjá um framhaldið sálfir. Á leið heim sömu hraðbraut og ekið var að morgni reikaði hugurinn enn, og nú að því hversu gífurlegar andstæður em í bandarísku þjóð- félagi. Við höfðum nýlega kjmnst, annars vegar bömum frá fátækari heimilum Bandaríkjanna, þar sem heimilifólkið hefur oft ekki til hnífs og skeiðar og svo hins vegar íburð- armiklu og rándýra lestrarefni sem flest skólaumdæmi hafatæpast efni á að kaupa. Það er breitt bilið á milli þeirra sem sofa á götum úti í miðborg Washington og þeirra er reisa sér hallir í fínni hverfum höfuðborgarinnar. Það var því ánægjulegt að kynnast því hvemig hægt er stöku sinnum að miðla þeim er minna mega sín, þrátt fyrir að tilgangurinn helgi ekki alltaf meðalið. Andlit tveggja drengja geisla af ánægju er þeir fást við viðfangsefni af tölvu. FARSÍMI ■ Mlmi# IIV11 FRAMTÍÐARINNAR Tæknilegt meistaraverk. Lítill og léttnr lipur og fjölhæfur. Ný tækni, nútímaleg hönnun. 16 stafa láréttur skjár, stærri stafir. Svo þægilega auðveldur og öruggur í notkun. Farsíminn er ferðafélagi framtíðarinnar. Brautryðjendur í farsímum á íslandi. SALA - ÍSETNING - ÞJÓNUSTA. ap Heimilistæki hf Tæknideild - Sætúni 8 - Sími 27500.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.