Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1986 33 80% aukning á smjörbirgðum Nýr ostamarkaður hefur opnast í Kanada UM SÍÐUSTU mánaðamót voru til i landinu 657 tonn af smjöri og smjörva. Á sama tima í fyrra voru birgðimar 364 tonn og er aukn- ingin á milli ára því 293 tonn, eða 80%. Ostabirgðir voru 762 tonn, 47 tonnum meira en í fyrra. Aftur á móti var minna til af mjólkurdufti og tengdum afurðum. Þetta kemur fram í nýlegu fréttabréfi Osta- og smjörsölunnar. Heildarsala á smjöri og smjörva fyrstu §óra mánuði ársins nam 387 tonnum, sem er 4% aukning miðað við sama tímabil á síðasta ári. Ostasalan nam á sama tímabili 744 tonnum og er það um 3% aukning. Nýlega gaf landbúnaðarráðherra út nýja reglugerð um greiðslu fyrir mjólk eftir árstímum. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir lægri greiðsl- um fyrir sumarmjólkina en allmiklu hærri greiðslu fyrir haust- og vetr- armjólk. Hvert verðlagsár verður að gera upp sérstaklega, þannig að það sem dregið verður af verði sumarmjólkurinnar í ár kemur sem uppbót á haust- og vetrarmjólk á þessu verðlagsári. í fréttabréfi OSS kemur fram að frá áramótum hafa verið fluttar út mjólkurvörur sem hér segin 45% ostur 443 tonn, undanrennuduft 100 tonn, nýmjólkurduft 225 tonn, kasein 20 tonn og Óðalsostur 123 tonn. Nýr markaður hefur opnast i Kanada fyrir Óðalsost og hajfa verið seld þangað 50 tonn, en Osta- og smjörsalan gerir sér vonir um að geta seit þangað 150-200 tonn á ári. Markaður þessi gefur sama verð og Bandaríkjamarkaður og er því þýðingarmikið ef hægt verður að ná fótfestu þar, segir í frétta- bréfinu. Lögreglan ósk- ar eftir vitnum Lögreglan í Reykjavík óskar eftir vitnum, sem gætu aðstoðað við að upplýsa tvö mál. Fyrra málið varðar fjögurra bif- reiða árekstur á Suðurlandsbraut. Áréksturinn varð um klukkan eitt aðfaranótt 18. júní si., fyrir framan húsið númer fjögur við Suðurlands- braut. Ökumaður síðustu bifreiðar- innar í árekstrinum ákvað að hverfa á braut og óskar lögreglan eftir því að hann láti í sér heyra, eða einhver, sem séð hefur til ferða hans. Síðara málið er nýrra af nálinni. Það var í gærmorgun, föstudag, að bifreið fór inn um glugga versi- unar á homi Snorrabrautar og Hverfisgötu. Þegar að var komið var enginn í bifreiðinni, sem hafði staðið í stæði gegnt versluninni. Ef einhver gæti skýrt hvemig bif- reiðin komst úr stæði þessu og inn um giugga verslunarinnar, þá þigg- ur lögreglan upplýsingamar með þökkum. Morgunbladið/Börkur Francois Sido, yf irmaður frönsku listflugsveitarinnar, við flugvél sína á Keflavíkurflugvelli. Franska flugsveitin: „Komum síðar og sýnum“ LISTFLUGSVEIT franska flughersins, Patrouille de France. hafði stutta viðdvöl á Keflavíkurflugvelli sl. miðvikudag og fimmtudag. Sveitin er á leiðinni til Banda- ríkjanna um Grænland og Kan- ada. Þar ætlar hún m.a. að sýna við afhjúpun á frelsisstyttunni á þjóðhátíðardegi Bandaríkja- manna, 4. júlí, eftir viðamiklar viðgerðir, en Frakkar gáfu sem kunnugt er styttuna á sínum tíma. Að sögn Francois Sido yfir- manns flugsveitarinnar fengu þeir ekkert sérstakt flugveður á leið- inni til ísiands frá Skotlandi. Sido flýgur sjálfur einni af flugvélun- um tíu sem eru fransk-þýskar af gerðinni Alpha en auk þeirra komu hingað þijár flugvélar til aðstoðar. Flugvélamar sýndu ekki list- flug hér að þessu sinni en Sido vonaðist til þess að það yrði unnt á bakaleiðinni, um miðjan júlí. Þá væri ætlunin að fljúga lágflug yfir Reykjavík ef veður leyfði. Alpha-flugvélamar eru tveggja sæta og mikið notaðar við kennslu í franska flughemum en þegar þeim var flogið hingað var einung- is flugmaður um borð og er einnig svo á flugsýningunum. Flugmennimir era að sögn Sidos valdir úr hópi sjálfboðaliða meðal orrastuflugmanna Frakka og komast færri að en vilja. Hrefnur taldar úr flugvél Hvalarannsóknaráætlun Hafrannsóknarstofnunar kemur til með að kosta um 70 milljónir króna. Hún var gagngert, endurskoðuð í kjölfar umfjöllunar Alþjóða hvalveiðiráðsins í fyrra. M.a. var hætt við hrefnumerkingar á árunum 1986 og 1987.1 staðinn verður gerð tilraun með umfangsmikla flugtalningu á íslenska strandsvæðinu í júní og júli í ár. Fyrsta flugið var í gær og annað fyrirhugað í dag. I tengslum við tímabundið bann á hvalveiðum í atvinnuskyni, frá 1986 til 1989, ákvað Alþjóðahval- veiðiráðið að heildarúttekt skyldi gerð á hvalastofnum í heiminum til að auðvelda ákvörðun um hvort, og þá hvemig, hvalveiðar skyldu tekn- ar upp aftur 1989. Fjögurra ára hvalarannsóknará- cetlun Hafrannsóknarstofnunar er Lýsir Bandalagjaf naðarmanna: andstöðu við nýjar úthlut- unarreglur LIN ÞINGFLOKKUR Bandalags jafn- aðarmanna hefur sent frá sér ályktun, þar sem hann lýsir andstöðu sinni við þá „átthaga- fjötra, sem Sverrir Hermanns- son, mennta málaráðherra, ætlar að leggja á ungt fólk með því að takmarka möguleika þess til náms erlendis," eins og komist er að orði. Orðrétt segir í samþykkt þing- flokksins: „Þingflokkurinn tekur undir það sjónarmið Eyjólfs Sveinssonar, for- manns Stúdentaráðs, að endurskoð- un reglna um námslán skuli miða að bættri nýtingu ijármagns og betri menntun í landinu fremur en hærri lánsupphæðum til einstakra námsmanna. Þær breytingar, sem nú hafa verið gerðar á úthlutunarreglum Lánasjóðsins hvetja til fábreytni í námsvali, auk hættu á þröngsýni og eru almennri menntun í landinu til skaða. Þær ganga gegn vaxandi sam- skiptum á sviðum menntunar, lista og vísinda, sem nú gætir um allan heim. Þótt menntamálaráðherra þyki menntunin dýr, ber honum að minnast þess að fáfræði og heimótt- arskapur munu reynast okkur enn dýrari." ffamlag íslendinga til þessarar heildar úttektar. Áætlunin hófst formlega um síðustu áramót. Hún beinist að öllum [veim þáttum sem taldir era geta gefið mikilsveiðar upplýsingar um ástand og veiðiþol hvalastofna hér við land og þátt [jeirra í lífkerfi hafsvæðisins. Þetta era umfangsmestu rannsóknimar á hvölum sem era stundaðar við Norður-Atlantshaf, og engin merki sjást enn um að þær þjóðir sem beita sér gegn hvalveiðum í Alþjóða hvalveiðiráðinu hafí uppi áform um rannsóknir á þessu sviði á næs- tunni, að því er segir í fréttatilkynn- ingu frá Hafrannsóknarstofnun. 12 manns munu að jafnaði vinna að rannsóknunum. Rannsóknaráætlunin var lögð fyrir vísindanefnd hvalveiðiráðsins á sl. ári. Þar komu fram ýmsar ábendingar varðandi framkvæmd og gagnsemi einstakra verkefna, einkum þeirra sem tengdust rann- sóknum á veiddum hvölum. Áætlun- in gerði ráð fyrir takmörkuðum veiðum á langreyð, sandreyð og hrefnu, til að fylgjast með aldurs- dreifíngu, vexti og viðkomu hval- anna, sem er ein aðalforsenda þess að hægt sé að meta veiðiþol stofn- anna. Rannsóknir á veiddum dýram gerir einnig kleyft að gera fjöl- þættar rannsóknir á líffræði hval- anna, s.s. orkubúskap, fæðuþörf og greiningu tegundanna í stofna. Unnið verður að þessum rann- sóknum í samráði við nnlenda og erlenda rannsóknaraðila. Ýmsar stofnanir Háskóia íslands og erfða- fræðideild Blóðbankans taka þátt í rannsóknunum og haft verður samstarf við um 20 erlenda vísinda- menn, sem era ýmist komnir eða væntanlegir til landsins á næstunni. Rannsóknir óháðar veiðunum era einnig miklar og era þær einna íjárfrekastar. Hvalir verða taldir úr flugvélum, fylgst með ferðum merktra dýra með radíósendi- og móttökutækjum, hvalir ljósmyndað- ir o.fl. Hætt hefur verið við hrefnu- merkingar, en í staðinn verður reynt að telja hrefnumar úr lofti í júní og júlí í ár. Háhymingar verða ljós- myndaðir í október óg nóvember og sérstakur leiðangur gerður til að Ijósmynda hnúfubak og steypi- reyð á næsta ári. Talning hvala með bergmálstækjum á næsta ári verður tilraun með nýja aðferð. Auknar hafa verið í áætluninni rannsóknir á orkubúskap og við- komu hvalanna. Sama gildir um notkun DNA til aðgreiningar hvala- stofna. Um síðustu áramót gékk í gildf samstarfssamningur við Hval hf. og mun Hafrannsókanarstofnun sjá um að veiðar og vinnsla fari fram með þeim hætti að sem best nýtist til rannsókna. Jóhann Siguijónsson hefur yfíramsjón með hvalarann- sóknum á Hafrannsóknarstofnun. Danskur karlakór í heimsókn DANSKI karlakórinn Arhus Studenter Sangere heldur tón- leika í Langholtskirkju sunnu- daginn 29. júní kl. 16.00 og í Þjóðkirkjunni Hafnarfirði þriðjudaginn 1. júli kl. 20.30. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Kórinn syngur lög af ýmsu tagi. Stjómandi er Per Worsöe Laursen og undirleikari Lone Karlson. Kórinn dvelur hér á landi í eina viku og greiðir Karla- kórinn Þrestir í Haftiarfírði götu þeirra hér á landi. Hjarta- og æðasjúkdómar: Rannsóknir á Vestur-íslending- um og’ íbúum á Norðausturlandi Að undanförau hefur Dr. Jó- hann Axelsson fengist við rann- sóknir á áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma meðal Vestur- íslendinga í Kanada. Rannsóknir Dr. Jóhanns hafa einkum beinst að böraum og ungu fólki á aldr- inum 7 til 20 ára. Þetta er liður í stærri samanburðarrannsókn- um sem taka til afkomenda Vestur-íslendinga, sem fluttu vestur til Kanada um síðustu aldamót, og íslendinga, sem bú- settir eru á Norðausturlandi. Að rannsóknum þessum standa Há- skóli íslands, Tækniháskóli Tex- asfylkis í Bandaríkjunum auk þess sem Minningarsjóður um Aðalstein Kristjánsson hefur lagt fram fé til þessa verkefnis. Að auki hefur Dr. Jens Pálsson, mannfræðingur, rannsakað Vest- ur-íslendinga á öllum aldri og bein- ast þær rannsóknir að erfðafræði- legri samsvöran þessa fólks og ættingja þess á íslandi. Rannsóknir Dr. Jóhanns Axels- sonar miða einkum að því að greina áhættuþætti hjarta- og æðasjúk- dóma svo fljótt sem auðið er, því á unga aldri era mun meiri líkindi fyrir því að takast megi að halda slfkum sjúdómum niðri en síðar á ævinni. Rannsóknir þessar munu einnig auka þekkingu manna á orsökum hjarta- og æðasjúkdóma. Starfsemi hjarta og lungna er könnuð bæði í hvfld og við áreynslu. Tekið er hjartalínurit af viðkom- andi, blóðþrýstingur er mældur og blóðsýni tekin til rannsókna. í Gimli rannsökuðu Dr. Jóhann og samstarfsmenn hans 80 manns^- af íslensku ættemi og er búist við að alls muni rannsóknir þessar taka til 200 Vestur-íslendinga. Vestur- íslendingar hafa verið hvattir til að taka þátt í rannsóknum þessum og hafa viðbrögð þeirra farið fram úr björtustu vonum þeirra sem að þessu verkefni standa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.