Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1986 9 Bestu þakkir til þeirra, sem glöddu mig á einn eÖa annan hátt á sjötugsafmali minu 19. júní sl. Ingólfur Árnason, KrossgerÖi, Berufirði. Innilegar þakkir til allra sem glöddu mig á90 áraafmœlinu 17.júni. Guð blessi ykkur öll. Árni Jónsson, Holtsmúla. ÚTVEGUR 1985 Útvegur1985 er kominn út Ert þú kaupandi? 0 Vilt þú vita um afia og aflaverðmæti ailra báta og togara á sl. ári? & Vilt þú vita hvað hvert fiskvinnslufyrirtæki á landinu tók á móti miklu fiskmagni á sl. árisvo og afia- og verðmætiþess fisks? 0 Vilt þú vita hve mikið fiskmagn var unnið í hverri verstöð landsins á sl. ári svo og sl. lOár? 0 Allar þessar upplýsingar ásamt upplýsingum um stærð flotans, stærðar- og gæðamat, tegundaskiptingu fiskaflans eftir ver- stöðvum o.m. fleira. SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU FISKIFÉLAG ÍSLANDS SÍM110500-PÓSTHÓLF 20-21 REYKJAVÍK. 30. júní—10. júlí, 2ja vikna, 3 tímar í viku, 80 mín. tímar mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga. Það er alltaf eitthvað um að vera hjá Jazzballettskóla Báru. hföjrökru- SUM ARNÁMSKEIÐIII Vertu með og hringdu strax. Innritun i s ima 83730 JazzballettskóliBáru Sigrún áhrifalaus „Þetta sýnir ákveðna valddreifingu," er haft eftir Sigrúnu Magnús- dóttur hér i blaðinu í gær, þegar fréttin um að hún eigi ekld sæti í neinni nefnd á vegum borgar- innar var borin nnHir hana. Fram kemur að Sigrún sat í stjóra Inn- kaupastofnunar Reykja- víkurborgar á síðasta kjörtímabili, en hefur nú vikið fyrir Kristni Finn- bogasyni, framkvæmda- stjóra Tímans, sem var ekki einu sinni i framboði fyrir flokkinn i Reylqa- vik i siðustu Hveitar- Btjórnarkosningum. „Kristinn sat í kosninga- nefndinni og vann rnjög mikið starf og okkur þótti vel við hæfi að hann kæmi þá i stjóra Inn- kaupastofnunarinnar," er ennfremur haft eftir Sigrúnu. Hún bætir þó við: „Mér er mikil eftirsjá í þessari nefnd. En ég tók þessa ákvörðun og vona að þarna hafi valist hæfur maður.“ Það má auðveldlega Iesa það milli linanna, að Sigrúnu Magnúsdóttur geðjast ekki að þessari niðurstöðu, en hefur hins vegar ekki notið stuðn- ings i flokknum til að fá vilja sinum framgengt. Hún gefur beinlinis i skyn, að Kristinn Finn- bogason hafi ekki verið kosinn i stjóra Innkaupa- stofnunarinnar fyrir hæfileika (sbr. „vona að þaraa hafi valist hæfur maður“), heldur sé um dúsu að ræða vegna dugnaðar hans i kosn- ingastarfinu (sbr. „vann rnjög mikið starf“). Enda er það svo, að það era menn eins og Kristinn Finnbogason og félagar hans Alfreð Þorsteinsson og Jón Aðalsteinn i Sportvali, sem nú hafa tögl og hagldir i Fram- sóknarfélagi Reykjavík- ur. Sigrún Magnúsdóttir verður að sitja og standa að geðþótta þeirra. Hún Framsóknarflokkur: ^ Borgarfulltrúinn 1 ekki í neinni nefnd Útiíkuldanum í Staksteinum í dag er fjallað um þá ákvörðun framsóknar- manna, að halda Sigrúnu Magnúsdóttur, eina borgarfulltrúa þeirra í Reykjavík, utan allra nefnda á vegum borgarinnar. Einnig er vikið að baráttunni um efsta sætið á lista Framsóknarflokks- ins í Reykjavík í næstu alþingiskosningum. er eini borgarfulltrúi framsóknarmanna, en fær ekki aðstöðu til að beita sér í hinum mikil- vægu nefndum og ráðum borgarinnar vegna þess að valdaklikan f flokkn- um treystir henni ekki. Framtíð Haraldar Pólitfsk framtfð Har- aldar Ólafsson, eina þingmanns Framsóknar- flokksins í Reykjavfk, er f míkilli óvissu. Fins og áður hefur komið fram hér í blaðinu era valda- mikil öfl f Framsóknar- flokknum á þeirri skoð- un, að það sé flokknum ekki til framdráttar að tefla Haraldi fram f næstu þingkosningum. Hann er sagður of litlaus og ekki nógu fram- kvæmdasamur, auk þess sem andóf hans gegn ýmsum þáttum stjómar- stefnunnar hefur ekki mælst vel fyrir. Fullyrt er, að Steingrímur Her- mannsson, forsætisráð- herra, vilji gjarnan losna við Harald og hafi jafn- vel ákveðinn arftaka í huga. Sá maður, sem oftast er nefndur f þvf sambandi, er Finnur Ingólfsson, formaður Sambands ungra fram- Rnlmarmnnna og aðstoð- armaður sjávarútvegs- ráðherra. Finnur hefur verið nyög handgenginn Steingrími og er einn af örfáum nánum trúnaðar- mnnnnm hans. Haraldur Ólafsson er hins vegar ekki á þeim buxunum, að gefa þing- sætið eftir baráttulaust. Það gæti þvf komið til átaka í Framsóknar- flokknum, þegar að því lfður að framboðslistinn f Reykjavík verður ákveðinn. Það eru raun- ar fleiri en Haraldur og Finnur Ingólfsson, sem hugsa um fyrsta sætið, þvf meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við það eru Bolli Héðinsson, hagfræðingur, og Þórð- ur Ingvi Guðmundsson, stjómsýslufræðingur, sem báðir eru á uppleið f flokknum. Björa I.fndal, varaþingmaður flokksins f Reykjavík, er hins veg- ar farinn til starfa hjá Alþjóðabankanum f Was- hington og virðist ætla að leiða átökin hjá sér næstuárin. Forystumenn Fram- sóknarflokksins telja það mikhi skipta, að flokkur- inn hafl sterkum inanni á að skipa f Reykjavík, þvf skoðanakannanir og úrslit síðustu sveitar- stjórnarkosninganna benda til þess, að þing- sætið í höfuðborginni sé f hættu. Það hefur jafn- vel hvarflað að mönnum, að fá Steingrfm Her- mannsson „sjálfíui“ til að skipa efsta sætið f Reykjavík, en hann er nú þingmaður Vestflrðinga, sem kunnugt er. Stein- grfmur mun vera frekar tregur til þessa, en hug- myndin hefur ekki verið gefin upp á bátinn með öUu. Þvf er svo við að bæta, að það er ekki aðeins f Reykjavik, sem fram- sóknarmenn velta vöng- um yfír hugsanlegum þingmannsefnum sínum. Víða úti á landi er hreyf- ing fyrir því, einkum meðal ungs fólks og kvenna, að gerðar verði verulegar breytingar á framboðslistum flokks- ins fyrir næstu þing- kosningar. Steingrímur Hermannsson mun vera þessu hlynntur, enda hefur hflnn verið ófeim- inn að láta það álxt f Ijós, að lítill dugur sé f núver- andi þingflokki fram- sóknarmanna. Hann hef- ur jafnvel hvatt ákveðna þingmenn, s.s. Stefán Valgeirsson, til að láta af störfum. Það má þvf búast við því, að vfðar en f Reykjavík verði heitt f kolum framsóknar- manna þegar dregur að kosningum. I ljósi þessar- ar stöðu er ekki að undra, að núverandi þingmenn flokksins taki illa f hugmyndina um haustkosningar. Dagar sumra þeirra á Alþingi væru þá kannalri taldir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.