Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1986 Gamlí Þór sem þjálfunar- fræðslu- og minjaskip Hannes Hafstein í brúnni á GamlaÞór. — rætt við Hannes Hafstein um nýtt hlutverk frægs skips Niðri við Granda í Reykjavíkur- höfn liggur gamla varðskipið Þór.f sem nú er i' þágu Slysavamafélags íslands. Það er búið að mála það upp á nýtt. Það er ekki lengur grátt í varðskipslitnum, það er blátt og hvítmálað ofan þilja. Það er unnið að því að breyta skipinu í þjálfunar- og frasðsluskip varðandi öryggismál sjómanna og annarra er þurfa að nema í þeim fræðum. Við ræðum við Hannes Hafstein hjá Slysa-' vamafélagi íslands um öryggismál- in almennt og framtíðarhlutverk varðskipsins Þórs, sem orðið er eins konar minjaskip um leið og það er til nota fyrir menn og málefni. Gagnmerkt starf Ör- yggismálanefndar sjómanna „Ég vi) taka það fram afdráttar- laust í upphafi," sagði Hannes, „að ég batt strax miklar vonir við skip- un öryggismálanefndar sjómanna veturinn 1984, þingmannanefndar- innar. Hún hefiir unnið mjög vel og skilaö mörgum gagnmerkum tillögum ti! þess að efla öryggi sjó- manna og hefur þannig stuðlað að fækkun geigvænlegra slysa um borð í íslenzkum skipum undanfarin ár.“ Kennsluskip fyrir bók- legt og verklegt nám Við vikum nú talinu að Þór og Hannes sagði að þegar það hefði frétzt að varðskipinu Þór yrði lagt, þá hefði strax vaknað sú hugmynd hjá Slysavamafélagsmönnum að skipið væri hægt að nýta til fræðslumála og þjálfunar, öryggis- málastarfs fyrir íslenzka sjómenn. „Við töldum," sagði Hannes, „að skipið hefði upp á allt það að bjóða sem slík miðstöð þyrfti á að halda. Þetta varð að veruleika í október 1985 þegar Slysavamafélag íslands 'eignaðist þetta gamla, góða skip með glæsta sögu. Upp úr nýárinu var hafizt handa við það að taka til hendi í breytingum á innréttingu og lagfæringum um borð í skipinu. Sjálfboðaliðar úr Slysavamafélagi íslands unnu að því að taka niður skilrúm undir þiljum. Þar er nú kominn 80 fermetra kennslusalur mjög vistlegur, þar sem öll bókleg fræðsla mun fara fram og þar verður líka aðstaða til að hægt sé að sýna með myndvörpum og skyggnum á myndböndum viður- kenndar fræðslumyndir á þessu sviði. Þá er ekki að spyija að því, að það er stórsnjallt skipið gagnvart verklegri þjálfiin, notkun gúm- björgunarbáta, reykköfun, æfing- um á þyrludekki og fleiru. Og nú er komið á markaðinn reykfram- leiðslutæki sem er mjög sérstætt, og hægt er að fyila vistarverur af reyk sem hvorki skilur eftir sig lykt. né hefur hættu í för með sér gagn- vart fólki. Sögulegt minjaskip Minjasafni í máli og myndum um björgunar- og sjóslysasögu verður komið upp í skipinu eins og unnt verður og þar verður m.a. getið hins stórkostlega átaks þegar Björgunarfélag Vestmannaeyja var stofnað 1918 og okkar fyrsta björg- unar- og gæzluskip var keypt, Fyrsti Þór. Síðan varð það 1. júlí árið 1926, 6 árum eftir að skipið kom, að skipið varð fyrsta formlega varðskip Landhelgisgæzlunnar sem þá var stofnuð. Þetta skip sem Slysavamafélag íslands hefur nú eignast er einnig sögulegur minja- gripur. Það er eina varðskipið sem enn er í eigu íslendinga og tók þátt í öllum þorskastríðunum. Þetta er gott skip með glæsta sögu. Innréttingar verða látnar halda sér eins og frekast er unnt og það er búið að vinna hér mörg verk á stuttum tíma. Samstilltur hópur hefur verið að verki og miklar og góðar undirtektir hafa verið við framkvæmd verksins. Skemmst er að minnast þegar 10 manna hópur úr Vélskóla íslands vann hér um vikutíma í vélarrúmi og þyrluskýli og hjálpaði mikið. Við fengum fjár- veitingu úr Fiskimálasjóði, 1 millj. kr. Farmanna- og fiskimannasam- bandið veitti 250 þús. kr., slysa- vamadeild kvenna í Reylqavík 250 þús. kr. og formaður. Eykyndils í Vestmannaeyjum afhenti 250 þús. kr. frá Eyjum. í tengslum við loka- daginn var tilkynnt að Slysavama- félag íslands muni gefa út gjafa- bréf, þúsund til 10 þús. kr. bréf og þau er hægt að fá frá slysavama- deildum og björgunarsveitum. Von okkar er að þær fái miklar og góðar undirtektir til styrktar þessu fram- taki. Unglingavinna um borð Það má geta þess að skipið mun tengjast unga fólkinu á skemmti- legan hátt því að 15 manna vinnu- flokkur á vegum borgarinnar verður í sumar, allt unglingar, og það hefur orðið að samkomulagi við borgar- yfirvöld að tengja ýmiss konar við- haldsvinnu í skipinu við unglinga- skóla borgarinnar. Um verður að ræða 5 daga vinnuviku í vinnu er lýtur að ýmsu sem varðar viðhald skipsins innanborðs, en aftur á móti hefiir Slysavamafélag íslands og Slysavamaskóli sjómanna skuld- bundið sig til þess að veita þessu unga fólki ýmsa fræðslu í slysa- vömum bæði til sjós og lands. Aðstaðan er fyrir hendi með breyt- ingunum á skipunum og sjóflokkur slysavamasveitar Ingólfs mun einn- ig aðstoða við að taka unglingana um borð í báta og sigla með þá um sundin blá. Þannig verður fléttað saman starfi og fræðslu í þessu efni. Leitum aöstoöar áhugamanna í kennslusalnum sem fyn- er getið um verða 30 kennsluborð. í „Menn verða að vera sívakandi í öryggismálum sjómanna“ Magnús Jóhannesson siglinga- málastjóri. Hluti af starfsmönnum Siglinga- málastofnunar. ef hægt væri að endumýja flotann markvissar en gert hefur verið og það er einnig frá öryggissjónarmiði og væri tvímælalaust heppilegra að skipin yrðu smíðuð og hönnuð af íslenzkum aðilum sem þekktu allar aðstæður hérlendis. Það er hins vegar borin von að svo geti orðið, ef endumýjun fiskiskipastólsins verður í stökkum hér eftir sem hingað til. — segir Magnús Jó- hannesson siglinga- málastjóri Þau verkefni sem Siglingamálastofnun hefur nú með höndum og snúa beint að öryggismálum sjómanna eru eftirlit með skipunum, eftirlit með nýsmiði skipa, breytingum og búnaði. Einnig undanþágumálin þar sem stofnunin tók við starfsemi undanþágunefndar fyrir yfirmenn á skipum í janúar 1985, sagði Magnús Jóhannesson siglingamálasijóri í sámtali um stöðu og stefnu siglingamála í þeim málaflokkum sem fyrr er getið. Auk þess annast stofnunin skráningu skipa, skipamælingar, mengunarmál og málefni atvinnuköfunar. Atak í eldvarnabúnaði I fyrsta lagi, sagði Magnús, hefur 'þróunin orðið sú í seinni tíð að skipin hafa stækkað og sjóhæfnin er.m'un betri. Skipin eru meira lokuð og þróunin er í þá átt að meira sé unnið af aflanum um borð en áður var. Af þessum sökúm álít ég að áherzlan í framtíðinni muni fremur snúast að innra öryggi og aðbúnaði. Nú stendur yfir mikið átak að búa skipaflotann eldvarnabúnaði, þ.e. viðvörunarkerfi sem varar við eldi hvar sem er í skipinu. Öll skip yfir 150 tonnum eiga á þessu ári að fá slíkt eldvamakerfí og öll skip undir 150 tonna markinu og niður að 15 metra löngum skipum eiga að fá slíkt kerfi á næsta ári. Auknar rannsóknir á vinnuaðstöðu Við höfum mikinn áhuga á því að auka rannsóknir á vinnuaðstöðu í skipum, svo sem varðandi hávaða og nefna má þróunina í frystitogur- unum þar sem hávaðasamar vélar eru í gangi á vinnusvæðinu. Fyrstu reglur varðandi hávaðamörk í skip- um komu fram á sjónarsviðið um síðustu áramót. En það er mikil- vægt að fá fjármagn til þessara rannsókna því það er mjög algengt meðal sjómanna að þeir búi við heymarskaða og að þeir tapi heym við langvarandi vinnu á sjó. Hvað varðar öryggisbúnað í skip- um, þá tel ég að það sé nokkuð vel fyrir því séð í reglum. En hins vegar er ekki því að leyna, að það hafa verið efasemdir um að þessi búnað- ur kæmi að gagni í mörgum tilvik- um vegna þess að sjómenn sjálfir væru ekki nægilega vel upplýstir um gildi þessa búnaðar, hvar hann væri í skipinu og hvemig ætti að nota hann. Auk þess er öryggis- búnaður skoðaður aðeins einu sinni á ári eins og lög gera ráð fyrir og í mörgum tilvikum er nauðsynlegt að hugað sé að búnaðinum milli ársskoðana af sjómönnum sjálfum. Það vantar í raun og veru miklu meiri afskipti sjómanna og skip- stjómarmanna af þessum atriðum og má þar t.d. nefna lokunarbúnað á lúgum og hurðum, en hann vill gjaman ryðga fastur vegna lítillar notkunar. Sorglegt dæmi em spil- lokamii’ sem er mjög einfalt mál að fylgjast með og hafa í lagi. Það er mjög auðvelt að prófa spillokuna, en skyndiskoðanir hjá Siglinga- málastofnun em fyrst og fremst til þess að vekja menn og hvetja til meiri umgengni við og athugunar á öryggisbúnaði þeirra báta sem þeir vinna á. Eitt vandamál við aðalskoðunina er það að áhöfnin sjálf er ekki um borð. Það yrði til mikilla bóta ef einn úr brú og einn úr véi yrðu um borð þegar aðalskoð- un fer fram og það þarf jafnframt, að vinna að því að sem flestir séu um borð þegar aðalskoðunin fer fram. Það ætti í raun að vera skylda hvers sjómanns, bæði sín vegna og sinna. Markvissari endur- nýjun flotans Almennt finnst mér íhugunarvert, hvað lítil endumýjun á sér stað í skipaflota landsmanna. Skipaflot- inn er sífellt að eldast, mörg skip em endurbyggð en mörg em farin að þreytast. Það er samband á milli ástands og aldurs og það leggur enn meiri vinnu á skipaeftirlitið og sjómenn sjálfa. Það væri æskilegt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.