Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 28. JÚNÍ1986 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1986 29 PtHfpM Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið. Bandaríkin og Nicaragua Saga bandarískra afskipta af málefnum Mið- og Suður- Ameriku er að mörgu leyti heldur raunaleg. Þau afskipti hafa fýrst og fremst mótast af öryggis- og stórveldahagsmunum Bandaríkj- anna. Stjómvöld í Washington hafa vissulega átt þátt í að greiða fyrir framvindu lýðræðis í álfunni, en einatt virðast þau þó hafa metið stöðugleika og góð sam- skipti meir en þær hræringar og þann óróa, sem fylgir baráttu fyrir lýðræði og mannréttindum. Samþykkt fulitrúadeildar Bandaríkjaþings í fyrrakvöld, að veita 100 milljónum dollara í hemaðaraðstoð við skæruliða, sem beijast gegn hinni vinstri sinnuðu einræðisstjóm Sandinista í Nicaragua, er mikill sigur fyrir Ronald Reagan, forseta. Hann hefur barist fyrir því mánuðum saman, að fá heimild til að styðja skæruliða með þessum hætti, en mætt harðri andstöðu á þinginu í Washington. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan þingið felldi sams konar tillögu frá forsetan- um. Réttlæting hemaðaraðstoðar- innar er sú, að skæruliðamir í Nicaragua muni koma á lýðræði í landinu og stöðva hina sovésku hemaðaruppbyggingu. Ástæða er til að efast um, að sú bjartsýni eigi við rök að styðjast. Skærulið- amir sjálfir eru ekki mjög traust- vekjandi og virðast ekki eiga jafn sterkan hljómgmnn meðal al- mennings og hin sameinaða Sandinistahreyfing átti þegar Somoza var steypt af stóli. Ekki er að fullu ljóst, hvað hefur valdið sinnaskiptum hinna bandarísku þingmanna. Sennilega hefur hemaðaruppbyggingin f Nicaragua og aukin harðstjóm í landinu ráðið þar mestu um. Það liggur hins vegar fyrir, að enn er mjög mikill ágreiningur í þinginu um þetta mál. 221 þingmaður í fulltrúadeildinni greiddi atkvæði með hemaðaraðstoðinni, en 209 voru á móti. í bandarískum fjöl- miðlum má sjá, að skoðanir um þetta eru ekki sfður skiptar utan þings en innan. Raunar má segja, að um nokkurt skeið hafi afstaðan til Nicaragua verið eitt helsta deiluefni meðal þeirra manna, sem fást við stjómmála- og fréttaskýr- ingar í bandarískum Qölmiðlum. Deilumar snúast yfirieitt ekki um stjómarfarið í Nicaragua. Flestir em sammála um, að framvinda stjómmála þar hafi verið ógæfu- leg og að þær vonir, sem bundnar voru við byltinguna 1979, hafi brugðist. Hitt er ágreiningseftiið, hvemig Bandaríkjamenn eiga að bregðast við og hvaða leiðir sé skynsamlegast að fara til að koma á fót lýðræði í landinu og girða fyrir hemaðarumsvif Sovétmanna þar. Það er vissulega ekki einfalt úrlausnarefni, hvaða stefnu lýð- ræðisríkin á Vesturiöndum, og þá ekki síst forysturíki þeirra, eiga að fylgja í málum af þessu tagi. Nicaragua er sannariega ekki eina landið, þar sem skæruliðar eiga í baráttu við einræðisstjóm. Miklu skiptir, að sú stefna sem mótuð er sé siðuð, þ.e. í anda frelsis- og lýðræðishugmynda, og sjálfri sér samkvæm. Tvískinnungurinn blasir því miður hvarvetna við, þ. á m. í afstöðu Bandaríkja- manna til lýðræðis í Rómönsku- Ameríku. Stundum hafa þeir verið síðasta haldreipi einræðissljóma þar í álfú, en á öðmm tímum hafa þeir ráðið úrslitum um fram- vindu lýðræðis. Bandaríkjasfjóm studdi t.d. byltinguna gegn Somoza, einræðisherra Nic- aragua, árið 1979 og veitti Sandinistum margháttaðan stuðn- ing, þ. á m. efnahagslegan, fyrstu árin eftir að þeir komust til valda. Stuðningi Bandaríkjamanna við stjómina í Nicaragua var hætt, þegar í ljós kom að það vom kommúnistar og vinstri sinnar, sem réðu ferðinni í landinu, og ætluðu sér að breyta Nicaragua í sósíalískt ríki að austur-evrópskri fyrirmynd. Þessir menn hafa tögl og hagldir í landinu og stjóma með neyðarlögum. Síðasta vígi stjómarandstöðunnar í landinu, dagblaðið La Prensa var bannað í gær, en það hafði sætt harðri ritskoðun um margra ára skeið. Stöðvun þessa blaðs er ekki síst merkileg fyrir það, að á dögum Somoza var það einnig rödd stjómarandstæðinga, sætti rit- skoðun og að lokum útgáfubanni. Upphaf byltingarinnar gegn Somoza varð svo snemma árs 1978, þegar erindrekar hans myrtu ritstjóra La Prensa. Einræði Sandinista, og sú kúg- un stjómmála-, menningar- og trúarlífs, sem því fylgir, er hins vegar ekki eina áhyggjuefnið varðandi Nicaragua. Stjómin þar hefur á undanfömum ámm hallað sér æ meir að Sovétríkjunum og fær þaðan víðtæka efnahagslega og hemaðarlega aðstoð. Her Sandinista mun vera hinn öflug- asti og fjölmennasti í Mið-Amer- íku, en hann er einkum búinn sovéskum vopnum og nýtur leið- sagnar sovéskra og kúbanskra hemaðarráðgjafa. Skiljanlegt er, að Bandaríkjastjóm líki ekki þessi þróun og taka ber undir kröfu hennar um að hin sovéska hemað- aruppbygging í Nicaragua verði stöðvuð. Sem fyrr segir verður það hins vegar að teljast harla ólfldegt að hemaðaraðstoð Bandaríkjamanna við skæruliða í Nicaragua verði til heilla. Skæruliðahreyfingin í landinu er klofin og framferði sumra hópa skæmliða hefur verið ákaflega ógeðfellt. í skýrslum Amnesty Intemational em þeir sakaðir um gróf mannréttindabrot á sama hátt og sljóm Sandinista. Litlar líkur em til þess, að lýðræði verði endurreist í Nicaragua með því að blása til stórkostlegra hem- aðarátaka. Gæfulegri leið felst í friðammleitunum hinna svo- nefndu Contadora-ríkja, sem Bandarfkjastjóm ætti að taka þátt í af heilumhug. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 343. þáttur Ég hef stundum í þessum þáttum ^allað svolítið um brag- arhætti rímna, en af takmark- aðri þekkingu. Rímnabragfræði er þung og torlærð, enda hef ég fyrir löngu gefíst upp á að nema hana út í hörgul. En þetta er skemmtilegt viðfangsefni og leitar á mig annað slagið. Mestir sérfræðingar í þessari grein, svo að ég viti, em sr. Helgi Sigurðs- son (1815—1888) og Sveinbjöm allsheijargoði Beinteinsson, f. 1924. Ti! þeirra leita ég, þegar vandast málið. Þrjár em meginættir rímna- bragarhátta: ferskeytluætt, stafhenduætt og braghenduætt. Hin fyrsta ættin einkennist af fjórum braglínum og víxlrími (krossrími). Ríma þá saman fyrsta og þriðja (fmmlínur) annars vegar, en önnur og fjórða (síðlínur) hins vegar. Þetta er algengast. Önnur ættin einkenn- ist af §ómm braglínum, en staf- rími (mnurími). Þá rima saman fyrsta og önnur braglína, og síð- an aftur þriðja og §órða. Síðasta ættin einkennist af þremur brag- línum, sem allar geta rímað saman í lokin, en þó er ríminu hagað með breytilegum hætti. Af þessari ætt er líka til tveggja braglína afbrigði. Og afbrigði rímnahátta em svo mörg og misjöfn að stundum má vera erfitt að greina hvað er sjálf- stæður háttur og hvað háttaraf- brigði. Kemur þar ekki síst til alls konar rímsetning, en á til- brigði hennar held ég að tölu verið varla komið. Með þeim fyrirvömm, sem hér hafa verið gerðir, teljast til fer- skeytluættar tíu bragarhættir: ferskeytla, draghenda (hrynj- andi), stefjahrun, skamm- henda, úrkast, dverghenda, gagaraljóð, langhenda, ný- henda og breiðhenda (nýlang- henda). Til stafhenduættar teljast §órir hættir stafhenda, sam- henda, stikluvik og valstýfa. Til braghenduættar teljast sex hættin braghenda, val- henda, stuðlafall, vikhenda, afhending og stúfhenda. Mig langar til þess að sýna ykkur smám saman dæmi um þessa hætti, án þess að flækja málið með því að fara út í rímaf- brigði, og em þá hér í dag fyrstu dæmin. Ferskeytluætt I, fer- skeytla: Nú er suraar í Köldukinn, kveðégámillumvita. Fyrr má nú vera, faðir minn, en flugumar springi af hita! (Jónas Haligrímsson) Löngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur, kennarinn, kerra,plógur,hestur. (Stephan G. Stephansson) ★ í síðasta þætti varð sá galli í prentun, að merkið >(= verður að) breyttist í <(= orðið til úr): Rétt yrði þetta svona: ameríkani >kani, *ne-einn>neinn, gnaga>- naga. Lesendur, og einkum bréf- ritarinn sem ég var að svara, em beðnir afsökunar á þessu. ★ Enska orðið biennial er haft um það sem á sér stað á tveggja ára fresti og einnig um tvíærar jurtir. í sjónvarpsþætti fyrir skömmu heyrði ég menn stagast á þessu orði og höfðu það í karlkyni, um listsýningu sem haldin er annað hvort ár. Á bí- enníalnum, sögðu þeir. Mér finnst liggja í augum uppi, að þetta heiti þá tviæringur á ís- lensku. Einhveijir sækja tvíær- inginn, einhveijir verða fulltrú- ar okkar á tvíæringnum og einhveijum þykir væntanlega mikið til tvíæringsins koma. Jafnframt langar mig enn til þess að mæla með orðunum list- hús eða myndhús í staðinn fyrir galleri. Þá var í kastljósþætti í sjón- varpinu 20. þ.m. rætt um ferða- mál og öll þau umsvif sem menn taka á sig til þess að þjóna ferða- mönnum og laða þá til landsins. Uir þetta allt saman var notað oif ið ferðaútvegur, og hljóm- aði það ekki illa. Til dæmis var gcrður nokkur samanburður á ferðaútvegi og sjávarútvegi. Ég hef reyndar áður mælt með orðinu ferðaþjónusta, en mér þykir nú sem það hafi nokkru þrengri merkingu en ferðaút- vegur. Mætti þá nota bæði orðin, eftir því sem við á, og komast svo hjá orðinu túrismi. ★ En mörg heyrist því miður rassbagan, svona í stfl við það, þegar maðurinn sagði „pípu- lagningalega séð“ eða hinn: „frá hrossaræktarlegu sjónarmiði". Eitt hið nýjasta af þessu bögu- máli var í útvarpsfréttum ekki fyrir löngu, er einn viðmælandi fréttamanns komst svo að orði að þetta eða hitt hefði verið svo „í brunalegu tilliti". Þetta er í fyrsta lagi ekki vel skiljanlegt. í öðru lagi er þess að geta, að fyrr meir voru ástarkvæði, eink- um með grófgerðu orðfæri, stundum kölluð brunakvæði. Það er ekki alveg laust við að „brunalegt tillit" megi skilja svo að það jaðri við grófyrði, sé það sem kallað var úttal í minni sveit. Úttal var haft um klaufa- legt orðalag, þegar maður var dónalegur í tali án þess að ætla sér að vera það. Ég finn ekki út- tal í orðabókum, en í seðlasafni Orðabókar Háskólans er það tíð- ast í merkingunni framburður. Auk þess legg ég til að í staðinn fyrir „super benzine" komi á ís- lensku kraftbensín eða krafta- bensín. frá Jóni Þórarinssyni í Vínarborg Við hjónin dvöldumst í Vín nokkra daga í fyrri hluta júní- mánaðar, skoðuðum borgina og sáum m.a. þijár óperusýningar, „Tannháuser" eftir Wagner og „La traviata“ eftir Verdi í Ríkisóperunni (Staatsoper) og „Rakarann í Sev- illa“ eftir Rossini í „Alþýðuóper- unni" (Volksoper). Mjög voru þess- ar sýningar misjafnar að gæðum. „La traviata" fannst mér einhver glæsilegasta óperusýning sem ég hef séð, en „Rakarinn“ einhver hin hversdagslegasta, að ekki sé meira sagt. Það var söngkonan Edita Grub- erova sem bar uppi sýninguna á „La traviata" með slíkum stórglæsibrag að ég minnst þess varla að hafa heyrt annan eins söng. Þar helst allt í hendur: fegurð raddarinnar, frábær tækni, heillandi sviðsfram- koma og ágætur leikur. Sá ljóður einn er mér kunnur á ráði þessarar konu, að hún er sögð flughrædd og stígur helst aldrei fæti upp í flugvél, þess vegna hefur hún ekki fengist hingað til íslands þótt reynt hafi verið. Aðrir söngvarar í þessari sýningu, svo sem Peter Dvorsky í hlutverki Alfreds Germont og Wolf- gang Brendel í hlutverki föðurins, áttu hér einnig ágætan hlut að máli, þótt ekki stæði af þeim sami ljómi og af Gruberovu. Það hlýtur að vera annað en gaman fyrir góða söngvara að þurfa að þola slíkan samanburð! — Þessi uppsetning er hefðbundin og ekki ný af nálinni. Hun hefur verið á fjölunum síðan 1971 og var þetta 115. sýningin, en höfundur hennar er Otto Schenk. Stjómandi tónlistarinnar föstudag- inn 6. júní var Rico Saccani. Sungið var á ítölsku. Uppsetningin á „Tannháuser" í þeirri gerð sem kennd er við París, en hana sáum við 4. júni, er hins vegar „aðeins" frá 1982, og var hún nú sýnd í 21. skipti. Hún er einnig eftir Ottó Schenk, mjög glæsileg, og sviðsmyndin, sem er eftir Gunth- er Schneider-Siemssen, er róman- tísk og fögur. Margt var þama mjög áhrifamikið en heildarsvipur sýningarinnar hlaut að gjalda þess að söngvarinn í titilhlutverkinu, Spas Wenkoff að nafni, skorti þann glæsileik bæði í söng og ásýnd sem áheyrandinn væntir af Tannháuser. Siegfried Vogel fór hinsvegar stór- Ríkisóperan i Vin. myndarlega með hlutverk Her- manns, landgreifa af Þýringjalandi, og í hlutverki Elísabetar frændkonu hans var ung og efnileg bandarísk söngkona, Elízabeth Connell. Stjómandi þessarar sýningar var Berislav Klobucar. „Rakarinn í Sevilla" er þess hátt- ar verk, viðkvæmt og vandmeð- farið, að af því verður lítið eftir hjá áheyrandanum nema flutning- urinn sé því sem næst fullkominn. Hér vantaði mikið á það. í titil- hlutverkinu var söngvari með Asíu- nafni, Kwang-Dong Kim, vafalaust góður söngvari á sinn hátt, en ein- hvem veginn of smár á flesta vegu, að vexti, rödd og „útgeislun“, til Edita Gruberova í óperunni „Maria Stuart" eftir Donizetti. Mynd af benni í hlutverki Vio- lettu var ekki fáanleg. að koma til skiia þessu skrýtna og skemmtilega hlutverki. Honum tókst ekki að koma „kantatínunni" í upphafi fram af sviðsbrúninni og þá er ekki von á miklu, ekki heldur af öðrum þátttakendum í sýning- unni. Ég held að mér hafi fimdist mest til um söngkonu, sem ég annars þekkti ekki þótt hún beri frægt austurrískt nafn, Elisabeth Schwarzenberg. Hún fór hér með hlutverk Bertu, ráðskonu Bartolos lyfsala. Sviðssetningin var enn eftir Otto Schenk, en stjómandi 8. júní var Caspar Richter. Út á blaðamannaskírteini frá Morgunblaðinu fékk ég ókeypis aðgöngumiða að ölium þessum sýn- ingum, en aðeins einn. Við keyptum því annað sæti á hverri sýningu, og verðlag þeirra varð okkur um- hugsunarefni. Verðið var á „Tann- háuser“ 1.120 austurrískir schill- ingar, eða rétt tæpar 3.000 ísl. kr. með núverandi gengi, en á „Trav- iata“ 1.280 schillingar.eða nærri 3.400 kr. í „Alþýðuóperunni" kost- aði sætið hins vegar aðeins 240 schillinga eða rúmar 630 kr. Öll þessi sæti voru sambærileg, góð, um eða framan við mitt gólf, en alls ekki dýmstu sætin sem í boði vom. Báðar óperumar em ríkis- reknar í landi þar sem sósíalistar hafa verið við völd í áratugi, og hlýtur því sú stéttaskipting sem verðið bendir til að koma á óvart, ekki síst ef borið er saman við þá „niðurgreiddu" menningu sem við búum við. Jón Þórarinsson Siegfried Vogel í hlutverki landgreifans í „Tannháuser" í Staatsoper í Vin. Sviðsmynd úr „Rakaranum i Sevilla" i Volksoper i Vín. |I! 3» JF . 3 2* 0 i |£i| ^ í WIP m m Landbúnaður í þrengingum: Vandinn brennur á bændum eftir Stefán Aðalsteinsson Framleiðslustjórnun er bráðabirgðalausn Aðalfundur Stéttarsambands bænda er um garð genginn. Þar kom glöggt fram, að sá vandi, sem landbúnaðurinn á við að stríða, er mikill. Um það geta allir verið sammála. Mjólkurframleiðslan hefur að vísu dregist saman svo að söluvand- inn hefúr minnkað. En hvað eiga þeir bændur að gera sem era að verða búnir með framleiðslurétt sinn, þegar ódýrasti framleiðslutími ársins, sumarið með grængresinu, er framundan? Kindakjötssalan hefúr dregist verulega saman. Helmingur árs- framleiðslunnar er óseldur þegar fiórðungur verðlagsársins er eftir. Svar forráðamanna bændastétt- arinnar er framleiðslustjómun. Þeir stefna að þvf að minnka framleiðsl- una hjá bændum og vilja láta fram- leiðslustjómun ná til allrar kjöt- framleiðslunnar. Tillögur lágu fyrir fundi Stéttar- Stefán Aðahteinsson sambandsins um að þeir bændur tækju á sig mesta skerðingu, sem hefðu stærst búin og mesta fram- leiðslu. Um þá lausn varð ekki samkomulag. Afstaða Stéttarsambandsins mótast af bráðum vanda sem leysa þarf, og framleiðslustjómun er bráðabirgðalausn. Fleira þarf að koma til. „Landsmenn verða að horfast í augu við það að kúabændur o g fjár- bændur eru nú allt of margir miðað við mark aðinn fyrir afurðirn- ar.“ Fátæktinni skipt milli manna Enginn þorir að minnast á að kúabændur og flárbændur séu of margir fyrir innlenda markaðinn. Allir eiga að halda áfram að framleiða, bara minna en áður, og þeir sem best hafa staðið sig eiga helst að minnka mest við sig. Sumir kalla þetta að jafna að- stöðu manna á erfíðum tímum. Mér finnst nær að kalla þetta að skipta fátæktinni milli manna. Mér er ómögulegt að skilja hvemig á að vera hægt að halda uppi mannsæmandi tekjum fyrir þá bændur sem nú stunda hefðbundinn búskap, ef þeir eiga allir að lifa af því að framleiða fyrir stórminnk- andi markað. Þetta á bæði við um fjárbændur og kúabændur, en fjárbændur standa þó enn verr að vígi. Framtíðarbúin í hættu Framleiðslustjómunin fer verst með þá sem era best búnir undir framtíðina, ungu bænduma sem eru nýkomnir með nýjar byggingar, mikinn bústofn og mikla tækni. Ef þessir bændur fengju að fram- leiða eftir getu og með fullri hag- kvæmni myndu margir þeirra geta framleitt mun ódýrari vörar en era á boðstólum í dag. Á að fara að greiða með loðdýraræktinni? Áður lagðist melrakkinn á fé bænda og var réttdræpur hvar sem til hans náðist. Nú eru bændur búnir að gera refínn að húsdýri. Þar réð von um ágóða ferðinni og von um að þar með fylgdi lausn frá þeirri kreppu, sem aðrar búgreinar hafa lent í. Viðleitnin er virðingarverð og nauðsynjamál, því að mikil þörf er á nýjum afkomumöguleikum í sveit- um. - Fyrri grein Loðdýrabændur hafa fengið rausnarlega fyrirgreiðslu við upp- byggingu loðdýrabúanna. En bú- greinin er ung, hættan á áföllum f rekstri veraleg og fóðurkostnaður er víða hár. Hann er kannske óeðli- lega hár vegna þess að fóðurstöðv- amar eru að reyna að fá stofnkostn- að og rekstrargjöld endurgreidd af fóðursölu til of fárra bænda. Við þetta bætast verðsveiflur á skinnum, sem alltaf má búast við. Skinn frá haustinu 1985 seldust t.d. mun lakar en skinn frá haustinu 1984. Fyrir bragðið era margir loðdýrabændur í kröggum eins og stendur. Refurinn má ekkí leggj- ast á ríkissjóð Á Stéttarsambandsfundinum ræddi landbúnaðarráðherra um nauðsyn þess að greiða úr fjár- hagsvanda loðdýrabænda, m.a. að endurgreiða uppsöfnuð aðflutnings- gjöld og söluskatt af fjárfestingar- vörum og fresta afborgunum af stofnlánadeildarlánum um eitt ár. Samúð ráðherra með loðdýra- bændum er virðingarverð, en óneit- anlega fara menn að óttast það að hér sé verið að hlaupa með loð- dýraræktina yfir í hliðstætt styrlq'a- kerfi og aðrar búgreinar hafa búið við. Þegar hinn illræmdi melrakki ís- lenskrar náttúru er hættur að leggj- ast á fé bænda má það ekki ske að refir bænda leggist á ríkissjóð. Ný hugsun — nýjar lausnir Landsmenn verða að horfast í augu við það að kúabændur og §ár- bændur era nú allt of maigir miðað við markaðinn fyrir afurðimar. Með góðri tæknivæðingu og full- nýttri framleiðslugetu góðra búa getur helmingur núverandi bænda í þessum greinum sinnt þörfum þjóðarinnar fyrir mjólk og dilkakjöt Við það gæti framleiðslukostnaður á þessum vörum lfka lækkað mikið. Að sjálfsögðu þarf samtímis að efla sölu mjólkur og dilkakjöts á öllum tiltækum, hagstæðum mörk- uðum. Aukin sala minnkar vand- ann, en hún leysir hann ekki. Fleira þarf aðkomatil. Hvað á að gera viðhina? Hvað eiga þeir bændur þá að taka til bragðs sem yrðu útundan ef slík fækkunarstefna yrði tekin upp, spyija margir. Sumir gætu farið í loðdýrarækt, aðrir í fiskeldi, einhveijir í kanínu- búskap, nokkrir í skógrækt og enn aðrir gætu tekið á móti ferðamönn- um. Sumt roskið fólk myndi líklega taka því vel að afsala sér fram- leiðslurétti á afurðum til sölu og komast á góð eftirlaun. Þetta fólk mætti hvetja til að vera áfram á jörðinni. Sveitina munar um hvem fbúa. Ný-Sjálendingar brugðu á svipað ráð fyrir um áratug til að gera sauðQárrækt sína hagkvæma. Þá styrktu þeir sameiningu búskapar- lands á samliggjandi jörðum, en hvöttu seljanda til að halda eftir íbúðarhúsinu og búa í því áfram en finna sér tekjur af einhveiju öðru en búskap. Nú er sauðfjárrækt á Nýja-Sjálandi að drepa sauðfjár- ræktina á íslandi með samkeppni. Framle ið sluréttur keyptur Alltaf yrðu einhveijir í vanda við þá byltingu í búháttum sem fram- undan er og fyndu sér engin úrræði í sveitinni. Framleiðnisjóður gæti keypt framleiðslurétt þessara manna ríf- legu verði sem gerði þeim kleift að flytjast í þéttbýli og koma sér þar fyrir. I næstu grein verður fjallað um það hvemig þarf að standa að þeirri þróun mála sem getur boðið sveit- unum farsælli framtíð en nú blasir við. Höfundur er deildarstjóri við Raunsóknastofnun landbúnaðar- ins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.