Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1986 Alþjóðaflugsýningin í Hannover: Smærri flugvélar, geimtækni og Evrópuorustu- þota í brennidepli Líkan i fullri stærð er sýnir í aðalatriðum hina nýju Erofighter- orustuþotu var sýnt almenningi f fyrsta sinn á Hannover-flugsýn- ingunni. Flug Gunnar Þorsteinsson Þriðja stærsta flugsýning sem haldin er í Evrópu er ILA, al- þjóðaflugsýningin í Hannover í Þýskalandi, og er hún jafnan haldin á Langenhagen-flugveil in- um við borgina. ILA ’86 fór að þessu sinni fram dagana 5.—15. júní sl. í brennidepli var geimtækni, hin nýja Evrópu orr- ustuþota og svo þeir flokk ar flugvéla sem Hannoversýn ingin er hvað þekktust fyrír að sinna vel, en það eru léttar atvinnuvél- ar, einkaflugvélar og forstjóra- vélar. Markaðstorg smáflug- véla í Evrópu Samtals 153 flugvélar voru sýndar þama í Hannover og höfðu þær nær allar verið sýndar áður á flugsýningum. í flokki einkavél- anna vöktu gamlar Mooney 231 og Cessna Skylane einna mestu athyglina enda búið að setja í þær hinn nýja Porche-flugvélahreyfíl. Lítilsháttar breyting er á útliti vélanna þar sem hreyfíllinn er staðsettur og í flugatriðunum sýndi sig hvað þessi hreyfíll er kraftmikill og hljóðlátur mjög svo heyrðist varla í honum. Það er engin furða að lítið hafí verið um nýjar flugvélar af smærri gerðinni því sannleikurinn er sá að undanfarin ár hafa ekki marg- ar nýjar litið dagsins ljós. Þetta endurspeglar langlífí þeirra litlu véla sem hingað til hafa verið notaðar í atvinnuskyni eða í einka- fluginu. Að undanskildum svoköll- uðum „físléttum flugvélum" voru þær minnstu af gerðinni Trago Mills SAH 1 og þýskar frá Grob- fyrirtækinu, síðan voru vélar eins og Beechcraft Super King Air, smávélamar frá Aerospatiale í Frakklandi og hin þýska Domier 228 sem heimamenn gerðu hátt undir höfði. Forstjóraþotur á borð við Cessna Citation, Leaijet, Canadair Challenger og fleiri vom að sjálfsögðu mættar til leiks. Ekki má heldur gleyma þyrlunum því þær settu mikinn svip á sýn- ingarhaldið og samhliða ILA- sýningunni var haldin tveggja daga sérstök þyrlusýning í Biic- kenburg skammt frá Hannover. Þýskaland næst- stærsti flugvéla- markaður í heimi Það er ekki nema von að fram- leiðendur smærri flugvéla flykkist til Hannover, og hið sama má segja um kaupendur og áhuga- menn um þessar flugvélar, því sýningin er kunn fyrir að sinna vel þessum stærðarflokki véla. Í Þýskalandi sjálfu er næststærsti markaður í heimi fyrir flugvélar X ILA'86 og flugtækni. Bandarikin era að sjálfsögðu stærsti markaðurinn. Til að gefa nokkuð glögga mynd af gróskunni í þýsku flugi er einfaldast að láta tölur tala sínu máli. Fyrir aðeins tveimur áram vora 18 ný svæðis- eða lands- hlutaflugfélög stofnuð þar í landi og nú fljúga þau á milli 47 ákvörð- unarstaða, þar af era 28 í öðram löndum. Þessi gróska er ekki einskorðuð við Þýskaland því um alla Evrópu hafa svæðaflugfélög- in vaxið ört að undanförnu og til marks um það má nefna að á sl. ári jukust flutningar þeirra um 37% borið saman við aðeins 7% aukningu sem varð hjá stóra flug- félögunum. Séu aðrir flokkar þýsks fiugs skoðaðir er það sama upp á ten- ingnum. Einkaflug og svifflug er mjög vinsæl íþrótt en því miður láðist blaðamanni að fá tölur þar um. Þyrlur era mikið notaðar í Þýskalandi, en þar era 400 þyrlur (herþyrlur ekki meðtaldar) af samtals 2.400 þyrlum sem era í notkun í gjörvallri Evrópu. Ef notkun forstjóraflugvéla er skoð- uð, kemur í ljós að 10% af 500 stærstu fyrirtækjunum eiga for- stjóravélar og ef þetta er borið saman við Bandaríkin þá er langt í land með að þessi markaður sé mettaður. í Bandaríkjunum eiga 75% af 500 stærstu fyrirtækjun- um forstjóraflugvélar, viðskipta- flugvélar eða hvað sem fólk vill kalla þær, svo mikill munur er á milli þessara tveggja landa. í öðram Evrópulöndum er þessi munur enn meiri. Ný Evrópuorrustu- þota í brennidepli Á Hannoversýningunni var í fyrsta sinn opinberlega sýnt líkan í fúllri stærð sem sýnir hina nýju Evrópuorrastuþotu í aðalatriðum. Aðeins hálfum mánuði fyrir sýn- inguna var stofnað fjölþjóðafyrir- tæki sem á að fara með yfirstjóm smíðaáætlunarinnar. Nú þegar liggur ljóst fyrir að smíða þarf rúmlega 800 Eurofighter-þotur, en það nafn hefur hún hlotið, svo þetta verður eitt stærsta verkefni Evrópulanda á sviði flugvélasmíði í náinni framtíð. Vegna hinnar hemaðarlegu þýðingu svo og vegna efnahagslegs og tæknilegs mikilvægis var Euro-þotan mikið í brennidepli þó svo að hún kunni ekki að vekja mikla athygli hér heima á Fróni. Hluthafar í Euro-fighter-fyrir- tækinu sem hefúr höfuðstöðvar í Miinchen í Þýskalandi era: Aerit- alia, Brítish Aerospace, CASA og Messerschmitt-Bölkow-Blom. Hlutur hvers lands í smíði vélar- innar er þessi og talinn er upg í sömu röð og smíðafyrirtækin: ít- alía 21%, Bretland 33%, Spánn 13% og Þýskaland 33%. Miklar deilur og umræður hafa staðið um útfærslu þessarar vélar og gátu Frakkar t.a.m. ekki fellt sig við sömu niðurstöðu og hin löndin. Nú vilja Frakkar hins vegar koma á viðræðum á nýjan leik svo þeir geti að einhveiju leyti verið með. I aðalatriðum er búið að sam- þykkja hvemig vélin á að vera og telja flugherir viðkomandi ríkja hana fulinægja sínum kröfum og því hafa vamarmálaráðherrar þeirra samþykkt að hún skuli verða 9,7 tonn að þyngd, með tvo hreyfla er geta framleitt 20 þús- und punda kný hvor og verði með 50 fermetra vængflatarmál. Önn- ur tæknileg atriði hafa ekki verið gerð opinber en þeirra er að vænta í september nk. Fyrirhugað er að fyrsta fjölda- framleidda vélin verði tilbúin árið 1995 en þangað til verða smíðaðar 8 reynsluflugvélar svo hægt sé að fullreyna sjálfa flugeiginleik- ana og prófa þau vopnakerfi sem vélin verður búin. Ekki er nú búið að ná samkomulagi um hvemig hreyflar hennar verði útfærðir en Sýningarsvæðið spannaði tæpa 180 þúsund mVo og voru sýnendur frá 17 löndum. Þeir voru 426 talsins og þar af helmingurinn erlendir aðilar. Samtals 153 flugvélar af öllum gerðum og stærð- um voru þar til sýnis og þó að stór hluti þeirra tæki þátt i flugat- riðunum varð engin truflun á veiyulegri flugumferð um Langen- hagen-flugvöllinn sem er flmmti stærsti flugvöllurinn f Þýska- landi. unnið er að því að stofna flöl- þjóðafyrirtæki með aðild hreyfla- framleiðenda viðkomandi landa. Af þessu má sjá að svipað fyrir- komulag verður haft og var haft við smíðina á Tomadoorrastuþo- tunni sem sömu lönd standa að. Þó svo að pistill um herflugvél veki ekki almennan áhuga íslend- inga þá hefði ekki verið hægt að segja frá því markverðasta sem var til sýnis og umfjöllunar á Hannoversýningunni nema segja örlítið frá Eurofighter-þotunni. Það er svo mikið í húfi að vel takist til með þróun og smíði þessarar vélar. Gamlir stríðs- fákar settu skemmtilegan svip Að Iokum skal hér getið þess helsta sem blaðamanni fannst fróðlegt að sjá og kynnast þama á þessarí tíu daga flugsýningu. Fyrst er að nefna að Þjóðveijar með MBB-fyrirtækið í broddi fylk- ingar undirrituðu samkomulag við Kínveija um að hefja þróun og smíði á nýrri farþegaflugvél. Hún hefur verið nefíid MPC 75, verður tveggja hreyfla og á að rúma 75 farþega. Nánar verður sagt frá þessari flugvél hér á flugsíðu Morgunblaðsins síðar. Samtök þýskra flugmálafrétta- ritara stóðu fyrir mjög athyglis- verðri sýningu í tilefni af fímmtíu ára afmælis þotuhreyfílsins. Það var greinilegt að mikið hafði verið lagt í sýningu þessa því þeir höfðu saftiað þama saman ýmsum hreyflum sem sýndu söguna og framþróunina sem orðið hefur á þessari öld. Gamlir þýskir stríðsfákar settu skemmtilegan svip á sýninguna. Þama vora til sýnis þýskar vélar sem Luftwaffe notaði í seinni heimsstyijöldinni og svo var helsti andstæðingurinn þama líka, Spit- fíre-orrastuvélin breska sem eng- in þýsk flugvél stóðst snúning. Stjama sýningarinnar var 50 ára gömul Ju 52-flugvél sem Þjóð- veijar notuðu mikið í stríðinu og Lufthansa-flugfélagið mikið á ár- unum fyrir stríðið. Lufthansa keypti þessa vél fyrir tveimur áram og hefur látið gera hana upp svo hún er sem ný. Það hefur tekist virkilega vel að koma henni í upprunalegt horf og fór vel á því að „Ju frænka" eins og Þjóð- veijar kalla vélina, skyldi stela senunni frá öllum nýju og full- komnu flugvélunum. Hún er tákn um öryggi og áreiðanleika þýskra flugvéla segja heimamenn. Þegar „frænkan" hóf sig til fiugs í flu- gatriðum sýningarinnar mátti sjá fögnuð í augum margra og kjálk- amir sigu á öðram. Með því að leggja saman tvo og tvo sá maður að þetta vora flugmenn sem höfðu flogið Ju 52-vélum, annaðhvort í seinni heimsstyijöld eða þá á áætlunarleiðum Lufthansa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.