Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1986 Aldarafmæli Landsbankans og íslenskrar seðlaútgáfu Gestír sýningarinnar í gær skoða hér likan af fyrstu afgreiðslu Landsbanka íslands, sem var tíl húsa þar sem nú er Bankastræti 3. Sögusýning opnuð í gær að viðstöddu fjölmenni SÖGUSÝNING í tílefni af aldar- afmæli Landsbanka íslands og iim leið 100 ára afmæli íslenskrar seðlaútgáfu og myntsláttu var ’ormlega opnuð í gær í nýja Seðiabankahúsinu að viðstöddum forseta íslands, Vigdisi Finn- ÍMtgadóttur, ráðhemun og ððrum gestum. Matthias Bjamason, við- skiptaráðherra, opnaði sýning- tma og Pétur Sigurðsson, for- tnaður bankaráðs Landsbankans, 'lutti ræðu við tækifærið. Afmælisdagurinn sjálfur er 1. júlí, en þann sama dag árið 1886 íók Landsbanki íslands, fyrsti bank- inn hér á landi, til starfa í húsi Sigurðar Kristjánssonar, bóksala, við Bakarastíg i Reykjavik. Gatan hefur siðan verið kennd við bankann og nefnd Bankastræti. Öllum úti- bússtjórum hefur verið falið að sjá um sérstaka dagskrá og móttökur fyrir viðskiptamenn milli kl. 17.00 og 19.00 á afmælisdaginn. Sama dag gefur póststjómin út tvö frí- merki í tilefni dagsins. Þá koma einnig út tvær bækur, annarsvegar safn 11 þátta úr íslenskri atvinnu- sögu, sem ber nafnið „Landshagir", og hinsvegar rit sem ber nafnið „Landsbanki íslands 100 ára, svip- myndir úr aldarsögu". Undirbúningur sýningarinnar hefur staðið yfír í liðlega ár og hefur sérstök afmælisneftid starfað undir stjóm Einars Ingvarssonar, aðstoð- armanns bankastjómar Landsbank- ans. A sýningunni er rakin saga og þróun bankans og fjallað um upp- byggingu atvinnulífs hér á landi í 100 ár. Gerð hefur verið 30 mínútna kvikmynd um starfsemi Lands- bankans fyrr og nú og verður hún sýnd á sýningunni auk þess sem hún verður á dagskrá sjónvarpsins 4. júlí nk. Þá hefur Seðlabankinn látið gera 10 mínútna kvikmynd um seðlaútgáfu sem einnig verður sýnd gestum sýningarinnar. Ýmislegt annað er á dagskrá í tilefni tímamótanna. Þann 1. júní sl. fór fram í afgreiðslusal aðal- bankans í Austurstræti hraðskák- mót, afmælisskákmót bankans og þann 7. júní fóru fram undanúrslit í svokölluðu Landsbankahlaupi. Hlaupið fór fram á öllum afgreiðslu- stöðum bankans, sem era 42 talsins, en úrslitahlaupið verður háð í Reykjavík 6. september nk. í hlaup- inu taka þátt böm, sem era fædd árin 1975 og 1976. Pétur sagði í ræðu sinni að sér- stök nefnd hefði fjallað um fræðslu- mái starfsmanna og hefði gert ítar- lega tillögu þar um. f tillögunni kemur fram að nauðsynlegt sé að koma upp góðri fræðslumiðstöð fyrir starfsfólk og hefði nefndin verið sammála um að henni skyldi komið fyrir í Selvík, þar sem félags- miðstöðin er. Einnig hefur nefndin gert tillögu um nýja skipulagsskrá fyrir námssjóð starfsmanna bank- ans og var í því sambandi samþykkt í bankaráði í fyrradag að lagt skyldi fram í tilefni afmælisins 2.250.000 krónur til námsstyrkja og 750.000 krónur til kynnisfararstyrkja. „Bankaráð og bankastjóm era sammála um að til þess að hinn tæknivæddi framtíðarbanki verði að raunveraleika, verði bankinn að leggja mikla áherslu á aukna mennt- un og fræðslu starfsmanna sinna, en á sýningunni er m.a. reynt að skyggnast inn í þá framtíð,“ sagði Pétur. Pétur minntist í ræðu sinni gjafar frá elsta útgerðarfyrirtæki landsins, Einari Þorgilssyni hf. í Hafnarfírði, sem var elsta skuldabréf sem til er í landinu og er það jafngamalt Landsbankanum, gefið út 17. ágúst 1886. Hann þakkaði gefendum fyrir hönd bankans og sagði að fyrirtækið hefði í alllangan tíma verið við- skiptavinur bankans enda ætti það einnig aldarafmæli á árinu. Fyrsti víxillinn, sem gefinn var út, er einn- ig á sögusýningunni. Pétur sagði að þáttur bankans í uppbyggingu atvinnulífs hér á landi væri mikill. „Vert er að hafa í huga að á fyrstu áram bankans fer útgerð að breytast svo um munar, úr ára- skipaútgerð í þilfarsskip, skútumar og síðan í togaraútgerð og öll þekkj- um við síðari tíma sögu fískveiða. Það vora fískveiðar stórvirkari skipa en almennt vora áður notuð ásamt fískvinnslunni, sem varð grandvöll- ur þess að Reykjavík breyttist úr bæ í borg, eða eins og Vilhjálmur Þ. Gíslason orðaði það: „Um leið og Reykjavík varð útgerðarbær, varð hann höfuðstaður." í tilefni afmælisins hefur stjóm bankans ákveðið að bjóða öllum eftirlaunaþegum bankans og starfs- mönnum, hvar sem þeir búa á landinu, til að skoða sögusýninguna og til kvöldverðar á eftir. Þá hefur verið ákveðið að senda bömum, sem fæðast 1. júlí 1986, kjörbók með 2.500 króna innstæðu. Nýr starfs- mannafatnaður verður tekinn í notkun á afmælisdaginn, 1. júlí. Sögusýningin verður opnuð al- menningi í dag og hún er opin virka daga frá kl. 16.00 til 22.00 og um helgar frá kl. 14.00 til 22.00. Að- gangur er ókeypis. Eeykjavík 200 ára: Reykjavíkurborg g*efið málverk — Dr. Gunnlaugxtr Þórðarson gefur mynd eftir Karl Kvaran í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar hefur dr. Gunnlaugur Þórðarson hæstaréttarlögmaður fært borginni að gjöf málverk eftir Karl Kvaran, listmálara. Verkið heitir „íþróttamaður ársins". Norðurlandamótið í brids: Danir signrvegar- ar í opnum flokki Island datt niður í fjórða sæti í síðustu umferðinni í samtali við Morgunblaðið sagði dr. Gunnlaugur að hann hefði fylgst með listaferli Karls Kvaran og annarra íslenskra myndlistarmanna í 45 ár og teldi hann Karl fremstan íslenskra málara um þessar mundir. „Mér fínnst að við Reykvíkingar ættum að færa borginni okkar einhveija gjöf á þessu merka afmæli," sagði Gunnlaugur. Af þeim myndum sem eru á sýningu Karls Kvaran sem nú stendur yfír í Listasafni íslands hafa alls tuttugu og fjórar ein- hvemtíma verið í eigu dr. Gunn- laugs en tólf eru merktar honum nú. Hann hefur gefíð mikinn fjölda listaverka til menningar- og líkn- arstofnana. Gunnlaugur sagði að ánægjan af því að virða fyrir sér gott listaverk væri ekki fullkomin nema maður deildi henni með öðrum. Góð listaverk ættu skilið að sem flestir litu þau augum. Borgarstjóri færði gefanda og listamanninum innilegar þakkir Dr. Gunnlaugur Þórðarson með málverk Karls Kvaran, „íþrótta- maður ársins". fyrir gjöfína fyrir hönd Reyjavík- urborgar. Sýningu Karls Kvaran í Lista- safni íslands lýkur á sunnudag. ÍSLENSKA liðið í opnum flokki datt niður í fjórða sæti i síðustu umferðinni á Norðurlandamótinu í Osló, sem lauk i gærdag. Danir stóðu sig best á endasprettínum, sigruðu Svía i lokaumferðinni með yfirburðum, 24—6, og tryggðu sér þar með Norðurlandameistaratitil- inn. Norðmenn unnu örugglega í kvennaflokki. Alls voru spilaðar tíu umferðir á mótinu, tveir 32ja spila leikir á milli þjóða. Staðan var galopin fyrir síðustu umferðina og gátu þá fjórar af fimm efstu þjóðunum unnið. Einungis Danir eða Svíar gátu þó tryggt sér vinning- inn með eigin spilamennsku, en ef jaftitefli hefði orðið í þeirra viðureign gátu bæði Norðmenn og fslendingar hreppt titilinn ef leikurinn ynnist stórt á annan hvorn veginn. Það fór á annan veg, leikurinn var jafti og endaði 16—14 Norðmönnum í vil. ís- land þurfti að vinna 17—13 til að lenda f öðru sæti. Lokastaðan f opna flokknum varð þessi: Danmörk 178 Noregur 170 Svíþjóð 165 ísland 164 Finnland 161 Færeyjar 40 Aðeins 17 stig skilja að efstu og fímmtu sveitina, sem sýnir að mótið hefur verið mjög jafnt, ef færeyska sveitin er undanskilin. Danimir unnu mótið á 64% skor, en skor íslensku sveitarinnar var 57%. íslenska kvennasveitin átti erfitt uppdráttar á mótinu og varð í neðsta sæti. Lokastaðan í kvennaflokknum varð þessi: Noregur 180 Svfþjóð 165 Danmörk 149°/i2 Finnland 146°A2 ísland 126.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.